Aðalfundur Meiðs haldinn í Skógargerði 16. júlí 2005.
1. Skýrsla stjórnar
Hlynur Bogason formaður flutti skýrslu stjórnar og bauð gesti velkomna á ættarmót í Skógargerði.
Þó nokkuð hefur verið unnið í húsinu. Forstofa var flísalögð, nýr bekkur settur upp í eldhúsi og baðherbergi í kjallara tekið í gegn. Margir lögðu hönd á Skógargerðisplóginn í vetur m.a. Sigfús Ingi Víkingsson og Sveinn Björnsson. Mikið var unnið í sjálfboðavinnu. Aukinn þrýstingur á vatni olli leka á baðherbergi sem var lagfærður.
Búið er að setja upp tvo mæla fyrir rafmagn, annan fyrir húsið og hinn fyrir Víking og syni.
Útleiga var slök.
Ættmenn voru hvattir til að taka þátt í vefsíðu Skógargerðis.
Kosning fundarstjóra
Fundarstjóri var kosinn Björn Sveinsson
2. Yfirlit reikninga Ívar Ásgeirsson gjaldkeri kynnti reikninga félagsins sem fylgja með fundargerð. Innheimtur á félagsgjaldi hafa verið slakar og þarf að virkja ættmenni betur. Eftir síðustu framkvæmdir og litla útleigu á húsinu er staðan ekki góð.
Gjöld 2005 voru samtals kr. 424.556 en þar er inni kostnaður vegna framkvæmda í húsi samtals kr. 334.556. Annar rekstrarkostnaður var samtals kr. 89.855.
Tekjur voru samtals kr. 243.400 og staða reiknings 11/7 því kr. 40.204.
3. Ákvörðun félagsgjalda
Tillögu gjaldkera um breytingu á félagsgjöldum flutt undir liðinn Önnur mál.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
Núverandi stjórn var kosin til áframhaldandi setu sem og skoðunarmaður reikninga sem er Ragnheiður Guðnadóttir.
Stjórn skipa: Hlynur Bogason formaður ([email protected]), Ívar Ásgeirsson gjaldkeri ([email protected]) og Dagný Gísladóttir ritari ([email protected]). Varamenn eru Björn Sveinsson og Sigríður Þorvaldsdóttir.
Engar tillögur voru gerðar um lagabreytingar.
Fastanefndir eru óbreyttar en engar tillögur komu fram um breytingar
5. Önnur mál
A. Hækkun félagsgjalda
Rædd var tillaga gjaldkera um hækkun félagsgjalda og sitt sýndist hverjum.
Fyrirspurn kom um aðrar tekjur til félagsins og kom fram í svari gjaldkera að þær eru engar eins og er þar sem húsið er ekki enn komið í fulla leigu.
Indriði Gíslason lagði áherslu á að einungis ættmenn búi í húsinu og leigi á sanngjörnu verði. Einnig sagði hann að kynna þyrfti betur húsið og hugsanlega að fá röskann mann til að sjá um útleigu.
Ragnheiður Hermannsdóttir tók undir það og sagði fleiri koma inn í félagið ef húsið væri vel kynnt.
Gísli Hermannsson spurði hvort halda mætti sumarnámskeið fyrir yngri kynslóðina þar sem farið yrði yfir sögu ættarinnar.
Ragnheiður (Gullu dóttir) beindi því stjórnar að senda út bréf eða hringja í þá sem ekki hafa greitt og heyra um leið hljóðið í fólkinu.
Björn Sveinsson (fundarstjóri) sagði ættarmót kjörinn vettvang til að kynna húsið og taldi líkur á að útleiga myndi aukast eftir ættarmót.
Víkingur Gíslason sagði frá möguleika á tjaldstæði fyrir neðan skemmu.
Hermann Hermansson sagði að kynna þyrfti hversu stórt Skógargerðisland væri og hvort félagsgjald fæli í sér rétt á tjaldstæði. Ef svo er þyrfti að setja ættarflöt í leigusamning.
Fram kom ábending um að úthlutunarreglur fyrir húsið þyrftu að vera ljósar og á vef.
Fundarmenn voru hvattir til að láta aðra vita af staðnum og möguleikum hans.
Indriði bendi á margskonar not af húsnæðinu t.d. til þess að halda þing ættleggja og nefndi sem dæmi brúðkaup og fermingarveislu sem haldin hafa verið í Skógargerði.
Erna Indriðadóttir benti á að halda mætti ættarnámskeið í Reykjavík þar sem stór hluti býr.
Dagný Marinósdóttir sagði að virkja mætti betur ættarráð og í framhjáhlaupi að vísindaleg athugun um nótt hafi leitt í ljós þá niðurstöðu að komið væri að því að mála húsið að utan.
Tillögur til atkvæðagreiðslu um hækkun félagsgjalda:
Tillaga b. var samþykkt með meirihluta atkvæða.
B. Tillaga um að Skógargerðissystkinum eldri verði gefinn kostur á að ganga í félagið.
Tvær tillögur komu fram:
a) að bera undir atkvæði fundar tillögu um að breyta gr. 2.1 í lögum félagsins og bæta þar við “og afkomendum Helga og Ólafar”.
b) að afkomendur verði gefinn kostur á að leigja húsið með eftirfarandi viðbót við greinina “Einnig má veita afkomendum Helga og Ólafar aðgang að óðalinu ef þau óska þess”
Ákveðið var að fela stjórn að gera tillögur að lagabreytingum fyrir næsta aðalfund og kynna þær tímanlega.
C. Skogargerdi.is
Fram kom á fundinum áskorun til Indriða Gíslasonar og vefstjóra um að koma öllum eintökum af ættarpóstinum á vefinn og verður það tekið til athugunar.
Nokkrir kvörtuðu yfir því að deyfð væri yfir vefnum og bentu á ýmislegt efni sem mætti heima á vefnum. Verður það tekið til athugunar.
Hörður Geirsson skoraði á ættmenn að senda inn myndir úr Skógargerði. Hægt er að senda þær til Harðar á netfangið [email protected]. Einnig tekur hann að sér að skanna inn myndir og er hægt að senda þær á heimilisfang Harðar á Akureyri.
Fundarmönnum var bent á póstlista sem búið er að virkja á vefnum og vefstjóri hvatti ætmenn til þess að vera virkir og senda inn efni.
Fleira var ekki gert og skunduðu fundarmenn að loknum fundi á ættarmót.
Til baka í fundagerðir
- 1. Skýrsla stjórnar
2. Yfirlit reikninga
3. Ákvörðun félagsgjalda
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
5. Önnur mál
1. Skýrsla stjórnar
Hlynur Bogason formaður flutti skýrslu stjórnar og bauð gesti velkomna á ættarmót í Skógargerði.
Þó nokkuð hefur verið unnið í húsinu. Forstofa var flísalögð, nýr bekkur settur upp í eldhúsi og baðherbergi í kjallara tekið í gegn. Margir lögðu hönd á Skógargerðisplóginn í vetur m.a. Sigfús Ingi Víkingsson og Sveinn Björnsson. Mikið var unnið í sjálfboðavinnu. Aukinn þrýstingur á vatni olli leka á baðherbergi sem var lagfærður.
Búið er að setja upp tvo mæla fyrir rafmagn, annan fyrir húsið og hinn fyrir Víking og syni.
Útleiga var slök.
Ættmenn voru hvattir til að taka þátt í vefsíðu Skógargerðis.
Kosning fundarstjóra
Fundarstjóri var kosinn Björn Sveinsson
2. Yfirlit reikninga Ívar Ásgeirsson gjaldkeri kynnti reikninga félagsins sem fylgja með fundargerð. Innheimtur á félagsgjaldi hafa verið slakar og þarf að virkja ættmenni betur. Eftir síðustu framkvæmdir og litla útleigu á húsinu er staðan ekki góð.
Gjöld 2005 voru samtals kr. 424.556 en þar er inni kostnaður vegna framkvæmda í húsi samtals kr. 334.556. Annar rekstrarkostnaður var samtals kr. 89.855.
Tekjur voru samtals kr. 243.400 og staða reiknings 11/7 því kr. 40.204.
3. Ákvörðun félagsgjalda
Tillögu gjaldkera um breytingu á félagsgjöldum flutt undir liðinn Önnur mál.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
Núverandi stjórn var kosin til áframhaldandi setu sem og skoðunarmaður reikninga sem er Ragnheiður Guðnadóttir.
Stjórn skipa: Hlynur Bogason formaður ([email protected]), Ívar Ásgeirsson gjaldkeri ([email protected]) og Dagný Gísladóttir ritari ([email protected]). Varamenn eru Björn Sveinsson og Sigríður Þorvaldsdóttir.
Engar tillögur voru gerðar um lagabreytingar.
Fastanefndir eru óbreyttar en engar tillögur komu fram um breytingar
5. Önnur mál
A. Hækkun félagsgjalda
Rædd var tillaga gjaldkera um hækkun félagsgjalda og sitt sýndist hverjum.
Fyrirspurn kom um aðrar tekjur til félagsins og kom fram í svari gjaldkera að þær eru engar eins og er þar sem húsið er ekki enn komið í fulla leigu.
Indriði Gíslason lagði áherslu á að einungis ættmenn búi í húsinu og leigi á sanngjörnu verði. Einnig sagði hann að kynna þyrfti betur húsið og hugsanlega að fá röskann mann til að sjá um útleigu.
Ragnheiður Hermannsdóttir tók undir það og sagði fleiri koma inn í félagið ef húsið væri vel kynnt.
Gísli Hermannsson spurði hvort halda mætti sumarnámskeið fyrir yngri kynslóðina þar sem farið yrði yfir sögu ættarinnar.
Ragnheiður (Gullu dóttir) beindi því stjórnar að senda út bréf eða hringja í þá sem ekki hafa greitt og heyra um leið hljóðið í fólkinu.
Björn Sveinsson (fundarstjóri) sagði ættarmót kjörinn vettvang til að kynna húsið og taldi líkur á að útleiga myndi aukast eftir ættarmót.
Víkingur Gíslason sagði frá möguleika á tjaldstæði fyrir neðan skemmu.
Hermann Hermansson sagði að kynna þyrfti hversu stórt Skógargerðisland væri og hvort félagsgjald fæli í sér rétt á tjaldstæði. Ef svo er þyrfti að setja ættarflöt í leigusamning.
Fram kom ábending um að úthlutunarreglur fyrir húsið þyrftu að vera ljósar og á vef.
Fundarmenn voru hvattir til að láta aðra vita af staðnum og möguleikum hans.
Indriði bendi á margskonar not af húsnæðinu t.d. til þess að halda þing ættleggja og nefndi sem dæmi brúðkaup og fermingarveislu sem haldin hafa verið í Skógargerði.
Erna Indriðadóttir benti á að halda mætti ættarnámskeið í Reykjavík þar sem stór hluti býr.
Dagný Marinósdóttir sagði að virkja mætti betur ættarráð og í framhjáhlaupi að vísindaleg athugun um nótt hafi leitt í ljós þá niðurstöðu að komið væri að því að mála húsið að utan.
Tillögur til atkvæðagreiðslu um hækkun félagsgjalda:
- a. Hækkun félagsgjalds – kr. 5.000 fyrir alla
b. Tillaga um þrískipt félagsgjald – eftir blóðstyrk þ.e. kr. 5.000 fyrir 40 ára og eldri, kr. 3.000 fyrir 25 – 40 ára og kr. 1.800 fyrir 18 – 25 ára.
Tillaga b. var samþykkt með meirihluta atkvæða.
B. Tillaga um að Skógargerðissystkinum eldri verði gefinn kostur á að ganga í félagið.
Tvær tillögur komu fram:
a) að bera undir atkvæði fundar tillögu um að breyta gr. 2.1 í lögum félagsins og bæta þar við “og afkomendum Helga og Ólafar”.
b) að afkomendur verði gefinn kostur á að leigja húsið með eftirfarandi viðbót við greinina “Einnig má veita afkomendum Helga og Ólafar aðgang að óðalinu ef þau óska þess”
Ákveðið var að fela stjórn að gera tillögur að lagabreytingum fyrir næsta aðalfund og kynna þær tímanlega.
C. Skogargerdi.is
Fram kom á fundinum áskorun til Indriða Gíslasonar og vefstjóra um að koma öllum eintökum af ættarpóstinum á vefinn og verður það tekið til athugunar.
Nokkrir kvörtuðu yfir því að deyfð væri yfir vefnum og bentu á ýmislegt efni sem mætti heima á vefnum. Verður það tekið til athugunar.
Hörður Geirsson skoraði á ættmenn að senda inn myndir úr Skógargerði. Hægt er að senda þær til Harðar á netfangið [email protected]. Einnig tekur hann að sér að skanna inn myndir og er hægt að senda þær á heimilisfang Harðar á Akureyri.
Fundarmönnum var bent á póstlista sem búið er að virkja á vefnum og vefstjóri hvatti ætmenn til þess að vera virkir og senda inn efni.
Fleira var ekki gert og skunduðu fundarmenn að loknum fundi á ættarmót.
Til baka í fundagerðir