Aðalfundur Meiðs 2016
Aðalfundur haldinn 21. maí í Skógargerði kl 16.00
Mættir voru: Hermann Hermannsson og Björn Sveinsson (úr stjórn Meiðs). Auk þeirra eru Hlynur Bragason, Baldur Pálsson, Sólrún Víkingsdóttir og Sigfús Ingi Víkingsson.
Fundarmenn hófu fund að afloknum góðum kaffiveitingum þar sem pönnukökur Sólrúnar skörðu vel fram úr öðru er í boði var.
Hermann setti fund og kynnti dagskrá fundarins.
1. Skýrsla stjórnar
Hermann flutti skýrslu stjórnar sem er á fyrsta starfsári eftir að hún tók við á síðasta ættarmóti. Haldnir hafa verið nokkrir stjórnarfundir. Heimasíða hefur verið uppfærð, endurnýjuð og gerð snjallsímavæn. Skipt hefur verið um ritstjóra heimasíðu og Ingigerður Sverrisdóttir hefur tekið að sér umsjón fésbókarsíðunnar. Stjórn hefur rætt um hvernig best sé að uppfæra ættartré og hefur falið Helga Gíslasyni umsjón með þeirri vinnu með Sólrúnu Víkingsdóttur til ráðgjafar. Stjórn hefur og fjallað nokkuð um lagabætur. Fjallað hefur verið um brýna viðhaldsþörf á húsinu.
2. Reikningar ársins bornir undir atkvæði
Reikningar félagsins voru kynntir. Helstu niðurstöður eru að 84 félagsmenn greiddu félagsgjöld alls 669.750. Húsið var leigt út í átta vikur og 7 helgar og leigutekjur upp á 400.700. Tekjur af reglulegri starfsemi eru því 1.070.350. Að auki voru tekjur af ættarmóti tæp 800.000. Heildartekjur félagsins voru 1.874.338.
Rekstrarkostnaður húss og félags eru 523.119. Kostnaður vegna efniskostnaðar framkvæmda við hús er 148.600. Kostnaður af reglulegri starfsemi þvi um 671.719. Kostnaður vegna ættarmóts er 330.211.Rekstrarniðurstaða ársins 2015 er 872.408 í plús. Handbært fé um áramót er um 1.280.000.
Reikningar voru bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða. Reikningsyfirlit félagsins má sjá vefnum, skogargerdi.is.
3. Ákvörðun félagsgjalda og leigugjalds
Á fundinum var samþykkt að hækka bæði félagsgjöld og leigugjöld. Félagsgjald fyrir árið 2017 verður 6.500,- fyrir 25-39 ára og 10.000 fyrir 40 ára og eldri.
Leiga fyrir árið 2017 verður sem hér segir:
júní, júlí og ágúst: kr. 42.500 vikan
aðrir mánuðir: kr. 32.500
helgarleiga: kr. 15.000
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga
Á síðasta aðalfundi var gerð breyting á samþykktum félagsins í þá veru að sú stjórn sem þar var kosin mun sitja í fimm ár. Stjórnina skipa:
Hermann Hermannsson formaður
Helgi Ómar Pálsson gjaldkeri
Björn Sveinsson ritari
Helgi Gíslason meðstjórnandi
Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir meðstjórnandi.
Ragnheiður Guðnadóttir var kosin skoðunarmaður reikninga – hún hefur sinnt því frá stofnun félagsins.
Rætt var um að mjög æskilegt væri að bæta við í stjórnina fulltrúm annara en afkomenda Gísla og Dagnýjar.
5. Breytingar á samþykktum félgsins
Engar tillögur að lagabreytingum komu fram á fundinum. Rætt var um nauðsyn að lagfæra samþykktir félagsis t.d. þær er fjalla um ættkvíslir, Fundarmenn sammála um að lagabreytingar þurfi að undirbúa vel og taka fyrir á ættarmótsári. Nokkuð rætt um málið og samþykkt að sjórn vinni málið áfram.
6. Framkvæmdir framundan
Ýmislegt þarf að gera. Formaður fór yfir þau verkefni sem framundan eru. Þau eru helst þessi.
Útiverk:
Múrskemmdir á vesturvegg er nauðsynlegt að lagfæra í sumar. Einnig þarf að mála tréverk í gluggum og setja þakrennu á norðurhlið. Gera þarf við útihurð, bera á palla og útihúsgögn og hreinsa skófir af útveggjum. Huga þarf að því að skipta út gleri sem móða er komin á milli rúða og skoða að klæða veggi í tóft norðan við húsið. Gera þarf við lóðrétta sprungu á austurvegg.
Innandyra:
Endurnýja klæðningu í Víkingsherbergi. Laga brak í gólfi við stiga og pússningu í norðurherbergi. Huga þarf að lagfæringum á klæðningum i „afaherbergi“. Á næstu árum þarf að endurmála veggi innanhúss.
Fyrir fund var vesturstafn skoðaður af BS, HH og BP. Ljóst er að rakaútstreymi nærir frostskemmdir á gömlu steypunni undir múrhúðun sem veldur flögnun á múrhúð. BS hefur gert tillögur að endurbótum og gert kostnaðaráætlun. Fjórir kostir eru í stöðunni, a) múrhúða að nýju, b) einangra og klæða af stafninn með plötuklæðningu, c) sprautusteypa utan á vegg eða d) einangra og steypa utan á vegg á svipaðan hátt og gert var við endurbætur húss um 1990.
Kostnaður miðað vð aðkeypta vinnu og efni er á bilinu 1.5 til 4.8 miljónir eftir lausnum. Kostur a) er ódýrastur en endingarminnstur, kostnaður við b) er um 2.3 milljónir og byggingarfræðilega bestur, við c) um 2.6 milljónir og við d) um 4.8 milljónir.
Fram hafa komið sjónarmið að menn vilji ekki breyta útliti hússins með því að plötuklæða það þrátt fyrir augljósa kosti þess.
Hlynur Bragason taldi það lítið mál að fá viljuga menn í átaksverkefni til að vinna að lagfæringum. Ekki þyrfti að kaupa að vinnu til verksins heldur einungis efni. Efniskostnaður við uppsteypu miðað við að hræra steypu á staðnum er tiltölulega lítill. Ákveðið var að HB og BS myndu skoða þennan möguleika áfram, en ljóst er að laga þarf stafninn í sumar.
7. Önnur mál
Rætt um rúmamál. Í húsinu eru 12 rúm og bekkir, þar af 6 með góðum springdýnum og þokkalegum dýnum í tveimur að auki. Ákveðið að kaupa nýjar dýnur í tvö rúm en láta rúm í „afaherbergi“ eiga sig að sinni.
Rætt um símamál og möguleika á að bæta farsímasamband. Ákveðið að kanna hvort hægt sé að setja upp endurvarpa í því skyni.
Í lok fundar var farin skoðunarferð um húsið sem endaði í léttum viðgerðum SIV á rúmbálki í baðstofu.
Fundi slitið 18.40
Björn Sveinsson, ritari Meiðs.
Aðalfundur haldinn 21. maí í Skógargerði kl 16.00
Mættir voru: Hermann Hermannsson og Björn Sveinsson (úr stjórn Meiðs). Auk þeirra eru Hlynur Bragason, Baldur Pálsson, Sólrún Víkingsdóttir og Sigfús Ingi Víkingsson.
Fundarmenn hófu fund að afloknum góðum kaffiveitingum þar sem pönnukökur Sólrúnar skörðu vel fram úr öðru er í boði var.
Hermann setti fund og kynnti dagskrá fundarins.
1. Skýrsla stjórnar
Hermann flutti skýrslu stjórnar sem er á fyrsta starfsári eftir að hún tók við á síðasta ættarmóti. Haldnir hafa verið nokkrir stjórnarfundir. Heimasíða hefur verið uppfærð, endurnýjuð og gerð snjallsímavæn. Skipt hefur verið um ritstjóra heimasíðu og Ingigerður Sverrisdóttir hefur tekið að sér umsjón fésbókarsíðunnar. Stjórn hefur rætt um hvernig best sé að uppfæra ættartré og hefur falið Helga Gíslasyni umsjón með þeirri vinnu með Sólrúnu Víkingsdóttur til ráðgjafar. Stjórn hefur og fjallað nokkuð um lagabætur. Fjallað hefur verið um brýna viðhaldsþörf á húsinu.
2. Reikningar ársins bornir undir atkvæði
Reikningar félagsins voru kynntir. Helstu niðurstöður eru að 84 félagsmenn greiddu félagsgjöld alls 669.750. Húsið var leigt út í átta vikur og 7 helgar og leigutekjur upp á 400.700. Tekjur af reglulegri starfsemi eru því 1.070.350. Að auki voru tekjur af ættarmóti tæp 800.000. Heildartekjur félagsins voru 1.874.338.
Rekstrarkostnaður húss og félags eru 523.119. Kostnaður vegna efniskostnaðar framkvæmda við hús er 148.600. Kostnaður af reglulegri starfsemi þvi um 671.719. Kostnaður vegna ættarmóts er 330.211.Rekstrarniðurstaða ársins 2015 er 872.408 í plús. Handbært fé um áramót er um 1.280.000.
Reikningar voru bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða. Reikningsyfirlit félagsins má sjá vefnum, skogargerdi.is.
3. Ákvörðun félagsgjalda og leigugjalds
Á fundinum var samþykkt að hækka bæði félagsgjöld og leigugjöld. Félagsgjald fyrir árið 2017 verður 6.500,- fyrir 25-39 ára og 10.000 fyrir 40 ára og eldri.
Leiga fyrir árið 2017 verður sem hér segir:
júní, júlí og ágúst: kr. 42.500 vikan
aðrir mánuðir: kr. 32.500
helgarleiga: kr. 15.000
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga
Á síðasta aðalfundi var gerð breyting á samþykktum félagsins í þá veru að sú stjórn sem þar var kosin mun sitja í fimm ár. Stjórnina skipa:
Hermann Hermannsson formaður
Helgi Ómar Pálsson gjaldkeri
Björn Sveinsson ritari
Helgi Gíslason meðstjórnandi
Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir meðstjórnandi.
Ragnheiður Guðnadóttir var kosin skoðunarmaður reikninga – hún hefur sinnt því frá stofnun félagsins.
Rætt var um að mjög æskilegt væri að bæta við í stjórnina fulltrúm annara en afkomenda Gísla og Dagnýjar.
5. Breytingar á samþykktum félgsins
Engar tillögur að lagabreytingum komu fram á fundinum. Rætt var um nauðsyn að lagfæra samþykktir félagsis t.d. þær er fjalla um ættkvíslir, Fundarmenn sammála um að lagabreytingar þurfi að undirbúa vel og taka fyrir á ættarmótsári. Nokkuð rætt um málið og samþykkt að sjórn vinni málið áfram.
6. Framkvæmdir framundan
Ýmislegt þarf að gera. Formaður fór yfir þau verkefni sem framundan eru. Þau eru helst þessi.
Útiverk:
Múrskemmdir á vesturvegg er nauðsynlegt að lagfæra í sumar. Einnig þarf að mála tréverk í gluggum og setja þakrennu á norðurhlið. Gera þarf við útihurð, bera á palla og útihúsgögn og hreinsa skófir af útveggjum. Huga þarf að því að skipta út gleri sem móða er komin á milli rúða og skoða að klæða veggi í tóft norðan við húsið. Gera þarf við lóðrétta sprungu á austurvegg.
Innandyra:
Endurnýja klæðningu í Víkingsherbergi. Laga brak í gólfi við stiga og pússningu í norðurherbergi. Huga þarf að lagfæringum á klæðningum i „afaherbergi“. Á næstu árum þarf að endurmála veggi innanhúss.
Fyrir fund var vesturstafn skoðaður af BS, HH og BP. Ljóst er að rakaútstreymi nærir frostskemmdir á gömlu steypunni undir múrhúðun sem veldur flögnun á múrhúð. BS hefur gert tillögur að endurbótum og gert kostnaðaráætlun. Fjórir kostir eru í stöðunni, a) múrhúða að nýju, b) einangra og klæða af stafninn með plötuklæðningu, c) sprautusteypa utan á vegg eða d) einangra og steypa utan á vegg á svipaðan hátt og gert var við endurbætur húss um 1990.
Kostnaður miðað vð aðkeypta vinnu og efni er á bilinu 1.5 til 4.8 miljónir eftir lausnum. Kostur a) er ódýrastur en endingarminnstur, kostnaður við b) er um 2.3 milljónir og byggingarfræðilega bestur, við c) um 2.6 milljónir og við d) um 4.8 milljónir.
Fram hafa komið sjónarmið að menn vilji ekki breyta útliti hússins með því að plötuklæða það þrátt fyrir augljósa kosti þess.
Hlynur Bragason taldi það lítið mál að fá viljuga menn í átaksverkefni til að vinna að lagfæringum. Ekki þyrfti að kaupa að vinnu til verksins heldur einungis efni. Efniskostnaður við uppsteypu miðað við að hræra steypu á staðnum er tiltölulega lítill. Ákveðið var að HB og BS myndu skoða þennan möguleika áfram, en ljóst er að laga þarf stafninn í sumar.
7. Önnur mál
Rætt um rúmamál. Í húsinu eru 12 rúm og bekkir, þar af 6 með góðum springdýnum og þokkalegum dýnum í tveimur að auki. Ákveðið að kaupa nýjar dýnur í tvö rúm en láta rúm í „afaherbergi“ eiga sig að sinni.
Rætt um símamál og möguleika á að bæta farsímasamband. Ákveðið að kanna hvort hægt sé að setja upp endurvarpa í því skyni.
Í lok fundar var farin skoðunarferð um húsið sem endaði í léttum viðgerðum SIV á rúmbálki í baðstofu.
Fundi slitið 18.40
Björn Sveinsson, ritari Meiðs.
Sjá uppgjör ársins hér fyrir neðan