Skógargerði.is
  • Fréttir
    • Um okkur
    • Hafa samband
    • Eldri fréttir
  • Meiður
    • Starfsreglur
    • Fundagerðir
    • MEIÐUR - SAGA
    • Ættarm-NEFND
  • Leiga húss
  • myndir
  • Ættin
    • Ættartaflan í heild
    • Tölfræði
    • Gísli
    • Indriði
    • Guðlaug
    • Þórhallur
    • Sigurður
    • Margrét
    • Guðrún Soffía
    • Hallgrimur
  • Fróðleikur
  • Ymislegt
    • Kort af Skógargerði
    • Minningar -ræður -bréf
    • Ættarpósturinn 1984 til 2001
  • Fréttir
    • Um okkur
    • Hafa samband
    • Eldri fréttir
  • Meiður
    • Starfsreglur
    • Fundagerðir
    • MEIÐUR - SAGA
    • Ættarm-NEFND
  • Leiga húss
  • myndir
  • Ættin
    • Ættartaflan í heild
    • Tölfræði
    • Gísli
    • Indriði
    • Guðlaug
    • Þórhallur
    • Sigurður
    • Margrét
    • Guðrún Soffía
    • Hallgrimur
  • Fróðleikur
  • Ymislegt
    • Kort af Skógargerði
    • Minningar -ræður -bréf
    • Ættarpósturinn 1984 til 2001
​Byggingar í Skógargerði

Gamli bærinn 
Helgi bóndi Indriðason lét rífa gamla baðstofu vorið 1903 og var ný reist um sumarið. Þar var eldhús og stofa inn af því á neðri hæð en efri hæð var tvískipt. Baðstofan sneri hlið austur á hlað. Samkvæmt virðingargerð frá 6. okt. 1906 var hún „9 1/2 x 6 al. stöpulhæð 5 al., sperrureist með reisifjöl ... skilrúm uppi, hurð á járnum með skrá, 6 rúmstæði, 1 stigi; 3 gluggar uppi og 2 niðri“. Í eldhúsi var eldavél og vatnsleiðsla í bæinn og frárennsli.
Picture
Við syðri gafl baðstofunnar var bæjardyrahús eða „frammihús“, portbyggt með þilstafni fram á hlaðið. Þar var gangur inn frá dyrum en geymsla (upphaflega stofa) við hlið hans. 
Bak við baðstofuna var svo gamalt hlóðaeldhús og sneri eins og hún. Búr og fjós voru vestan við gamla eldhúsið, hvort sínu megin við bæjargöngin. Búrið var að sunnan verðu, fjósið rúmaði 3 kýr auk kálfa. Kúahlaða var nyrst í húsaþyrpingunni. Enduðu bæjargöngin í hlöðunni. Hesthús var sunnan við bæjardyrahús og smiðja snertispöl sunnar. 
Til er rissteikning af útliti gamla bæjarins sem Ríkharður Jónsson myndlistarmaður hefur gert eftir lýsingu Gísla bónda. Þá hefur Björn Helgason tæknifræðingur frá Helgafelli gert grunnteikningu af bæjarþorpinu (sjá mynd að ofan og hér
). Gamli bærinn brann að mestu sumarið 1916. 
Picture

Steinhús (Myndir) 

Eftir brunann sumarið 1916 hafðist Skógargerðisfólk við í fjárhúsi fyrst um sinn en fljótlega var hafist handa um byggingu steinhúss. Kjallaranum tókst að koma upp um haustið og bjó fólkið þar næsta vetur. Dyr voru (og eru) þar á austurenda. 

Næsta ár var framkvæmd-um haldið áfram og var þó á ýmsan hátt við ramman reip að draga. Um þessar mundir stóð fyrri heim-styrjöldin sem hæst og var nokkuð erfitt að fá efni til bygginga; t.d. var skortur á timbri. Kom því margskonar ósamstætt efni í ljós þegar rifið var innan úr stofu í austurenda sumarið 1988. 

Um haustið 1917 var samt steyptur upp austurendi hússins. Þá var frostaveturinn mikli (1918) í uppsiglingu. Þórhallur Helgason stjórnaði þessu verki og líklega hefur gengið á ýmsu því um vorið segir Þórhallur í bréfi til móður sinnar: 


  • Margir spáðu því, þegar eg var að steypa í Skógargerði í vetur, að alt mundi hrynja niður þegar þyðn-aði, því það hefur víst ekki verið steypt hús hér á landi, minsta kosti ekki þar sem eg þekki til, í eins miklum frostum og voru þá, en það stendur ennþá og eg vona að það standi héðan af, því það er búið að fá marga stormbylji á sig síðan það þyðnaði, og hefur ekki séð á því.


Þegar frá leið tók þó að molna úr veggjum. Ótrúlega mikið af grjóti hefur verið notað í steyp-una eins og þá var reyndar mikill siður. Sumir steinar eru svo stórir að það er alveg á mörkum að þeir rúmist í veggjum. Má raunar segja að nákvæmari lýsing á veggjum sé sú að þeir hafi verið byggðir af steinum sem festir voru saman með steypu 

Nokkrum árum síðar (lokið 1922) var norðurendi hússins steyptur upp. Þá var einnig steyptur milliveggur á neðri hæðinni (milli Norðurstofu og búrs). Húsið var allt múrhúðað utan. 

Fullgert var húsið kjallari, hæð og íbúðarhæft ris. Það er ekki stórt um sig: 6x8 metrar. Risið bratt og á því fjórir kvistgluggar, einn í norður, þrír á suðurhlið. Á suðurhlið voru útidyr og nokkuð háar tröppur hlaðnar úr grjóti upp að þeim. Þetta er reyndar sú ytri mynd sem húsið hefur enn þann dag í dag nema hvað 1950 var gerð skúrbygging við útidyr á suðurhlið og liggja tröppur upp að dyrum frá austri (mynd að ofan, Björn Helgason um 1984). 

Um arkítektúr á Skógargerðishúsi 

Skógargerðisbær er í ýmsu frábrugðinn öðrum steinhúsum sem reist voru á héraði á þessum tíma, einkum hvað varðar útlit eða „stíl“; veldur þar mestu um brött rishæðin með kvistunum. Húsið snýr einnig öfugt við öll hin húsin; það snýr ekki „út og fram“ heldur „austur og norður“. Gæti hugsunin hafa verið sú að með þessu móti nyti betur sólar og útsýnis í húsinu? Úr austurgluggum er gott útsýni til byggðar og fjalla handan Fljóts. Vesturgluggar eru líka á stafni og kannski nýtur sólar þar betur en ef kvistgluggar hefðu verið. Enn er það að húsið er brot á stefnu landslagsins. Og það fer mjög vel á þessu broti: Klettar á bak við (Miðásinn). 

Um viðbyggingu 

Sumarið 1925 var byggt fjós úr steinsteypu við úthlið (norðurhlið) hússins. Undir því var safnþró. Dyr á fjósi voru austan -á, rétt við bæjarvegginn, og voru nokkuð háar tröppur upp að þeim, hlaðnar úr torfi og grjóti. Innan við fjósdyr var afþiljaður kriki fyrst, kallaður Skúr, og dyr úr honum inn í fjós, en einnig dyr inn í eldhúsið. Um þessar útidyr var langoftast gengið í bæinn og voru þær kallaðar Skúrdyr. Um Framdyrnar (sunnan á húsinu) var sjaldan gengið nema þegar ókunnugir gestir voru á ferð. Um 1960 var fjósbyggingin rifin og steyptur nýr kjallari sem átti að vera undir viðbyggingu við íbúðarhúsið. 

Um innréttingu Skógargerðishúss 

Á neðri hæð í austurenda var fljótlega innréttuð stofa. Þar var haldinn dansleikur þegar búið var að koma stofunni í stand haustið 1917. Gangur, kallaður Stórigangur, var frá útidyrum við suðurvegg. Í innri enda hans var pallur, Trappa, úr timbri. Af honum lá stigi upp á loft og tvær tröppur niður í eldhúsið. Úr Stóragangi voru líka dyr til Stofunnar í suðausturhorni hússins. Upphaflega voru einnig dyr á milli stofu og eldhúss. 

Eftir að norðurendinn komst upp voru þar tvö herbergi á neðri hæð og steyptur veggur milli þeirra. Að utan (norðan) var Búrið sem í var gengið úr eldhúsi og að innanverðu (sunnan) Norðurstofa (líka kölluð Vesturstofa) sem í var gengið af ganginum rétt við útidyr. Norðurstofan var höfð fyrir bókageymslu enda var þar rekin bóksala um skeið. Síðar var þessi stofa innréttuð sem eldhús (1951). 

Á efri hæðinni er Baðstofan, í austurenda, aðalher-bergið og nær þvert yfir húsið með tveimur gluggum sem snúa að Fljóti og kvistglugga til suðurs. Auk þess er lítið herbergi, kallað Kompa. Í norðurendanum eru tvö herbergi. Um miðjan 4. áratuginn var lögð miðstöð í húsið. 



Picture


Um endurbyggingu 

Svo sem áður er sagt fóru útveggir hússins fljótlega að molna, einkum austurstafninn. Steypti Víkingur utan á hann að mestu um 1950. Árið 1986 var svo hafist handa um gagngera endur-byggingu; stóðu Skógargerðis-systkin, börn Gísla og Dagnýjar, fyrir því. Var þá lokið við að steypa utan á útveggina nema norðurstafninn. Innan dyra þurfti líka að endurnýja mikið af þiljum og gólfum. Utan sem innan hefur upp-haflegu sniði verið haldið nema hvað nokkuð var fækkað skilrúmum á neðri hæðinni. Þessari endurbyggingu var að mestu lokið árið 1990. 

Útihús 

Fjós og hlaða voru í bæjarþorpinu gamla. Þar var einnig hesthús-kofi lítill. Á brekkubrún ofan við gamla bæinn var stærsta fjárhúsið (ærhúsið). Það hét Bjarnahús og við það var hringlaga hlaða og hrútakofi sem innangengt var í úr fjárhúsinu. Þessi hús voru rifin um 1958 og standa þar nú steinsteypt útihús með nýju sniði. 

Nokkurn spöl utan við gamla bæinn var fjárhús (ærhús) á brún snar-brattrar brekku (Brattabrekka). Miklu síðar fékk húsið nafnið Magnúsarkofi . Nafnið er svo til komið að maður að nafni Magnús Ívarsson drukknaði við Lagarfljóts-brú á útmánuðum 1922. Í maí um vorið rak lík hans upp í víkinni neðan við bæinn í Skógar-gerði og var búið um það á fjölum í þessu húsi. Reimt þótti vera í hús-inu eftir þetta. Ekki varð samt vart við Magnús heitinn svo teljandi sé. Um skeið elti hann þó höfund þessara orða (IG) nokkuð í draumum og voru þeir ekki par skemmtilegir. 

Leyningshús var fjárhús sem stóð nokkuð innan við gamla bæ-inn, innst í túninu undir ásbrekkunni sem þar var oftast kölluð Leynings-húsbrekka. Um 1938 var Leyningshúsið stækkað. Nú standa tóttir þessara húsa og eru veggir enn stæðilegir. Enn sést þar tæpur helmingur af veggjum hringhlöðunnar. Þarna geymist líka steypt ker sem fé var baðað í ásamt sigpalli þar sem baðlögurinn var látinn renna af því. Lambhús með hlöðu stóð upp á hólnum austan við grafreitinn sem síðar var settur. Enn sér tóttir hússins og skýla nú matjurtum og ungplöntum. 

Hesthús var norðan í hólnum og hlaða við það. Enn sér til austur-veggjarins en húsið var jafnað við jörðu og tré sett þar niður. 


Á beitarhúsunum var eitt ærhús 1906. Líklega hefur svo fljótlega verið reist annað og snemma á fjórða áratugnum var byggt þriðja húsið á beitarhúsunum og hlaðan stækkuð. ​
Proudly powered by Weebly