Land og lega
Í þessum kafla verður fjallað um örnefni og staðhætti í landi Skógargerðis og nágrenni. Með því að smella hér kemstu einnig á ýmsargagnlegar vefsíður. Þessi síða er í vinnslu en til glöggvunar á landamerkjum fylgir hér skýrsla unnin 1884. Einnig er uppdráttur af jörðinni hér.
Í þessum kafla verður fjallað um örnefni og staðhætti í landi Skógargerðis og nágrenni. Með því að smella hér kemstu einnig á ýmsargagnlegar vefsíður. Þessi síða er í vinnslu en til glöggvunar á landamerkjum fylgir hér skýrsla unnin 1884. Einnig er uppdráttur af jörðinni hér.
- Skýrsla
Um landa merki er aðskilur Skógargerdis land frá Urriðavatns, Bótar og Rangár löndum.
Landa merki milli Skógargerdis og Urriðavatns birja að framan og neðan verdu á svo kölluðum Forvaða (kletti) þaðan beina linu nordur í Grástein merktan L.M. þaðan beina línu í stein á Rángárás merktan L.M, Þaðan beina línu nordur í vördu á Stóraás, þaðan beina línu nordur í stein á Bótarás merktan L.M, og þaðan beina línu nordur í Rángá. Skógargerdis land að nordan verdu, frá Bótar landi, og eins Skógargerdis land að utan verdu, frá Rángár landi, aðskilur Rángá með óum breitanlegum farveigi sínum
St. á Skógargerdi 19 Júní 1884
Einar Ólafsson
Umboðsmaður Jardarin[na]r
(handsalað)
Helgi Indriðason ábúandi
Nágrannar frá Urriðavatni
Ólafur Abrahamsson Ólafur Þorðarson Ólafur Hjörleifsson
Lesið fyrir manntalsþingsrétti að Ási hinn 20 júní 1884 og innfært í landamerkjabók Norður-Múlasýslu, bls. 25–26.
Einar Thorlacius