Aðalfundur 2018
Aðalfundur Meiðs haldinn 6. maí 2018 með fjarfundarformi í Reykjavík, Akureyri og á Egilsstöðum. Fundarstaður í Reykjavík er á Teiknistofunni Óðinstorgi, Óðinsgötu 7, á Akureyri að Höfðahlíð 15 en eystra skrifstofur Verkís á Egilsstöðum.
Syðra sátu:
Björn Helgason
Málfríður Þórarinsdóttir
Hermann Hermannsson
Helgi Ómar Pálsson, (í sér sambandi)
Gísli Sigurgeirsson
Ragnheiður Guðnadóttir
Nyrðra voru:
Sigurlína Sigurgeirdóttir
Dagný Sigurgeirsdóttir
Páll Stefánsson
Eystra voru:
Ragnhildur Rós Indriðadóttir
Dagný Sigurðardóttir
Sólrún Víkingsdóttir
Björn Sveinsson
Hermann setti fund 14.10. Björn Sveinsson tók að sér fundarstjórn og ritun fundargerðar.
Dagskrá:
1 Skýrsla stjórnar.
Hermann flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 2017.
Haldnir voru tveir bókaðir fundir auk nokkurra sem voru óformlegir.
1.1 Framkvæmdir 2017
Eins og flestir vita þá var steypt utaná Vesturvegginn og lögðu þar margir fram bæði fé og vinnu sem stjórnin metur mikils og þakkar þeim öllum. Að öllum ólöstuðum þá hefði verkið ekki gengið svona vel nema vegna þess að Sigfús Ingi vann að verkinu og stjórnaði af mikilli fagmennsku. Kostnaði tókst að halda í lágmarki þannig að ekki var farið fram úr greiðslugetu. Ef full greiðsla fyrir efni og vinnu hefði komið til, þá hefði verkið kostað á áttundu milljón, en uppgjör stefnir í rúmar tvær milljónir. Myndir og frásagnir af framkvæmdinni má sjá á fésbókinni og heimasíðunni.
Panill var endurnýjaður í norð-vestur herbergi á efri hæð (Víkingsherbergi) ásamt grind og steinullareinangrun á útveggjum, sem áður voru einangraðir með reiðingi. Panillinn var sérunninn, þannig að hann er eins og sá gamli, en Ingigerður og Hermann gáfu hann. Björn Sveinsson og Hermann unnu verkið.
1.2 Búnaður í húsi
Stólar í borðstofu voru endurnýjaðir og nýjar dýnur í rúmin í norðurherberginu á annarri hæð (bláa herbergið). Keyptur var barnastóll og sambrjótanlegt barnarúm. Nýtt grill og þurrkari voru einnig keypt.
1.3 Ættartala
Ættartalið var uppfært í byrjun árs 2017 og hægt er að skoða það á heimasíðunni sem er snallsímavæn og fljótlegt að fletta upp þegar þarf að glöggva sig á ættartengslunum í skyndi.
Væntanlega hefur okkur fjölgað og væri mjög vel þegið ef upplýsingar um það og eins ef einhverjar leiðréttingar þarf að gera, þá vinsamlega hafið samband við Hermann, sími: 894 8602 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]
1.4 Wi-Fi netSett hefur verið upp þráðlaust Wi-Fi net í húsið.
1.5 Framkvæmdir og verkefni sem þarf að fara í við fyrsta tækifæri, helst á árinu 2018
Helgi Gíslason yngri Helgafelli hefur geymt gripi sem Gísli Helgason bóndi Skógargerði fékk í sjötugsafmælisgjöf og óskar eftir að koma þessum munum í Skógargerði. Um er að ræða útskorinn lampa, gerðum af Ríkharði Jónssyni, sem börnin gáfu föður sínum og síðan er forláta bókaskápur sem sveitungar gáfu og er með áletruðum silfurskildi.
Stjórnin er samála um að æskilegt sé að koma þessum gripum fyrir í Skógargerði. Lampanum verði komið fyrir á skrifborði í Bláa herberginu (skrifborð Gísla bónda), reynt verði að finna skápnum verðugan stað. Stjórnin þakkar Helga fyrir þennan höfðinglega hugsunarhátt.
2 Reikningar félagsins lagðir fram
HÓP kynnti endurskoðaða reikninga félagsins. Tekjur ársins voru mun meiri en 2016 og munar þar mestu um frjáls framlög vegna viðhalds upp ár 1.038.654. Einnig voru heimtur félagsgjalda nokkru betri. Leigutekjur lækkuðu en eitthvað af þeim munu hafa skilað sér eftir áramót. Heildartekjur félagsins námu 2.268.945 kr.
Rekstargjöld voru kr. 801.327 og hækkuðu um tæp 300 þúsund frá 2016. Skýringin felst að mestu í kaupum á dýnum, stólum og þurrkara upp á um 230 þúsund.
Framkvæmt var fyrir 810.900 auk kostnaðar við vinnupalla og flutning á þeim, en gjaldfærsla á þeim kostnaði verður á árinu 2018 þó til hans hafi verið stofnað á árinu 2017. Upphæðin er á bilinu 700-750 þúsund, en eftir er að semja um flutningskostnaðinn. Nánast ekkert var skráð á framkvæmdakostnað 2016 eða innan við 100 þúsund.
Sjóðsstaða um áramót er kr. 2.449.162 og er því til handbært fé til að mæta áformuðu viðhaldi að hluta eða öllu leyti.
Reikningar voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
3 Kosning skoðunarmanna reikninga
Ragnheiður Guðnadóttir kosin með lófaklappi.
4 Umræður um lög félagsins
HH fór yfir sögu málefnis sem rót á til þess að við útvíkkun á stofni félagsmanna var ekki gerð breyting á lögum félagsins. Fyrir liggur að lögum verður ekki breytt nema á ættarmótsári. Hermann fór létt yfir forsögu og nefndi að fyrir stjórn lægju nokkuð mótaðar tillögur. HH nefndi td. félagsaðild en samkvæmt lögum félagsins eru um 600 manns i félaginu en greiðendur félagsgjalda er rúmlega eitt hundrað.
Aðalfundur ákvað að stjórn vinni áfram tillögur í rólegheitunum og sendi út til umræðu þegar tími er til.
5 Kosning nefnda
Nefndamál eru nokkuð á reiki. Á síðasta aðalfundi var Hlynur Helgason skipaður formaður myndabanka fjélagsins og var ekki ákveðin breyting á þeirri skipan. Verkefni er að auka upplausn þeirra mynda sem eru á netinu.
Hermann er með skrifaðgang að heimasíðu félagsins og Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir er með umsjón með fésbókarsíðunni; Skógargerði fólk og fiðrildi.
Rætt um starfssvið ritnefndar, HH á því að helsta verkefni væri að koma efni inn á heimasíðu félagsins. Í lok umræðunnar bauð RRI sig fram til starfa í ritnefnd og mun hún ýta við skráðum formanni ÓSI .
Síðustu ættarmótsnefnd skipuðu Erna Indriðadóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Ragnheiður Hermannsdóttir, Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir og Sólrún Víkingsdóttir. Sólrún bauð sig fram til starfa í næstu nefnd og sagði að síðasta nefnd hafi sent sín á milli tölvupósta um þau atriði sem betur hefði mátt fara. RRI nefndi að hún teldi að rétt væri að fá yngra fólk með í næstu ættarmótsnefnd.
Dagný Sigurðardóttir og Björn Sveinsson verða áfram í húsnefnd.
6 Ákvörðun félagsgjalda og leigugjalds
Hermann formaður lagði til óbreytt félagsgjöld og leigugjald. Samþykkt samhljóða.
7 Önnur mál
Spurt var um nýtingu á húsinu. DS kvað um 5-6 vikur vera bókaðar í sumar. Nýting hefur verið lítil en bókanir eru nokkuð góðar í sumar og leiga var um páskana. Horfur eru því á einhverri aukningu leigutekna.
Ábending kom fram um að snaga vantaði og skápapláss og ræddu fundarmenn hvað hægt væri að gera í því.
DS fræddi fundinn um frændfólk frá Kanada sem verður á ferðinni í sumar. Um er að ræða afkomendur Gunnars Helgasonar sem var bróðir Ólafar Margrétar Helgadóttur í Skógargerði sem flutti til Kanada. Hann hafði búið í Krossavík í Vopnafirði. SV kom með viðbótarupplýsingar um frændfólk þetta frá Vancouver. Um er að ræða tvær Margrétar og son annarrar Derek. Önnur Magrétin er 87 ára en hin um sextugt. Þær vonast til að geta hitt ættingja sína hér en þær verða á ferðinni um mánaðarmótin júní/júlí. Rætt um að setja inn á heimasíðuna bréf það sem sent var Ásmund á Ormsstöðum vegna komu þeirra.
Dagný Sigurgeirsdóttir kom fram með tillögu um að stúka baðstofuna af með vegg eins og var. Ákveðið að húsnefnd taki málið til skoðunar.
BH kom með fyrirspurn um öryggismál í Skógargerði. Úthringikerfi er í húsinu tengt reykskynjurum. Rætt um nauðsyn þess að koma neyðarútgangi af efri hæðinni. Með því að taka pósta úr einum glugganum og smíða opnanlegt fag í staðinn með fölskum póstum væri hægt að gera björgunarop. Með fellistiga utan á húsinu væri komin flóttaleið af efri hæðinni. Húsnefnd sett í málið.
Sísí kvað dæmi um að sótt hafi verið um aðgang að fésbókarsíðunni Skógargerði, fólk og fiðrildi en umsókn hafi ekki enn verð samþykkt. Stjórn setur ISS í málið.
Í lok fundar sýndi Hermann gamla mynd af Skógargerðishúsi þar sem sjá má fyrstu tröppurnar sem voru til austurs. Og aðrar sem tekin var á sömu tröppum af Skógargerðisfólki og reynt að ráða í það hver það sé sem trúlega ranglega er nefnd sem Dagný Marinósdóttir.
Fundi slitið 15.50
Syðra sátu:
Björn Helgason
Málfríður Þórarinsdóttir
Hermann Hermannsson
Helgi Ómar Pálsson, (í sér sambandi)
Gísli Sigurgeirsson
Ragnheiður Guðnadóttir
Nyrðra voru:
Sigurlína Sigurgeirdóttir
Dagný Sigurgeirsdóttir
Páll Stefánsson
Eystra voru:
Ragnhildur Rós Indriðadóttir
Dagný Sigurðardóttir
Sólrún Víkingsdóttir
Björn Sveinsson
Hermann setti fund 14.10. Björn Sveinsson tók að sér fundarstjórn og ritun fundargerðar.
Dagskrá:
1 Skýrsla stjórnar.
Hermann flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 2017.
Haldnir voru tveir bókaðir fundir auk nokkurra sem voru óformlegir.
1.1 Framkvæmdir 2017
Eins og flestir vita þá var steypt utaná Vesturvegginn og lögðu þar margir fram bæði fé og vinnu sem stjórnin metur mikils og þakkar þeim öllum. Að öllum ólöstuðum þá hefði verkið ekki gengið svona vel nema vegna þess að Sigfús Ingi vann að verkinu og stjórnaði af mikilli fagmennsku. Kostnaði tókst að halda í lágmarki þannig að ekki var farið fram úr greiðslugetu. Ef full greiðsla fyrir efni og vinnu hefði komið til, þá hefði verkið kostað á áttundu milljón, en uppgjör stefnir í rúmar tvær milljónir. Myndir og frásagnir af framkvæmdinni má sjá á fésbókinni og heimasíðunni.
Panill var endurnýjaður í norð-vestur herbergi á efri hæð (Víkingsherbergi) ásamt grind og steinullareinangrun á útveggjum, sem áður voru einangraðir með reiðingi. Panillinn var sérunninn, þannig að hann er eins og sá gamli, en Ingigerður og Hermann gáfu hann. Björn Sveinsson og Hermann unnu verkið.
1.2 Búnaður í húsi
Stólar í borðstofu voru endurnýjaðir og nýjar dýnur í rúmin í norðurherberginu á annarri hæð (bláa herbergið). Keyptur var barnastóll og sambrjótanlegt barnarúm. Nýtt grill og þurrkari voru einnig keypt.
1.3 Ættartala
Ættartalið var uppfært í byrjun árs 2017 og hægt er að skoða það á heimasíðunni sem er snallsímavæn og fljótlegt að fletta upp þegar þarf að glöggva sig á ættartengslunum í skyndi.
Væntanlega hefur okkur fjölgað og væri mjög vel þegið ef upplýsingar um það og eins ef einhverjar leiðréttingar þarf að gera, þá vinsamlega hafið samband við Hermann, sími: 894 8602 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]
1.4 Wi-Fi netSett hefur verið upp þráðlaust Wi-Fi net í húsið.
1.5 Framkvæmdir og verkefni sem þarf að fara í við fyrsta tækifæri, helst á árinu 2018
- Málningarverkefnið í sumar – Háþrýstiþvo og mála allt húsið
- Þakrenna á norðurhlið
- Hattar á austurstafn og forstofu.
- Endurnýja sláttuvél.
- Bæta þarf við tveim ofnum á efri hæð - Baðstofu og Kompu.
- Yfirferð raflagna. Láta yfirfara raflagnir með tilliti til álags á greinar, bæta við tenglum og lagfæra suma. Kaupa 4 leslampa.
- Rúllugardínur í tvo glugga á efri hæð - Bláa herbergi og Víkings.
- Festa upp bókahillu í Bláa herberginu.
- Breyta og færa bókaskáp í borðstofu.
- Bárujárn á skúr í tóftinni.
- Koma á fót næstu ættarmótsnefnd.
Helgi Gíslason yngri Helgafelli hefur geymt gripi sem Gísli Helgason bóndi Skógargerði fékk í sjötugsafmælisgjöf og óskar eftir að koma þessum munum í Skógargerði. Um er að ræða útskorinn lampa, gerðum af Ríkharði Jónssyni, sem börnin gáfu föður sínum og síðan er forláta bókaskápur sem sveitungar gáfu og er með áletruðum silfurskildi.
Stjórnin er samála um að æskilegt sé að koma þessum gripum fyrir í Skógargerði. Lampanum verði komið fyrir á skrifborði í Bláa herberginu (skrifborð Gísla bónda), reynt verði að finna skápnum verðugan stað. Stjórnin þakkar Helga fyrir þennan höfðinglega hugsunarhátt.
2 Reikningar félagsins lagðir fram
HÓP kynnti endurskoðaða reikninga félagsins. Tekjur ársins voru mun meiri en 2016 og munar þar mestu um frjáls framlög vegna viðhalds upp ár 1.038.654. Einnig voru heimtur félagsgjalda nokkru betri. Leigutekjur lækkuðu en eitthvað af þeim munu hafa skilað sér eftir áramót. Heildartekjur félagsins námu 2.268.945 kr.
Rekstargjöld voru kr. 801.327 og hækkuðu um tæp 300 þúsund frá 2016. Skýringin felst að mestu í kaupum á dýnum, stólum og þurrkara upp á um 230 þúsund.
Framkvæmt var fyrir 810.900 auk kostnaðar við vinnupalla og flutning á þeim, en gjaldfærsla á þeim kostnaði verður á árinu 2018 þó til hans hafi verið stofnað á árinu 2017. Upphæðin er á bilinu 700-750 þúsund, en eftir er að semja um flutningskostnaðinn. Nánast ekkert var skráð á framkvæmdakostnað 2016 eða innan við 100 þúsund.
Sjóðsstaða um áramót er kr. 2.449.162 og er því til handbært fé til að mæta áformuðu viðhaldi að hluta eða öllu leyti.
Reikningar voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
3 Kosning skoðunarmanna reikninga
Ragnheiður Guðnadóttir kosin með lófaklappi.
4 Umræður um lög félagsins
HH fór yfir sögu málefnis sem rót á til þess að við útvíkkun á stofni félagsmanna var ekki gerð breyting á lögum félagsins. Fyrir liggur að lögum verður ekki breytt nema á ættarmótsári. Hermann fór létt yfir forsögu og nefndi að fyrir stjórn lægju nokkuð mótaðar tillögur. HH nefndi td. félagsaðild en samkvæmt lögum félagsins eru um 600 manns i félaginu en greiðendur félagsgjalda er rúmlega eitt hundrað.
Aðalfundur ákvað að stjórn vinni áfram tillögur í rólegheitunum og sendi út til umræðu þegar tími er til.
5 Kosning nefnda
Nefndamál eru nokkuð á reiki. Á síðasta aðalfundi var Hlynur Helgason skipaður formaður myndabanka fjélagsins og var ekki ákveðin breyting á þeirri skipan. Verkefni er að auka upplausn þeirra mynda sem eru á netinu.
Hermann er með skrifaðgang að heimasíðu félagsins og Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir er með umsjón með fésbókarsíðunni; Skógargerði fólk og fiðrildi.
Rætt um starfssvið ritnefndar, HH á því að helsta verkefni væri að koma efni inn á heimasíðu félagsins. Í lok umræðunnar bauð RRI sig fram til starfa í ritnefnd og mun hún ýta við skráðum formanni ÓSI .
Síðustu ættarmótsnefnd skipuðu Erna Indriðadóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Ragnheiður Hermannsdóttir, Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir og Sólrún Víkingsdóttir. Sólrún bauð sig fram til starfa í næstu nefnd og sagði að síðasta nefnd hafi sent sín á milli tölvupósta um þau atriði sem betur hefði mátt fara. RRI nefndi að hún teldi að rétt væri að fá yngra fólk með í næstu ættarmótsnefnd.
Dagný Sigurðardóttir og Björn Sveinsson verða áfram í húsnefnd.
6 Ákvörðun félagsgjalda og leigugjalds
Hermann formaður lagði til óbreytt félagsgjöld og leigugjald. Samþykkt samhljóða.
7 Önnur mál
Spurt var um nýtingu á húsinu. DS kvað um 5-6 vikur vera bókaðar í sumar. Nýting hefur verið lítil en bókanir eru nokkuð góðar í sumar og leiga var um páskana. Horfur eru því á einhverri aukningu leigutekna.
Ábending kom fram um að snaga vantaði og skápapláss og ræddu fundarmenn hvað hægt væri að gera í því.
DS fræddi fundinn um frændfólk frá Kanada sem verður á ferðinni í sumar. Um er að ræða afkomendur Gunnars Helgasonar sem var bróðir Ólafar Margrétar Helgadóttur í Skógargerði sem flutti til Kanada. Hann hafði búið í Krossavík í Vopnafirði. SV kom með viðbótarupplýsingar um frændfólk þetta frá Vancouver. Um er að ræða tvær Margrétar og son annarrar Derek. Önnur Magrétin er 87 ára en hin um sextugt. Þær vonast til að geta hitt ættingja sína hér en þær verða á ferðinni um mánaðarmótin júní/júlí. Rætt um að setja inn á heimasíðuna bréf það sem sent var Ásmund á Ormsstöðum vegna komu þeirra.
Dagný Sigurgeirsdóttir kom fram með tillögu um að stúka baðstofuna af með vegg eins og var. Ákveðið að húsnefnd taki málið til skoðunar.
BH kom með fyrirspurn um öryggismál í Skógargerði. Úthringikerfi er í húsinu tengt reykskynjurum. Rætt um nauðsyn þess að koma neyðarútgangi af efri hæðinni. Með því að taka pósta úr einum glugganum og smíða opnanlegt fag í staðinn með fölskum póstum væri hægt að gera björgunarop. Með fellistiga utan á húsinu væri komin flóttaleið af efri hæðinni. Húsnefnd sett í málið.
Sísí kvað dæmi um að sótt hafi verið um aðgang að fésbókarsíðunni Skógargerði, fólk og fiðrildi en umsókn hafi ekki enn verð samþykkt. Stjórn setur ISS í málið.
Í lok fundar sýndi Hermann gamla mynd af Skógargerðishúsi þar sem sjá má fyrstu tröppurnar sem voru til austurs. Og aðrar sem tekin var á sömu tröppum af Skógargerðisfólki og reynt að ráða í það hver það sé sem trúlega ranglega er nefnd sem Dagný Marinósdóttir.
Fundi slitið 15.50