Fundargerð framkvæmdastjórnar Meiðs 28. desember 2004.
Mættir voru Hlynur Bragason , Sigríður Þorvaldsdóttir og Ívar Ásgeirsson. Dagný Gísladóttir boðaði forföll.
Fundur hófst á því að Sigríður fráfarandi gjaldkeri afhenti núverandi gjaldkera Ívari formlega gögn þau er embættið varða.
Málefni þau sem lágu fyrir fundinum voru þessi helst.
• Ættarmótið í sumar
• Framkvæmdir í Skógargerði
• Innheimta félagsgjalda
• Ættarvefurinn / netfangalisti
• Fréttabréf Meiðs / í samvinnu við ÆP
• Önnur mál
Ættarmót
Ættarmótinu var ákveðin tími í samræmi við venju um miðjan júlí þ.e 15-17.
Ættarmótsnefnd var skipuð og í henni sitja Sólrún Víkingsdóttir, Þóranna ?????? og Dagný Sigurðardóttir.
Stefán Hermannsson var skipaður veislu og söngstjóri Grillveislunnar, hann tekur við og tímasetur ræður og skemmtiatriði önnur, sem ættmenn vonandi undirbúa einhver.
Stjórnin ákvað að setja nefndinni ákveðinn ramma til að starfa eftir og eru þessi atriði þar helst:
Fjölnotahús þeirra Skógargerðisfeðga verði leigt til afnota á ættarmótinu.
Gert er ráð fyrir sameiginlegri grillmáltíð á Laugardagskvöldinu, það er máltíðin verði innifalinn í miðaverði , en gestir mæti eingöngu með drykkjarföng.
Að mótsmenn verði vel auðkenndir, helst með ættlegg líka.
Aðalfundur Meiðs verður haldinn á ættarmótinu samkvæmt samþykktum félagsins og verður hann í tengslum við setningu mótsins um hádegisbil á Laugardegi.
Sérstaklega verði hugað að vandaðri leikjadagskrá fyrir börn og verði þar haft borð fyrir báru með tilliti til íslensks veðurfars, þ.e. að bæði verði skipulögð útivera ef veður er gott og svo einnig innileikir ef veður er lakara. Nú eða sambland af þessu tvennu.
Ekki voru neinir að svo stöddu skipaðir í nefnd um þessi mál, en ákveðið að kanna hvort einhverjir sjálfboðaliðar fyndust.
Rædd voru ýmis praktíst atriði tengd ættarmótinu svo sem:
Leiga á salernisgám , sem og frárennsli frá honum
Hugsanlegur ofaníburður á plan við skemmuna.
Útvegun á borðum og bekkjum
Kanna möguleika fyrir austan á að fá tilboð í mat fyrir veisluna.
Hlynur tók að sér að kanna þessi atriði
Framkvæmdir
Endurbætur á baðherbergi í Skógargerði ganga vel, samkvæmt lýsingu Hlyns í máli og myndum og verður þeim lokið fyrir sumarið, ef svo fer fram sem horfir. Stjórnin ákvað að kaupa neðri skápa í eldhús ásamt borðplötu, að tillögu Hlyns reiknað er með að þessi framkvæmd, sem bætir verulega alla aðstöðu í eldhúsi verði einnig frágenginn fyrir sumarið.
Rætt var um möguleika á að koma vatnskrana fyrir utan húss, til afnota fyrir tjaldbúa sem og til vökvunar.
Innheimta
Félagsgjöldin verða innheimt samkvæmt tillögu þeirri sem samþykkt var á síðasta aðalfundi . þ.e. 18-25 ára greiða 1,800kr 25 ára og eldri 3,000kr.
Ættarvefurinn
Ákveðið var að í fréttabréfi kæmi fram áskorum til ættmenna að senda netföng sín til ritara, sem myndi halda utan um þann lista og uppfæra eftir þörfum .
Listinn yrði síðan notaður til að senda ættmennum fjölpóst þegar þurfa þykir.
Rætt var um að Dagný Gísladóttir ritari fengi aðgangsorð og leyfi ritnefndar ættarvefsins til að setja þar inn netfangalista ættarinnar og fleira sem þar ætti heima ákveðið var að ræða þetta við Rósu Kristínu Marinósdóttur, Ritsjóra vefsins
Rædd voru svona á almennum nótum þörfin fyrir netfangalista , en stjórnin ályktaði að ef virkur netfangalisti er til staðar, sé grundvöllur fyrir því að virkja vefinn betur sem samskiptatæki ættarinnar, þar sem fjölpóstur yrði sendur á alla þegar eitthvað nýtt yrði sett þangað inn. Í ljósi gríðarlega hás hlutfalls nettenginga heimila og vinnustaða á Íslandi verði það afar fáir sem ekki fengju sent til sín slíkan póst, ef netfangalistinn er uppfærður reglulega, þeir fáu sem ekki eru netverjar fengju væntanlega tíðindin frá þeim er þeim næst standa og eru nettengdir.
Vandamálið er hinsvegar það að notendur sjálfir þurfa að tilkynna sín netföng á listann og ekki síst tilkynna um breytingar á netfangi sínu.
Fréttabréf
Ákveðið var að ræða við Indriða Gíslason ritstjóra ÆP um möguleika þess að hann birti í ÆP helstu fréttir af framkvæmdum, sem og tilkynna tímasetningu ættarmótsins í sumar ásamt lauslegri dagskrá, brýna menn til að mæta með eitt skemmtiatriði á ættlegg og ekki síst því nýmæli að hafa veislumáltíð innifalda í verði,
nánari tilhögun á þessu verður rædd við Indriða. Þ.e. ef hugsanlegur útgáfudagur ÆP og útsending greiðsluseðla, ekki seinna en um miðjan janúar, gengur saman
Önnur mál
Allir viðstaddir voru sammála um það að stíga varlega til jarðar hvað útlegu á húsinu áhrærir og að það yrði að vera í fullu samræmi við þarfir Skógargerðissystkina, sem að sjálfsögðu hafa allan forgang á dvöl þar, meðan þeim endist heilsa til. Þessu tengt var rædd um nauðsyn þess að fleiri myndu greiða félagsgjaldið, en fram kom að einungis um helmingur útsendra greiðsluseðla innheimtist.
Ákveðið var að brýna menn til þess í fréttabréfi.
Rekstur hússins gengur í sjálfu sér upp við núverandi aðstæður, en ekki er svigrúm til stórhuga framkvæmda nema meiri tekjur komi til.
Rætt var um að á Aðalfundi í sumar, að kynna þetta, ásamt því að fá umræður um leigutilhögun, fá hugmyndir og skoðanir ættmenna fram
Rædd var tillaga komin frá Indriða um að reikningsnúmer Meiðs verði birt á heimasíðunni til þess að menn gætu veitt frjáls framlög eða áheit var talið að þetta ætti að framkvæma.
Fleira gerðist ekki og fundi slitið.
Mættir voru Hlynur Bragason , Sigríður Þorvaldsdóttir og Ívar Ásgeirsson. Dagný Gísladóttir boðaði forföll.
Fundur hófst á því að Sigríður fráfarandi gjaldkeri afhenti núverandi gjaldkera Ívari formlega gögn þau er embættið varða.
Málefni þau sem lágu fyrir fundinum voru þessi helst.
• Ættarmótið í sumar
• Framkvæmdir í Skógargerði
• Innheimta félagsgjalda
• Ættarvefurinn / netfangalisti
• Fréttabréf Meiðs / í samvinnu við ÆP
• Önnur mál
Ættarmót
Ættarmótinu var ákveðin tími í samræmi við venju um miðjan júlí þ.e 15-17.
Ættarmótsnefnd var skipuð og í henni sitja Sólrún Víkingsdóttir, Þóranna ?????? og Dagný Sigurðardóttir.
Stefán Hermannsson var skipaður veislu og söngstjóri Grillveislunnar, hann tekur við og tímasetur ræður og skemmtiatriði önnur, sem ættmenn vonandi undirbúa einhver.
Stjórnin ákvað að setja nefndinni ákveðinn ramma til að starfa eftir og eru þessi atriði þar helst:
Fjölnotahús þeirra Skógargerðisfeðga verði leigt til afnota á ættarmótinu.
Gert er ráð fyrir sameiginlegri grillmáltíð á Laugardagskvöldinu, það er máltíðin verði innifalinn í miðaverði , en gestir mæti eingöngu með drykkjarföng.
Að mótsmenn verði vel auðkenndir, helst með ættlegg líka.
Aðalfundur Meiðs verður haldinn á ættarmótinu samkvæmt samþykktum félagsins og verður hann í tengslum við setningu mótsins um hádegisbil á Laugardegi.
Sérstaklega verði hugað að vandaðri leikjadagskrá fyrir börn og verði þar haft borð fyrir báru með tilliti til íslensks veðurfars, þ.e. að bæði verði skipulögð útivera ef veður er gott og svo einnig innileikir ef veður er lakara. Nú eða sambland af þessu tvennu.
Ekki voru neinir að svo stöddu skipaðir í nefnd um þessi mál, en ákveðið að kanna hvort einhverjir sjálfboðaliðar fyndust.
Rædd voru ýmis praktíst atriði tengd ættarmótinu svo sem:
Leiga á salernisgám , sem og frárennsli frá honum
Hugsanlegur ofaníburður á plan við skemmuna.
Útvegun á borðum og bekkjum
Kanna möguleika fyrir austan á að fá tilboð í mat fyrir veisluna.
Hlynur tók að sér að kanna þessi atriði
Framkvæmdir
Endurbætur á baðherbergi í Skógargerði ganga vel, samkvæmt lýsingu Hlyns í máli og myndum og verður þeim lokið fyrir sumarið, ef svo fer fram sem horfir. Stjórnin ákvað að kaupa neðri skápa í eldhús ásamt borðplötu, að tillögu Hlyns reiknað er með að þessi framkvæmd, sem bætir verulega alla aðstöðu í eldhúsi verði einnig frágenginn fyrir sumarið.
Rætt var um möguleika á að koma vatnskrana fyrir utan húss, til afnota fyrir tjaldbúa sem og til vökvunar.
Innheimta
Félagsgjöldin verða innheimt samkvæmt tillögu þeirri sem samþykkt var á síðasta aðalfundi . þ.e. 18-25 ára greiða 1,800kr 25 ára og eldri 3,000kr.
Ættarvefurinn
Ákveðið var að í fréttabréfi kæmi fram áskorum til ættmenna að senda netföng sín til ritara, sem myndi halda utan um þann lista og uppfæra eftir þörfum .
Listinn yrði síðan notaður til að senda ættmennum fjölpóst þegar þurfa þykir.
Rætt var um að Dagný Gísladóttir ritari fengi aðgangsorð og leyfi ritnefndar ættarvefsins til að setja þar inn netfangalista ættarinnar og fleira sem þar ætti heima ákveðið var að ræða þetta við Rósu Kristínu Marinósdóttur, Ritsjóra vefsins
Rædd voru svona á almennum nótum þörfin fyrir netfangalista , en stjórnin ályktaði að ef virkur netfangalisti er til staðar, sé grundvöllur fyrir því að virkja vefinn betur sem samskiptatæki ættarinnar, þar sem fjölpóstur yrði sendur á alla þegar eitthvað nýtt yrði sett þangað inn. Í ljósi gríðarlega hás hlutfalls nettenginga heimila og vinnustaða á Íslandi verði það afar fáir sem ekki fengju sent til sín slíkan póst, ef netfangalistinn er uppfærður reglulega, þeir fáu sem ekki eru netverjar fengju væntanlega tíðindin frá þeim er þeim næst standa og eru nettengdir.
Vandamálið er hinsvegar það að notendur sjálfir þurfa að tilkynna sín netföng á listann og ekki síst tilkynna um breytingar á netfangi sínu.
Fréttabréf
Ákveðið var að ræða við Indriða Gíslason ritstjóra ÆP um möguleika þess að hann birti í ÆP helstu fréttir af framkvæmdum, sem og tilkynna tímasetningu ættarmótsins í sumar ásamt lauslegri dagskrá, brýna menn til að mæta með eitt skemmtiatriði á ættlegg og ekki síst því nýmæli að hafa veislumáltíð innifalda í verði,
nánari tilhögun á þessu verður rædd við Indriða. Þ.e. ef hugsanlegur útgáfudagur ÆP og útsending greiðsluseðla, ekki seinna en um miðjan janúar, gengur saman
Önnur mál
Allir viðstaddir voru sammála um það að stíga varlega til jarðar hvað útlegu á húsinu áhrærir og að það yrði að vera í fullu samræmi við þarfir Skógargerðissystkina, sem að sjálfsögðu hafa allan forgang á dvöl þar, meðan þeim endist heilsa til. Þessu tengt var rædd um nauðsyn þess að fleiri myndu greiða félagsgjaldið, en fram kom að einungis um helmingur útsendra greiðsluseðla innheimtist.
Ákveðið var að brýna menn til þess í fréttabréfi.
Rekstur hússins gengur í sjálfu sér upp við núverandi aðstæður, en ekki er svigrúm til stórhuga framkvæmda nema meiri tekjur komi til.
Rætt var um að á Aðalfundi í sumar, að kynna þetta, ásamt því að fá umræður um leigutilhögun, fá hugmyndir og skoðanir ættmenna fram
Rædd var tillaga komin frá Indriða um að reikningsnúmer Meiðs verði birt á heimasíðunni til þess að menn gætu veitt frjáls framlög eða áheit var talið að þetta ætti að framkvæma.
Fleira gerðist ekki og fundi slitið.
Proudly powered by Weebly