Skógargerði.is
  • Fréttir
    • Um okkur
    • Hafa samband
    • Eldri fréttir
  • Meiður
    • Starfsreglur
    • Fundagerðir
    • MEIÐUR - SAGA
    • Ættarm-NEFND
  • Leiga húss
  • myndir
  • Ættin
    • Ættartaflan í heild
    • Tölfræði
    • Gísli
    • Indriði
    • Guðlaug
    • Þórhallur
    • Sigurður
    • Margrét
    • Guðrún Soffía
    • Hallgrimur
  • Fróðleikur
  • Ymislegt
    • Kort af Skógargerði
    • Minningar -ræður -bréf
    • Ættarpósturinn 1984 til 2001
  • Fréttir
    • Um okkur
    • Hafa samband
    • Eldri fréttir
  • Meiður
    • Starfsreglur
    • Fundagerðir
    • MEIÐUR - SAGA
    • Ættarm-NEFND
  • Leiga húss
  • myndir
  • Ættin
    • Ættartaflan í heild
    • Tölfræði
    • Gísli
    • Indriði
    • Guðlaug
    • Þórhallur
    • Sigurður
    • Margrét
    • Guðrún Soffía
    • Hallgrimur
  • Fróðleikur
  • Ymislegt
    • Kort af Skógargerði
    • Minningar -ræður -bréf
    • Ættarpósturinn 1984 til 2001
Meiðstíðindi 2016

Meðfylgjandi þessu fréttabréfi er okkar árlegi greiðsluseðill, sem þú ættmaður góður vonandi greiðir, en ef þú kærir þig ekki um þennan póst þá er beðist velvirðingar á því og þér er að sjálfsögðu frjálst að henda greiðsluseðlinum, skuldbindingalaust, en vonandi lest þú samt áfram.
Eins og fram hefur komið þá er enginn skyldugur til þess að vera í félaginu, en ég minni á að ef sameiginleg arfleifð okkar í Skógargerði skiptir ykkur einhverju máli, sjáið þið vonandi ástæðu til þess að greiða árgjaldið til að stuðla að því að halda ættaróðalinu við, þannig að við getum notið þess sem það hefur uppá að bjóða.
Heldur hefur verið að fækka þeim sem greiða og er það ekki heillavænleg þróun og því er skorað á alla að taka vel í að greiða árgjaldið.
 
Fundarboð aðalfundar 2016
Aðalfundur Meiðs verður haldinn í Skógargerði  laugardaginn 21. maí nk. Kl 16.
Dagskrá verður hefðbundin: Skýrsla stjórnar, yfirlit reikninga, ákvörðun félagsgjalda næsta árs, leigumál og önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og viðra sínar hugmyndir, allar skoðanir eru vel þegnar og munið að félagið það erum við félagsmenn, ekki bara stjórnin. Því meiri umræða og því fleiri sjónarhorn sem fram koma því betra.
 
Vinnudagur/helgi
Mæting upp úr kl 9 að morgni aðalfundardags 21. maí nk. og kannski tekst að ljúka verkum fyrir aðalfund, nú og ef ekki, þá síðar um daginn eða bara á sunnudeginum 22. Helstu verk eru að  taka þarf til í húsinu og gera vorhreingerningu, mála það sem þarf innanhúss, bera á tréverk utanhúss, snyrta gróður og bera (eitthvert undraefni) á tóftarveggi til að hægja á niðurbroti þeirra og ef til vill eitthvað annað sem æskilegt er að gera.
Eru ættmenn hvattir til að mæta, þó ekki væri nema til þess að sýna sig og sjá aðra.
Framkvæmdir
Ekki hafa verið neinar framkvæmdir síðan á ættarmóti sl. sumar sem tókst með ágætum og var vel mætt.
Framkvæmdanefnd ættarmótsins stóð sig frábærlega vel og á þakkir skilið.
Brýnt þykir að ráðast í viðgerðir á ytra byrði hússins. Hér er um að ræða múrviðgerðir (endursteypu) á norðurvegg hússins, blikkklæðningu á þakbrúnir, málningarvinnu eftir þörfum og svo rykbindingu eða múrvinnu á tóftarveggjum. Björn Sveinsson hefur verið að vinna tillögur vegna vesturveggjarins en það er ekkert einfalt mál, sérstaklega þar sem húsið er orðið 100 ára gamalt og telst því vera friðað.
Ekki verður hægt að hefjast handa við framkvæmd fyrr en fjármögnun liggur fyrir.
Ljóst er að viðgerðir á veggjum og þaki verða kostnaðarsamar . Til að reyna að mæta þeim kostnaði bar Hlynur Bragason upp tillögu, á síðasta aðalfundi, um að stjórn væri heimilt að rukka tvöfalt félagsgjald næsta ár. Tvöfalda félagsgjaldið yrði fyrir 40 ára og eldri og valfrjálst og aðeins í þetta eina sinn. Var tillagan samþykkt með þorra greiddra atkvæða.
 
Fundargerð síðasta aðalfundar er aðgengileg á vefsíðunni og slóðin er: http://www.skogargerdi.is/2015.html

 
Leigumál
Rétt er að árétta  að Skógargerði er til leigu  árið um kring  og ættu til að mynda berja- og sveppa-  tínslufólk, sem og  gæsa og hreindýraveiðimenn að huga að því, tekið skal fram að félagið á engan veiðirétt í Skógargerðislandi, en stutt er til góðra veiðisvæða í grenndinni.
Útleiga á húsinu sl. ár gekk mjög vel yfir sumartímann og einnig var nokkur nýting um veturinn. Leiguverð fyrir árið 2016 er sem hér segir: júní, júlí og ágúst: kr. 35.000 vikan, aðrir mánuðir: kr. 25.000 vikan, helgarleiga: kr. 12,500, helgarleiga er ekki í boði nema vikan að helginni sé laus. Þetta þarf sérstaklega að hafa í huga yfir sumartímann þegar mest ásókn er í húsið.
Dagný Sigurðardóttir tekur við bókunum í húsið sem fyrr, símar hjá Dagnýju eru 471-1134 og GSM 849-7390. Ekki er búið að bóka nema 4 vikur í sumar og hvet ég alla sem hyggja á dvöl í Skógargerði þetta sumarið að hafa samband við Dagnýju sem fyrst.
Sjá heimasíðu á slóðinni: skogargerdi.is/leiga-huacutess.html
Ættartala
Brýnt er orðið að uppfæra ættartalið áfram frá því er Indriði endaði það. Helgi Gíslason Helgason frá Helgafelli hefur hafið það verk með dyggri aðstoð frá Sólrúnu Víkingsdóttur og er vonast til að því verki ljúki fyrir næsta aðalfund 2017.
 
Vefsíða og „fésbók“
Vefsíðan skogargerdi.is hefur verið uppfærð og er nú einnig snjallsíma miðuð. Allt efnið af gömlu síðunni er enn að finna þar.  Stefán Hermannsson sem verið hefur ritstjóri bæði vefsíðu og fésbókar óskaði eftir lausn frá því embætti og þökkum við honum mikið vel fyrir þau störf.
Hermann Hermannsson hefur tekið að sér ritstjórn á heimasíðunni  skogargerdi.is um sinn.
og  Ingigerður Sverrisdóttir hefur tekið að sér ritstjórn á  "Facebook" síðunni Skógagerði, fólk og fiðrildi
 
Að lokum
Skógargerði er arfleifð okkar allra og því fleiri sem  leggja hönd á plóg við uppbyggingu staðarins, með því að ganga til liðs við Meið, þeim mun léttara verk verður það og tekur skemmri tíma.
Ég minni á boðskapinn í sögunni um litlu gulu hænuna, Það vildu engir leggja henni lið við að vinna kornið og baka brauðið, en allir vildu hinsvegar borða það.

F.H. stjórnar Meiðs 
Hermann Hermannsson

 

Proudly powered by Weebly