Þórhallur Helgason, 1d
f. í Skógargerði 1.3. 1886, d. 29. 11. 1974. Þórhallur sigldi til Kaupinhafn með Indriða bróður sínum haustið 1906. Hann lagði stund á húsgagnasmíði. Heim kominn (1908) stundaði hann smíðar á Austurlandi, vann m.a. að byggingu skólahúss á Eiðum. Hann var um skeið á Seyðisfirði og rak þar smíðaverkstæði með öðrum en hóf búskap á Ormsstöðum í Eiðaþinghá 1929 og vann jafnframt að viðhaldi húsa á Eiðastað. K (9.7. 1921): Sigrún Guðlaugsdóttir f. á Fremstafelli í Köldukinn 30. 6. 1898, d. 13.2. 1993. F: Guðlaugur Ásmundsson, f. 25.8. 1858, d. 28. 10. 1943, og Anna Sigrún Sigurðardóttir f. 16. 10. 1857, d. 3.1. 1935 (sjá Skógargerðisbók, 3. og 4. kafla). Þórhallur og Sigrún bjuggu á Ormsstöðum í Eiðaþinghá. |