Skógargerði.is
  • Fréttir
    • Um okkur
    • Hafa samband
    • Eldri fréttir
  • Meiður
    • Starfsreglur
    • Fundagerðir
    • MEIÐUR - SAGA
    • Ættarm-NEFND
  • Leiga húss
  • myndir
  • Ættin
    • Ættartaflan í heild
    • Tölfræði
    • Gísli
    • Indriði
    • Guðlaug
    • Þórhallur
    • Sigurður
    • Margrét
    • Guðrún Soffía
    • Hallgrimur
  • Fróðleikur
  • Ymislegt
    • Kort af Skógargerði
    • Minningar -ræður -bréf
    • Ættarpósturinn 1984 til 2001
  • Fréttir
    • Um okkur
    • Hafa samband
    • Eldri fréttir
  • Meiður
    • Starfsreglur
    • Fundagerðir
    • MEIÐUR - SAGA
    • Ættarm-NEFND
  • Leiga húss
  • myndir
  • Ættin
    • Ættartaflan í heild
    • Tölfræði
    • Gísli
    • Indriði
    • Guðlaug
    • Þórhallur
    • Sigurður
    • Margrét
    • Guðrún Soffía
    • Hallgrimur
  • Fróðleikur
  • Ymislegt
    • Kort af Skógargerði
    • Minningar -ræður -bréf
    • Ættarpósturinn 1984 til 2001
​Fréttir úr Skagafirði                                           Til baka
Sælt veri fólkið. 

Allt gott að frétta úr Skagafirði. Einsog sannur íslendingur verð ég að byrja á að tjá mig um veðrið. Hélt að vorið væri komið þarna í mars en þá var sumarblíða vikum saman og gaf fyrirheit um að nú kæmi vor í þeim gæðaflokki að elstu menn myndu ekki annað eins og svo frv.. Lítið og snyrtilegt ferðamannaeldgos lífgaði upp á hvunndaginn og fuglarnir voru byrjaðir að syngja í trjánum. 
Svo kom apríl og þá gerðist það sem við íslendingar megum svosem alltaf eiga von á. Páskahretið skall á af fullum þunga með tilheyrandi frosti og manndrápsbyljum. Þetta hret stóð yfir allan aprílmánuð og stendur reyndar enn, eða hefur runnið saman við Sælukvikuhretið sem fylgir gjarnan sæluviku sakgfirðinga. Héðan af má eiga von á að sæluvikuhretið renni saman við hvítasunnuhretið og kosningahretið og þá væntanlega sjómannadagshretið í byrjun júní. 
Einsog það væri ekki nógu þungur kross að bera að fást við veðrið, þótti skaparnum hæfa að bæta við náttúruhamförum af verri sortinni, ösku og sprengigosi í Eyjafjallajökli. Einsog Fimmvörðuhálsgosið hafði kætt fólk hérlendis og erlendis, stóð nú mikil ógn af nýja gosinu sem sór sig í ætt við hamfaragos fyrri tíma þegar fólk og fénaður hrundi niður. Askan úr Eyjafjallajökli dritaðist víða niður og hefur einsog allir vita farið nánast um allan heim og valdið blásaklausu fólki miklu hugarangri vegna þess að ferðáætlanir flugfélaga hafa gengið úr skorðum. 
Þessi eiturefnahernaður íslendinga hefur ekki aukið hróður landsins útávið og var þó niðurlægingin ærin fyrir. Mörgum útlendingum gengur illa að skilja hvurskonar usla lítið eldfjall með óskiljanlegu nafni sem ekki er hægt að bera fram norður í ballarhafi, getur valdið. Hér á vel við gamalt máltæki úr Sturlungu, „oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“ 
Rannsóknarskýrslan fræga kom út og syndaregistur þeirra sem mesta ábyrgð bera á Hruninu er nú opinbert. Margir segja að þjóðin öll beri ábyrgðina og hafi verið á dúndrandi neyslufylleríi árin fyrir hrun. Ekki ætla ég að dæma um það en verð að viðurkenna að ég byggði sólpall við húsið hjá mér árið 2007. Ennfremur hafði ég bílaskipti sama ár og keypti dýrari bíl. Á svipuðum tíma varð ég að skipta um miðstöðvarlögn í húsinu sem kostaði sitt. Flatskjá keypti ég að vísu ekki fyrr en snemma á árinu 2009, sem sagt eftir hrun þegar gamla túbusjónvarpið sem orðið var tuttugu ára gamalt gafst endanlega upp. 
Að framansögðu má ljóst vera að ég ber tölverða ábyrgð á þenslunni sem var á umræddu tímabili og verð að axla ábyrgð einsog aðrir. Hef hugleitt að víkja tímabundið úr stjórn Verkalýðsfélagsins Öldunnar á Sauðárkróki þar sem ég á sæti, meðan þessi mál eru að skýrast. 
Fyrir nokkru hugleiddi ég að fara að skrifa endurminningar mínar einsog allir íslendingar gera fyrr en síðar á lífsleiðinni. Eftir að hafa hugsað málið stíft í nokkurn tíma og reynt að grufla upp úr fortíðinni einhver ódauðleg afrek, veraldleg og/eða andleg gaf ég þetta frá mér. Eftir stóðu nokkrar vísur sem fylgja hér með. 

Þó víða liggi leiðir manns, 
og löngum úti á hafi, 
eg er sonur Austurlands 
ekki nokkur vafi. 

Burtu þaðan lá mín leið 
lífið þurfti að kanna, 
virtist ungum gatan greið 
getu vildi sanna. 

Á útnes norður leið mín lá 
Langanesið kalda. 
Þarna ríkir þokan grá 
þung er hafsins alda. 

Til Reykjavíkur fór ég fljótt 
freistingarnar biðu 
í djammi bæði dag og nótt 
dável árin liðu. 

Í Vestmanneyjum var ég stutt 
válegt sýndist heldur, 
burt var öllum ráðum rutt 
reis úr jörðu eldur. 

Á Akureyri átti stans 
ekki hélt þar bandið 
reikult þykir ráðið manns 
að rása þetta um landið. 

Hjá Skagfirðingum festi fót 
framtíð skal ei kvíða 
Þar menn halda hestamót 
hlæja, drekka og ríða. 

Þó ég hafi flækst um fold 
og flakkað nokkuð víða 
Aldrei flý ég Íslands mold 
og engu þarf að kvíða. 

Með kveðju. 

Gústi Mar. 
Proudly powered by Weebly