Aðalfundur 2001
Stofnfundur Meiðs haldinn í Björgunarsveitarhúsinu á Egilsstöðum 14. júli 2001.
Fundargerð
Laugardaginn 14.7. 2001 var haldinn fundur í Björgunarsveitarhúsinu á Egilsstöðum.
Á fundinum voru börn, barnabörn og barnabarnabörn Gísla Helgasonar og Dagnýjar Pálsdóttur.
Formaður undirbúningsnefndar, Baldur Pálsson, setti fundinn og skipaði Björn Sveinsson fundarstjóra og Dagnýju Marinósdóttur fundarritara.
Skýrt var frá hugmyndum og tildrögum þess að undirbúningsnefnd var sett á laggirnar og störfum nefndarinnar og gerðu það Baldur Pálsson og Indriði Gíslason sem sagði frá endurreisn gamla hússins í Skógargerði sem hófst árið 1985. Hafa þar margir lagt hönd á plóg og verður það allt lagt að jöfnu og allir munu sitja við sama borð í fyrirhuguðum félagsskap um húsið.
Lögð var fram tillaga frá undirbúningsnefnd svohljóðandi:
“Fundur haldinn á Egilsstöðum 14.7. 2001 samþykkir að stofna félag um gamla húsið í Skógargerði”.
Tillagan var borin upp af fundarstjóra og samþykkt samhljóða.
Leitað var eftir tillögum um nafn á félaginu. Vafðist fundarmönnum nokkuð tunga um tönn og ákvað fundarstjóri að fresta málinu til fundarloka.
Rósa Kristín Marinósdóttir og Baldur Pálsson kynntu tillögur að samþykktum fyrir hið nýja félag og hvernig nefndin ákvað að hafa þær með því sniði sem þær eru.(Sjá fylgiskjal 1).
Fundarmenn gerðu athugasemdir við nokkrar greinar og voru gerðar eftirfarandi breytingar:
3.2. Aðalfundur er haldinn í apríl ár hvert og boðar stjórn til hans með minnst mánaðar fyrirvara. Ættarmótsár er fundurinn haldinn í tengslum við mótið.
4.6. var breytt þannig:
Fulltrúaráð og framkvæmdastjórn halda fundi eftir þörfum og boða til þeirra á sannanlegan hátt.
5.1. var breytt þannig:
Félaginu verður ekki slitið nema ¾ félagsmanna séu því samþykkir. Fasteignir félagsins verða þá í varðveislu ábúanda í Skógargerði þar til annað félag yrði stofnað í samvinnu við hann. Fráfarandi stjórn ráðstafar lausafé.
Tillögurnar voru bornar upp í einu lagi og samþykktar samhljóða.
Kosningar. Indriði kannaði tilnefningar í fulltrúaráð og komu fram fulltrúar frá flestum. Því var vísað til stjórnar að ganga frá því að fulltrúaráðið verði fullskipað og starfhæft.
Tilnefnt var í framkvæmdastjórn og hlutu þessir kosningu:
Sigríður Þorvaldsdóttir, Baldur Pálsson og Dagný Marinósdóttir.
Til vara: Víkingur Gíslason og Indriði Gíslason.
Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir:
Ragnheiður Guðnadóttir og Helgi Ómar Bragason.
Stjórnin er bráðabirgðastjórn og starfar fram að næsta aðalfundi.
Umræður um starfsemi félagsins.
Baldur sagði frá ýmsum ábendingum sem fram hefðu komið um endurbætur á húsinu og Indriði benti á að stjórnin þyrfti að ganga frá öllum grundvallaratriðum gagnvart landeiganda.
Tillaga var borin upp um 3000 króna félagsgjald.
Samþykkt samhljóða.
Tillögur um nafn á félagið komu fram:
Skógargerðishús, Meiður, Húsið, Gamla húsið, Ættboginn.
Hugmynd Gísla Hákonar Guðnasonar, Meiður, var valin.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.
Fundarritari: Dagný Marinósdóttir
Ath.
Tillögur að samþykktum félagsins voru settar fram á blöðum en jafnframt með glærum (Power Point) sem varpað var á tjald með skjávarpa. Þar voru einnig sýndar nokkrar myndir úr sögu ættarinnar. Þetta efni unnu Rósa Kristín Marinósdóttir og Skarphéðinn Þórisson.
Í undirbúningsnefnd voru: Gísli Sigurgeirsson, Baldur Pálsson, Dagný Marinósdóttir.
Ritari og aðstoðarmaður nefndarinnar var: Rósa Kristín Marinósdóttir.
Nefndin var skipuð á fundi Skógargerðissystkina sl. haust að Árskógum 6, Reykjavík.
Til baka í fundagerðir
Stofnfundur Meiðs haldinn í Björgunarsveitarhúsinu á Egilsstöðum 14. júli 2001.
Fundargerð
Laugardaginn 14.7. 2001 var haldinn fundur í Björgunarsveitarhúsinu á Egilsstöðum.
Á fundinum voru börn, barnabörn og barnabarnabörn Gísla Helgasonar og Dagnýjar Pálsdóttur.
Formaður undirbúningsnefndar, Baldur Pálsson, setti fundinn og skipaði Björn Sveinsson fundarstjóra og Dagnýju Marinósdóttur fundarritara.
Skýrt var frá hugmyndum og tildrögum þess að undirbúningsnefnd var sett á laggirnar og störfum nefndarinnar og gerðu það Baldur Pálsson og Indriði Gíslason sem sagði frá endurreisn gamla hússins í Skógargerði sem hófst árið 1985. Hafa þar margir lagt hönd á plóg og verður það allt lagt að jöfnu og allir munu sitja við sama borð í fyrirhuguðum félagsskap um húsið.
Lögð var fram tillaga frá undirbúningsnefnd svohljóðandi:
“Fundur haldinn á Egilsstöðum 14.7. 2001 samþykkir að stofna félag um gamla húsið í Skógargerði”.
Tillagan var borin upp af fundarstjóra og samþykkt samhljóða.
Leitað var eftir tillögum um nafn á félaginu. Vafðist fundarmönnum nokkuð tunga um tönn og ákvað fundarstjóri að fresta málinu til fundarloka.
Rósa Kristín Marinósdóttir og Baldur Pálsson kynntu tillögur að samþykktum fyrir hið nýja félag og hvernig nefndin ákvað að hafa þær með því sniði sem þær eru.(Sjá fylgiskjal 1).
Fundarmenn gerðu athugasemdir við nokkrar greinar og voru gerðar eftirfarandi breytingar:
3.2. Aðalfundur er haldinn í apríl ár hvert og boðar stjórn til hans með minnst mánaðar fyrirvara. Ættarmótsár er fundurinn haldinn í tengslum við mótið.
4.6. var breytt þannig:
Fulltrúaráð og framkvæmdastjórn halda fundi eftir þörfum og boða til þeirra á sannanlegan hátt.
5.1. var breytt þannig:
Félaginu verður ekki slitið nema ¾ félagsmanna séu því samþykkir. Fasteignir félagsins verða þá í varðveislu ábúanda í Skógargerði þar til annað félag yrði stofnað í samvinnu við hann. Fráfarandi stjórn ráðstafar lausafé.
Tillögurnar voru bornar upp í einu lagi og samþykktar samhljóða.
Kosningar. Indriði kannaði tilnefningar í fulltrúaráð og komu fram fulltrúar frá flestum. Því var vísað til stjórnar að ganga frá því að fulltrúaráðið verði fullskipað og starfhæft.
Tilnefnt var í framkvæmdastjórn og hlutu þessir kosningu:
Sigríður Þorvaldsdóttir, Baldur Pálsson og Dagný Marinósdóttir.
Til vara: Víkingur Gíslason og Indriði Gíslason.
Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir:
Ragnheiður Guðnadóttir og Helgi Ómar Bragason.
Stjórnin er bráðabirgðastjórn og starfar fram að næsta aðalfundi.
Umræður um starfsemi félagsins.
Baldur sagði frá ýmsum ábendingum sem fram hefðu komið um endurbætur á húsinu og Indriði benti á að stjórnin þyrfti að ganga frá öllum grundvallaratriðum gagnvart landeiganda.
Tillaga var borin upp um 3000 króna félagsgjald.
Samþykkt samhljóða.
Tillögur um nafn á félagið komu fram:
Skógargerðishús, Meiður, Húsið, Gamla húsið, Ættboginn.
Hugmynd Gísla Hákonar Guðnasonar, Meiður, var valin.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.
Fundarritari: Dagný Marinósdóttir
Ath.
Tillögur að samþykktum félagsins voru settar fram á blöðum en jafnframt með glærum (Power Point) sem varpað var á tjald með skjávarpa. Þar voru einnig sýndar nokkrar myndir úr sögu ættarinnar. Þetta efni unnu Rósa Kristín Marinósdóttir og Skarphéðinn Þórisson.
Í undirbúningsnefnd voru: Gísli Sigurgeirsson, Baldur Pálsson, Dagný Marinósdóttir.
Ritari og aðstoðarmaður nefndarinnar var: Rósa Kristín Marinósdóttir.
Nefndin var skipuð á fundi Skógargerðissystkina sl. haust að Árskógum 6, Reykjavík.
Til baka í fundagerðir