Aðalfundur Meiðs 2012 Til baka í fundagerðir
Aðalfundur haldinn 30. maí 2012 að Leiðhömrum 8, Reykjavík.
Mættir voru auk stjórnar Dagný Hermannsdóttir, Ragnheiður Guðnadóttir, Hermann Hermannsson og Helgi Gíslason.
1. Skýrsla stjórnar.
Hlynur Bragason, formaður, hóf fundinn og sagði frá störfum stjórnar og félagsins síðasta ár. Haldnir voru 2 stjórnarfundir auk símafunda. Eins og félagsmenn vita tók Stefán Hermannsson til hendinni og málaði og lagfærði ýmislegt innan dyra í húsinu. Vinnuhelgi í Skógargerði var haldin 29. apríl og tókst vel. Eins og svo oft áður mæddu vorverkin á þeim ættmennum sem eru búsettir fyrir austan og það stóð ekki á þeim frekar en fyrri daginn. Þeir sem tóku til hendinni þennan dag voru m.a. Ragnhildur Indriðadóttir, Dagný Pálsdóttir, Dagný Sigurðardóttir, Linda kona Hlyns, Helgi Ómar Bragason, Sólrún Víkingsdóttir, Davíð Sigurðsson, Helgi Bragason og Agnes kona hans. Húsið var þrifið húsið hátt og lágt og borið var á útihúsgögnin. Þá var garðurinn snyrtur og tré og runnar klipptir. Til stóð að mála klósettskúrinn sem keyptur var fyrir síðasta ættarmót en vegna úrhellisrigningar var það slegið af. Í hádeginu gæddu menn sér á graut og slátri.
Leiga á húsinu sumarið 2011 gekk vel og mun betur en árið áður þar sem hún var nánast engin, líklega vegna ættarmótsins.
2. Reikningar ársins bornir undir atkvæði.
Gjaldkeri félagsins, Ívar Ásgeirsson, lagði fram greinargott yfirlit yfir reikninga félagsins. Varð fundarmönnum starsýnt á rafmagnsreikninginn – ekki í fyrsta sinn – en rafmagnsreikningurinn hefur hækkað um 100.000 milli ára (frá 2010-2011). Rafmagnsreikningurinn er langstærsti kostnaðarliðurinn í rekstri hússins eða um 350.000 á ári. Urðu nokkrar umræður um þetta og kom fram að rafmagnsreikningar væru illskiljanlegir og ekki gott að átta sig á álagningu. Vert er að nefna hér að félagið festi fyrir nokkrum árum kaup á olíufylltum ofnum sem settir hafa verið upp í húsinu og eiga að spara rafmagn. Fram kom að mikil notkun á húsinu árið 2011 gæti skýrt þessa hækkun auk hækkunar á verði rafmagns. Hlynur lagði til að settar yrðu húsreglur um umgengni við ofna og notendum hússins gert að skilja við ofna á lágum hita til að spara rafmagn. Var sú tillaga samþykkt. Reikningar voru samþykktir samhljóða. Reikningsyfirlit félagsins má sjá vefnum, skogargerdi.is.
3. Ákvörðun félagsgjalda og leigugjalds.
Félagsgjöld hafa ekki hækkað síðustu ár þó rekstrarkostnaður hafi hækkað jafnt og þétt. Fram kom að heimtur félagsgjalda hafa haldist svipaðar frá stofnun félagsins, þ.e. af útsendum seðlum er um þriðjungur greiddur. Árið 2011 voru t.d. sendir út seðlar til 249 ættmenna en 89 greiddu félagsgjöld. Í ljósi þessa telur stjórnin nauðsynlegt að hækka félagsgjöldin. Hlynur lagði til að félagsgjöld yrðu hækkuð um 1000 krónur og yrðu þá 5000,- fyrir aldurshópinn 25-39 ára, (í stað 4000,-) og 7000,- fyrir aldurshópinn 40 ára og eldri, (í stað 6000,-). Var þessi tillaga samþykkt. Jafnframt var samþykkt að senda ættmennum brýningu með næsta seðli og gera þeim ljóst hvað rekstur hússins kostar til að hvetja þá til dáða og fá aukið fé í reksturinn sem veitir ekki af.
Leiguverð hefur verið óbreytt síðustu ár. Á fundinum var samþykkt að hækka leiguna og breyta verðflokkum og einfalda örlítið. Talsverðar umræður urðu um hækkunina en niðurstaðan varð sem hér segir. Leiguverð fyrir árið 2013:
júní, júlí og ágúst: kr. 30.000 vikan
aðrir mánuðir: kr. 20.000 vikan
helgarleiga: kr. 10.000
Helgarleiga er ekki í boði nema vikan að helginni sé laus. Þetta þarf sérstaklega að hafa í huga yfir sumartímann þegar mest ásókn er í húsið.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga.
Stjórn Meiðs var endurkosin og eins skoðunarmaður reikninga. Samþykkt var að leita til Sigurgeirs Sveinssonar og Örnólfs Thorssonar og bjóða þeim að vera varamenn í stjórn.
Stjórn Meiðs árið 2012-2013 er sem hér segir:
Hlynur Bragason, formaður
Ívar Ásgeirsson, gjaldkeri
Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir, ritari
Skoðunarmaður reikninga: Ragnheiður Guðnadóttir
Til vara í stjórn: Sigurgeirs Sveinssonar og Örnólfur Thorsson
5. Breytingar á samþykktum félagsins.
Ívar sagði frá því að lagabreytingar verði að gera á ættarmótsfundi þar sem þar er nægilegur fjöldi fundarmanna samkvæmt núgildandi samþykktum félagsins. Lagabreytingar bíða því betri tíma en stjórn telur tímabært að fara að huga að lagabreytingum í ljósi reynslunnar af starfi félagsins.
6. Kynning á ástandskönnun.
Hermann Hermannsson lagði fram á fundinum ítarlega og vandaða skýrslu um ástand hússins og brýn viðhaldsverkefni. Skýrsluna má sjá á vef félagsins, skogargerdi.is. Fundarmenn skoðuðu skýrsluna og skeggræddu. Voru fundarmenn sammála um að tillögur Hermanns væru raunhæfar og framkvæmanlegar miðað við fjárhag félagsins. Fundarmenn samþykktu tillögur Hermanns og var ákveðið að vinna samkvæmt áætlun hans. Stjórn Meiðs tekur að sér að skipuleggja og hafa yfirumsjón með framkvæmdum. Rætt var um hugmyndir sem fram hafa komið um að ganga lengra í endurgerð hússins og gera það upp í „upprunalegt horf“. Á fundinum var ekki hljómgrunnur fyrir þeim hugmyndum enda yrðu þær mun dýrari og umfangsmeiri en tillögur Hermanns og félaginu um megn eins og sakir standa.
7. Önnur mál.
Helgi Gíslason lagði til að stofnaður yrði sérstakur sjóður í minningu Víkings sem yrði varið til að gera upp gamla jeppann sem stendur í tóttinni. Helgi stakk upp á að hafa bauk inni í húsinu þar sem hægt væri að safna peningum í bílasjóðinn. Helgi vildi tengja þetta ferð Víkings í Loðmundarfjörð árið 1953 en frásögn Helga Gíslasonar um þá ferð birtist í Múlaþingi, 1. bindi. Ívar og Hlynur, sem eru bílafróðir menn, bentu á að endurgerð bílsins yrði bæði tímafrek og mjög kostnaðarsöm Það er ljóst að eitthvað verður að gera við jeppann – hann stendur í tóttinni í 1000 molum og er fáum til yndis. Er hér með auglýst eftir hugmyndum og viðbrögðum við hugmynd Helga.
Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir, ritari Meiðs.
Aðalfundur haldinn 30. maí 2012 að Leiðhömrum 8, Reykjavík.
Mættir voru auk stjórnar Dagný Hermannsdóttir, Ragnheiður Guðnadóttir, Hermann Hermannsson og Helgi Gíslason.
1. Skýrsla stjórnar.
Hlynur Bragason, formaður, hóf fundinn og sagði frá störfum stjórnar og félagsins síðasta ár. Haldnir voru 2 stjórnarfundir auk símafunda. Eins og félagsmenn vita tók Stefán Hermannsson til hendinni og málaði og lagfærði ýmislegt innan dyra í húsinu. Vinnuhelgi í Skógargerði var haldin 29. apríl og tókst vel. Eins og svo oft áður mæddu vorverkin á þeim ættmennum sem eru búsettir fyrir austan og það stóð ekki á þeim frekar en fyrri daginn. Þeir sem tóku til hendinni þennan dag voru m.a. Ragnhildur Indriðadóttir, Dagný Pálsdóttir, Dagný Sigurðardóttir, Linda kona Hlyns, Helgi Ómar Bragason, Sólrún Víkingsdóttir, Davíð Sigurðsson, Helgi Bragason og Agnes kona hans. Húsið var þrifið húsið hátt og lágt og borið var á útihúsgögnin. Þá var garðurinn snyrtur og tré og runnar klipptir. Til stóð að mála klósettskúrinn sem keyptur var fyrir síðasta ættarmót en vegna úrhellisrigningar var það slegið af. Í hádeginu gæddu menn sér á graut og slátri.
Leiga á húsinu sumarið 2011 gekk vel og mun betur en árið áður þar sem hún var nánast engin, líklega vegna ættarmótsins.
2. Reikningar ársins bornir undir atkvæði.
Gjaldkeri félagsins, Ívar Ásgeirsson, lagði fram greinargott yfirlit yfir reikninga félagsins. Varð fundarmönnum starsýnt á rafmagnsreikninginn – ekki í fyrsta sinn – en rafmagnsreikningurinn hefur hækkað um 100.000 milli ára (frá 2010-2011). Rafmagnsreikningurinn er langstærsti kostnaðarliðurinn í rekstri hússins eða um 350.000 á ári. Urðu nokkrar umræður um þetta og kom fram að rafmagnsreikningar væru illskiljanlegir og ekki gott að átta sig á álagningu. Vert er að nefna hér að félagið festi fyrir nokkrum árum kaup á olíufylltum ofnum sem settir hafa verið upp í húsinu og eiga að spara rafmagn. Fram kom að mikil notkun á húsinu árið 2011 gæti skýrt þessa hækkun auk hækkunar á verði rafmagns. Hlynur lagði til að settar yrðu húsreglur um umgengni við ofna og notendum hússins gert að skilja við ofna á lágum hita til að spara rafmagn. Var sú tillaga samþykkt. Reikningar voru samþykktir samhljóða. Reikningsyfirlit félagsins má sjá vefnum, skogargerdi.is.
3. Ákvörðun félagsgjalda og leigugjalds.
Félagsgjöld hafa ekki hækkað síðustu ár þó rekstrarkostnaður hafi hækkað jafnt og þétt. Fram kom að heimtur félagsgjalda hafa haldist svipaðar frá stofnun félagsins, þ.e. af útsendum seðlum er um þriðjungur greiddur. Árið 2011 voru t.d. sendir út seðlar til 249 ættmenna en 89 greiddu félagsgjöld. Í ljósi þessa telur stjórnin nauðsynlegt að hækka félagsgjöldin. Hlynur lagði til að félagsgjöld yrðu hækkuð um 1000 krónur og yrðu þá 5000,- fyrir aldurshópinn 25-39 ára, (í stað 4000,-) og 7000,- fyrir aldurshópinn 40 ára og eldri, (í stað 6000,-). Var þessi tillaga samþykkt. Jafnframt var samþykkt að senda ættmennum brýningu með næsta seðli og gera þeim ljóst hvað rekstur hússins kostar til að hvetja þá til dáða og fá aukið fé í reksturinn sem veitir ekki af.
Leiguverð hefur verið óbreytt síðustu ár. Á fundinum var samþykkt að hækka leiguna og breyta verðflokkum og einfalda örlítið. Talsverðar umræður urðu um hækkunina en niðurstaðan varð sem hér segir. Leiguverð fyrir árið 2013:
júní, júlí og ágúst: kr. 30.000 vikan
aðrir mánuðir: kr. 20.000 vikan
helgarleiga: kr. 10.000
Helgarleiga er ekki í boði nema vikan að helginni sé laus. Þetta þarf sérstaklega að hafa í huga yfir sumartímann þegar mest ásókn er í húsið.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga.
Stjórn Meiðs var endurkosin og eins skoðunarmaður reikninga. Samþykkt var að leita til Sigurgeirs Sveinssonar og Örnólfs Thorssonar og bjóða þeim að vera varamenn í stjórn.
Stjórn Meiðs árið 2012-2013 er sem hér segir:
Hlynur Bragason, formaður
Ívar Ásgeirsson, gjaldkeri
Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir, ritari
Skoðunarmaður reikninga: Ragnheiður Guðnadóttir
Til vara í stjórn: Sigurgeirs Sveinssonar og Örnólfur Thorsson
5. Breytingar á samþykktum félagsins.
Ívar sagði frá því að lagabreytingar verði að gera á ættarmótsfundi þar sem þar er nægilegur fjöldi fundarmanna samkvæmt núgildandi samþykktum félagsins. Lagabreytingar bíða því betri tíma en stjórn telur tímabært að fara að huga að lagabreytingum í ljósi reynslunnar af starfi félagsins.
6. Kynning á ástandskönnun.
Hermann Hermannsson lagði fram á fundinum ítarlega og vandaða skýrslu um ástand hússins og brýn viðhaldsverkefni. Skýrsluna má sjá á vef félagsins, skogargerdi.is. Fundarmenn skoðuðu skýrsluna og skeggræddu. Voru fundarmenn sammála um að tillögur Hermanns væru raunhæfar og framkvæmanlegar miðað við fjárhag félagsins. Fundarmenn samþykktu tillögur Hermanns og var ákveðið að vinna samkvæmt áætlun hans. Stjórn Meiðs tekur að sér að skipuleggja og hafa yfirumsjón með framkvæmdum. Rætt var um hugmyndir sem fram hafa komið um að ganga lengra í endurgerð hússins og gera það upp í „upprunalegt horf“. Á fundinum var ekki hljómgrunnur fyrir þeim hugmyndum enda yrðu þær mun dýrari og umfangsmeiri en tillögur Hermanns og félaginu um megn eins og sakir standa.
7. Önnur mál.
Helgi Gíslason lagði til að stofnaður yrði sérstakur sjóður í minningu Víkings sem yrði varið til að gera upp gamla jeppann sem stendur í tóttinni. Helgi stakk upp á að hafa bauk inni í húsinu þar sem hægt væri að safna peningum í bílasjóðinn. Helgi vildi tengja þetta ferð Víkings í Loðmundarfjörð árið 1953 en frásögn Helga Gíslasonar um þá ferð birtist í Múlaþingi, 1. bindi. Ívar og Hlynur, sem eru bílafróðir menn, bentu á að endurgerð bílsins yrði bæði tímafrek og mjög kostnaðarsöm Það er ljóst að eitthvað verður að gera við jeppann – hann stendur í tóttinni í 1000 molum og er fáum til yndis. Er hér með auglýst eftir hugmyndum og viðbrögðum við hugmynd Helga.
Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir, ritari Meiðs.