Aðalfundur Meiðs 2013 Til baka í fundagerðir
Haldinn í Skógargerði þann 25. maí 2013 við Grafreitinn.
Viðstaddir: Ívar Ásgeirsson, Hlynur Bragason, Dagný Sigurðardóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Sólrún Víkingsdóttir, sem var ritari fundarins.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar ársins bornir undir atkvæði.
3. Ákvörðun félagsgjalda og leigugjalds.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
5. Breytingar á samþykktum félagsins.
6. Önnur mál.
1. Hlynur formaður rekur störf stjórnar á síðastliðnu ári. Fundir í stjórninni hafa verið haldnir þegar þurft hefur og Hlynur er í bænum, ásamt fjölda símtala og samskipta af öðrum toga.
Farið var í framkvæmdir í kjallara á útmánuðum og parket lagt á framkjallara og herbergi, málað og rakaskemmdir lagaðar í norðurvegg svo og nýr hitakútur sem var svo færður yfir í geymslukompu og hurð sett fyrir „Gísla Gullu-herbergi“ miklar hirslur settar í framkjallara svo eitthvað sé nefnt.
2. Farið yfir reikninga ársins og þeir samþykktir, ánægjuleg þróun að sjá að rafmagnsreikningar hafa lækkað hlutfallslega frá fyrri árum og er sú lækkun rakin til álesta eftir að nýir ofnar voru settir í húsið og eins þess að litið hefur verið eftir því að lækka á þeim ef engin hefur verið í húsinu.
3. Ársgjöld félagsmanna og leigugjald á húsinu haft óbreytt frá fyrra ár sem og húsaleigan, en hvoru tveggja var hækkað í fyrra eftir að hafa staðið í stað í nokkur ár
4. Þar sem engin mótframboð komu á þessum fundi situr stjórnin óbreytt áfram en gaf þá yfirlýsingu að hún mundi segja öll af sér á ættarmótinu 2015. (með þeim fyrirvara að ekki komi öflugt mótframboð á fundinum 2014.) Eru félagsmenn hvattir til þess að koma með tillögur að stjórnarkandídötum
5. Engar breytingar á samþykktum félagsins gerlegar þar sem fundurinn er ekki ályktunarbær vegna lélegrar mætingar.
6.
6a. Stór kostnaðarliður í rekstri Meiðs er bankakostnaður vegna félagsgjalda. Á fundinum kemur fram að aðeins 1/3 félagsmanna hefur verið að greiða félagsgjöldin í gegnum árin. Rætt um hvort hér megi hugsanlega eitthvað draga saman. Fréttabréf Meiðs hefur verið látið fylgja með gíróseðlinum hingað til. Því er velt upp hvort hætta eigi bréfasendingum en sendingakostnaður á hvert bréf sent mögulegum félagsmönnum um það bil 250 manns er um 30,000 – 35,0000kr en ákveðið að halda því áfram fram að næsta ættarmóti 2015.
6b. Stjórn falið að gera kostnaðaráætlun á sól/grillpalli í Tóftinni ásamt geymslu fyrir garðhúsgögn og grill. Einnig ráðgert að halda áfram að vinna samkvæmt aðgerðaáætlun og taka næst fyrir NV-kompuna (Indriða- og Víkingsherbergi).
6c. Á vinnudeginum sem fram fór 25. maí var klósettskúrinn málaður í viðeigandi litum við húsið (hvítur og Skógargerðisblátt þak og gluggar). Borið á pallinn, Jeppi Víkings færður austur á hlað. Mælt, spáð og spekúlerað í sólpallastæði í Tóftinni. Gróður klipptur og drasli hent.
6d. Ruslamál voru rædd og komist að þeirri niðurstöðu að leigjendur í húsinu verði að taka sitt rusl með sér. Stór græn ruslakista (sem upprunalega var sköffuð af sveitarfélaginu fyrir endurvinnslusorp en hefur verið notuð undir almennt sorp af leigjendum í húsinu) var sett í geymslu svo ekki verði meiri ruglingur. Húsið er í sorphirðu hjá sveitarfélaginu og vegna endurvinnsluflokkunarkerfis sem er hjá Fljótsdalshéraði er almennt sorp bara tekið einu sinni í mánuði úr litlu grænu tunnunni. Það er engan vegin að ganga upp þegar fólk kemur yfir sumarið sem ekki flokkar. Því talið vænlegast að gestir sjái sjálfir um að koma sínu sorpi í þar til gerða gáma inni á Egilsstöðum.
6e Dagný Sigurðar tók að sér að uppfæra húsreglur og kveða fastar að orði hvað varðar t.d reykingar og þrif á húsinu við skil. Rætt var um að innheimta sérstakt þrifagjald 10,000kr , ef húsinu er ekki skilað í viðunandi horfi og var það samþykkt. Umræður urðu um hvort banna ætti hundahald í húsinu vegna mögulegs ofnæmis eða þá sóðaskapar ef fólk hreinsaði ekki eftir hundinn bæði innan sem utandyra. Ákveðið að gera það ekki að sinni þar sem engin kvörtum eða ábending hefur komið fram um þetta mál, en þetta væri þá skoðað sem hluti af slæmum frágangi ef ekki væri þrifið vel eftir að hundur hefur dvalið í húsinu og einnig hirt upp eftir hann utandyra.
Fundi slitið og kaffi drukkið inni í Húsi.
Haldinn í Skógargerði þann 25. maí 2013 við Grafreitinn.
Viðstaddir: Ívar Ásgeirsson, Hlynur Bragason, Dagný Sigurðardóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Sólrún Víkingsdóttir, sem var ritari fundarins.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar ársins bornir undir atkvæði.
3. Ákvörðun félagsgjalda og leigugjalds.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
5. Breytingar á samþykktum félagsins.
6. Önnur mál.
1. Hlynur formaður rekur störf stjórnar á síðastliðnu ári. Fundir í stjórninni hafa verið haldnir þegar þurft hefur og Hlynur er í bænum, ásamt fjölda símtala og samskipta af öðrum toga.
Farið var í framkvæmdir í kjallara á útmánuðum og parket lagt á framkjallara og herbergi, málað og rakaskemmdir lagaðar í norðurvegg svo og nýr hitakútur sem var svo færður yfir í geymslukompu og hurð sett fyrir „Gísla Gullu-herbergi“ miklar hirslur settar í framkjallara svo eitthvað sé nefnt.
2. Farið yfir reikninga ársins og þeir samþykktir, ánægjuleg þróun að sjá að rafmagnsreikningar hafa lækkað hlutfallslega frá fyrri árum og er sú lækkun rakin til álesta eftir að nýir ofnar voru settir í húsið og eins þess að litið hefur verið eftir því að lækka á þeim ef engin hefur verið í húsinu.
3. Ársgjöld félagsmanna og leigugjald á húsinu haft óbreytt frá fyrra ár sem og húsaleigan, en hvoru tveggja var hækkað í fyrra eftir að hafa staðið í stað í nokkur ár
4. Þar sem engin mótframboð komu á þessum fundi situr stjórnin óbreytt áfram en gaf þá yfirlýsingu að hún mundi segja öll af sér á ættarmótinu 2015. (með þeim fyrirvara að ekki komi öflugt mótframboð á fundinum 2014.) Eru félagsmenn hvattir til þess að koma með tillögur að stjórnarkandídötum
5. Engar breytingar á samþykktum félagsins gerlegar þar sem fundurinn er ekki ályktunarbær vegna lélegrar mætingar.
6.
6a. Stór kostnaðarliður í rekstri Meiðs er bankakostnaður vegna félagsgjalda. Á fundinum kemur fram að aðeins 1/3 félagsmanna hefur verið að greiða félagsgjöldin í gegnum árin. Rætt um hvort hér megi hugsanlega eitthvað draga saman. Fréttabréf Meiðs hefur verið látið fylgja með gíróseðlinum hingað til. Því er velt upp hvort hætta eigi bréfasendingum en sendingakostnaður á hvert bréf sent mögulegum félagsmönnum um það bil 250 manns er um 30,000 – 35,0000kr en ákveðið að halda því áfram fram að næsta ættarmóti 2015.
6b. Stjórn falið að gera kostnaðaráætlun á sól/grillpalli í Tóftinni ásamt geymslu fyrir garðhúsgögn og grill. Einnig ráðgert að halda áfram að vinna samkvæmt aðgerðaáætlun og taka næst fyrir NV-kompuna (Indriða- og Víkingsherbergi).
6c. Á vinnudeginum sem fram fór 25. maí var klósettskúrinn málaður í viðeigandi litum við húsið (hvítur og Skógargerðisblátt þak og gluggar). Borið á pallinn, Jeppi Víkings færður austur á hlað. Mælt, spáð og spekúlerað í sólpallastæði í Tóftinni. Gróður klipptur og drasli hent.
6d. Ruslamál voru rædd og komist að þeirri niðurstöðu að leigjendur í húsinu verði að taka sitt rusl með sér. Stór græn ruslakista (sem upprunalega var sköffuð af sveitarfélaginu fyrir endurvinnslusorp en hefur verið notuð undir almennt sorp af leigjendum í húsinu) var sett í geymslu svo ekki verði meiri ruglingur. Húsið er í sorphirðu hjá sveitarfélaginu og vegna endurvinnsluflokkunarkerfis sem er hjá Fljótsdalshéraði er almennt sorp bara tekið einu sinni í mánuði úr litlu grænu tunnunni. Það er engan vegin að ganga upp þegar fólk kemur yfir sumarið sem ekki flokkar. Því talið vænlegast að gestir sjái sjálfir um að koma sínu sorpi í þar til gerða gáma inni á Egilsstöðum.
6e Dagný Sigurðar tók að sér að uppfæra húsreglur og kveða fastar að orði hvað varðar t.d reykingar og þrif á húsinu við skil. Rætt var um að innheimta sérstakt þrifagjald 10,000kr , ef húsinu er ekki skilað í viðunandi horfi og var það samþykkt. Umræður urðu um hvort banna ætti hundahald í húsinu vegna mögulegs ofnæmis eða þá sóðaskapar ef fólk hreinsaði ekki eftir hundinn bæði innan sem utandyra. Ákveðið að gera það ekki að sinni þar sem engin kvörtum eða ábending hefur komið fram um þetta mál, en þetta væri þá skoðað sem hluti af slæmum frágangi ef ekki væri þrifið vel eftir að hundur hefur dvalið í húsinu og einnig hirt upp eftir hann utandyra.
Fundi slitið og kaffi drukkið inni í Húsi.