Gísli Helgason, 1a
f. í Seljateigi í Reyðarfirði 9.2. 1881, d. í Skógargerði 30.12. 1964. Gísli fluttist á fyrsta ári með foreldrum sínum frá Seljateigi að Skógargerði í Fellum og þar ólst hann upp í hópi margra systkina. Rétt um tvítugt fór Gísli í Möðruvallaskóla og lauk þar námi 1902. Heimkominn gerðist hann brátt umsvifamikill í búskap. Kom í hans hlut að standa fyrir búi með móður sinni eftir að faðir hans lést (1904) en keypti jörðina og hóf eigin búrekstur 1906. Hann bjó síðan í Skógargerði til dánardægurs eða í nær 60 ár. Gísli lét sig félagsmál varða og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sveit og hérað. K (8.11. 1908): Dagný Pálsdóttir f. í Hólum í Hornafirði 4.3. 1885, d. á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 2.4. 1979. For.: Páll, f. á Þverá á Síðu 25.7. 1834, d. á Krossi í Fellum 2.2. 1894, Þorsteinsson, Helgasonar og k.h. Margrét, f. á Oddum í Meðallandi 27.4. 1839, d. á Krossi 5.9. 1922. Ólafsdóttir bónda á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi Ólafssonar (sjá um Gísla og Dagnýju í Skógargerðisbók, 3. og 4. kap.). |
Börn Gísla og Dagnýjar:
Margrét (2a), niðjar hennar
Helgi (2b), niðjar hans
Páll (2c), niðjar hans
Hulda (2d), niðjar hennar
Björgheiður (2e), niðjar hennar
Sigríður (2f), niðjar hennar
Guðlaug (2g), niðjar hennar
Þórhalla (2h), niðjar hennar
Bergþóra (2i),
Sólveig (2j), Niðjar hennar
Ólöf (2k),
Indriði (2l), niðjar hans
Víkingur (2m). niðjar hans
Hér er röð afkomenda Dagnýjar og Gísla í Skógargerði. Febrúar 2023 eru afkomendur orðnir 514