Guðrún Soffía Helgadóttir, 1g
f. í Skógargerði 16.11. 1889, d. í Rvík 14.8. 1974. Guðrún var í heimahúsum til 1908 en þá fór hún til Reykjavíkur, í vist til frænku sinnar, Bergljótar Sigurðardóttur sem var gift Haraldi Níelssyni prófessor. Hún var við nám í Verslunarskólanum með Margrétu systur sinni (1909-10); hélt heimili með systur sinni og móður í Rvík 1916-19. Eftir það fluttist hún aftur í heimahaga. Hún var um áratugaskeið húsfreyja í Heklu á Seyðisfirði en fór búferlum til Rvíkur 1957. Bf: Vilhelm Jóhann V. Stefánsson f. í Reykjavík 17.9. 1891, d. 12.12. 1954, prentari í Reykjavík. F: Stefán tómthúsmaður í Grjóta í Reykjavík, f. 17.11. 1850, d. 16.8. 1918, Jónsson í Króki í Flóa Stefánssonar, og k.h. Kristín, f. 27.1. 1857, d. 9.8. 1929, Jóhannsdóttir tómthúsmanns í Keflavík Jacobsen. Dóttir Guðrúnar og Vilhelms: Agða (2a). M (2.6. 1923): Jóhannes Arngrímsson f. á Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal 22.11. 1895, d. í Reykjavík 21.1. 1967. F: Arngrímur Stefánsson bóndi á Þorsteinsstöðum, f. 22.2 1845, d. 1.7. 1899, og k.h. Anna Rósa Baldvinsdóttir, f. á Hæringsstöðum í Svarfaðardal 11.8. 1859, d. 1.5. 1909. Um Guðrúnu og Jóhannes er fjallað í Skógargerðisbók (sjá 3. og 4.kafla). Dóttir þeirra: Anna (2b). |
Niðjar þeirra systra (eins og var 2017)
Proudly powered by Weebly