Búseta
Ekki er ljóst hvenær búseta hófst í Skógargerði. Hér var hjáleiga frá Urriðavatni þegar fyrst er vitað til bæjarins og er hans getið í mann-talinu 1703 að því er talið er; er þá reyndar nefndur Skrönagerði. Gæti það nafn eins átt við aðra hjáleigu frá Urriðavatni. Samt er líklegast að snemma hafi verið byggð á þessu svæði. Fundist hafa mannvistarleifar á Tóttás í Efralandinu og þar eru einnig tóttaleifar og garðalög á öðrum stað ofan við Stórublána undir Stórás, rétt á landamerkjum við Urriðavatn. Enn má nefna að rétt innan við heimatúnið eru mjög sokknar tættur og þar sést líka marka fyrir fornum garði.
Nafnliðurinn -gerði þykir sumum benda til akuryrkju, og Gísli í Skógargerði taldi að framan við gamla bæ-inn hefðu verið akurreinar þar sem kallað var Tunga og e.t.v einnig á Hólnum neðan við bæinn. Hvað sem akurgerðum líður er hitt víst að landið hefur mest allt verið skógi vaxið. Óyggjandi vitni um það eru hinar fjölmörgu kolagrafir og sýnast sumar þeirra ekki vera ýkja gamlar. Hildibrandur Einarsson og niðjar hans Í Fellamannabók hefur Helgi Gíslason frá Skógar-gerði birt ábúendatal hreppsins frá því um 1700. Þar er rakið það sem vitað verður um ábúendur í Skógargerði og er það gloppótt framan af. Hér verður ekki gerð nein tilraun til að kanna eldri heimildir en eftir skrifi Helga skal aðeins nefna fátt eitt af fólki sem hér bjó á 19. öld. Árið 1823 fluttu að Skógargerði hjónin Hildibrandur Einarsson og Ingibjörg Snjólfsdóttir. Þau voru bæði frá Urriðavatni og hafa að líkindum fengið þessa hjáleigu til eignar og hún þá orðið sjálfstæð jörð. Var hún síðan í eigu afkomenda þeirra sem þar bjuggu fram undir 1880. Hildi-brandur og Ingibjörg bjuggu lengi á Hofi í Fellum og var Hildibrandur hrepp-stjóri um skeið. Hann er þó kunnastur fyrir þær sakir að hann tók þátt í að vekja upp draug í Áskirkju-garði. Bjó hann þá á Urriðavatni. Drauginn ætluðu Hildibrandur og félagar hans að hafa til ýmsra vika en sakir van-kunn-áttu þeirra snerist hann gegn þeim sjálfum. Ásklerkur kom þeim til hjálpar en fékk þó eigi afstýrt ófögnuði þessum með öllu. Lagði hann þeim það ráð að búa ekki fyrir utan Ás. Flutti Hildibrandur þá að Hofi, sem er næsti bær innan við Ás. Einhverra hluta vegna flutti hann sig þó út í Skógargerði þvert ofan í ráðleggingar hjálpara síns. Og það var eins og við manninn mælt: draugurinn hóf þegar að ásækja hann og lést hann tveimur árum seinna (1825) af þeim sökum eftir því sem segir í þjóðsögum. Draugur þessi var kallaður Gerðismóri og segja sumir að hann dragi nafn af Skógargerði en aðrir vilja bendla hann við Gíslastaðagerði á Völlum en þar hóf hann ásókn eftir að hafa gengið af Hildibrandi dauðum. Bróðir Ingibjargar, konu Hildibrands, tók við búi í Skógargerði og bjó þar uns Hildibrandur sonur Galdra-Hildibrands fór að búa þar (1847) og átti jörðina. Hildibrandur yngri var fæddur í Skógargerði 1826, árið eftir að faðir hans dó. Er ekki getið um að Gerðismóra yrði vart á bænum eftir að Hildibrandur yngri hóf búskap en hann var mætur maður og á marga afkom-endur. Vilja sumir kalla það Skógargerðisætt eldri. Hildi-brandur dó 1879. Hallur Einars-son á Rangá mun hafa keypt jörðina af börnum Hildibrands. Helgi Indriðason og niðjar hans Helgi Indriðason og Ólöf Helgadóttir fluttu að Skógargerði vorið 1882. Gísli sonur þeirra tók við búskap af þeim 1906 og bjó í Skógargerði til dánardægurs 30.12. 1964. Raunar má segja að hann hafi tekið við búinu þegar 1904 og því hafi búskaparár hans orðið 60 talsins. Víkingur Gíslason hóf búskap í Skógargerði 1956. Hann hafði keypt jörðina af föður sínum 1950 og var henni samtímis breytt í óðalsjörð. Víkingur bjó síðan í Skógargerði með konu sinni, Oddbjörgu Sigfúsdóttur frá Krossi í Fellum, til 1970 að þau fluttu í Arnórsstaði á Efradal. Þeir feðgar Gísli og Víkingur bjuggu fyrst og fremst við sauð-fé. Höfðu þeir raunar mun fleira fé en jörðin fékk borið því hún er lítil og á ekki upprekstrarland. Gísli bóndi leysti þenn-an vanda um langt skeið með því að reka fé sitt á vorin norður yfir Jökulsá, oftast í Hofteigs-heið-i þar sem það gekk til hausts. Þegar garnaveiki kom upp austanlands var tekið fyrir fjár-flutninga yfir Jökulsá og var Skógargerðisfé eftir það rekið norður í Skeggja--staðaheiði, austan Jökulsár. Segja má að Víkingur hafi leyst vand-ann með því að flytja vetrarbúskap-inn norður á Dal, í gósenland sauð-kindarinnar. Hann nytjaði þó áfram hin víðlendu tún sem orðin voru í Skógargerði og hélt áfram að færa þau út. Þennan heybúskap stundaði hann í félagi við Pál bróður sinn, bónda á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, og syni hans. Nú var heyið flutt að austan á haustin og gefið að vetri í stað þess að flytja féð norður á sumrum. Skógargerðislandi var líka orðið mál á hvíld frá fjár-beitinni. Víkingur og Oddbjörg hættu búskap á Arnórsstöðum 1987 og fluttu aftur austur. Höfðu þá reist sér hús í Fellabæ. Víkingur hóf fljótlega að stunda kartöflurækt í Skógargerði og hefur þar nú nokkra garða. Aðalbóls-menn heyja enn sumt af túnunum en sumt heyjar Víkingur og selur heyið. Skógrækt hófst í Skógargerði vorið 1985. Hafði Víkingur þá komið upp traustri girðingu um innanverða Hjallana og skyldi það nú verða hlutverk „ættar-innar“ að klæða landið. Var myndaður sjóður í því skyni að styrkja þá framkvæmd og var nokkuð gróðursett næstu árin. Skömmu síðar var farið að undirbúa stórfellda skógrækt á Héraði. Þar var stofnað félag skógarbænda (1988) og undirbjó það stofnun fyrirtækis er nefnist Héraðsskógar. Árið 1991 gerði Víkingur samning við þetta fyrirtæki og lagði mestan hluta jarðarinnar undir skógrækt eða alls 264 hektara. Hefur nú þegar verið plant-að í drjúgan hluta þess lands. Ræktað land er um 35 hektarar. Er þá eftir „ósnortið“ svæðið fyrir ofan (vestan) beitarhúsin upp að ánni. |