Aðalfundur Meiðs 2009 Til baka í fundagerðir
Aðalfundur haldinn í húsi Sögufélagsins í Reykjavík þann 30. apríl 2009 kl. 20.
Ívar Ásgeirsson gjaldkeri setti fund í fjarveru Hlyns Bragasonar formanns. Aðrir stjórnarmenn mættir voru auk Ívars þau Sigríður Þorvaldsdóttir og Helgi Ómar Pálsson.
Ekki komu fram athugasemdir við lögmæti fundarins.
Að því búnu var gengið til auglýstrar formlegrar dagskrár.
1. Skýrsla stjórnar. Ívar flutti skýrslu stjórnar og vísast til hennar í fylgiskjali fundargerðar þessarar.
2. Reikningar félagsins lagðir fram. Ívari Ásgeirssyni gjaldkeri kynnti reikning félagsins. Tekjur námu kr. 1.064.176 og gjöld kr. 486.554. Rekstrarafgangur nam kr. 577.622. Óreglulegar tekjur voru kr. 489.776, hagnaður af reglulegri starfsemi var því kr. 87.846.
Eign í sjóði í lok árs nam kr. 873.700 og skuldir engar.
Reikningur félagins borinn undir atkvæði, samþykktur samhljóða. Umræður spunnust um bankakostnað og mögulegar leiðir til að lækka hann.
3. Ákvörðun félagsgjalda. Ákveðið að hafa félagsgjöld óbreytt. En leita leiða til að virkja fleiri félagsmenn til þátttöku í félaginu með greiðslu félagsgjalda og almennri þátttöku í félaginu.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna ársreiknings félagsins. Engin mótframboð bárust gegn sitjandi stjórn og skoðunarmanni reiknings. Núverandi valdhafar sjálfkjörnir til næsta aðalfundar.
5. Breytingar á samþykktum félagsins. Ívar Ásgeirsson lagði fram tillögu um breytingu á lið 3.4 í lögum félagsins er varðar kjör stjórnar. Stjórn falið að vinna að málinu og koma með tillögur fyrir næsta aðalfund.
6. Önnur mál.
a) Tillaga lögð fram um breytingar á gjaldskrá fyrir leigu á ættaróðalinu;
júní og september kr. 15.000 á viku
júlí og ágúst kr. 20.000 á viku
október til maí kr. 10.000 á viku
helgarleiga kr. 5000
Leigan verði innheimt með greiðsluseðli.
Tillagan samþykkt samhljóða.
b) Tillaga um að kaupa 3-4 olíuofna í húsið og skipta út þar með út síðustu rafmagnsofnunum.
Samþykkt.
c) Stjórn falið að kanna með kaup og uppsetningu á kamínu í húsið með staðsetningu á jarðhæð í huga.
d) Umræður spunnust um nettengingu í Skógargerði. Skiptar skoðanir um það mál. Símalína er til staðar og í raun geta gestir leyst tengingu hver með sínum með þeirri tækni sem stendur til boða hjá símafyrirtækjunum.
e) Tillaga um að bæta seðilgjöldum við árgjöld félagsmanna, samþykkt.
f) Ákveðið að setja meiri kraft í hinn árlega vinnudag með meiri og betri kynningu. Stjórn ákveði dagsetningu hverju sinni.
g) Ákveðið að kaupa úti- borð og stóla auk rúllugluggatjalda. Sigríði og Ragnheiði falið að klára málið. Einnig lagt til að skoða þann möguleika um stækkun á palli og byggingu skýlis á „grillsvæði“.
h) Ákveðið að félagsmenn Meiðs taki að sér að mála útihúsin hjá Víkingi
i) Lagt til að kanna þann möguleika á að koma upp bloggkerfi á skogargerdi.is. Ragnheiði falið að skoða málið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22.07.
Fundargerðina ritaði Helgi Ómar Pálsson
Aðalfundur Meiðs. 30 apríl 2009
Skýrsla stjórnar:
Ýmislegt var gert á árinu sem er að líða, vorhreingerning fór fram í aðdraganda aðalfundar 2008, hent var gömlum rúmdýnum og nýjum rúmum komið fyrir á sínum stað, skúrað skrúbbað, bónað, gerður listi yfir það sem vantaði til húshalds , var það svo keypt í framhaldinu þeir sem komu að þessu verki voru fundarmenn á aðalfundi .
Arnfinnur pípari lagaði leka á hitakút og skifti um blöndunartæki í sturtunni og lagði Arnfinnur þau til.
Baldur Páls setti upp fullkomið brunakerfi með úthringibúnaði (það hefur sem betur fer ekkert hringt).
Víkingur bar olíu á pallinn með annari hendi ! og Ívar lagaði handrið.
Hlynur átti að gera við ofninn í búrinu en var svo helvíti heppinn að hann gerði við sig sjálfur ☺ en til að gera eitthvað þá skrúfaði hann þykka plötu fyrir kjallarahurðina í haust til varnar kulda og músum.
Sigfús Ingi er nú búinn að smíða gríðarlega vandaða útihurð til að setja fyrir kjallarann og er nú bara beðið eftir ákjósanlegu tækifæri til að setja hana í gatið.
Góugleði var haldin í 28. mars og tókst gríðarlega vel mættu um það bil 50 manns átu drukku og glöddust , kallarnir tóku í lomberspil, krakkar lásu og held ég að fólk hafi haft gaman og gott af þessari stund utan skarkala heimsins ☺.Systurnar Dagný og Kristrún Pálsdætur þrifu húsið fyrir og eftir gleði
Í Skógargerðishúsi eru rafmagnsþilofnar og sem er mikil brunahætta af , höfum við í stjórninni lengi haft hug á að skifta þeim út fyrir olíufyllta ofna, nú hefur Björn Helgason látið okkur hafa ca. 5 svoleiðis ofna sem hann er að skifta út úr sumarhúsi í Skagafirði, (ef einhver veit um ferð úr Skagafirði og í Skógargerði þá gefi sig fram ☺) eru Birni þakkir færðar fyrir framlagið .
Búið er að bóka 5 vikur í Skógargerðishúsi í sumar.
Svo kemur hér framtíðin :
Gengið hefur verið frá leigu/láni á skemmunni hans Sigfúsar fyrir ættarmótið
Talast hefur til með Víkingi að mála í sumar þök á hans húsum á vinnudegi ef ákveðinn verður og kannski hlið sem snýr að ættarflöt.
Ákveða þarf fyrirkomulag innheimtu á leigu og mæli ég með útsendum gíróseðlum.
Ákveða þarf vinnudag ,spurning um endaðan júní eða miðjan júlí ( húsið er ekki í leigu vikuna 11-17 júlí enn sem komið er.
Ég er svo til í að starfa næsta ár ef ekki koma mótframboð og allir eru sáttir
Kær kveðja austan af héraði
Hlynur Bragason
Til baka í fundagerðir
Aðalfundur haldinn í húsi Sögufélagsins í Reykjavík þann 30. apríl 2009 kl. 20.
Ívar Ásgeirsson gjaldkeri setti fund í fjarveru Hlyns Bragasonar formanns. Aðrir stjórnarmenn mættir voru auk Ívars þau Sigríður Þorvaldsdóttir og Helgi Ómar Pálsson.
Ekki komu fram athugasemdir við lögmæti fundarins.
Að því búnu var gengið til auglýstrar formlegrar dagskrár.
1. Skýrsla stjórnar. Ívar flutti skýrslu stjórnar og vísast til hennar í fylgiskjali fundargerðar þessarar.
2. Reikningar félagsins lagðir fram. Ívari Ásgeirssyni gjaldkeri kynnti reikning félagsins. Tekjur námu kr. 1.064.176 og gjöld kr. 486.554. Rekstrarafgangur nam kr. 577.622. Óreglulegar tekjur voru kr. 489.776, hagnaður af reglulegri starfsemi var því kr. 87.846.
Eign í sjóði í lok árs nam kr. 873.700 og skuldir engar.
Reikningur félagins borinn undir atkvæði, samþykktur samhljóða. Umræður spunnust um bankakostnað og mögulegar leiðir til að lækka hann.
3. Ákvörðun félagsgjalda. Ákveðið að hafa félagsgjöld óbreytt. En leita leiða til að virkja fleiri félagsmenn til þátttöku í félaginu með greiðslu félagsgjalda og almennri þátttöku í félaginu.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna ársreiknings félagsins. Engin mótframboð bárust gegn sitjandi stjórn og skoðunarmanni reiknings. Núverandi valdhafar sjálfkjörnir til næsta aðalfundar.
5. Breytingar á samþykktum félagsins. Ívar Ásgeirsson lagði fram tillögu um breytingu á lið 3.4 í lögum félagsins er varðar kjör stjórnar. Stjórn falið að vinna að málinu og koma með tillögur fyrir næsta aðalfund.
6. Önnur mál.
a) Tillaga lögð fram um breytingar á gjaldskrá fyrir leigu á ættaróðalinu;
júní og september kr. 15.000 á viku
júlí og ágúst kr. 20.000 á viku
október til maí kr. 10.000 á viku
helgarleiga kr. 5000
Leigan verði innheimt með greiðsluseðli.
Tillagan samþykkt samhljóða.
b) Tillaga um að kaupa 3-4 olíuofna í húsið og skipta út þar með út síðustu rafmagnsofnunum.
Samþykkt.
c) Stjórn falið að kanna með kaup og uppsetningu á kamínu í húsið með staðsetningu á jarðhæð í huga.
d) Umræður spunnust um nettengingu í Skógargerði. Skiptar skoðanir um það mál. Símalína er til staðar og í raun geta gestir leyst tengingu hver með sínum með þeirri tækni sem stendur til boða hjá símafyrirtækjunum.
e) Tillaga um að bæta seðilgjöldum við árgjöld félagsmanna, samþykkt.
f) Ákveðið að setja meiri kraft í hinn árlega vinnudag með meiri og betri kynningu. Stjórn ákveði dagsetningu hverju sinni.
g) Ákveðið að kaupa úti- borð og stóla auk rúllugluggatjalda. Sigríði og Ragnheiði falið að klára málið. Einnig lagt til að skoða þann möguleika um stækkun á palli og byggingu skýlis á „grillsvæði“.
h) Ákveðið að félagsmenn Meiðs taki að sér að mála útihúsin hjá Víkingi
i) Lagt til að kanna þann möguleika á að koma upp bloggkerfi á skogargerdi.is. Ragnheiði falið að skoða málið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22.07.
Fundargerðina ritaði Helgi Ómar Pálsson
Aðalfundur Meiðs. 30 apríl 2009
Skýrsla stjórnar:
Ýmislegt var gert á árinu sem er að líða, vorhreingerning fór fram í aðdraganda aðalfundar 2008, hent var gömlum rúmdýnum og nýjum rúmum komið fyrir á sínum stað, skúrað skrúbbað, bónað, gerður listi yfir það sem vantaði til húshalds , var það svo keypt í framhaldinu þeir sem komu að þessu verki voru fundarmenn á aðalfundi .
Arnfinnur pípari lagaði leka á hitakút og skifti um blöndunartæki í sturtunni og lagði Arnfinnur þau til.
Baldur Páls setti upp fullkomið brunakerfi með úthringibúnaði (það hefur sem betur fer ekkert hringt).
Víkingur bar olíu á pallinn með annari hendi ! og Ívar lagaði handrið.
Hlynur átti að gera við ofninn í búrinu en var svo helvíti heppinn að hann gerði við sig sjálfur ☺ en til að gera eitthvað þá skrúfaði hann þykka plötu fyrir kjallarahurðina í haust til varnar kulda og músum.
Sigfús Ingi er nú búinn að smíða gríðarlega vandaða útihurð til að setja fyrir kjallarann og er nú bara beðið eftir ákjósanlegu tækifæri til að setja hana í gatið.
Góugleði var haldin í 28. mars og tókst gríðarlega vel mættu um það bil 50 manns átu drukku og glöddust , kallarnir tóku í lomberspil, krakkar lásu og held ég að fólk hafi haft gaman og gott af þessari stund utan skarkala heimsins ☺.Systurnar Dagný og Kristrún Pálsdætur þrifu húsið fyrir og eftir gleði
Í Skógargerðishúsi eru rafmagnsþilofnar og sem er mikil brunahætta af , höfum við í stjórninni lengi haft hug á að skifta þeim út fyrir olíufyllta ofna, nú hefur Björn Helgason látið okkur hafa ca. 5 svoleiðis ofna sem hann er að skifta út úr sumarhúsi í Skagafirði, (ef einhver veit um ferð úr Skagafirði og í Skógargerði þá gefi sig fram ☺) eru Birni þakkir færðar fyrir framlagið .
Búið er að bóka 5 vikur í Skógargerðishúsi í sumar.
Svo kemur hér framtíðin :
Gengið hefur verið frá leigu/láni á skemmunni hans Sigfúsar fyrir ættarmótið
Talast hefur til með Víkingi að mála í sumar þök á hans húsum á vinnudegi ef ákveðinn verður og kannski hlið sem snýr að ættarflöt.
Ákveða þarf fyrirkomulag innheimtu á leigu og mæli ég með útsendum gíróseðlum.
Ákveða þarf vinnudag ,spurning um endaðan júní eða miðjan júlí ( húsið er ekki í leigu vikuna 11-17 júlí enn sem komið er.
Ég er svo til í að starfa næsta ár ef ekki koma mótframboð og allir eru sáttir
Kær kveðja austan af héraði
Hlynur Bragason
Til baka í fundagerðir