Að leigja Skógargerði
Ef þú hefur áhuga á að leigja Skógargerði og þú ert í ættarfélaginu Meið þá skalt þú hafa samband við hana Dagný Sigurðar á Egilsstöðum, hún tekur við bókunum. Síminn hjá Dagný er : 471 1134 eða 849 7390 Skógargerði er leigt út fyrir félagsmenn allt árið, viku í senn, frá föstudegi kl. 16.00 Sængur og koddar eru til staðar en gert er ráð fyrir að gestir komi með eigin sængurföt. Sængurföt sem eru í skápnum framan við Matarkompuna, er heimilt að nota ef á þarf að halda, en þá verður að skila þeim þvegnum og frágengnum aftur í skápinn við brottför. Gæludýr eru ekki leyfð inni í húsinu Leiga fyrir húsið er sem hér segir:
Aðeins hægt að leigja minnst viku yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst: kr. 49.600 vikan aðrir mánuðir: kr. 38.400 vikan Helgarleiga: kr. 18.800 (utan sumarmánaða) Stakir dagar; kr. 10.400 (utan sumarmánaða) ATH. Árgjald leggst ofaná leigu hafi það ekki verið greitt. Gjaldkeri mun senda greiðslukröfu í banka viðkomandi, þannig að við bókun þarf að gefa upp á hvaða bankareikning á að senda kröfuna. Leigu á sumartíma skal greiða minnst mánuði áður en leigutímabil hefst, annars úthlutað öðrum. ATH. Þegar ættarmót er haldið, er húsið frátekið, frá kl 16 á föstudegi til kl 16 á sunnudegi, fyrir ættarmótsnefnd. ALNETIÐ (INTERNETIÐ) er í húsinu, sjá neðar á síðunni Hlekkir á myndir með nöfnum og innbú með sögu gripa eru neðst á síðunni
Í húsinu eru 13 rúmstæði með góðum dýnum.
3 tveggja manna herbergi, þar af eitt með koju fyrir þriðja. 2 einsmanns og í baðstofunni eru 4 rúmstæði, einnig eru til tvær góðar dýnur til að setja á gólf. Í Norðurstofu er mjór dívan. Samanbrjótanlegt barnarúm ásamt barnastól eru í kjallara.
Þvottavél og þurrkari eru á baðherberginu í kjallara. Nú er komin snyrting í anddyrinu á 1. hæðinni
|
ALNETIÐ (INTERNETIÐ)
Nú er Skógargerði tengt með ljósleiðara og þjónustuaðili er AUSTURLJÓS.
Netinu er dreift um húsið með litlum sendum sem eru staðsettir í nokkrum gluggum og tengdir í rafmagn, því þarf að passa uppá að taka þá ekki úr sambandi, ef það gerist þá setjið í samband aftur, en þá þarf að bíða nokkra stund uns netið kemst á aftur. Það blikkar rautt ljós ofaná tækjunum en þegar það er orðið bláhvítt og stöðugt þá á samband að vera komið á.
Gagnamagn er ótakmarkað og innifalið í húsaleigunni.
Netið heitir austurljos-36E6
Lykilorð er: er á spjaldi í borðstofunni.
Nú er Skógargerði tengt með ljósleiðara og þjónustuaðili er AUSTURLJÓS.
Netinu er dreift um húsið með litlum sendum sem eru staðsettir í nokkrum gluggum og tengdir í rafmagn, því þarf að passa uppá að taka þá ekki úr sambandi, ef það gerist þá setjið í samband aftur, en þá þarf að bíða nokkra stund uns netið kemst á aftur. Það blikkar rautt ljós ofaná tækjunum en þegar það er orðið bláhvítt og stöðugt þá á samband að vera komið á.
Gagnamagn er ótakmarkað og innifalið í húsaleigunni.
Netið heitir austurljos-36E6
Lykilorð er: er á spjaldi í borðstofunni.