Aðalfundur Meiðs 2006
Fundurinn var haldinn miðvikudaginn 14. júní í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3 og hófst kl. 20.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar lagðir fram
3. Ákvörðun félagsgjalda
4. Kosning stjórnar
5. Breytingar á samþykktum félagsins
6. Önnur mál
1. Skýrsla stjórnar
Hlynur Bragason, formaður félagsins, flutti skýrslu stjórnar. Stjórnin hittist einu sinni í nóvember (auk síma- og tölvusamskipta) og var fundurinn heima hjá Ívari að Leiðhömrum 8 þar sem farið var yfir verkefnin framundan. Ákveðið var að kaupa og setja upp efri hluta eldhússinnréttingar en neðri skápar höfðu verið settir upp árið áður. Var það gert og er þá eldhúsið í Skógargerði komið í gott lag. Þó kom fram að líklega væri ísskápurinn gamli farinn að gefa sig og þyrfti að athuga með kaup á nýjum ísskáp. Annað hefur ekki verið gert í húsinu en fram kom að huga þyrfti að því að mála húsið að utan, a.m.k. þak og glugga og kannski þá veggi sem mest mæðir á. Upp kom sú hugmynd að auglýsa mætti sérstaka vinnuhelgi í sumar eða næsta sumar og gætu þá félagsmenn mætt á staðinn og tekið til hendinni.
Formaður nefndi að útleiga á húsinu væri lítil. Leigutekjur fyrir árið 2005 voru ekki nema kr. 45.000.
2. Reikningar lagðir fram
Ívar Ásgeirsson, gjaldkeri félagsins, lagði fram reikninga félagsins. Fram kom að tekjur félagsins árið 2005 voru kr. 556.240 en útgjöld kr. 650.323. Staða reiknings í árslok 2005 var kr. 127.056 þar sem kr. 221.139 fluttust frá fyrra ári (2004). Hluti af tekjum ársins 2005 var rekstrarafgangur frá ættarmóti (kr. 172.557) auk þess sem Indriði og Sólveig lögðu fram kr. 40.000 hvort um sig. Það er því ljóst að félagsgjöld og leigutekjur hefðu hvergi nærri dugað til að mæta kostnaði við rekstur hússins. Nokkrar umræður spunnust um fjármál félagsins og um það hvernig fjölga mætti í hópi greiðenda. Í máli Ívars kom fram að rúmlega 180 ættmenn hefðu fengið sendan greiðsluseðil árið 2005 og um 90 manns hefðu greitt félagsgjöld það ár. Eru það heldur fleiri en árin á undan en betur má ef duga skal!
Fundarmönnum varð nokkuð starsýnt á rafmagnsreikninginn fyrir árið 2005 sem var kr. 171.903. Er það stærsti liðurinn í rekstri hússins.
Voru reikningar félagsins að lokum bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.
3. Ákvörðun félagsgjalda
Engin tillaga kom fram um breytingar á félagsgjöldum. Þau verða því áfram kr. 5000 fyrir 40 ára og eldri, kr. 3000 fyrir 25-40 ára og kr. 1800 fyrir 18-25 ára.
4. Kosning stjórnar
Stjórnin gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og engir aðrir buðu sig fram. Stjórnin verður því óbreytt næsta ár en hana skipa: Hlynur Bragason formaður ([email protected]), Ívar Ásgeirsson gjaldkeri ([email protected]) og Dagný Gísladóttir ritari ([email protected]). Varamenn eru Björn Sveinsson og Sigríður Þorvaldsdóttir.
5. Breytingar á samþykktum félagsins
Á fundinum voru samþykktar breytingar á þremur liðum í samþykktum félagsins.
Sú veigamesta varðar lið 2.1 í samþykktunum sem fjallar um það hverjir geta orðið aðilar að félaginu. Liður 2.1 hljóðaði svona í fyrri samþykktum (samþykktir félagsins eru á heimasíðunni, skogargerdi.is):
2.1 Félagsmenn geta orðið allir afkomendur Gísla Helgasonar og Dagnýjar Pálsdóttur og makar þeirra.
Á aðalfundinum í fyrra (á ættarmótinu) kom fram sú hugmynd og var rædd nokkuð að rétt væri að bjóða öðrum afkomendum Helga Indriðasonar og Ólafar Helgadóttur aðild að félaginu. Var stjórninni falið að undirbúa málið. Á fundinum kom fram tillaga (frá Indriða) um eftirfarandi breytingu á lið 2.1:
2.1 Félagsmenn geta orðið allir afkomendur Gísla Helgasonar og Dagnýjar Pálsdóttur og makar þeirra. Auk þess skal bjóða öðrum afkomendum Helga Indriðasonar og Ólafar Helgadóttur aðild að félaginu.
Þessi breytingartillaga var samþykkt samhljóða. Verður þessum nýju mögulegu félagsmönnum sent bréf næstu daga og boðið að ganga í félagið.
Næst kom fram tillaga frá stjórn félagsins um breytingu á lið 3.2 en þar er m.a. kveðið á um að aðalfund skuli boða með minnst sex vikna fyrirvara. Þykir stjórnarmönnum það of langur frestur og var lagt til að stytta hann í tvær vikur. Var það samþykkt samhljóða. Liður 3.2 hljóðar því svona núna:
3.2 Aðalfundur er haldinn í apríl-maí ár hvert og boðar stjórn til hans í samráði við ættarráð með minnst tveggja vikna fyrirvara. Ættarmótsár er fundurinn haldinn í tengslum við mótið.
Síðasta breytingin snerti síðasta liðinn í samþykktunum, lið 6.1. Í þessum lið er fjallað um slit félagsins og hvert eignir þess renni ef til þess kemur. Í eldri samþykktum er kveðið á um að ábúandi í Skógargerði hafi forkaupsrétt að fasteignum félagsins í Skógargerði. Nú veit enginn hver ábúandi í Skógargerði verður í fjarlægri framtíð og því þótti stjórninni rétt að breyta þessu ákvæði þannig að eignir renni til fyrri eiganda verði félaginu slitið. Liður 6.1 hljóðar því svona eftir breytingu:
6.1 Félaginu verður ekki slitið nema ¾ félagsmanna séu því samþykkir. Við slit félagsins rennur eignarhald hússins til fyrri eiganda. Fráfarandi ættarráð ráðstafar lausafé.
Var þessi breytingartillaga samþykkt samhljóða.
6. Leigumál
Eins og fram kom hér að framan hefur leiga á húsinu verið lítil. Á fundinum kom fram sú hugmynd að bjóða helgarleigu yfir vetrartímann fyrir kr. 5000 og leist mönnum vel á það en eins og fram kom í bréfi stjórnar hefur verið boðið upp á vikuleigu fyrir kr. 15.000. Nokkur umræða var um leiguna en fundarmenn urðu ásáttir um að hafa verðið óbreytt.
7. Önnur mál
Nokkrar umræður spunnust um vefinn og fannst mönnum hann heldur dauflegur. Ljóst er að við þurfum að vera duglegri að senda inn efni og ritstjórn mætti vera markvissari.
Sólrún Víkingsdóttir bauðst til, í samvinnu við Indriða, að uppfæra ættartöluna. Hún mun senda lykilmönnum bréf til að fá upplýsingar um nýja meðlimi og breytingar á högum ættmenna. Var þessu vel tekið af fundarmönnum.
Fundarmenn ræddu dálítið um ættarráðið svonefnda og hlutverk þess. Í samþykktum félagsins hefur ættarráð talsvert vægi en lítið hefur í raun reynt á það. Í ljósi reynslunnar mætti e.t.v. endurskoða ákvæði samþykktanna um ættarráð en ákvarðanir um það bíða væntanlega næsta aðalfundar.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið um kl. 10.
Fundargerð ritaði Sigríður Þorvaldsdóttir
Fundurinn var haldinn miðvikudaginn 14. júní í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3 og hófst kl. 20.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar lagðir fram
3. Ákvörðun félagsgjalda
4. Kosning stjórnar
5. Breytingar á samþykktum félagsins
6. Önnur mál
1. Skýrsla stjórnar
Hlynur Bragason, formaður félagsins, flutti skýrslu stjórnar. Stjórnin hittist einu sinni í nóvember (auk síma- og tölvusamskipta) og var fundurinn heima hjá Ívari að Leiðhömrum 8 þar sem farið var yfir verkefnin framundan. Ákveðið var að kaupa og setja upp efri hluta eldhússinnréttingar en neðri skápar höfðu verið settir upp árið áður. Var það gert og er þá eldhúsið í Skógargerði komið í gott lag. Þó kom fram að líklega væri ísskápurinn gamli farinn að gefa sig og þyrfti að athuga með kaup á nýjum ísskáp. Annað hefur ekki verið gert í húsinu en fram kom að huga þyrfti að því að mála húsið að utan, a.m.k. þak og glugga og kannski þá veggi sem mest mæðir á. Upp kom sú hugmynd að auglýsa mætti sérstaka vinnuhelgi í sumar eða næsta sumar og gætu þá félagsmenn mætt á staðinn og tekið til hendinni.
Formaður nefndi að útleiga á húsinu væri lítil. Leigutekjur fyrir árið 2005 voru ekki nema kr. 45.000.
2. Reikningar lagðir fram
Ívar Ásgeirsson, gjaldkeri félagsins, lagði fram reikninga félagsins. Fram kom að tekjur félagsins árið 2005 voru kr. 556.240 en útgjöld kr. 650.323. Staða reiknings í árslok 2005 var kr. 127.056 þar sem kr. 221.139 fluttust frá fyrra ári (2004). Hluti af tekjum ársins 2005 var rekstrarafgangur frá ættarmóti (kr. 172.557) auk þess sem Indriði og Sólveig lögðu fram kr. 40.000 hvort um sig. Það er því ljóst að félagsgjöld og leigutekjur hefðu hvergi nærri dugað til að mæta kostnaði við rekstur hússins. Nokkrar umræður spunnust um fjármál félagsins og um það hvernig fjölga mætti í hópi greiðenda. Í máli Ívars kom fram að rúmlega 180 ættmenn hefðu fengið sendan greiðsluseðil árið 2005 og um 90 manns hefðu greitt félagsgjöld það ár. Eru það heldur fleiri en árin á undan en betur má ef duga skal!
Fundarmönnum varð nokkuð starsýnt á rafmagnsreikninginn fyrir árið 2005 sem var kr. 171.903. Er það stærsti liðurinn í rekstri hússins.
Voru reikningar félagsins að lokum bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.
3. Ákvörðun félagsgjalda
Engin tillaga kom fram um breytingar á félagsgjöldum. Þau verða því áfram kr. 5000 fyrir 40 ára og eldri, kr. 3000 fyrir 25-40 ára og kr. 1800 fyrir 18-25 ára.
4. Kosning stjórnar
Stjórnin gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og engir aðrir buðu sig fram. Stjórnin verður því óbreytt næsta ár en hana skipa: Hlynur Bragason formaður ([email protected]), Ívar Ásgeirsson gjaldkeri ([email protected]) og Dagný Gísladóttir ritari ([email protected]). Varamenn eru Björn Sveinsson og Sigríður Þorvaldsdóttir.
5. Breytingar á samþykktum félagsins
Á fundinum voru samþykktar breytingar á þremur liðum í samþykktum félagsins.
Sú veigamesta varðar lið 2.1 í samþykktunum sem fjallar um það hverjir geta orðið aðilar að félaginu. Liður 2.1 hljóðaði svona í fyrri samþykktum (samþykktir félagsins eru á heimasíðunni, skogargerdi.is):
2.1 Félagsmenn geta orðið allir afkomendur Gísla Helgasonar og Dagnýjar Pálsdóttur og makar þeirra.
Á aðalfundinum í fyrra (á ættarmótinu) kom fram sú hugmynd og var rædd nokkuð að rétt væri að bjóða öðrum afkomendum Helga Indriðasonar og Ólafar Helgadóttur aðild að félaginu. Var stjórninni falið að undirbúa málið. Á fundinum kom fram tillaga (frá Indriða) um eftirfarandi breytingu á lið 2.1:
2.1 Félagsmenn geta orðið allir afkomendur Gísla Helgasonar og Dagnýjar Pálsdóttur og makar þeirra. Auk þess skal bjóða öðrum afkomendum Helga Indriðasonar og Ólafar Helgadóttur aðild að félaginu.
Þessi breytingartillaga var samþykkt samhljóða. Verður þessum nýju mögulegu félagsmönnum sent bréf næstu daga og boðið að ganga í félagið.
Næst kom fram tillaga frá stjórn félagsins um breytingu á lið 3.2 en þar er m.a. kveðið á um að aðalfund skuli boða með minnst sex vikna fyrirvara. Þykir stjórnarmönnum það of langur frestur og var lagt til að stytta hann í tvær vikur. Var það samþykkt samhljóða. Liður 3.2 hljóðar því svona núna:
3.2 Aðalfundur er haldinn í apríl-maí ár hvert og boðar stjórn til hans í samráði við ættarráð með minnst tveggja vikna fyrirvara. Ættarmótsár er fundurinn haldinn í tengslum við mótið.
Síðasta breytingin snerti síðasta liðinn í samþykktunum, lið 6.1. Í þessum lið er fjallað um slit félagsins og hvert eignir þess renni ef til þess kemur. Í eldri samþykktum er kveðið á um að ábúandi í Skógargerði hafi forkaupsrétt að fasteignum félagsins í Skógargerði. Nú veit enginn hver ábúandi í Skógargerði verður í fjarlægri framtíð og því þótti stjórninni rétt að breyta þessu ákvæði þannig að eignir renni til fyrri eiganda verði félaginu slitið. Liður 6.1 hljóðar því svona eftir breytingu:
6.1 Félaginu verður ekki slitið nema ¾ félagsmanna séu því samþykkir. Við slit félagsins rennur eignarhald hússins til fyrri eiganda. Fráfarandi ættarráð ráðstafar lausafé.
Var þessi breytingartillaga samþykkt samhljóða.
6. Leigumál
Eins og fram kom hér að framan hefur leiga á húsinu verið lítil. Á fundinum kom fram sú hugmynd að bjóða helgarleigu yfir vetrartímann fyrir kr. 5000 og leist mönnum vel á það en eins og fram kom í bréfi stjórnar hefur verið boðið upp á vikuleigu fyrir kr. 15.000. Nokkur umræða var um leiguna en fundarmenn urðu ásáttir um að hafa verðið óbreytt.
7. Önnur mál
Nokkrar umræður spunnust um vefinn og fannst mönnum hann heldur dauflegur. Ljóst er að við þurfum að vera duglegri að senda inn efni og ritstjórn mætti vera markvissari.
Sólrún Víkingsdóttir bauðst til, í samvinnu við Indriða, að uppfæra ættartöluna. Hún mun senda lykilmönnum bréf til að fá upplýsingar um nýja meðlimi og breytingar á högum ættmenna. Var þessu vel tekið af fundarmönnum.
Fundarmenn ræddu dálítið um ættarráðið svonefnda og hlutverk þess. Í samþykktum félagsins hefur ættarráð talsvert vægi en lítið hefur í raun reynt á það. Í ljósi reynslunnar mætti e.t.v. endurskoða ákvæði samþykktanna um ættarráð en ákvarðanir um það bíða væntanlega næsta aðalfundar.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið um kl. 10.
Fundargerð ritaði Sigríður Þorvaldsdóttir