Aðalfundur 2002/framhaldsstofnfundur Til baka í fundagerðir
Laugardaginn 1. júní 2002 var aðalfundur Meiðs haldinn í Lundarskóla á Akureyri.
Formaður, Baldur Pálsson, setti fund kl. 14.20 og bauð fundarmenn velkomna. Hann skipaði síðan Helga Indriðason fundarstjóra og Dagnýju Marinósdóttur fundarritara.
Mættir voru: Helgi Indriðason, Ingunn Pálsdóttir, Dagný Gerður Sigurðardóttir, Aðalsteinn Gíslason, Indriði Gíslason, Gunnar Hörður Svavarsson, Víkingur Gíslason, Dagný Sigurgeirsdóttir, Ágúst Marinósson, Elísabet Arnardóttir, Helgi Ómar Bragason, Hörður Geirsson, Eir Þorvaldsdóttir, Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir, Dagný Marinósdóttir og Baldur Pálsson.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla stjórnar.
Formaður fór yfir það helsta sem gert hefur verið en vísaði að öðru leyti til vefsíðunnar, skogargerdi.is, en þar má lesa nákvæmt yfirlit um störf stjórnar.
Fram kom að fundir voru haldnir fyrir austan, norðan og sunnan auk síma- og netsamskipta. Reynslan sýndi að svæðaskipulag í fundahaldi gæfist vel en lítil viðbrögð kæmu við prentuðu máli hvort sem það er á bréfi, vef eða netpósti. Stjórnin kom á fót ritnefnd "skogargerdis.is" og beitti sér fyrir fundum með fulltrúum ættkvísla.
Nokkrar umræður urðu um skýrslu stjórnar en hún var þó látin óátalin og samþykkt. (Fylgiskjal 1).
2. Skýrsla gjaldkera.
Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir lagði fram reikninga yfir tekjur og gjöld félagsins. Fundarstjóri bar reikningana upp og voru þeir samþykktir samhljóða með þeim fyrirvara gjaldkera að annar skoðunarmaðurinn átti eftir að skrifa undir.
(Fylgiskjal 2).
3. Lagabreytingar.
Ritari útskýrði skjal sem lá fyrir fundinum þar sem tíundaðar voru allar breytingatillögur sem stjórn höfðu borist við stofnfundarsamþykktirnar. Fyrir fundinum lá mikil vinna við að afgreiða allar tillögurnar.
Indriði Gíslason las upp lögfræðilegt álit frá Reimari Péturssyni þess efnis að upphaflegar stofnfundarsamþykktir standist ágætlega og engin ástæða til að gera neinar grundvallarbreytingar á þeim.
Miklar umræður urðu um lagabreytingarnar og stóðu þær lengi dags. (Fylgiskjal 3).
4. Kosningar.
Tilnefndir voru til framkvæmdastjórnar: Af Austurlandi, Björn Sveinsson sem aðalmaður og Hlynur Bragason sem varamaður. Af Norðurlandi, Helgi Indriðason sem aðalmaður og Helgi Ómar Pálsson sem varamaður. Af Suðvesturlandi, Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir. Fleiri tilnefningar komu ekki fram og voru þau kosin einum rómi.
Skoðunarmenn reikninga voru endurkosnir, þau Helgi Ómar Bragason og Ragnheiður Guðnadóttir.
5. Rætt var um hið árlega félagsgjald
og fannst sumum að það mætti vera hærra en öðrum fannst það alveg nógu hátt. Tillaga kom fram um að árgjaldið yrði kr. 3500 en hún var felld. Árgjaldið er því óbreytt kr. 3000.
6. Önnur mál.
Helgi Ómar Bragason lagði til að því yrði vísað til nýkjörinnar stjórnar að skipa fastanefndir, t.d. húsnefnd og voru menn sammála því. Bent var á að ritnefnd er þegar starfandi en ættarmótsnefnd þarf að komast á laggirnar og fleiri nefndir.
Indriði sagði frá yfirlýsingu sem samin hefur verið í samráði við Víking, þess efnis að Skógargerðissystkin og erfingjar þeirra samþykki að Víkingur, lögskráður eigandi Skógargerðishúss, afsali því til ættarfélagsins Meiðs. Verði félagið lagt niður er áskilinn réttur til eignarhluta í húsinu í samræmi við framlög til endurgerðar þess, en þær upplýsingar eru allar til hjá þeim bræðrum. (Fylgiskjal 4).
Indriði minnti einnig á að ýmsar ákvarðanir þyrfti að ræða og taka fljótlega t.d. hvort bjóða eigi öðrum afkomendum Ólafar og Helga í Skógargerði aukaaðild að félaginu.
Rætt var um hugsanlega þróun félagsins og hvort bætt yrði við húsnæði þess í framtíðinni. Baldur sagði frá hugmynd um að miðað við þrjú aðalbúsetusvæði ættarinnar mætti hugsa sér að í framtíðinni yrðu þrjú Skógargerði; fyrir austan, norðan og sunnan, félagið gæti eignast sumarhús fyrir norðan og sunnan. Sumir lýstu því strax yfir að aldrei skyldi það, aldrei gæti orðið neitt Skógargerði nema fyrir austan og nær væri að fjölga húsum þar, komi sú staða upp.
Spurt var hvort Ættarpósturinn kæmi áfram út og virtist það vera samhljóða álit fundarins að Ættarpósturinn sé ómissandi og útgáfa hans megi alls ekki hætta.
Fráfarandi formaður kvaddi sér hljóðs og þakkaði fundarmönnum fundarsetuna og skemmtilegan og gagnlegan fund. Hann þakkaði samstarfsmönnum sínum í stjórn vel unnin störf og sagði mörg skemmtileg viðfangsefni framundan, það fyrsta að koma upp brunavarnakerfi í Skógargerðishúsi.
Fundurinn hyllti fráfarandi formann og þakkaði honum vel unnin störf.
Fundarstjóri sleit síðan fundi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 5.30.
Dagný Marinósdóttir
fundarritari
Aths! Fylgiskjal 1 er Saga Meiðs, fylgiskjal 2 og 4 eru ekki á tölvutæku formi, fylgiskjal 3 kemur hér á eftir.
Meiður
Fylgiskjal 3
Stofnfundarsamþykktir og fram komnar tillögur um viðauka og breytingar sem fjallað var um á aðalfundi/framhaldsstofnfundi í Lundarskóla á Akureyri 1. júní 2002
Tillögurnar voru bornar undir atkvæði á fundinum.
Niðurstöður
Skýringar: BT er breytingatillaga, VBT viðaukabreytingatillögur, IG, VG og HH eru þekktir menn í ættinni, AU eru austanmenn.
1.
1.1. Félagið heitir Meiður.
1.2. Heimili félagsins og varnarþing er Skógargerði, 701 Egilsstaðir.
1.3. Tilgangur félagsins er að eiga og annast gamla húsið í Skógargerði ásamt lóð
sem því fylgir.
1.4. Félagið starfar í samvinnu við ábúanda í Skógargerði.
1.5. Félagið vinnur að útgáfu- og kynningarstarfsemi innan Skógargerðisættarinnar.
Ein tillaga kom um orðalagsbreytingu að “landi” yrði breytt í “lóð.” Var það samþykkt.
2.
2.1. Félagsmenn eru allir afkomendur Gísla Helgasonar og Dagnýjar Pálsdóttur sem það kjósa.
BT Félagsmenn geta orðið allir afkomendur Gísla Helgasonar og Dagnýjar Pálsdóttur. HH
VBT frá Herði Geirssyni: "….og makar þeirra".
Báðar tillögurnar voru samþykktar.
Niðurstaða:
2.1. Félagsmenn geta orðið allir afkomendur Gísla Helgasonar og Dagnýjar Pálsdóttur og makar þeirra.
2.2. Allir félagsmenn hafa málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt á fundum.
BT Allir félagsmenn hafa málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt á fundum, hafi þeir greitt árgjald og séu skuldlausir við félagið.HH
BT Allir félagsmenn hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum. Atkvæðisbærir eru þeir einir sem skuldlausir eru við félagið. AU
Báðar tillögurnar voru felldar. Grein 2.2. er því óbreytt.
2.3. Úrsögn úr félaginu telst ekki gild nema hún sé skrifleg, rökstudd og berist
gjaldkera fyrir aðalfund.
BT Úrsögn úr félaginu telst ekki gild nema hún sé skrifleg og berist gjaldkera fyrir aðalfund. HH og AU
Tillagan var samþykkt. Niðurstaða:
2.3. Úrsögn úr félaginu telst ekki gild nema hún sé skrifleg og berist
gjaldkera fyrir aðalfund.
2.4. Stjórn félagsins getur vísað einstaklingum úr félaginu vinni þeir gegn tilgangi þess og starfsemi.
BT Aðalfundur félagsins getur vísað einstaklingum úr félaginu vinni þeir gegn tilgangi félagsins og starfsemi þess. HH og AU
Tillagan var samþykkt. Niðurstaða:
2.4. Aðalfundur getur vísað einstaklingum úr félaginu vinni þeir gegn tilgangi félagsins og starfsemi þess.
3.
3.1. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
3.2. Aðalfundur er haldinn í apríl ár hvert og boðar stjórn til hans með minnst mánaðar fyrirvara. Ættarmótsár er fundurinn haldinn í tengslum við mótið.
BT 1. Aðalfundur er haldinn í apríl –maí ár hvert og boðar ættarráð til hans með minnst 6 vikna fyrirvara. Ættarmótsár er fundurinn haldinn í tengslum við mótið HH BT 2. Aðalfundur er haldinn í apríl-maí ár hvert og boðar stjórn til hans í samráði við ættarráð með minnst sex vikna fyrirvara. Ættarmótsár er fundurinn haldinn í tengslum við mótið. AU
BT 1. var felld, BT 2. var samþykkt. Niðurstaða:
3.2. Aðalfundur er haldinn í apríl-maí ár hvert og boðar stjórn til hans í samráði við ættarráð með minnst sex vikna fyrirvara. Ættarmótsár er fundurinn haldinn í tengslum við mótið.
3.3. Aðalfundur telst lögmætur sé löglega til hans boðað.
BT IG Aðalfundur telst því aðeins lögmætur að löglega sé til hans boðað og meirihluti ættarráðs komi til fundarins.
Tillagan var samþykkt með einu mótatkvæði. Niðurstaða:
3.3. Aðalfundur telst því aðeins lögmætur að löglega sé til hans boðað og meirihluti ættarráðs komi til fundarins.
3.4. Á aðalfundi er flutt skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins, endurskoðaðir reikningar lagðir fram, kosin framkvæmdastjórn, skoðunarmenn reikninga og fastanefndir og teknar ákvarðanir um stefnu og starf félagsins.
BT 1. Á aðalfundi skal flutt skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári, endurskoðaðir reikningar lagðir fram, skoðunarmenn kosnir, kosið í fastanefndir og teknar ákvarðanir um stefnu og starf félagsins til næsta aðalfundar. Á ættarmótsári skal kjósa í ættarráð og tilkynningar um tilnefningar ættkvísla í ráðið færðar til bókar. HH (Ath. síðast hluti fluttur í 4.2.)
BT 2. Á aðalfundi skal flutt skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári, kosin framkvæmdastjórn til eins árs, endurskoðaðir reikningar lagðir fram, skoðunarmenn reikninga kosnir, kosið í fastanefndir og teknar ákvarðanir um stefnu og starf félagsins til næsta aðalfundar. AU
VBT frá Helga Ómari Bragasyni: …"fjallað um lagabreytingar…"
BT 1. var felld, BT 2. var samþykkt, VBT var samþykkt. Niðurstaða:
3.4. Á aðalfundi skal flutt skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári, kosin framkvæmdastjórn til eins árs, endurskoðaðir reikningar lagðir fram, skoðunarmenn reikninga kosnir, fjallað um lagabreytingar, kosið í fastanefndir og teknar ákvarðanir um stefnu og starf félagsins til næsta aðalfundar.
3.5. Reikningsár félagsins er almanaksár.
3.6. Aðalfundur ákveður félagsgjöld.
VBT frá stjórn: Félagatal er fært eftir greiðslu félagsgjalda.
Tillagan var samþykkt. Niðurstaða:
3.6. Aðalfundur ákveður félagsgjöld. Félagatal er fært eftir greiðslu félagsgjalda.
4.
BT IG Alls staðar komi ættarráð í stað fulltrúaráð.
Tillagan var var samþykkt. Einnig var samkomulag um að nota nafnið framkvæmdastjórn til að forðast hugtakarugling.
4.1. Með stjórn félagsins fara fulltrúaráð og framkvæmdastjórn.
BT 1. Með stjórn félagsins fer ættarráð. HH
BT 2. Með stjórn félagsins fara ættarráð og framkvæmdastjórn.
BT 1. var felld, BT 2. var samþykkt. Niðurstaða:
4.1. Með stjórn félagsins fara ættarráð og framkvæmdastjórn.
4.2. Ættkvíslarnar velja hver úr sínum hópi 1 fulltrúa og 1 varamann í fulltrúaráð.
BT IG Fulltrúar í ættarráði gæta hagsmuna sinna ættkvísla og öll meiri háttar mál eru borin undir það.
BT Ættkvíslir velja hver úr sínum hópi 1 fulltrúa og 1 varamann í ættarráð.
Berist ekki tilnefning skal elsti ættlaukur viðkomandi ættkvíslar sjálfkjörinn
Á ættarmótsári skal kjósa í ættarráð og tilkynningar um tilnefningar ættkvísla í ráðið færðar til bókar. HH. BT frá AU samhljóða.
Allar tillögurnar voru samþykktar. Niðurstaða: (sjá einnig 4.5.).
4.2. Ættkvíslirnar velja hver úr sínum hópi 1 fulltrúa og 1 varamann í ættarráð.
Á ættarmótsári skal tilnefna í ættarráð og tilkynningar um tilnefningar ættkvísla í ráðið færðar til bókar. Berist ekki tilnefning skal elsti ættlaukur viðkomandi ættkvíslar sjálfkjörinn. Ættarráð er kosið til fimm ára. Fulltrúar í ættarráði gæta hagsmuna sinna ættkvísla og öll meiri háttar mál eru borin undir það.
4.3. Á aðalfundi eru kosnir 3 fulltrúar og 2 varamenn í framkvæmdastjórn.
BT 1. IG og AU. Á aðalfundi eru kosnir 3 menn og 2 varamenn í framkvæmdastjórn.
Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
BT 2. Aðalfundur kýs 3 fulltrúa og 2 varamenn í ættarráð. HH
BT 3. Ættarráð kýs sér þriggja manna framkvæmdaráð, sem skipað skal einum fulltrúa fyrir hvert hinna fjölmennustu búsetusvæða ættarinnar, Austurland, Norðurland og höfuðborgarsvæðið. HH
BT 1. var samþykkt með einu mótatkvæði, BT 2. var felld, BT 3. var felld. Niðurstaða:
4.3. Á aðalfundi eru kosnir 3 menn og 2 varamenn í framkvæmdastjórn.
Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland.. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
4.4. Framkvæmdastjórn skiptir sjálf með sér verkum, starfar samkvæmt ákvörðunum aðalfundar og er ábyrg gagnvart honum hvað varðar störf og ákvarðanir.
BT 1. IG Hún starfar samkvæmt ákvörðunum ættarráðs og aðalfundar og er ábyrg gagnvart þessum aðilum.
BT 2. Framkvæmdaráð skiptir sjálft með sér verkum, kýs sér formann, gjaldkera og
ritara. Ráðin starfa samkvæmt stefnu aðalfunda. HH
BT 3. Framkvæmdastjórn skiptir sjálf með sér verkum. Hún starfar samkvæmt ákvörðunum ættarráðs og aðalfundar og er ábyrg gagnvart þessum aðilum. AU
BT 1. var vísað til BT 3. sem var samþykkt. BT 2. var felld. Niðurstaða:
4.4. Framkvæmdastjórn skiptir sjálf með sér verkum. Hún starfar samkvæmt ákvörðunum ættarráðs og aðalfundar og er ábyrg gagnvart þessum aðilum.
4.5. Fulltrúaráð og framkvæmdastjórn eru kosin til 5 ára og enda feril sinn með því að
halda Ættarmót.
BT 1. Ættarráð og framkvæmdaráð eru kosin til fimm ára og enda feril sinn með ættarmóti í Skógargerði.
BT 2. Ættarráð er kosið til fimm ára, ( Greinin færist í 4.2.)
BT 2. var samþykkt. Niðurstaða: Sjá 4.2. – Nú færist 4.6. upp og verður 4.5..
4.6. Fulltrúaráð og framkvæmdastjórn halda fundi eftir þörfum og boða til þeirra á sannanlegan hátt.
BT 1. Ættarráð og framkvæmdaráð halda fundi eftir þörfum. Einfaldur meirihluti framkvæmdaráðs getur boðað til fundar í ættarráði og einfaldur meirihluti ættarráðs getur boðað til almenns félagsfundar. Framkvæmdaráð skal senda ættarráði fundargerðir sínar og ættarráð skal senda sínar fundargerðir til félagsmanna. HH
BT 2. Ættarráð og framkvæmdaráð halda fundi eftir þörfum og boða til þeirra á sannanlegan hátt.
BT 1. var felld, BT 2. var samþykkt. Niðurstaða:
4.5. Ættarráð og framkvæmdaráð halda fundi eftir þörfum og boða til þeirra á sannanlegan hátt.
4.7. Framkvæmdastjórn fer með málefni félagsins milli funda og formaður stjórnarinnar milli funda hennar.
BT Ættarráð er æðsta stjórn félagsins milli aðalfunda, framkvæmdaráð milli funda ættarráðs og formaður framkvæmdaráðs milli funda þess HH
Tillagan var felld með 3 mótatkvæðum. Rökst. “milli funda” getur einnig vísað til funda ættarráðs. Niðurstaða:
4.6. Framkvæmdastjórn fer með málefni félagsins milli funda og formaður stjórnarinnar milli funda hennar.
4.8. Framkvæmdastjórn getur skipað nefndir til að starfa að afmörkuðum verkefnum.
BT. Ættarráð og framkvæmdaráð geta skipað nefndir í sérverkefni HH
Tillagan var samþykkt. Niðurstaða:
4.7. Ættarráð og framkvæmdaráð geta skipað nefndir í sérverkefni.
5.
Viðauki IG og HH
5.1 Tekjur félagsins eru:
a) Félagsgjöld sem aðalfundur ákveður
b) Framlög í hússjóð
c) Frjáls framlög
Tillagan var samþykkt. Niðurstaða:
5.1 Tekjur félagsins eru:
a) Félagsgjöld sem aðalfundur ákveður
b) Framlög í hússjóð
c) Frjáls framlög
5.2. Tekjur félagsins eru lagðar í Rekstrarsjóð, en hann stendur straum af öllum rekstri og viðhaldi á húsi og lóð.
BT IG “ Rekstrarsjóð” skal þarna rita með litlum staf.
Tillagan var samþykkt. Niðurstaða:
5.2. Tekjur félagsins eru lagðar í rekstrarsjóð, en hann stendur straum af öllum rekstri og viðhaldi á húsi og lóð.
5.3 Eigi að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir getur ættarráð hlutast til um sérstaka fjáröflun til að standa undir þeim. Til lántöku þarf samþykki allra ættarráðsmanna.
BT Eigi að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir getur ættarráð hlutast til um sérstaka fjáröflun til að standa undir þeim. Til lántöku þarf samþykki aðalfundar. AU
BT var samþykkt. Niðurstaða:
5.3. Eigi að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir getur ættarráð hlutast til um sérstaka fjáröflun til að standa undir þeim. Til lántöku þarf samþykki aðalfundar.
6.
6.1. Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 félagsmanna séu því samþykkir. Fasteignir félagsins verða þá í varðveislu ábúanda í Skógargerði þar til annað félag yrði stofnað í samvinnu við hann. Fráfarandi ættarráð ráðstafar lausafé.
BT 1. Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 félagsmanna séu því samþykkir. Fasteignir félagsins ganga til ábúanda í Skógargerði. Fráfarandi ættarráð ráðstafar lausafé.
BT 2. Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 félagsmanna séu því samþykkir.
Ábúandi í Skógargerði hefur forkaupsrétt að fasteignum félagsins í Skógargerði. Fráfarandi ættarráð ráðstafar lausafé. AU-VG
BT 2 var felld. BT 2 var samþykkt. Niðurstaða:
6.1. Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 félagsmanna séu því samþykkir.
Ábúandi í Skógargerði hefur forkaupsrétt að fasteignum félagsins í Skógargerði. Fráfarandi ættarráð ráðstafar lausafé.
Laugardaginn 1. júní 2002 var aðalfundur Meiðs haldinn í Lundarskóla á Akureyri.
Formaður, Baldur Pálsson, setti fund kl. 14.20 og bauð fundarmenn velkomna. Hann skipaði síðan Helga Indriðason fundarstjóra og Dagnýju Marinósdóttur fundarritara.
Mættir voru: Helgi Indriðason, Ingunn Pálsdóttir, Dagný Gerður Sigurðardóttir, Aðalsteinn Gíslason, Indriði Gíslason, Gunnar Hörður Svavarsson, Víkingur Gíslason, Dagný Sigurgeirsdóttir, Ágúst Marinósson, Elísabet Arnardóttir, Helgi Ómar Bragason, Hörður Geirsson, Eir Þorvaldsdóttir, Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir, Dagný Marinósdóttir og Baldur Pálsson.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla stjórnar.
Formaður fór yfir það helsta sem gert hefur verið en vísaði að öðru leyti til vefsíðunnar, skogargerdi.is, en þar má lesa nákvæmt yfirlit um störf stjórnar.
Fram kom að fundir voru haldnir fyrir austan, norðan og sunnan auk síma- og netsamskipta. Reynslan sýndi að svæðaskipulag í fundahaldi gæfist vel en lítil viðbrögð kæmu við prentuðu máli hvort sem það er á bréfi, vef eða netpósti. Stjórnin kom á fót ritnefnd "skogargerdis.is" og beitti sér fyrir fundum með fulltrúum ættkvísla.
Nokkrar umræður urðu um skýrslu stjórnar en hún var þó látin óátalin og samþykkt. (Fylgiskjal 1).
2. Skýrsla gjaldkera.
Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir lagði fram reikninga yfir tekjur og gjöld félagsins. Fundarstjóri bar reikningana upp og voru þeir samþykktir samhljóða með þeim fyrirvara gjaldkera að annar skoðunarmaðurinn átti eftir að skrifa undir.
(Fylgiskjal 2).
3. Lagabreytingar.
Ritari útskýrði skjal sem lá fyrir fundinum þar sem tíundaðar voru allar breytingatillögur sem stjórn höfðu borist við stofnfundarsamþykktirnar. Fyrir fundinum lá mikil vinna við að afgreiða allar tillögurnar.
Indriði Gíslason las upp lögfræðilegt álit frá Reimari Péturssyni þess efnis að upphaflegar stofnfundarsamþykktir standist ágætlega og engin ástæða til að gera neinar grundvallarbreytingar á þeim.
Miklar umræður urðu um lagabreytingarnar og stóðu þær lengi dags. (Fylgiskjal 3).
4. Kosningar.
Tilnefndir voru til framkvæmdastjórnar: Af Austurlandi, Björn Sveinsson sem aðalmaður og Hlynur Bragason sem varamaður. Af Norðurlandi, Helgi Indriðason sem aðalmaður og Helgi Ómar Pálsson sem varamaður. Af Suðvesturlandi, Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir. Fleiri tilnefningar komu ekki fram og voru þau kosin einum rómi.
Skoðunarmenn reikninga voru endurkosnir, þau Helgi Ómar Bragason og Ragnheiður Guðnadóttir.
5. Rætt var um hið árlega félagsgjald
og fannst sumum að það mætti vera hærra en öðrum fannst það alveg nógu hátt. Tillaga kom fram um að árgjaldið yrði kr. 3500 en hún var felld. Árgjaldið er því óbreytt kr. 3000.
6. Önnur mál.
Helgi Ómar Bragason lagði til að því yrði vísað til nýkjörinnar stjórnar að skipa fastanefndir, t.d. húsnefnd og voru menn sammála því. Bent var á að ritnefnd er þegar starfandi en ættarmótsnefnd þarf að komast á laggirnar og fleiri nefndir.
Indriði sagði frá yfirlýsingu sem samin hefur verið í samráði við Víking, þess efnis að Skógargerðissystkin og erfingjar þeirra samþykki að Víkingur, lögskráður eigandi Skógargerðishúss, afsali því til ættarfélagsins Meiðs. Verði félagið lagt niður er áskilinn réttur til eignarhluta í húsinu í samræmi við framlög til endurgerðar þess, en þær upplýsingar eru allar til hjá þeim bræðrum. (Fylgiskjal 4).
Indriði minnti einnig á að ýmsar ákvarðanir þyrfti að ræða og taka fljótlega t.d. hvort bjóða eigi öðrum afkomendum Ólafar og Helga í Skógargerði aukaaðild að félaginu.
Rætt var um hugsanlega þróun félagsins og hvort bætt yrði við húsnæði þess í framtíðinni. Baldur sagði frá hugmynd um að miðað við þrjú aðalbúsetusvæði ættarinnar mætti hugsa sér að í framtíðinni yrðu þrjú Skógargerði; fyrir austan, norðan og sunnan, félagið gæti eignast sumarhús fyrir norðan og sunnan. Sumir lýstu því strax yfir að aldrei skyldi það, aldrei gæti orðið neitt Skógargerði nema fyrir austan og nær væri að fjölga húsum þar, komi sú staða upp.
Spurt var hvort Ættarpósturinn kæmi áfram út og virtist það vera samhljóða álit fundarins að Ættarpósturinn sé ómissandi og útgáfa hans megi alls ekki hætta.
Fráfarandi formaður kvaddi sér hljóðs og þakkaði fundarmönnum fundarsetuna og skemmtilegan og gagnlegan fund. Hann þakkaði samstarfsmönnum sínum í stjórn vel unnin störf og sagði mörg skemmtileg viðfangsefni framundan, það fyrsta að koma upp brunavarnakerfi í Skógargerðishúsi.
Fundurinn hyllti fráfarandi formann og þakkaði honum vel unnin störf.
Fundarstjóri sleit síðan fundi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 5.30.
Dagný Marinósdóttir
fundarritari
Aths! Fylgiskjal 1 er Saga Meiðs, fylgiskjal 2 og 4 eru ekki á tölvutæku formi, fylgiskjal 3 kemur hér á eftir.
Meiður
Fylgiskjal 3
Stofnfundarsamþykktir og fram komnar tillögur um viðauka og breytingar sem fjallað var um á aðalfundi/framhaldsstofnfundi í Lundarskóla á Akureyri 1. júní 2002
Tillögurnar voru bornar undir atkvæði á fundinum.
Niðurstöður
Skýringar: BT er breytingatillaga, VBT viðaukabreytingatillögur, IG, VG og HH eru þekktir menn í ættinni, AU eru austanmenn.
1.
1.1. Félagið heitir Meiður.
1.2. Heimili félagsins og varnarþing er Skógargerði, 701 Egilsstaðir.
1.3. Tilgangur félagsins er að eiga og annast gamla húsið í Skógargerði ásamt lóð
sem því fylgir.
1.4. Félagið starfar í samvinnu við ábúanda í Skógargerði.
1.5. Félagið vinnur að útgáfu- og kynningarstarfsemi innan Skógargerðisættarinnar.
Ein tillaga kom um orðalagsbreytingu að “landi” yrði breytt í “lóð.” Var það samþykkt.
2.
2.1. Félagsmenn eru allir afkomendur Gísla Helgasonar og Dagnýjar Pálsdóttur sem það kjósa.
BT Félagsmenn geta orðið allir afkomendur Gísla Helgasonar og Dagnýjar Pálsdóttur. HH
VBT frá Herði Geirssyni: "….og makar þeirra".
Báðar tillögurnar voru samþykktar.
Niðurstaða:
2.1. Félagsmenn geta orðið allir afkomendur Gísla Helgasonar og Dagnýjar Pálsdóttur og makar þeirra.
2.2. Allir félagsmenn hafa málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt á fundum.
BT Allir félagsmenn hafa málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt á fundum, hafi þeir greitt árgjald og séu skuldlausir við félagið.HH
BT Allir félagsmenn hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum. Atkvæðisbærir eru þeir einir sem skuldlausir eru við félagið. AU
Báðar tillögurnar voru felldar. Grein 2.2. er því óbreytt.
2.3. Úrsögn úr félaginu telst ekki gild nema hún sé skrifleg, rökstudd og berist
gjaldkera fyrir aðalfund.
BT Úrsögn úr félaginu telst ekki gild nema hún sé skrifleg og berist gjaldkera fyrir aðalfund. HH og AU
Tillagan var samþykkt. Niðurstaða:
2.3. Úrsögn úr félaginu telst ekki gild nema hún sé skrifleg og berist
gjaldkera fyrir aðalfund.
2.4. Stjórn félagsins getur vísað einstaklingum úr félaginu vinni þeir gegn tilgangi þess og starfsemi.
BT Aðalfundur félagsins getur vísað einstaklingum úr félaginu vinni þeir gegn tilgangi félagsins og starfsemi þess. HH og AU
Tillagan var samþykkt. Niðurstaða:
2.4. Aðalfundur getur vísað einstaklingum úr félaginu vinni þeir gegn tilgangi félagsins og starfsemi þess.
3.
3.1. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
3.2. Aðalfundur er haldinn í apríl ár hvert og boðar stjórn til hans með minnst mánaðar fyrirvara. Ættarmótsár er fundurinn haldinn í tengslum við mótið.
BT 1. Aðalfundur er haldinn í apríl –maí ár hvert og boðar ættarráð til hans með minnst 6 vikna fyrirvara. Ættarmótsár er fundurinn haldinn í tengslum við mótið HH BT 2. Aðalfundur er haldinn í apríl-maí ár hvert og boðar stjórn til hans í samráði við ættarráð með minnst sex vikna fyrirvara. Ættarmótsár er fundurinn haldinn í tengslum við mótið. AU
BT 1. var felld, BT 2. var samþykkt. Niðurstaða:
3.2. Aðalfundur er haldinn í apríl-maí ár hvert og boðar stjórn til hans í samráði við ættarráð með minnst sex vikna fyrirvara. Ættarmótsár er fundurinn haldinn í tengslum við mótið.
3.3. Aðalfundur telst lögmætur sé löglega til hans boðað.
BT IG Aðalfundur telst því aðeins lögmætur að löglega sé til hans boðað og meirihluti ættarráðs komi til fundarins.
Tillagan var samþykkt með einu mótatkvæði. Niðurstaða:
3.3. Aðalfundur telst því aðeins lögmætur að löglega sé til hans boðað og meirihluti ættarráðs komi til fundarins.
3.4. Á aðalfundi er flutt skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins, endurskoðaðir reikningar lagðir fram, kosin framkvæmdastjórn, skoðunarmenn reikninga og fastanefndir og teknar ákvarðanir um stefnu og starf félagsins.
BT 1. Á aðalfundi skal flutt skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári, endurskoðaðir reikningar lagðir fram, skoðunarmenn kosnir, kosið í fastanefndir og teknar ákvarðanir um stefnu og starf félagsins til næsta aðalfundar. Á ættarmótsári skal kjósa í ættarráð og tilkynningar um tilnefningar ættkvísla í ráðið færðar til bókar. HH (Ath. síðast hluti fluttur í 4.2.)
BT 2. Á aðalfundi skal flutt skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári, kosin framkvæmdastjórn til eins árs, endurskoðaðir reikningar lagðir fram, skoðunarmenn reikninga kosnir, kosið í fastanefndir og teknar ákvarðanir um stefnu og starf félagsins til næsta aðalfundar. AU
VBT frá Helga Ómari Bragasyni: …"fjallað um lagabreytingar…"
BT 1. var felld, BT 2. var samþykkt, VBT var samþykkt. Niðurstaða:
3.4. Á aðalfundi skal flutt skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári, kosin framkvæmdastjórn til eins árs, endurskoðaðir reikningar lagðir fram, skoðunarmenn reikninga kosnir, fjallað um lagabreytingar, kosið í fastanefndir og teknar ákvarðanir um stefnu og starf félagsins til næsta aðalfundar.
3.5. Reikningsár félagsins er almanaksár.
3.6. Aðalfundur ákveður félagsgjöld.
VBT frá stjórn: Félagatal er fært eftir greiðslu félagsgjalda.
Tillagan var samþykkt. Niðurstaða:
3.6. Aðalfundur ákveður félagsgjöld. Félagatal er fært eftir greiðslu félagsgjalda.
4.
BT IG Alls staðar komi ættarráð í stað fulltrúaráð.
Tillagan var var samþykkt. Einnig var samkomulag um að nota nafnið framkvæmdastjórn til að forðast hugtakarugling.
4.1. Með stjórn félagsins fara fulltrúaráð og framkvæmdastjórn.
BT 1. Með stjórn félagsins fer ættarráð. HH
BT 2. Með stjórn félagsins fara ættarráð og framkvæmdastjórn.
BT 1. var felld, BT 2. var samþykkt. Niðurstaða:
4.1. Með stjórn félagsins fara ættarráð og framkvæmdastjórn.
4.2. Ættkvíslarnar velja hver úr sínum hópi 1 fulltrúa og 1 varamann í fulltrúaráð.
BT IG Fulltrúar í ættarráði gæta hagsmuna sinna ættkvísla og öll meiri háttar mál eru borin undir það.
BT Ættkvíslir velja hver úr sínum hópi 1 fulltrúa og 1 varamann í ættarráð.
Berist ekki tilnefning skal elsti ættlaukur viðkomandi ættkvíslar sjálfkjörinn
Á ættarmótsári skal kjósa í ættarráð og tilkynningar um tilnefningar ættkvísla í ráðið færðar til bókar. HH. BT frá AU samhljóða.
Allar tillögurnar voru samþykktar. Niðurstaða: (sjá einnig 4.5.).
4.2. Ættkvíslirnar velja hver úr sínum hópi 1 fulltrúa og 1 varamann í ættarráð.
Á ættarmótsári skal tilnefna í ættarráð og tilkynningar um tilnefningar ættkvísla í ráðið færðar til bókar. Berist ekki tilnefning skal elsti ættlaukur viðkomandi ættkvíslar sjálfkjörinn. Ættarráð er kosið til fimm ára. Fulltrúar í ættarráði gæta hagsmuna sinna ættkvísla og öll meiri háttar mál eru borin undir það.
4.3. Á aðalfundi eru kosnir 3 fulltrúar og 2 varamenn í framkvæmdastjórn.
BT 1. IG og AU. Á aðalfundi eru kosnir 3 menn og 2 varamenn í framkvæmdastjórn.
Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
BT 2. Aðalfundur kýs 3 fulltrúa og 2 varamenn í ættarráð. HH
BT 3. Ættarráð kýs sér þriggja manna framkvæmdaráð, sem skipað skal einum fulltrúa fyrir hvert hinna fjölmennustu búsetusvæða ættarinnar, Austurland, Norðurland og höfuðborgarsvæðið. HH
BT 1. var samþykkt með einu mótatkvæði, BT 2. var felld, BT 3. var felld. Niðurstaða:
4.3. Á aðalfundi eru kosnir 3 menn og 2 varamenn í framkvæmdastjórn.
Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland.. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
4.4. Framkvæmdastjórn skiptir sjálf með sér verkum, starfar samkvæmt ákvörðunum aðalfundar og er ábyrg gagnvart honum hvað varðar störf og ákvarðanir.
BT 1. IG Hún starfar samkvæmt ákvörðunum ættarráðs og aðalfundar og er ábyrg gagnvart þessum aðilum.
BT 2. Framkvæmdaráð skiptir sjálft með sér verkum, kýs sér formann, gjaldkera og
ritara. Ráðin starfa samkvæmt stefnu aðalfunda. HH
BT 3. Framkvæmdastjórn skiptir sjálf með sér verkum. Hún starfar samkvæmt ákvörðunum ættarráðs og aðalfundar og er ábyrg gagnvart þessum aðilum. AU
BT 1. var vísað til BT 3. sem var samþykkt. BT 2. var felld. Niðurstaða:
4.4. Framkvæmdastjórn skiptir sjálf með sér verkum. Hún starfar samkvæmt ákvörðunum ættarráðs og aðalfundar og er ábyrg gagnvart þessum aðilum.
4.5. Fulltrúaráð og framkvæmdastjórn eru kosin til 5 ára og enda feril sinn með því að
halda Ættarmót.
BT 1. Ættarráð og framkvæmdaráð eru kosin til fimm ára og enda feril sinn með ættarmóti í Skógargerði.
BT 2. Ættarráð er kosið til fimm ára, ( Greinin færist í 4.2.)
BT 2. var samþykkt. Niðurstaða: Sjá 4.2. – Nú færist 4.6. upp og verður 4.5..
4.6. Fulltrúaráð og framkvæmdastjórn halda fundi eftir þörfum og boða til þeirra á sannanlegan hátt.
BT 1. Ættarráð og framkvæmdaráð halda fundi eftir þörfum. Einfaldur meirihluti framkvæmdaráðs getur boðað til fundar í ættarráði og einfaldur meirihluti ættarráðs getur boðað til almenns félagsfundar. Framkvæmdaráð skal senda ættarráði fundargerðir sínar og ættarráð skal senda sínar fundargerðir til félagsmanna. HH
BT 2. Ættarráð og framkvæmdaráð halda fundi eftir þörfum og boða til þeirra á sannanlegan hátt.
BT 1. var felld, BT 2. var samþykkt. Niðurstaða:
4.5. Ættarráð og framkvæmdaráð halda fundi eftir þörfum og boða til þeirra á sannanlegan hátt.
4.7. Framkvæmdastjórn fer með málefni félagsins milli funda og formaður stjórnarinnar milli funda hennar.
BT Ættarráð er æðsta stjórn félagsins milli aðalfunda, framkvæmdaráð milli funda ættarráðs og formaður framkvæmdaráðs milli funda þess HH
Tillagan var felld með 3 mótatkvæðum. Rökst. “milli funda” getur einnig vísað til funda ættarráðs. Niðurstaða:
4.6. Framkvæmdastjórn fer með málefni félagsins milli funda og formaður stjórnarinnar milli funda hennar.
4.8. Framkvæmdastjórn getur skipað nefndir til að starfa að afmörkuðum verkefnum.
BT. Ættarráð og framkvæmdaráð geta skipað nefndir í sérverkefni HH
Tillagan var samþykkt. Niðurstaða:
4.7. Ættarráð og framkvæmdaráð geta skipað nefndir í sérverkefni.
5.
Viðauki IG og HH
5.1 Tekjur félagsins eru:
a) Félagsgjöld sem aðalfundur ákveður
b) Framlög í hússjóð
c) Frjáls framlög
Tillagan var samþykkt. Niðurstaða:
5.1 Tekjur félagsins eru:
a) Félagsgjöld sem aðalfundur ákveður
b) Framlög í hússjóð
c) Frjáls framlög
5.2. Tekjur félagsins eru lagðar í Rekstrarsjóð, en hann stendur straum af öllum rekstri og viðhaldi á húsi og lóð.
BT IG “ Rekstrarsjóð” skal þarna rita með litlum staf.
Tillagan var samþykkt. Niðurstaða:
5.2. Tekjur félagsins eru lagðar í rekstrarsjóð, en hann stendur straum af öllum rekstri og viðhaldi á húsi og lóð.
5.3 Eigi að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir getur ættarráð hlutast til um sérstaka fjáröflun til að standa undir þeim. Til lántöku þarf samþykki allra ættarráðsmanna.
BT Eigi að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir getur ættarráð hlutast til um sérstaka fjáröflun til að standa undir þeim. Til lántöku þarf samþykki aðalfundar. AU
BT var samþykkt. Niðurstaða:
5.3. Eigi að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir getur ættarráð hlutast til um sérstaka fjáröflun til að standa undir þeim. Til lántöku þarf samþykki aðalfundar.
6.
6.1. Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 félagsmanna séu því samþykkir. Fasteignir félagsins verða þá í varðveislu ábúanda í Skógargerði þar til annað félag yrði stofnað í samvinnu við hann. Fráfarandi ættarráð ráðstafar lausafé.
BT 1. Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 félagsmanna séu því samþykkir. Fasteignir félagsins ganga til ábúanda í Skógargerði. Fráfarandi ættarráð ráðstafar lausafé.
BT 2. Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 félagsmanna séu því samþykkir.
Ábúandi í Skógargerði hefur forkaupsrétt að fasteignum félagsins í Skógargerði. Fráfarandi ættarráð ráðstafar lausafé. AU-VG
BT 2 var felld. BT 2 var samþykkt. Niðurstaða:
6.1. Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 félagsmanna séu því samþykkir.
Ábúandi í Skógargerði hefur forkaupsrétt að fasteignum félagsins í Skógargerði. Fráfarandi ættarráð ráðstafar lausafé.
Proudly powered by Weebly