Skógargerði.is
  • Fréttir
    • Um okkur
    • Hafa samband
    • Eldri fréttir
  • Meiður
    • Starfsreglur
    • Fundagerðir
    • MEIÐUR - SAGA
    • Ættarm-NEFND
  • Leiga húss
  • myndir
  • Ættin
    • Ættartaflan í heild
    • Tölfræði
    • Gísli
    • Indriði
    • Guðlaug
    • Þórhallur
    • Sigurður
    • Margrét
    • Guðrún Soffía
    • Hallgrimur
  • Fróðleikur
  • Ymislegt
    • Kort af Skógargerði
    • Minningar -ræður -bréf
    • Ættarpósturinn 1984 til 2001
  • Fréttir
    • Um okkur
    • Hafa samband
    • Eldri fréttir
  • Meiður
    • Starfsreglur
    • Fundagerðir
    • MEIÐUR - SAGA
    • Ættarm-NEFND
  • Leiga húss
  • myndir
  • Ættin
    • Ættartaflan í heild
    • Tölfræði
    • Gísli
    • Indriði
    • Guðlaug
    • Þórhallur
    • Sigurður
    • Margrét
    • Guðrún Soffía
    • Hallgrimur
  • Fróðleikur
  • Ymislegt
    • Kort af Skógargerði
    • Minningar -ræður -bréf
    • Ættarpósturinn 1984 til 2001
Aðalfundur Meiðs 2010                                                                                         Til baka í fundagerðir

Aðalfundur Meiðs haldinn í Skógargerði 17. júlí 2010 

1. Formaður félagsins Hlynur Bragason setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 

2. Tillaga gerð að Eysteini eiginmanni Dagnýjar Gísladóttur að fundarstjóra og Helga Ómari Pálssyni sem fundarritara, samþykkt samhljóða. 

3. Formaður flutti skýrslu sína og fór yfir helstu þætti starfsemi félagsins á árinu 2009. 
​

4. Ívar Bragason fór yfir fjármál félagsins og fylgir ársreikningurinn hér að neðan. Tekjur voru kr. 661.970, rekstrarkostnaður kr. 359.986 og framkvæmt var fyrir kr. 537.356. Handbært fé í árslok var kr. 632.023 en var í upphafi árs kr. 867.445 
2009 

Staða reikn. 31/12 2008 867.445 


Gjöld 2009 
Orkusalan 73.081kr. 
Rarik 128.852kr. 
Fasteignagjöld 43.640kr. 
Brunatrygging 25.116kr. 
Hýsing á léni/netsamsk. 11.078kr. 
Fjármagnstekjuskattur 3.634kr. 
Bankakostnaður 30.330kr. 
Síminn 17.560kr. 
Prentun pappír burðargjöld 26.695kr. 
Rekstur Samtals 359.986kr. 

Framkvæmdir 
Slökkvitæki 2 stk + Gaskútur 28.901 
Fóðurblandan málning 118.822kr. 
Garðhúsgögn/áhöld + flutningur 131.252kr. 
Kaupfélag Héraðsbúa 7.036kr. 
Meindýraeyðir 20.667kr. 
Hurð Kjallara 150.000 kr. 
Húsasmiðjan 13.809 kr. 
Gasgrill 30.000kr. 
Veitingar vinnuhelgi 36.869kr. 
Framkvæmdir Samtals 537.356kr. 

Heildarkostnaður Samtals 897.342kr. 
Tekjur 2009 
Innb. Félagsmanna 
Kr 6,000 - 57 - 342.000kr. 
Kr 5,000 - 3 - 15.000 kr. 
Kr 4,000 - 22 - 88.000kr. 
kr 3,000 - 4 - 12.000 kr. 
Kr 1,800 - 2 - 3.600kr. 

Samtals - 88 - 460.600kr. 

Leigutekjur 9 vikur 15,185 kr samt. 136.665 kr. 
Leigutekjur frá 2008 30.000kr. 
Innvextir 34.705kr. 

Samtals tekjur 661.970 kr. 

Staða Reikn. 31/12 2009 632.073 

5. Skýrsla formanns og gjaldkera bornar undir atkvæði og umræðu, samþykktar samhljóða að loknum fyrirspurnum og umræðum. 
Fyrirspurn frá Dagnýju Gísladóttur um félagsgjöldin. Í dag greiða 25-39 ára kr. 4000 og 40 ára og eldri kr. 6000. Ættmenn verða sjálfkrafa félagsmenn þegar þeir ná 25 ára aldri. 

6. Tillaga stjórnar um óbreytt félagsgjöld samþykkt, breytingartillaga Gísla Sigurgeirssonar um kr. 1000 hækkun felld. 

7. Sitjandi stjórn, varamenn og endurskoðandi endurkjörin með lófaklappi. 

8. Önnur mál: Erna Indriðadóttir benti á möguleika þess að auka leigutekjur félagsins með því að leigja það öðrum en ættmennum. Fræðimenn góður markhópur. Stjórninni falið að skoða það mál auk þess að endurskoða úthlutunarreglur hússins. 

Ábending um að reyna fjölga þeim sem greiða árgjaldið, virkja facebook og heimasíðuna. 
Dagný Indriðadóttir lagði til að komið yrði upp myndum af öllum börnum Gísla og Dagnýjar í Skógargerði. 
Gísli Sigurgeirsson lagði til að myndir þær er hanga uppi í Skógargerði verði merktar og lagði hann einnig til að ritverk Indriða Gíslasonar um Helga og Ólöfu verði birt opinberlega. Hann lagði einnig til að reistur yrði minnisvarði um í Skógargerði um Gísla og Dagnýju. Hrósaði hann einnig stjórn og öllum þeim er komið hefðu að málum í félaginu og vinnu við húsin í Skógargerði. 
Hlynur fór yfir forgangsmál sem vinna þarf að í Skógargerði að mati stjórnar. 

Fleira ekki gert og fundi slitið. 

Fundargerðina ritaði Helgi Ómar Pálsson seint og um síðir.
Proudly powered by Weebly