Skógargerðisætt Ættin er rakin frá Helga Indriðasyni og Ólöfu Margrétu Helgadóttur en þau hófu búsakap í Skógargerði vorið 1882. Var þá hart í ári. Frostavetur að baki, mislingasumar framundan. Helgi var fæddur í Seljateigi í Reyðarfirði 13. júní 1855, sonur Indriða Ásmundssonar, bónda þar og hreppstj. í Reyðarfjarðarhreppi. Ásmundur var sonur Indriða Ásmundssonar á Borg í Skriðdal. Ólöf (hún notaði jafnan fyrra nafnið, stundum með M.) var fædd á Geirólfsstöðum í Skriðdal 15. júní 1853. Hún var dóttir Helga bónda þar Hallgrímssonar, bónda og hreppstj. í Stóra-Sandfelli í Skriðdal, en hann var bróðir Indriða á Borg, afa Helga. Þau Skógargerðishjón voru því skyld að þriðja og fjórða (Helgasonaætt). Móðir Ólafar var Margrét Sigurðardóttir, bónda á Mýrum í Skriðdal, Eiríkssonar, Hallssonar í Njarðvík (Njarðvíkurætt eldri). Þau Helgi og Ólöf gengu í hjónaband þann 3. október 1880 og var brúðkaup þeirra haldið á Eskifirði. Þau voru í Seljateigi næsta vetur sem var sá mikli frostavetur og þar fæddist fyrsta barn þeirra 9. febrúar þegar Kári svarf einna harðast að. Þau Helgi og Ólöf bjuggu í Skógargerði til dánardægurs Helga en hann lést haustið 1904 (23. nóv.) úr lungnabólgu, tæplega fimtugur maður. Ólöf bjó áfram til 1906 og var eftir það ráðskona hjá Gísla syni sínum til 1908 að hann kvæntist. Eftir það var Ólöf ekki langdvölum í Skógargerði. Frá 1913 var hún oftast hjá dætrum sínum í Reykjavík og þar lést hún 30. júní 1919. Ekki var auður í búi í Skógargerði en þó komst fjölskyldan, sem varð stór, vel af. Helgi var vænn maður og dugandi, hves manns hugljúfi. Ólöf vel hagmælt (Um Helga og Ólöfu er fjallað í 3. kafla Skógargerðisbókar (bls. 127-195)). |
Börn Helga og Ólafar voru þessi:
Gísli (f. 9.2. 1881 (1a)),
Indriði (f. 7.10. 1882 (1b),
Guðlaug (f. 8.6. 1884 (1c),
Þórhallur (1.3. 1886 (1d),
Sigurður (f. 18.4. 1887 (1e)),
Margrét (f. 21.7. 1888 (1f)),
Guðrún Soffía (f. 16.11. 1889 (1g)),
Hallgrímur (f. 4.10. 1892 (1h).
Indriði (f. 7.10. 1882 (1b),
Guðlaug (f. 8.6. 1884 (1c),
Þórhallur (1.3. 1886 (1d),
Sigurður (f. 18.4. 1887 (1e)),
Margrét (f. 21.7. 1888 (1f)),
Guðrún Soffía (f. 16.11. 1889 (1g)),
Hallgrímur (f. 4.10. 1892 (1h).