Aðalfundur Meiðs haldinn 21. maí 2017 með fjarfundarformi í Reykjavík og á Egilsstöðum. Fundarstaður í Reykjavík er Teiknistofan Óðinstogi en eystra skrifstofur Verkís á Egilsstöðum.
Syðra sátu:
Björn Helgason
Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir
Dagný Marinósdóttir
Hlynur Helgason
Ragnheiður Guðadóttir
Eystra voru:
Hermann Hermannsson
Dagný Sigurðardóttir
Sólrún Víkingsdóttir
Björn Sveinsson
Hermann setti fund 14.15.
Dagskrá:
1 Skýrsla stjórnar.
Hermann flutti skýrslu stjórnar:
Haldnir voru tveir bókaðir fundir auk nokkurra sem voru óformlegir.
Nína Helgadóttir var fengin sem fulltrúi annarra en ættkvíslar Gísla og Dagnýjar til að vera með í stjórn í samræmi við það sem rætt var á síðasta aðalfundi.
Það tókst eftir töluverða eftirgangsemi að ná saman ættartali og hefur það verið birt á heimasíðunni, ýmist hver ættkvísl og einnig sem heildarskrá. Tekin var saman til gamans smá tölfræði út frá henni, þar sem sést fjöldi afkomenda hverrar ættkvíslar, aldurflokkaskipting og búsetudreifing eftir landshlutum.
Á fundum stjórnar hefur töluvert verið rætt um lög eða reglur félagsins sem eru kannski ekki í takt við breytingu sem var gerð árið 2005 á 2. grein. Niðurstaða úr könnun meðal núverandi ættarráðs hefur ekki fengist, aðeins tveir fulltrúar hafa svarað.
Ákveðið var að „Vesturveggurinn“ yrði steyptur til að útliti hússins yrði ekki breytt, enda húsið sjálfkrafa friðað vegna aldurs. Ekki tókst að hefja framkvæmdir við veggin á síðasta ári annað en það að Baldur Pálsson gróf fyrir veggnum. Núna munu framkvæmdir hefjast upp úr 26. maí og vonandi ljúka fyrir 10. júní. Sigfús Ingi hefur tekið að sér að vera yfirsmiður og verkstjóri og Úlfar Svavarsson að vera múrarameistari og sjá um steypuhliðina.
Ekki tókst að mála það sem til stóð, utanhúss, á fyrirhuguðum vinnudegi síðasta vor vegna veðurs, en HH bar á pallinn og húsið í tóftinni í frívikunni sinni. Og Helgi Ómar Bragason sprunguþétti nokkrar sprungur á austurhlið hússins.
Keyptir hafa verið 8 nýir stólar í borðstofuna ásamt springdýnum í „blá herbergið“ (herbergi afa Gísla) Keypt var ný öflug ryksuga.
Stjórnin vill þakka Dagnýju Sigurðar fyrir umsjón á útleigu hússins, einnig Baldri Pálssyni fyrir slátt á lóðinni og Gísla Skógar fyrir runna- og trjáklippingar. Þau haf séð um þessa þætti gegnum árin. Einnig er full ástæða til að þakka Ragnheiði Guðnadóttur brýningu til félagsmanna á „Fésbók“ um að leggja til fé í framkvæmdir við „Vesturvegginn“ það hefur nú þegar skilað góðum árangri og vonandi á eitthvað eftir að bætast við.
Á næsta ári þarf að mála húsið og bæði að utan og innan og þarf fljótlega að byrja á að skipuleggja það. Innanhúss málning er upplagt vetrarverkefni og vonandi verða veðurguðir samvinnuþýðir vegna utanhússvinnu.
2 Reikningar félagsins lagðir fram
Farið yfir reikninga félagsins. Heildartekjur eru 1 109 674 og rekstrargjöld eru 515 613. Framkvæmt var fyrir 68 631. Tekjuafgangur ársins er 525 430. Sjóðsstaða um áramót er 1 792 444. Reikningar samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
3 Kosning skoðunarmanna reikninga
Ragnheiður Guðnadóttir kosin með lófaklappi.
4 Umræður um lög félagsins
Við útvíkkun á stofni félagsmanna var ekki gerð breyting á lögum félagsins. Hermann fór yfir tillögur til breytinga sem ræddar hafa verið í stjórn. Nokkrar umræður urðu um málið. Lögum félagsins verður ekki breytt nema á ættarmótsári. Aðalfundur ákvað að stjórn vinni tillögur í rólegheitunum og taka fyrir á næsta ættarmóti.
5 Kosning nefnda
Vart er hægt að segja að nefndir séu starfandi á vegum félagsins. Ritnefnd hefur verið til en ekki frést af störfum hennar um skeið. Ólafur Skúli Indriðason er skráður formaður ritnefndar félagsins og ákvað fundurinn að breyta ekki þeirri skipan.
Rætt um að skönnun á gamla ættarpóstinum og var ákveðið að SDÞ og DM myndu brýna ÓSI í ritnefndarmálum.
Umræða fór fram um heimasíðu félagsins og myndamál. Fundurinn ákvað að Hlynur Helgason myndi veða nefndarformaður myndabanka félagsins. Fram kom við umræður að Hermann formaður er með skrifaðgang að heimasíðu félagsins.
Dagný Sigurðardóttir og Björn Sveinsson voru skipuð í húsnefnd.
6 Ákvörðun félagsgjalda og leigugjalds
Hermann formaður lagði til óbreytt félagsgjöld og leigugjald. Samþykkt samhljóða.
7 Önnur mál
RG beindi fyrirspurn til stjórnar um hvort kannað hafi verið hvort hægt sé að sækja um styrk til húsafriðunarsjóði til endurbóta hússins. HH upplýsti að það hafi ekki verið gert en verði kannað. Skoðun stjórnar sé að etv. sé ekki eftir miklu að slægjast en rétt að kanna málið.
Ábendingar hafa komið um að barnastól vanti í húsið og að skápapláss sé takmarkað. Rætt um lausnir þeirra mála.
Formaður upplýsti að hann sé að fara endurnýja panel, ganga frá einangrun og rakavörn í herbergi Víkings/Indriða. Formaður og Ingigerður Sól Sverrisdóttir gefa sérunninn panel til verksins. Panellin er nákvæmlega eins og sá gamli. Hermann upplýsti að hann sé búinn að fá litgreiningu á litnum og áhersla verði lögð á óbreytt útlit.
Rætt um endurbætur bláa herbergisins. Taka þarf niður panel og fara yfir einangrun og rakavörn. Raddir varðliða bláaherbergisins lögðu áherslu á að útlit yrði óbreytt. Óvíst er hvenær af því verki getur orðið
Rætt um vesturvegg og framkvæmdir þar sem hefjast munu um næstu helgi.
Fleira ekki ræt og fundi slitið
Syðra sátu:
Björn Helgason
Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir
Dagný Marinósdóttir
Hlynur Helgason
Ragnheiður Guðadóttir
Eystra voru:
Hermann Hermannsson
Dagný Sigurðardóttir
Sólrún Víkingsdóttir
Björn Sveinsson
Hermann setti fund 14.15.
Dagskrá:
1 Skýrsla stjórnar.
Hermann flutti skýrslu stjórnar:
Haldnir voru tveir bókaðir fundir auk nokkurra sem voru óformlegir.
Nína Helgadóttir var fengin sem fulltrúi annarra en ættkvíslar Gísla og Dagnýjar til að vera með í stjórn í samræmi við það sem rætt var á síðasta aðalfundi.
Það tókst eftir töluverða eftirgangsemi að ná saman ættartali og hefur það verið birt á heimasíðunni, ýmist hver ættkvísl og einnig sem heildarskrá. Tekin var saman til gamans smá tölfræði út frá henni, þar sem sést fjöldi afkomenda hverrar ættkvíslar, aldurflokkaskipting og búsetudreifing eftir landshlutum.
Á fundum stjórnar hefur töluvert verið rætt um lög eða reglur félagsins sem eru kannski ekki í takt við breytingu sem var gerð árið 2005 á 2. grein. Niðurstaða úr könnun meðal núverandi ættarráðs hefur ekki fengist, aðeins tveir fulltrúar hafa svarað.
Ákveðið var að „Vesturveggurinn“ yrði steyptur til að útliti hússins yrði ekki breytt, enda húsið sjálfkrafa friðað vegna aldurs. Ekki tókst að hefja framkvæmdir við veggin á síðasta ári annað en það að Baldur Pálsson gróf fyrir veggnum. Núna munu framkvæmdir hefjast upp úr 26. maí og vonandi ljúka fyrir 10. júní. Sigfús Ingi hefur tekið að sér að vera yfirsmiður og verkstjóri og Úlfar Svavarsson að vera múrarameistari og sjá um steypuhliðina.
Ekki tókst að mála það sem til stóð, utanhúss, á fyrirhuguðum vinnudegi síðasta vor vegna veðurs, en HH bar á pallinn og húsið í tóftinni í frívikunni sinni. Og Helgi Ómar Bragason sprunguþétti nokkrar sprungur á austurhlið hússins.
Keyptir hafa verið 8 nýir stólar í borðstofuna ásamt springdýnum í „blá herbergið“ (herbergi afa Gísla) Keypt var ný öflug ryksuga.
Stjórnin vill þakka Dagnýju Sigurðar fyrir umsjón á útleigu hússins, einnig Baldri Pálssyni fyrir slátt á lóðinni og Gísla Skógar fyrir runna- og trjáklippingar. Þau haf séð um þessa þætti gegnum árin. Einnig er full ástæða til að þakka Ragnheiði Guðnadóttur brýningu til félagsmanna á „Fésbók“ um að leggja til fé í framkvæmdir við „Vesturvegginn“ það hefur nú þegar skilað góðum árangri og vonandi á eitthvað eftir að bætast við.
Á næsta ári þarf að mála húsið og bæði að utan og innan og þarf fljótlega að byrja á að skipuleggja það. Innanhúss málning er upplagt vetrarverkefni og vonandi verða veðurguðir samvinnuþýðir vegna utanhússvinnu.
2 Reikningar félagsins lagðir fram
Farið yfir reikninga félagsins. Heildartekjur eru 1 109 674 og rekstrargjöld eru 515 613. Framkvæmt var fyrir 68 631. Tekjuafgangur ársins er 525 430. Sjóðsstaða um áramót er 1 792 444. Reikningar samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
3 Kosning skoðunarmanna reikninga
Ragnheiður Guðnadóttir kosin með lófaklappi.
4 Umræður um lög félagsins
Við útvíkkun á stofni félagsmanna var ekki gerð breyting á lögum félagsins. Hermann fór yfir tillögur til breytinga sem ræddar hafa verið í stjórn. Nokkrar umræður urðu um málið. Lögum félagsins verður ekki breytt nema á ættarmótsári. Aðalfundur ákvað að stjórn vinni tillögur í rólegheitunum og taka fyrir á næsta ættarmóti.
5 Kosning nefnda
Vart er hægt að segja að nefndir séu starfandi á vegum félagsins. Ritnefnd hefur verið til en ekki frést af störfum hennar um skeið. Ólafur Skúli Indriðason er skráður formaður ritnefndar félagsins og ákvað fundurinn að breyta ekki þeirri skipan.
Rætt um að skönnun á gamla ættarpóstinum og var ákveðið að SDÞ og DM myndu brýna ÓSI í ritnefndarmálum.
Umræða fór fram um heimasíðu félagsins og myndamál. Fundurinn ákvað að Hlynur Helgason myndi veða nefndarformaður myndabanka félagsins. Fram kom við umræður að Hermann formaður er með skrifaðgang að heimasíðu félagsins.
Dagný Sigurðardóttir og Björn Sveinsson voru skipuð í húsnefnd.
6 Ákvörðun félagsgjalda og leigugjalds
Hermann formaður lagði til óbreytt félagsgjöld og leigugjald. Samþykkt samhljóða.
7 Önnur mál
RG beindi fyrirspurn til stjórnar um hvort kannað hafi verið hvort hægt sé að sækja um styrk til húsafriðunarsjóði til endurbóta hússins. HH upplýsti að það hafi ekki verið gert en verði kannað. Skoðun stjórnar sé að etv. sé ekki eftir miklu að slægjast en rétt að kanna málið.
Ábendingar hafa komið um að barnastól vanti í húsið og að skápapláss sé takmarkað. Rætt um lausnir þeirra mála.
Formaður upplýsti að hann sé að fara endurnýja panel, ganga frá einangrun og rakavörn í herbergi Víkings/Indriða. Formaður og Ingigerður Sól Sverrisdóttir gefa sérunninn panel til verksins. Panellin er nákvæmlega eins og sá gamli. Hermann upplýsti að hann sé búinn að fá litgreiningu á litnum og áhersla verði lögð á óbreytt útlit.
Rætt um endurbætur bláa herbergisins. Taka þarf niður panel og fara yfir einangrun og rakavörn. Raddir varðliða bláaherbergisins lögðu áherslu á að útlit yrði óbreytt. Óvíst er hvenær af því verki getur orðið
Rætt um vesturvegg og framkvæmdir þar sem hefjast munu um næstu helgi.
Fleira ekki ræt og fundi slitið