Því miður þá glataðist fundargerð vegna tölvuvandræða,
en hér er skýrsla stjórnar fyrir árið 2018 sem var lesin á aðalfundinum.
Fundurinn var haldinn með fjarvinnslubúnaði og voru fundarmenn á Egilsstöðum, Akeureyri og Reykjavík fundarmenn voru 17.
en hér er skýrsla stjórnar fyrir árið 2018 sem var lesin á aðalfundinum.
Fundurinn var haldinn með fjarvinnslubúnaði og voru fundarmenn á Egilsstöðum, Akeureyri og Reykjavík fundarmenn voru 17.
Skýrsla stjórnar Meiðs fyrir árið 2018
Haldnir voru þrír bókaðir fundir auk nokkurra sem voru óformlegir, fundargerðir eru á heimasíðunni.
Stjórn Meiðs þakkar Dagnýju Pálsdóttur höfðinglega gjöf sem er kærkomin og mun virkilega nýtast til áframhaldandi uppbyggingar í anda barna Gísla og Dagnýjar sem hófu endurbygginguna á húsinu.
Framkvæmdir 2018.
Verkefni sem voru unnin frá síðasta aðalfundi og þar til nú.
- Húsið háþrýstiþvegið og málað að utan.
- Sláttuvél endurnýjuð
- Bætt við tveim ofnum á efri hæð - Baðstofu og Kompu.
- Yfirferð raflagna, bætt við tenglum og sumir lagfærðir.
- Nýir leslampar við flest rúm.
- Rúllugardínur í tvo glugga á efri hæð - Bláa herbergi og Víkings.
- Búrið málað og parketlagt
- Ný koja í Búri, tvíbreið að neðan og einbreið uppi
- Ný dýna í rúmstæði Laugu
- Ný náttborð í Baðstofu og Búri. (gefin af Hermanni)
- Ættarmótsnefnd er að fæðast
Útleiga húss
Húsið var leigt út í 10 vikur og tvær helgar á árinu 2018 þannig að notkun er nokkuð ásættanleg.
Notkun á húsinu mætti þó vera meiri og þegar eldhúsinnrétting hefur verið endurnýjuð með nýtísku tækjum þá er hugsanlegt að aðsókn verði meiri og ekki síst ef komið verður upp snyrtingu á 1. hæðinni.
Gamlir gripir.
Helgi Gíslason yngri Helgafelli hefur geymt gripi sem Gísli Helgason bóndi Skógargerði fékk í sjötíuogfimmára afmælisgjöf, þessum gripum hefur nú verið komið fyrir í Skógargerði. Um er að ræða útskorinn lampa, sem er gerður af Ríkharði Jónssyni, sem börnin gáfu föður sínum og siðan er forláta bókaskápur sem sveitungar (Útfellingar) gáfu og er með áletruðum silfurskildi.
Lampanum komið fyrir á skrifborði í Bláa herberginu (skrifborð Gísla bónda), og skápurinn er í Norðurstofu við hlið orgelsins.
Hermann hefur gert lista yfir húsbúnað sem er byggður á eldri lista frá Indriða en bætt við hann og eru myndir af viðkomandi hlutum. Einnig lista yfir myndir á veggjum þar sem nöfn viðkomandi eru með.
Þessir listar eru í yfirlestri hjá fróðum ættmennum og eftir yfirlestur og lagfæringar verða þeir prentaðir út og munu liggja frammi í Skógargerði. Hugsanlega verða þeir einnig settir á heimasíðuna ef það er talið öruggt.
Ritnefnd
Ekki hefur gengið eftir að vekja upp ritnefnd eins og Indriði hafði stungið uppá og hafði tilnefnt ritstjóra.
Gaman væri ef þetta tækist og hægt verði að bæta við fróðleik á heimasíðuna. Hvað þarf að gera til að vekja upp áhuga á skriftum?
Fyrirhugaðar framkvæmdir
- Þak á inngangsskúr verður endurnýjað.
- Ný og betrumbætt eldhúsinnrétting m.a. uppþvottavél, stór kælir með frysti og vifta.
- Bárujárn á skúr í tóftinni.
- Athugað verði með að setja aftur upp salerni í inngangsskúr eins og var í upphafi þegar skúrinn var byggður.
- Þakrenna á norðurhlið. Ákveðið að ganga frá þakrennu og tveimur niðurföllum á norðurhlið.
- Nauðsynlegt er að ganga frá hatti á austurstafn.
- Flóttaleið af efri hæð.
- Mála að innan.
Ættartala
Ættartalið var uppfært í byrjun árs 2017 og hægt er að skoða það á heimasíðunni sem er einnig snjallsímavæn og fljótlegt að fletta upp þegar þarf að glöggva sig á ættartengslunum í skyndi.
Væntanlega hefur okkur fjölgað síðan þá og væri mjög vel þegið ef upplýsingar um það berist og eins ef einhverjar leiðréttingar þarf að gera, þá vinsamlega hafið samband við Hermann, sími: 894 8602 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]
Hermann Hermannsson
Formaður stjórnar Meiðs