Ættarfélagið í Skógargerði Saga
Undirbúningsnefnd skipuð
Síðla hausts árið 2000 komu Skógargerðissystkin saman á fund að Árskógum 6 í Reykjavík til að ræða um hvernig framtíð gamla hússins í Skógargerði yrði best tryggð. Kom þeim saman um að stofna skyldi félag innan ættarinnar, þ.e. afkomenda Dagnýjar og Gísla, til taka við umsjón og rekstri hússins og skipuðu nefnd til að gangast fyrir því.
Í nefndinni voru Gísli Sigurgeirsson, Baldur Pálsson og Dagný Marinósdóttir en Rósa Kristín Marinósdóttir var ritari og tölvusérfræðingur nefndarinnar.
“Það er margt bréfið”.
Nefndin sendi út bréf þann 5. janúar 2001 þar sem málið var kynnt og að boðað yrði til fundar sumarið 2001 þar sem félagið yrði stofnað. Bréfið var sent einum aðila í hverjum systkinahópi 2. kynslóðar og hann beðinn að vera tengiliður í sinni fjölskyldu, en skipa annan í sinn stað gæti hann ekki sinnt því sjálfur. Í bréfinu var farið fram á að safnað yrði heimilisföngum og netföngum 2. og 3. kynslóðar og þeim upplýsingum komið til nefndarinnar. Var brugðist vel við því og á útmánuðum var kominn upp heilmikil skrá yfir 1., 2. og 3. kynslóð, heimilisföng og netföng þar sem þau var að hafa.
Viðbrögð
Nokkrir höfðu samband við nefndarmenn til að spyrjast fyrir, virtust áhugasamir um fyrirhugaðan félagsskap og enginn lýsti sig andvígan eða hreyfði mótmælum.
Nefndin talaði við marga og reyndi að fá fram viðhorf manna til málsins
og taldi sig alls staðar fá góðar og jákvæðar undirtektir.
Misjafnt var hvernig tengiliðaaðferðin tókst enda eru systkinahóparnir oft dreifðir víða um land og eiga erfitt um vik að vinna sem heildstæður hópur.
Hvers konar félag?
Nokkrar vangaveltur urðu um það hvers konar félagsform hentaði best settum markmiðum. Nefndin kynnti sér lög og reglur um hlutafélög, sjálfseignarstofnanir og almenn félög og fékk umsagnir sérfræðinga, t.d. í Dómsmálaráðuneytinu, hjá Hagstofu Íslands, Ríkisskattstjóra og Skattstjóra Reykjavíkur. Komst meiri hluti nefndar að þeirri niðurstöðu að almennt félagsform væri álitlegasti kosturinn og best til þess fallið að vekja og viðhalda áhuga fólks á viðfangsefninu, það væri lýðræðislegast, ódýrast og sveigjanlegast, fólk gæti lagað það að viðfangsefninu eftir þörfum.
Ákveðið var að félagið yrði stofnað sem almennt félag og allir afkomendur Dagnýjar og Gísla 18 ára og eldri gætu orðið félagsmenn.
Félagslög.
Nefndin setti saman reglur fyrir félagið, ramma til að koma því á laggirnar. Það viðhorf var uppi að væntanlegt félag sæi um rekstur hússins og gæti vonandi tryggt framtíð þess. Félagið átti líka að verða umræðuvettvangur þar sem hægt yrði að safna saman á einn stað ágætum hugmyndum og framtíðarhugsjónum margra sem málið varðar.
Nefndin taldi það ekki hlutverk sitt að semja starfsáætlanir í smáatriðum né heldur ganga endanlega frá ýmsum ákvæðum um starfs- og stjórnarhætti heldur muni það þróast, breytast og batna í umfjöllun félagsmanna eftir því sem áhugi og þörf krefur.
Nefndin starfaði allan tímann í samráði við Skógargerðissystkin.
Lausnarbeiðni
Einn nefndarmanna, Gísli Sigurgeirsson, óskaði eftir lausn frá störfum í nefndinni þann 10. júní. Seinna kom í ljós að hann var mjög ósáttur við framgang málsins og sendi tvisvar út tölvupóst þar sem hann gagnrýnir félagsstofnunina og þá sem fyrir henni stóðu.
Stofnfundur
Nefndin sendi út fundarboð til allra í 1. og 2. ættlið, dagsett 4. júní og boðaði stofnfund Ættarfélagsins í Skógargerði þann 14. júlí. Fundurinn var haldinn í Björgunarsveitarhúsinu á Egilsstöðum. Mættir voru fulltrúar frá 9 af 13 afkomendum/fjölskyldum.
Þar var samþykkt samhljóða að stofna félagið, starfsreglur samþykktar og félaginu valið nafnið Meiður.
Kosin var bráðbirgðastjórn sem starfar fram að aðalfundi sem einnig verður framhaldsstofnfundur. Stjórnina skipa Baldur Pálsson, Sigríður D. Þorvaldsdóttir og Dagný Marinósdóttir.
Og hvað hefur svo verið gert?
Stjórnarfundir
Stjórnin hélt fund á Egilsstöðum 15. 7. og skipti með sér verkum þannig að Baldur Pálsson er formaður, Sigríður Dagný er gjaldkeri og Dagný M. er ritari.
Formanni var falið að ganga frá málum gagnvart landeiganda í Skógargerði; lóðarafmörkun o.fl. Samþykkt var að leita til Björns Sveinssonar með mælingar á lóð og einnig með mat á ástandi hússins og viðhaldsþörf.
Ritara og gjaldkera var falið að útvega félaginu kennitölu, senda út fundargögn, ganga eftir tilnefningum í fulltrúaráð og innheimta félagsgjöld.
Annar stjórnarfundur var haldinn í Reykjavík 26. 10.
Þar var ákveðið hvaða gögn skyldu fara í dreifingu og leitað eftir aðstoð Indriða og Ættarpóstsins. Einnig var ákveðið að gögn yrðu send öllum í 2. og 3. ættlið sem orðnir væru 18 ára.
Stjórnin skipti því með sér að hafa samband við ættkvíslarnar og fá tilnefningar þeirra í fulltrúaráð staðfestar.
Þriðji stjórnarfundur var haldinn í Reykjavík 15. 11.
Formaður upplýsti að búið væri að mæla út lóðina sem á að fylgja Skógargerðishúsinu. Vann Björn Sveinsson það verk ásamt formanni faglega og óvéfengjanlega.
Víkingur mun ganga frá afsali á húsinu og lóðinni til félagsins.
Fram kom að félagið Meiður hefur fengið kennitölu og er þar með lögaðili. Félagið er skráð hjá Hagstofu Íslands.
Póstlistar, innheimtuseðlar og Ættarpóstur var allt að verða tilbúið enda vel tímabært að fara að senda út.
Gögnin voru send út þann 30. nóvember 2001. Gísli Sigurgeirsson sendi út í tölvupósti gagnrýni á Meið. Bráðabirgðastjórn svaraði því tilskrifi. Seinna kom annað bréf frá Gísla.
Snerist það um sömu hluti og hið fyrra svo að stjórn sá ekki ástæðu til að svara því sérstaklega.
Aðrir gerðu ekki athugasemdir, eða komu þeim a.m.k. ekki á framfæri við stjórnina.
Dró hún af því þá ályktun að þögn væri sama og samþykki.
Fjórði stjórnarfundur var haldinn að Pósthússtræti 13, 1.apríl til þess að stofna ritnefnd vefsins skogargerdi.is
Mættir voru: Baldur Pálsson, Indriði Gíslason, Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir, Rósa Kristín Marinósdóttir, Ólafur Skúli Indriðason.
Rætt var um útlit vefsins, hvaða efni ætti erindi á vefinn, efnisöflun og hvernig því yrði raðað í efnisflokka.
Rætt var um að þessir efnisflokkar verði á vefnum:
Saga ættarinnar, ættartala, Meiður/ættarfélag, staðurinn, húsið, kveðskapur,myndir, fréttir, póstkassi. Nokkuð var rætt um tæknilegar útfærslur og tekin ákvörðun um verkaskiptingu. Að ráði varð að Indriði og Ólafur sæu um efni sem snerti sögu ættarinnar og ættartölu enda er það efni í eigu Indriða.
Baldur Pálsson viðar að sér efni og myndum á sínu svæði og Dagný Marinósdóttir Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir og Rósa Kristín Marinósdóttir vinna m.a. sögu Meiðs, fréttir, skönnun og vinnslu mynda og annað tilfallandi.
Lárus Árni Hermannsson er vefstjóri og sér um tæknilega hlið vefsins.
Þegar nægilegt efni er komið, verður vefurinn opnaður og óþarfi að tíunda meira um efni hans hér.
Símafundir – tölvupóstur – skogargerdi.is
Stjórnin hefur oftsinnis borið saman ráð sín með tölvupósti og símleiðis.
Símafundur stjórnar 8.1.2002 ákvað að gengið yrði til samninga við Lárus Hermannsson um gerð vefsíðu fyrir ættina og félagið. Rósu Kristínu var falið að vera í sambandi við Lárus og taka við sérhæfðum upplýsingum.
Forsaga málsins er nokkur. Margir hafa talað um nauðsyn þess að koma upp vefsíðu sem auðveldaði upplýsingastreymi og umræðu innan ættarinnar. Rósa Kristín, Gísli Sigurgeirsson, Hermann Hermannsson og fleiri hafa beinlínis lagt til að vefsíða yrði gerð og það varð fljótlega skoðun stjórnar að þetta væri forgangsverkefni.
Í vetur var þetta mál rætt nokkuð m.a. af Rósu Kristínu, Lárusi Hermannssyni, Hermanni og stjórn Meiðs. Þegar það lá fyrir að Lárus væri fús til að taka verkið að sér ákvað stjórnin að þiggja það góða boð fyrir hönd Meiðs. Lárus vinnur verkið í sjálfboðavinnu en Meiður greiðir fyrir lénið.
Aðalfundur í apríl?
Á áðurnefndum símafundi og fleiri slíkum var rætt um undirbúning vegna fyrirhugaðs aðalfundar í apríl.
Formaður ákvað haldnir yrðu fundir með fulltrúaráðsfulltrúum á hverjum stað fyrir sig til að ræða málin og ákveða fundartíma og fundarstað.
Reiknað var með að Ættarpóstur kæmi út í febrúar með fundarboði, greinargerð um störf bráðbirgðastjórnar, og upphafi að hugmyndabanka um verksvið stjórnar og ráðs, nýtingu hússins, viðhald, forgangsröðun verkefna og kaup á nauðsynlegum búnaði.
Af því varð þó ekki og skýrist það hér á eftir.
Fundir með fulltrúum ættkvísla.
Þann 9. febrúar síðastliðinn var haldinn fundur með fulltrúum félagsins af Héraði og var hann haldinn í Skógargerði. Mætt voru: Dagný Sigurðardóttir, Gísli Sigurðsson, Víkingur Gíslason, Sigfús Ingi Víkingsson, Hlynur Bragason, Björn Sveinsson og Baldur Pálsson.
Þetta var gert:
1. Baldur Pálsson fór yfir þau verkefni sem stjórnin hefur unnið að frá stofnfundi og að undirbúa þarf aðalfund og ákveða staðsetningu og dagsetja hann. Fundarmenn töldu Akureyri góðan fundarstað og að fundurinn yrði haldinn eftir páskahret.
2. Björn Sveinsson kynnti teikningu af lóðamörkum Skógargerðishússins sem hann hefur unnið að í samráði við Víking og verður það plagg til sýnis á aðalfundi. Þá ætla þeir að útbúa afsal fyrir húsi og lóð til félagsins, sem væntanlega verður undirritað á aðalfundi.
3. Dagný Sigurðardóttir tók að sér að móta tillögur að húsreglum og dvalargjaldi í húsinu. Miðað verði við þrenns konar dvalargjald: Fyrir félagsmenn, ættmenn utan félags og óskylda. Hugmyndirnar verði lagðar fram á aðalfundi.
4. Víkingur og Baldur munu skoða 5. grein stofnsamnings um félagsslit með tilliti til þess hvort þar megi eitthvað betur fara.
Ákveðið var að hittast í Skógargerði svo oft sem þurfa þykir fyrir aðalfund.
Þann 15. febrúar var haldinn fundur með fulltrúum félagsins á Akureyri og nágrenni.
Mætt voru: Dagný Sigurgeirsdóttir, Sigurlína Ármann Sigurgeirsdóttir (Sísí), Ingunn Pálsdóttir, Helgi Indriðason og Baldur Pálsson.
Þetta var gert:
1. Baldur Pálsson fór yfir þau verkefni sem stjórnin hefur unnið að frá stofnfundi og að undirbúa þarf aðalfund og ákveða staðsetningu og dagsetja hann. Fundarmenn töldu Akureyri góðan fundarstað. Fundarmenn töldu heppilegt að fundurinn yrði haldinn laugardaginn 4. maí.
2. Lagt er til að Helgi Indriðason og Reimar Pétursson fari yfir stofnsamning (félagssamþykktir) og skoði hvort þar má eitthvað betur fara.
3. Ingunn og Sísí tóku að sér að útvega fundarstað.
4. Ábending kom fram um hvort stjórnin gæti gert einhvers konar rekstraráætlun fyrir félagið.
Á þessum tveimur fundum fyrir austan og norðan var eining og samhugur um félagið og margt fleira rætt en þær ákvarðanir sem hér eru til bókar færðar.
Formaður telur að reynslan af fundahaldinu sýni að skynsamlegt sé að hugsa sér það að fulltrúaráðið þróist í deildir. Stjórnarmennirnir þrír ættu ef til vill að koma að austan, norðan og sunnan og yrðu þannig ábyrgir fyrir sínum fulltrúum og ættmönnum á sínu svæði. Hugsum málið!
Fundur fulltrúa á Reykjavíkursvæðinu dróst nokkuð af óviðráðanlegum ástæðum ogvar haldinn 3. mars. á Bakkastíg. Mættir voru Indriði Gíslason, Þórhalla Gísladóttir, Bergþóra Gísladóttir, Ragnheiður Guðnadóttir, Hermann Hermannsson, Dagný Hermannsdóttir, Björn Helgason, Sigríður Dagný Þorvaldsdóttirog Dagný Marinósdóttir.
Þetta gerðist helst á fundinum:
Gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu félagsins og þeirri ákvörðun að fjármagna lénið fyrir væntanlega vefsíðu ættarinnar. Rætt var um nauðsyn þess að skipa henni ritstjórn. Gjaldkeri sagði einnig frá fundum félagsmanna fyrir austan og norðan og hvað þar hefði verið á döfinni.
Hermann og Dagný H. lýstu óánægju sinni með Meið og hvernig staðið var að félagsstofnuninni. Þau töldu sig ekki geta staðið að félaginu í óbreyttri mynd.
Þau sögðu að upplýsingastreymi hefði verið ófullnægjandi, vildu að nú færi fram umræða um málið í fulltrúaráðinu og gefinn yrði tími til þess áður en aðalfundur yrði haldinn.
Vildi Hermann hefja umræðuna með því að senda í tölvupósti hugmyndir sínar og gagnrýni til allra fulltrúa.
Fyrir hönd stjórnar féllust ritari og gjaldkeri á að sú tilraun yrði gerð og var annar fundur ákveðinn 17. apríl.
Þann 17. apríl var fundur haldinn að Goðheimum. Mætt voru: Indriði Gíslason, Þórhalla Gísladóttir, Sólveig Gísladóttir, Reimar Pétursson, Hermann Hermannsson, Björn Helgason, Ragnheiður Guðnadóttir, Sigríður D. Þorvaldsdóttir, Rósa K. Marinósdóttir og Dagný Marinósdóttir.
Reimar Pétursson var sérstakur lögfræðilegur ráðgjafi fundarins (hann er lögfræðingur).
Hann svaraði spurningum fundarmanna og fjallaði um meint álitamál.
Hann benti á sterk rök fyrir því að almennt félag, eins og Meiður er, muni vera heppilegasta félagsformið fyrir okkur og útskýrði sveigjanleika þess og aðlögunarhæfni.
Hann sagði að ekkert félagsform væri til sem gæti komið í veg fyrir að menn misnotuðu aðstöðu sína og völd ef það væri þeim kappsmál. Hann benti á nauðsyn þess að leggja fram formlegar breytingatillögur vilji menn láta breyta eða bæta við gildandi lög og reglur félags.
Indriði vill að gengið verði frá málum sem fyrst og aðalfundur haldinn. Hann upplýsti að Víkingur myndi afsala húsinu til félagsins eða alls ekki. Ræddar voru breytingatillögur sem Indriði hefur gert við stofnfundarsamþykktir Meiðs og fjalla um fjármál og eflingu fulltrúaráðs sem Indriði vill kalla ættarráð. Var gerður góður rómur að þessum tillögum og munu þær verða bornar upp á aðalfundi.
Hermann kvaðst mundu leggja fram breytingatillögur við stofnfundarsamþykktirnar og vildi skoða þær betur með lögfræðingi. Tillögurnar verða kynntar og ræddar á næsta fundi.
Ekkert er lengur talið því til fyrirstöðu að halda aðalfundinn og var stungið upp á 1.júni sem heppilegum degi. Mun stjórnin taka það til athugunar.
Björn Helgason sýndi fundarmönnum teikningar sínar af Skógargerðishúsinu og hugsanlegum viðbyggingum. Sýndu fundarmenn mikinn áhuga og þóttu teikningarnar góðar og verðugt framtíðarverkefni.
Næsti fundur var boðaður 13. maí heima hjá Hermanni.
Þann 13. maí var fundur haldinn að Grófarseli hjá Hermanni.
Mættir voru: Bergþóra, Ragnheiður G., Björn Helgason, Hermann, Sigríður Þ. og Dagný Marinós.
Fundurinn var ánægjulegur og margt spjallað.
Farið var yfir fram komnar breytingatillögur frá Hermanni og Indriða og lagfært það sem þurfa þótti. Tillögurnar munu fylgja dagskrá framhaldsstofnfundar Meiðs sem verður send öllum í 1., 2. og 3. ættlið sem orðnir eru 18 ára.
Sá fundur verður haldinn í Lundarskóla, Akureyri kl. 14.00, laugardaginn 1. júní. Ákveðið var að senda gögnin út 15. maí.
Þann 1. júní var aðalfundur Meiðs haldinn í Lundarskóla á Akureyri. Flettið upp í Fundargerðir til að lesa um fundinn.
Fundarmenn komu frá Reykjavík, Sauðárkróki, Dalvík, Akureyri, Húsavík, Fellabæ, Egilsstöðum og Skógargerði.
Mikil vinna lá fyrir fundinum og hann varð langur en alls ekki leiðinlegur, reyndar mjög skemmtilegur þrátt fyrir kuldatíð og löng ferðalög sem margir áttu fyrir höndum að fundi loknum.
Ritari:
Dagný M.
Undirbúningsnefnd skipuð
Síðla hausts árið 2000 komu Skógargerðissystkin saman á fund að Árskógum 6 í Reykjavík til að ræða um hvernig framtíð gamla hússins í Skógargerði yrði best tryggð. Kom þeim saman um að stofna skyldi félag innan ættarinnar, þ.e. afkomenda Dagnýjar og Gísla, til taka við umsjón og rekstri hússins og skipuðu nefnd til að gangast fyrir því.
Í nefndinni voru Gísli Sigurgeirsson, Baldur Pálsson og Dagný Marinósdóttir en Rósa Kristín Marinósdóttir var ritari og tölvusérfræðingur nefndarinnar.
“Það er margt bréfið”.
Nefndin sendi út bréf þann 5. janúar 2001 þar sem málið var kynnt og að boðað yrði til fundar sumarið 2001 þar sem félagið yrði stofnað. Bréfið var sent einum aðila í hverjum systkinahópi 2. kynslóðar og hann beðinn að vera tengiliður í sinni fjölskyldu, en skipa annan í sinn stað gæti hann ekki sinnt því sjálfur. Í bréfinu var farið fram á að safnað yrði heimilisföngum og netföngum 2. og 3. kynslóðar og þeim upplýsingum komið til nefndarinnar. Var brugðist vel við því og á útmánuðum var kominn upp heilmikil skrá yfir 1., 2. og 3. kynslóð, heimilisföng og netföng þar sem þau var að hafa.
Viðbrögð
Nokkrir höfðu samband við nefndarmenn til að spyrjast fyrir, virtust áhugasamir um fyrirhugaðan félagsskap og enginn lýsti sig andvígan eða hreyfði mótmælum.
Nefndin talaði við marga og reyndi að fá fram viðhorf manna til málsins
og taldi sig alls staðar fá góðar og jákvæðar undirtektir.
Misjafnt var hvernig tengiliðaaðferðin tókst enda eru systkinahóparnir oft dreifðir víða um land og eiga erfitt um vik að vinna sem heildstæður hópur.
Hvers konar félag?
Nokkrar vangaveltur urðu um það hvers konar félagsform hentaði best settum markmiðum. Nefndin kynnti sér lög og reglur um hlutafélög, sjálfseignarstofnanir og almenn félög og fékk umsagnir sérfræðinga, t.d. í Dómsmálaráðuneytinu, hjá Hagstofu Íslands, Ríkisskattstjóra og Skattstjóra Reykjavíkur. Komst meiri hluti nefndar að þeirri niðurstöðu að almennt félagsform væri álitlegasti kosturinn og best til þess fallið að vekja og viðhalda áhuga fólks á viðfangsefninu, það væri lýðræðislegast, ódýrast og sveigjanlegast, fólk gæti lagað það að viðfangsefninu eftir þörfum.
Ákveðið var að félagið yrði stofnað sem almennt félag og allir afkomendur Dagnýjar og Gísla 18 ára og eldri gætu orðið félagsmenn.
Félagslög.
Nefndin setti saman reglur fyrir félagið, ramma til að koma því á laggirnar. Það viðhorf var uppi að væntanlegt félag sæi um rekstur hússins og gæti vonandi tryggt framtíð þess. Félagið átti líka að verða umræðuvettvangur þar sem hægt yrði að safna saman á einn stað ágætum hugmyndum og framtíðarhugsjónum margra sem málið varðar.
Nefndin taldi það ekki hlutverk sitt að semja starfsáætlanir í smáatriðum né heldur ganga endanlega frá ýmsum ákvæðum um starfs- og stjórnarhætti heldur muni það þróast, breytast og batna í umfjöllun félagsmanna eftir því sem áhugi og þörf krefur.
Nefndin starfaði allan tímann í samráði við Skógargerðissystkin.
Lausnarbeiðni
Einn nefndarmanna, Gísli Sigurgeirsson, óskaði eftir lausn frá störfum í nefndinni þann 10. júní. Seinna kom í ljós að hann var mjög ósáttur við framgang málsins og sendi tvisvar út tölvupóst þar sem hann gagnrýnir félagsstofnunina og þá sem fyrir henni stóðu.
Stofnfundur
Nefndin sendi út fundarboð til allra í 1. og 2. ættlið, dagsett 4. júní og boðaði stofnfund Ættarfélagsins í Skógargerði þann 14. júlí. Fundurinn var haldinn í Björgunarsveitarhúsinu á Egilsstöðum. Mættir voru fulltrúar frá 9 af 13 afkomendum/fjölskyldum.
Þar var samþykkt samhljóða að stofna félagið, starfsreglur samþykktar og félaginu valið nafnið Meiður.
Kosin var bráðbirgðastjórn sem starfar fram að aðalfundi sem einnig verður framhaldsstofnfundur. Stjórnina skipa Baldur Pálsson, Sigríður D. Þorvaldsdóttir og Dagný Marinósdóttir.
Og hvað hefur svo verið gert?
Stjórnarfundir
Stjórnin hélt fund á Egilsstöðum 15. 7. og skipti með sér verkum þannig að Baldur Pálsson er formaður, Sigríður Dagný er gjaldkeri og Dagný M. er ritari.
Formanni var falið að ganga frá málum gagnvart landeiganda í Skógargerði; lóðarafmörkun o.fl. Samþykkt var að leita til Björns Sveinssonar með mælingar á lóð og einnig með mat á ástandi hússins og viðhaldsþörf.
Ritara og gjaldkera var falið að útvega félaginu kennitölu, senda út fundargögn, ganga eftir tilnefningum í fulltrúaráð og innheimta félagsgjöld.
Annar stjórnarfundur var haldinn í Reykjavík 26. 10.
Þar var ákveðið hvaða gögn skyldu fara í dreifingu og leitað eftir aðstoð Indriða og Ættarpóstsins. Einnig var ákveðið að gögn yrðu send öllum í 2. og 3. ættlið sem orðnir væru 18 ára.
Stjórnin skipti því með sér að hafa samband við ættkvíslarnar og fá tilnefningar þeirra í fulltrúaráð staðfestar.
Þriðji stjórnarfundur var haldinn í Reykjavík 15. 11.
Formaður upplýsti að búið væri að mæla út lóðina sem á að fylgja Skógargerðishúsinu. Vann Björn Sveinsson það verk ásamt formanni faglega og óvéfengjanlega.
Víkingur mun ganga frá afsali á húsinu og lóðinni til félagsins.
Fram kom að félagið Meiður hefur fengið kennitölu og er þar með lögaðili. Félagið er skráð hjá Hagstofu Íslands.
Póstlistar, innheimtuseðlar og Ættarpóstur var allt að verða tilbúið enda vel tímabært að fara að senda út.
Gögnin voru send út þann 30. nóvember 2001. Gísli Sigurgeirsson sendi út í tölvupósti gagnrýni á Meið. Bráðabirgðastjórn svaraði því tilskrifi. Seinna kom annað bréf frá Gísla.
Snerist það um sömu hluti og hið fyrra svo að stjórn sá ekki ástæðu til að svara því sérstaklega.
Aðrir gerðu ekki athugasemdir, eða komu þeim a.m.k. ekki á framfæri við stjórnina.
Dró hún af því þá ályktun að þögn væri sama og samþykki.
Fjórði stjórnarfundur var haldinn að Pósthússtræti 13, 1.apríl til þess að stofna ritnefnd vefsins skogargerdi.is
Mættir voru: Baldur Pálsson, Indriði Gíslason, Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir, Rósa Kristín Marinósdóttir, Ólafur Skúli Indriðason.
Rætt var um útlit vefsins, hvaða efni ætti erindi á vefinn, efnisöflun og hvernig því yrði raðað í efnisflokka.
Rætt var um að þessir efnisflokkar verði á vefnum:
Saga ættarinnar, ættartala, Meiður/ættarfélag, staðurinn, húsið, kveðskapur,myndir, fréttir, póstkassi. Nokkuð var rætt um tæknilegar útfærslur og tekin ákvörðun um verkaskiptingu. Að ráði varð að Indriði og Ólafur sæu um efni sem snerti sögu ættarinnar og ættartölu enda er það efni í eigu Indriða.
Baldur Pálsson viðar að sér efni og myndum á sínu svæði og Dagný Marinósdóttir Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir og Rósa Kristín Marinósdóttir vinna m.a. sögu Meiðs, fréttir, skönnun og vinnslu mynda og annað tilfallandi.
Lárus Árni Hermannsson er vefstjóri og sér um tæknilega hlið vefsins.
Þegar nægilegt efni er komið, verður vefurinn opnaður og óþarfi að tíunda meira um efni hans hér.
Símafundir – tölvupóstur – skogargerdi.is
Stjórnin hefur oftsinnis borið saman ráð sín með tölvupósti og símleiðis.
Símafundur stjórnar 8.1.2002 ákvað að gengið yrði til samninga við Lárus Hermannsson um gerð vefsíðu fyrir ættina og félagið. Rósu Kristínu var falið að vera í sambandi við Lárus og taka við sérhæfðum upplýsingum.
Forsaga málsins er nokkur. Margir hafa talað um nauðsyn þess að koma upp vefsíðu sem auðveldaði upplýsingastreymi og umræðu innan ættarinnar. Rósa Kristín, Gísli Sigurgeirsson, Hermann Hermannsson og fleiri hafa beinlínis lagt til að vefsíða yrði gerð og það varð fljótlega skoðun stjórnar að þetta væri forgangsverkefni.
Í vetur var þetta mál rætt nokkuð m.a. af Rósu Kristínu, Lárusi Hermannssyni, Hermanni og stjórn Meiðs. Þegar það lá fyrir að Lárus væri fús til að taka verkið að sér ákvað stjórnin að þiggja það góða boð fyrir hönd Meiðs. Lárus vinnur verkið í sjálfboðavinnu en Meiður greiðir fyrir lénið.
Aðalfundur í apríl?
Á áðurnefndum símafundi og fleiri slíkum var rætt um undirbúning vegna fyrirhugaðs aðalfundar í apríl.
Formaður ákvað haldnir yrðu fundir með fulltrúaráðsfulltrúum á hverjum stað fyrir sig til að ræða málin og ákveða fundartíma og fundarstað.
Reiknað var með að Ættarpóstur kæmi út í febrúar með fundarboði, greinargerð um störf bráðbirgðastjórnar, og upphafi að hugmyndabanka um verksvið stjórnar og ráðs, nýtingu hússins, viðhald, forgangsröðun verkefna og kaup á nauðsynlegum búnaði.
Af því varð þó ekki og skýrist það hér á eftir.
Fundir með fulltrúum ættkvísla.
Þann 9. febrúar síðastliðinn var haldinn fundur með fulltrúum félagsins af Héraði og var hann haldinn í Skógargerði. Mætt voru: Dagný Sigurðardóttir, Gísli Sigurðsson, Víkingur Gíslason, Sigfús Ingi Víkingsson, Hlynur Bragason, Björn Sveinsson og Baldur Pálsson.
Þetta var gert:
1. Baldur Pálsson fór yfir þau verkefni sem stjórnin hefur unnið að frá stofnfundi og að undirbúa þarf aðalfund og ákveða staðsetningu og dagsetja hann. Fundarmenn töldu Akureyri góðan fundarstað og að fundurinn yrði haldinn eftir páskahret.
2. Björn Sveinsson kynnti teikningu af lóðamörkum Skógargerðishússins sem hann hefur unnið að í samráði við Víking og verður það plagg til sýnis á aðalfundi. Þá ætla þeir að útbúa afsal fyrir húsi og lóð til félagsins, sem væntanlega verður undirritað á aðalfundi.
3. Dagný Sigurðardóttir tók að sér að móta tillögur að húsreglum og dvalargjaldi í húsinu. Miðað verði við þrenns konar dvalargjald: Fyrir félagsmenn, ættmenn utan félags og óskylda. Hugmyndirnar verði lagðar fram á aðalfundi.
4. Víkingur og Baldur munu skoða 5. grein stofnsamnings um félagsslit með tilliti til þess hvort þar megi eitthvað betur fara.
Ákveðið var að hittast í Skógargerði svo oft sem þurfa þykir fyrir aðalfund.
Þann 15. febrúar var haldinn fundur með fulltrúum félagsins á Akureyri og nágrenni.
Mætt voru: Dagný Sigurgeirsdóttir, Sigurlína Ármann Sigurgeirsdóttir (Sísí), Ingunn Pálsdóttir, Helgi Indriðason og Baldur Pálsson.
Þetta var gert:
1. Baldur Pálsson fór yfir þau verkefni sem stjórnin hefur unnið að frá stofnfundi og að undirbúa þarf aðalfund og ákveða staðsetningu og dagsetja hann. Fundarmenn töldu Akureyri góðan fundarstað. Fundarmenn töldu heppilegt að fundurinn yrði haldinn laugardaginn 4. maí.
2. Lagt er til að Helgi Indriðason og Reimar Pétursson fari yfir stofnsamning (félagssamþykktir) og skoði hvort þar má eitthvað betur fara.
3. Ingunn og Sísí tóku að sér að útvega fundarstað.
4. Ábending kom fram um hvort stjórnin gæti gert einhvers konar rekstraráætlun fyrir félagið.
Á þessum tveimur fundum fyrir austan og norðan var eining og samhugur um félagið og margt fleira rætt en þær ákvarðanir sem hér eru til bókar færðar.
Formaður telur að reynslan af fundahaldinu sýni að skynsamlegt sé að hugsa sér það að fulltrúaráðið þróist í deildir. Stjórnarmennirnir þrír ættu ef til vill að koma að austan, norðan og sunnan og yrðu þannig ábyrgir fyrir sínum fulltrúum og ættmönnum á sínu svæði. Hugsum málið!
Fundur fulltrúa á Reykjavíkursvæðinu dróst nokkuð af óviðráðanlegum ástæðum ogvar haldinn 3. mars. á Bakkastíg. Mættir voru Indriði Gíslason, Þórhalla Gísladóttir, Bergþóra Gísladóttir, Ragnheiður Guðnadóttir, Hermann Hermannsson, Dagný Hermannsdóttir, Björn Helgason, Sigríður Dagný Þorvaldsdóttirog Dagný Marinósdóttir.
Þetta gerðist helst á fundinum:
Gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu félagsins og þeirri ákvörðun að fjármagna lénið fyrir væntanlega vefsíðu ættarinnar. Rætt var um nauðsyn þess að skipa henni ritstjórn. Gjaldkeri sagði einnig frá fundum félagsmanna fyrir austan og norðan og hvað þar hefði verið á döfinni.
Hermann og Dagný H. lýstu óánægju sinni með Meið og hvernig staðið var að félagsstofnuninni. Þau töldu sig ekki geta staðið að félaginu í óbreyttri mynd.
Þau sögðu að upplýsingastreymi hefði verið ófullnægjandi, vildu að nú færi fram umræða um málið í fulltrúaráðinu og gefinn yrði tími til þess áður en aðalfundur yrði haldinn.
Vildi Hermann hefja umræðuna með því að senda í tölvupósti hugmyndir sínar og gagnrýni til allra fulltrúa.
Fyrir hönd stjórnar féllust ritari og gjaldkeri á að sú tilraun yrði gerð og var annar fundur ákveðinn 17. apríl.
Þann 17. apríl var fundur haldinn að Goðheimum. Mætt voru: Indriði Gíslason, Þórhalla Gísladóttir, Sólveig Gísladóttir, Reimar Pétursson, Hermann Hermannsson, Björn Helgason, Ragnheiður Guðnadóttir, Sigríður D. Þorvaldsdóttir, Rósa K. Marinósdóttir og Dagný Marinósdóttir.
Reimar Pétursson var sérstakur lögfræðilegur ráðgjafi fundarins (hann er lögfræðingur).
Hann svaraði spurningum fundarmanna og fjallaði um meint álitamál.
Hann benti á sterk rök fyrir því að almennt félag, eins og Meiður er, muni vera heppilegasta félagsformið fyrir okkur og útskýrði sveigjanleika þess og aðlögunarhæfni.
Hann sagði að ekkert félagsform væri til sem gæti komið í veg fyrir að menn misnotuðu aðstöðu sína og völd ef það væri þeim kappsmál. Hann benti á nauðsyn þess að leggja fram formlegar breytingatillögur vilji menn láta breyta eða bæta við gildandi lög og reglur félags.
Indriði vill að gengið verði frá málum sem fyrst og aðalfundur haldinn. Hann upplýsti að Víkingur myndi afsala húsinu til félagsins eða alls ekki. Ræddar voru breytingatillögur sem Indriði hefur gert við stofnfundarsamþykktir Meiðs og fjalla um fjármál og eflingu fulltrúaráðs sem Indriði vill kalla ættarráð. Var gerður góður rómur að þessum tillögum og munu þær verða bornar upp á aðalfundi.
Hermann kvaðst mundu leggja fram breytingatillögur við stofnfundarsamþykktirnar og vildi skoða þær betur með lögfræðingi. Tillögurnar verða kynntar og ræddar á næsta fundi.
Ekkert er lengur talið því til fyrirstöðu að halda aðalfundinn og var stungið upp á 1.júni sem heppilegum degi. Mun stjórnin taka það til athugunar.
Björn Helgason sýndi fundarmönnum teikningar sínar af Skógargerðishúsinu og hugsanlegum viðbyggingum. Sýndu fundarmenn mikinn áhuga og þóttu teikningarnar góðar og verðugt framtíðarverkefni.
Næsti fundur var boðaður 13. maí heima hjá Hermanni.
Þann 13. maí var fundur haldinn að Grófarseli hjá Hermanni.
Mættir voru: Bergþóra, Ragnheiður G., Björn Helgason, Hermann, Sigríður Þ. og Dagný Marinós.
Fundurinn var ánægjulegur og margt spjallað.
Farið var yfir fram komnar breytingatillögur frá Hermanni og Indriða og lagfært það sem þurfa þótti. Tillögurnar munu fylgja dagskrá framhaldsstofnfundar Meiðs sem verður send öllum í 1., 2. og 3. ættlið sem orðnir eru 18 ára.
Sá fundur verður haldinn í Lundarskóla, Akureyri kl. 14.00, laugardaginn 1. júní. Ákveðið var að senda gögnin út 15. maí.
Þann 1. júní var aðalfundur Meiðs haldinn í Lundarskóla á Akureyri. Flettið upp í Fundargerðir til að lesa um fundinn.
Fundarmenn komu frá Reykjavík, Sauðárkróki, Dalvík, Akureyri, Húsavík, Fellabæ, Egilsstöðum og Skógargerði.
Mikil vinna lá fyrir fundinum og hann varð langur en alls ekki leiðinlegur, reyndar mjög skemmtilegur þrátt fyrir kuldatíð og löng ferðalög sem margir áttu fyrir höndum að fundi loknum.
Ritari:
Dagný M.