Starfsreglur
Uppkast - Tillögur
Starfsreglur Ættarráðs, framkvæmdastjórnar, svæðafulltrúa, nefnda ......
Hugmyndir til umræðu og skoðunar. Sumt er bundið í samþykktum nú þegar.
Á aðalfundum breyta menn því sem betur má fara.
Uppkast - Tillögur
Starfsreglur Ættarráðs, framkvæmdastjórnar, svæðafulltrúa, nefnda ......
Hugmyndir til umræðu og skoðunar. Sumt er bundið í samþykktum nú þegar.
Á aðalfundum breyta menn því sem betur má fara.
Fulltrúaráð -Ættarráð
Ættarráð skipa fulltrúar og varamenn þeirra, 1 frá hverri ættkvísl tilnefndir af þeim á Ættarmótsári. Það starfar með framkvæmdastjórn samkvæmt vilja aðalfundar. Til að aðalfundur sé löglegur þarf einfaldur meiri hluti ættarráðs að sitja fundinn. Hver fulltrúi er tengiliður við sína ættkvísl, skal gæta hagsmuna hennar og miðla upplýsingum, óskum og tillögum frá henni til framkvæmdastjórnar og/eða funda eftir atvikum. Ættarráð á að tryggja jafnræði í félagsskapnum og réttláta meðferð mála. Öll meiri háttar mál skulu borin undir það. Ættarráð stendur fyrir Ættarmótum ásamt framkvæmdastjórn. Það fundar eftir þörfum, með eða án framkvæmdastjórnar eftir atvikum. Ættarráðsfulltrúar geta boðað til funda með ættarráði eða hluta þess. Þeir geta líka farið fram á að framkvæmdastjórnar-maðurinn á þeirra búsetusvæði kalli saman fund. Setja þarf nánari reglur um fundahöld ættarráðs. Verið svo væn að koma hugmyndum um starfshætti til ritstjórnar. Umræðan getur farið fram á skogargerdi.is. |
Framkvæmdastjórn
Framkvæmdastjórn skipa 3 aðalmenn og 2 varamenn sem kosnir eru á aðalfundi til eins árs í senn. Hún fer með málefni félagsins milli funda, framkvæmir þau verk sem aðalfundur og ættarráð fela henni og ráðstafar fjármunum samkvæmt samþykktum. Hún sér um félagatal og innheimtu gjalda, boðar og skipuleggur fundi ásamt ættarráði og heldur utan um fundargerðir. Hún stendur fyrir Ættarmótum ásamt ættarráði og kemur að útgáfu Ættarpóstsins með ritstjóra og samkvæmt hans óskum. Hún sér um að niðjatali verði haldið við og lætur gera og uppfæra vefsíðu fyrir ættina. Hún skipar nefndir og starfshópa til afmarkaðra verkefna. Ekki mega sitja tveir menn úr sömu ættkvísl samtímis í framkvæmdastjórn. Svæðafulltrúar Aðalfulltrúi skal vera 1 fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar: Austurland, Norðurland og höfuðborgarsvæðið. Nú er gert ráð fyrir að framkvæmdastjórnarmennirnir 3 gegni því embætti, í stjórn situr einn frá hverju búsetusvæði. Það mun koma í ljós hvernig það gengur. Skoðunarmenn reikninga eru kosnir á aðalfundi…….. |
Proudly powered by Weebly