Hallgrímur Helgason, 1h
f. í Skógargerði 4.10. 1892, d. 18.12. 1940. Hallgrímur var nýorðinn 14 ára þegar faðir hans dó. Hann var hjá móður sinni og Gísla bróður sínum næstu árin. Síðar var hann vinnumaður á Skeggjastöðum í Fellum hjá Jarþrúði frænku sinni. Þaðan fór hann í Eiðaskóla (alþýðuskólann) 1919. Hallgrímur bjó á Krossi og í Meðalnesi í Fellum en síðast á Selstöðum í Seyðisfirði. Hann var alla tíð heilsuveill og bjó síðast á Seyðisfirði þarsem hann lést langt fyrir aldur fram. Hallgrímur var skáld gott og söngmaður mikill. K (13.6. 1924): Málfríður Þórarinsdóttir f. í Gilsárteigi í Eiðaþinghá 10.1. 1900. F: Þórarinn Benediktsson bóndi og hreppstjóri, f. á Kollsstöðum á Völlum 3.3. 1871, d. 12.11. 1949, og k.h. Anna María Jónsdóttir f. í Gilsárteigi 6.4. 1877, d. 8.1. 1946. — Fjallað er um Hallgrím og Málfríði í Skógargerðisbók (sjá m.a. 4. kafla). |