Skógargerði.is
  • Fréttir
    • Um okkur
    • Hafa samband
    • Eldri fréttir
  • Meiður
    • Starfsreglur
    • Fundagerðir
    • MEIÐUR - SAGA
    • Ættarm-NEFND
  • Leiga húss
  • myndir
  • Ættin
    • Ættartaflan í heild
    • Tölfræði
    • Gísli
    • Indriði
    • Guðlaug
    • Þórhallur
    • Sigurður
    • Margrét
    • Guðrún Soffía
    • Hallgrimur
  • Fróðleikur
  • Ymislegt
    • Kort af Skógargerði
    • Minningar -ræður -bréf
    • Ættarpósturinn 1984 til 2001
  • Fréttir
    • Um okkur
    • Hafa samband
    • Eldri fréttir
  • Meiður
    • Starfsreglur
    • Fundagerðir
    • MEIÐUR - SAGA
    • Ættarm-NEFND
  • Leiga húss
  • myndir
  • Ættin
    • Ættartaflan í heild
    • Tölfræði
    • Gísli
    • Indriði
    • Guðlaug
    • Þórhallur
    • Sigurður
    • Margrét
    • Guðrún Soffía
    • Hallgrimur
  • Fróðleikur
  • Ymislegt
    • Kort af Skógargerði
    • Minningar -ræður -bréf
    • Ættarpósturinn 1984 til 2001
Aðalfundur Meiðs, ættarfélags,
Sunnudaginn 25. apríl 2004. 

Staðsetning: Hús Sögufélagsins Fishersundi 3, 101 Reykjavík 

Mættir voru: 

Hermann Hermannsson, Stefán Hermannsson, Indriði Gíslason, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Ívar Ásgeirsson, Dagný Marinósdóttir, Ragnheiður Guðnadóttir, Sígríður Þorvaldsdóttir, Dagný Bergþóra Indriðadóttir, Dagný Gísladóttir, Eir Þorvaldsdóttir, Dagný Sigurgeirsdóttir, Sólveig Gísladóttir, Bergþóra Gísladóttir, Ragnheiður Hermannsdóttir, Björn Sveinsson.

Fundur hófst með því að Björn Sveinsson setti fundinn og stakk uppá Dagnýju Marinósdóttur sem fundarstjóra og undirrituðum sem fundarritara og var hvorttveggja samþykkt. Dagný hóf þá stjórn fundarins og kynnti fyrsta lið: 

1. Skýrsla stjórnar. 

Björn Sveinsson las þá skýrslu. Vatt hann sér fyrst í að afsaka aðalfundarleysi síðasta árs og virtust fundarmenn taka það til greina. Þá hóf hann að tíunda húsamál, en hinn 15. mars 2003 mun hafa verið þinglýst afsali fyrir gamla húsinu í Skógargerði og er Meiður eigandi þess frá þeim degi. Húsið stendur á 2060 m2 leigulóð sem ábúendur í Skógargerði eiga en hafa skuldbundið sig til að leigja félaginu til 99 ára samkvæmt þinglýstum samningi. Stjórnin fór sér hægt í að skipuleggja veru í húsinu þar sem almennur skilningur hefur verið sá að systkinin frá Skógargerði hafi forgang að því að vera þar. Nýting var hinsvegar slæm allt síðasta sumar. Nú er þó búið að skipa Húsnefnd sem í eiga sæti Víkingur Gíslason og Dagný Sigurðardóttir og mun Dagný taka á móti beiðnum um veru í húsinu. Stjórnin hefur lagt til viðmiðunarverð fyrir vikudvöl og er það 15.000 krónur (sjá síðar). 
Björn taldi jafnframt að talsverðir fjármunir væru til (sjá síðar) og nú þyrfti að fara að hyggja að framkvæmdum sem legið hefðu fyrir, þ.e. að laga salerni/snyrtiaðstöðu í kjallara. Einnig sagði hann að vatnsveituframkvæmdir stæðu yfir sem Meiður tæki þátt í að kosta. Þar er um að ræða betra flæði frá vatnsbólinu eftir endurbætur Víkings og Sigfúsar sonar hans, en einnig er búið að bora 100 metra holu, úr hverri streyma 60 lítrar á mínútu. Ekki er komið í ljós hver heildarkostnaður við þessar framkvæmdir verður, né er frágengið hver hlutdeild Meiðs verður, en það mun verða samkomulagsatriði við ábúendur í Skógargerði. Vatnsveitustyrkur mun víst fást fyrir 40% heildarkostnaðar. Talið var sennilegt að hlutur Meiðs yrði um 70-100.000 kr. 
Einnig kom fram í máli Björns að vestan við ættarflötina væru að rísa tvö sumarhús sem ábúendur í Skógargerði munu hugsa til útleigu (bændagisting) og taldi Björn að möguleikar stærri hópa til að hittast í Skógargerði bötnuðu við þetta. 
Fyrirspurnir komu fram: 
Hermann Hermannsson spurði um heildarkostnað við vatnsveitu en einsog fram hefur komið liggur hann ekki fyrir. Taldi Björn að um 500.000 (+ vsk) væri sennileg tala. 
Ívar Ásgeirsson spurði hvort samningur um lóðarleigu héldist ef ábúendaskifti yrðu í Skógargerði. Talið var að þar sem samningi hefði verið þinglýst ætti hann ekki að breytast og nýjir eigendur keyptu jörðina með þeim formerkjum að samningurinn væri í gildi í 99 ár. 
Spurst var fyrir um stærð og legu lóðar og var henni lýst lauslega en einnig mun vera til uppdráttur/kort af svæðinu geymt í hólki í Skógargerði. 

2. Yfirlit reikninga. 
Lagt var fram plagg fyrir fundinn sem meðal annars innihélt dagskrá hans en einnig lausalega samantekt á reikningum. Fer hún hér á eftir: 
ath. laga uppsetn. 
Gjöld 2003 – 2004: 
Greitt Ógreitt Athugasemdir 
Þinglýsing afsals 22.488 
Brunatrygging (30.6.03-1.7.04) 14.726 
Fasteignagjöld (2004) 9.838 6.558 
Lén (2003 og 2004) 15.839 Um 7-8.000/ár 
Hýsing á léni 7.673 Um 1200/mán 
Bankakostnaður 12.417 
Póstkostnaður 5.575 

Samtals 
Greitt: 60.464
Ógreitt:34.561
Inneign á reikningi félagsins: 436.362 

(Fram kom að rafmagnskostnaður væri ekki inni í þessu þar sem ekki væri mælir á húsinu (sjá síðar) 

Einnig kom fram beiðni um að gert yrði betra yfirlit yfir þessa reikninga og að féð yrði geymt á reikningum sem bæru einhverja vexti, en sem stendur er það á nær vaxtalausum tékkareikningi. Fráfarandi gjaldkeri, Sigríður Þorvaldsdóttir taldi fátt því til fyrirstöðu og munu hún gera það í samráði við nýja stjórn. Reikningarnir voru samþykktir með þeim fyrirvara að skoðunarmenn reikninga, Ragnheiður Guðnadóttir og Helgi Ómar Bragason, fyndu ekkert athugavert við sína skoðun. 

3. Ákvörðun félagsgjalda. 

Félagsgjöld hafa verið 3.000 krónur á ári. Varð talsverð umræða um þau og komu fram nokkrar tillögur: 

1. Lækka gjaldið í 1.800 krónur til að reyna að fá fleiri inn í félagið (Ívar Ásgeirsson) 
2. Lækka árgjald í 1.500 krónur fyrir þá sem eru á aldursbilinu 18 til 25 ára en halda því óbreyttu fyrir aðra (ýmsir). 
3. Áfram sama gjald en kanna meðal ættmenna hver vilji þeirra væri og hvort fleiri borguðu ef þau yrðu lækkuð (Indriði Gíslason). 
4. Áfram sama gjald. 

Gengið var til kosninga um fyrstu tvær tillögurnar, var sú fyrri felld en sú seinni samþykkt með 12 atkvæðum gegn tveimur. Árgjald verður því tvískift, 1.500 krónur fyrir þá sem eru 18 til 25 ára en 3.000 krónur fyrir þá sem eru 26 ára og eldri. 

4. Kosning stjórnar 
Af fráfarandi stjórn gaf Björn Sveinsson kost á sér sem varamaður en Sigríður Þorvaldsdóttir og Helgi Indriðason (’59) gáfu ekki kost á sér. Ákveðið var að fylgja þeim lagaákvæðum sem segja að aðalmenn í stjórn skuli vera hver frá sínu landshorni. Þeir sem gáfu kost á sér voru: Ívar Smári Ásgeirsson (Reykjavík), Dagný Gísladóttir (Norðurland) og Hlynur Bragason (Austurland). Voru þessir aðilar sjálfkjörnir sem aðalmenn í stjórn og Sigríður Þorvaldsdóttir féllst á að vera varamaður. Stjórnin skipar svo með sér verkum. Sem skoðunarmenn voru valin Ragnheiður Guðnadóttir og Helgi Ómar Bragason. 

5. Önnur mál 
Tölvu-, heimasíðu- og netmál. 
Umræða um þetta kom reyndar fram oft á fundinum en er tekin saman hér. Heimasíða hefur verið sett upp einsog flestum mun kunnugt. Kostnaður vegna hennar er um 20.000 krónur á ári (sbr. yfirlit reikninga) og er árlegur kostnaður vegna lénsins 7.000 – 8.000 krónur en hýsingin 1.200 krónur á mánuði. Þannig er þar talsverður kostnaður en ýmsum félagsmönnum þykir sem heimasíðan skili litlum árangri. Mikil umræða var um hvernig bæta mætti úr því og efla hana sem samskiptatæki ættarinnar. Sýndist sitt hverjum en stungið var uppá að ættmennin settu hana sem upphafssíðu í netvafra sínum. Einnig var lagt til að komið yrði upp netfangalista og yrði sent á hann tilkynning um nýtt efni um leið og það er sett inn, þannig að viðtakendur hefðu hvata til að fara og skoða. Mikilvægt var talið að efla gengi heimasíðunnar og var stjórn falið að hyggja að því í samráði við ritstjóra. Þá var einnig lagt til að leita leiða til að lækka hýsingarkostnað. 

Nefndatal. 


  • Ritnefnd.
Hana skipa Rósa Kristín Marinósdóttir, ritstjóri, Dagný Marinósdóttir, Ólafur Skúli Indriðason, með-ritstjóri, Indriði Gíslason og Sigríður Þorvaldsdóttir. Starf hennar er fyrst og fremst að sinna heimasíðunni og því sem þar er birt. Einnig fellur útgáfa ÆP undir hana. Þeir sem vilja birta efni þar eiga að hafa samband við ritstjóra hans, Rósu Kristínu. 

  • Húsnefnd.
Hana skipa Víkingur Gíslason og Dagný Sigurðardóttir og er hennar starf að fylgjast með húsinu og halda utanum veru fólks í því. 

  • Úthlutunar/leigureglur.
Nokkuð var rætt um þetta en ekki fékkst niðurstaða. Það er sem áður vilji fyrir því að Skógargerðissystkin hafi forgang að húsinu. Indriði lagði til að þau kæmu sér saman um tíma sem þau vildu vera, lagði til 15. maí til 30. júní, en systur hans ekki á sama máli. Einnig kom fram að þær gætu illa ákveðið fastan tíma en töldu að júní og júlí væru betri. Var stjórninni falið að vinna í þessu máli í samráði við þau. Rætt var um að félagsmenn væru í sambandi við Dagnýju Sigurðardóttur sem tæki við beiðnum um dvöl í húsinu og gæti gefið frekari upplýsingar þegar fram í sækti. 

  • Viðgerðir á húsi.
Indriði Gíslason taldi að sem fyrst þyrfti að drífa í að laga hreinlætisaðstöðuna í kjallara og tæpast væri hægt að fara fram á fullt leigugjald fyrr en það væri komið í lag. Einnig sagði hann að setja þyrfti rafmagnsmæli á húsið til að hægt sé að halda utanum rafmagnsnotkunina. Einsog stendur er hún áætluð í samráði við Víking í Skógargerði og rafmagnsreikningar greiddir af Skógargerðissystkinum. Talið var auðvelt að koma þessu í kring fljótlega. 
Sólveig Gísladóttir lagði einnig til að físar yrðu settar á gólf í “skúr” (forstofu). 


  • Tjaldstæði/útiaðstaða.
Undirritaður lagði til að komið yrði upp tjaldstæði með rennandi vatni og hreinlætisaðstöðu. Var nýrri stjórn falið að kanna það og ræða við Víking um áform hans í þá veru í tengslum við bændagistingu. 

  • Ættarmót.
Næsta ár verður ættarmót samkvæmt áætlun. Reglugerðir félagsins segja fyrir um að ættarráðið hafi hönd í bagga með skipulagningu mótsins og var stjórn falið að hefja undirbúning tímanlega. 

Hreinritað í Hafnarfirði 27. apríl 2004. 

Ólafur Skúli Indriðason

Proudly powered by Weebly