Aðalfundur Meiðs 2020
Aðalfundur Meiðs var haldinn 18. júlí með fjarfundarformi á 5 stöðum; í Skógargerði, á Þórshöfn, á Akureyri, í Reykjavík og í Sviss.
Í Skógargerði voru:
Baldur Pálsson
Björn Sveinsson
Dagný Sigurðardóttir
Helgi Gíslason
Hermann Hermannsson
Hermann Smárason
Hlynur Bragason
Hróar Hugosson
Ívar Ásgeirsson
Marinó Stefánsson
Ragnheiður Hermannsdóttir
Ragnhildur Indriðadóttir
Sigríður Guðmundsdóttir
Smári Hermannsson
Sólrún Víkingsdóttir
Á Hólmaslóð 4 í Reykjavík voru:
Hlynur Helgason
Ragnheiður Guðnadóttir
Sigríður D. Þorvaldsdóttir
Á Þórshöfn voru:
Dagný Marinósdóttir
Halldóra Sigríður Ágústsdóttir
Svala Sævarsdóttir
Í Sunnuhlíð 9 á Akureyri voru:
Dagný Sigurgeirsdóttir
Ingunn Pálsdóttir
Katrín Jóhannesdóttir
Í Sviss var:
Hilma Sveinsdóttir
Hermann setti fund kl. 11:10. Hlynur Bragason tók að sér fundarstjórn, fundargerð ritaði Sigríður Þorvaldsdóttir.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
Hermann flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 2019. Haldnir voru 5 bókaðir fundir auk nokkurra óformlegra. Ættarmótsnefnd var komið á laggirnar og hóf hún störf en vegna faraldursins þurfti að fresta þurfti ættarmótinu um eitt ár eins og kunnugt er.
Framkvæmdir frá síðasta aðalfundi voru miklar og ljóst að fráfarandi stjórn lét hendur standa fram úr ermum. Má þar helst nefna mikla og gagngera endurnýjun á eldhúsi með stærri og endurbættri innréttingu og nýjum tækjum (eldavél, uppþvottavél og ísskáp) og uppsetningu á snyrtingu í anddyri með tilheyrandi framkvæmdum við frárennsli. Auk þess var þak á bíslagi endurnýjað og járn sett á þakið á garðskúrnum í tóftinni. Gengið var frá stétt við vesturgafl og stóru grenitrén við tóftina voru felld. Fram kom hjá Hermanni að þessar miklu og kostnaðarsömu framkvæmdir hafi verið greiddar af rausnarlegu framlagi Dagnýjar Pálsdóttur til Meiðs en gjöf Dagnýjar var í minningu Ólafar Gísladóttur.
Hermann hefur endurgert lista frá Indriða Gíslasyni yfir húsbúnað í Skógargerði og bætt við listann munum og myndum af húsbúnaðinum. Einnig hefur hann gert lista yfir myndir á veggjum hússins með nöfnum þeirra sem prýða myndirnar. Allt er þetta aðgengilegt á heimasíðunni og listarnir liggja líka frammi í Skógargerði.
Hermann nefndi að erfiðlega gengi að virkja ritnefnd Meiðs og bað fundarmenn að hugsa ráð til að kveikja áhuga á skrifum meðal ættmenna.
Útleiga á húsinu árið 2019 var lítil eða aðeins 6 vikur og 2 helgar og mætti sannarlega vera meiri. Vonandi gera nýjustu endurbætur á eldhúsi og ný snyrting húsið enn fýsilegra fyrir ættmenn.
Hermann nefndi að ættartalan hafi verið uppfærð 2017. Hún er aðgengileg á heimasíðunni sem er orðin snjallsímavæn og því auðvelt að fletta upp í henni. Viðbætur og leiðréttingar á ættartölu má senda til Hermanns (s. 8948602 og [email protected]). Fram kom í máli Hermanns að afkomendur Dagnýjar og Gísla væru nú um 490 talsins.
Þó margt hafi verið gert er enn verk að vinna. Það þarf að ganga frá hatti á austurstafni og þakrennu á norðurhlið og tveimur niðurföllum þar. Setja þarf upp flóttaleið af efri hæð og mála 1. hæð og kjallara að innan. Ganga þarf frá grjótvegg við suðurhlið og svo þarf að bera á palla og tröppur. Útiborðið þarf að pússa upp og bera á.
Fundarmenn lýstu ánægju sinni með framkvæmdirnar.
2. Reikningar félagsins lagðir fram
Hermann lagði fram reikninga félagsins í fjarveru gjaldkera. Tekjur félagsins (félagsgjöld, leiga, endurgreiðslur o.fl., u.þ.b. kr. 1.300.000) stóðu vel undir rekstri hússins sem var um 655.000 kr. Framkvæmdir upp á tæpar 2 milljónir voru að mestu greiddar af gjöf Dagnýjar eins og áður var nefnt. Staðan á reikningnum um áramót var kr. 2.300.000 inneign. Búið er framkvæma nokkuð síðan og taldi Hermann að staðan nú væri um 5-600.000 sem ætti að duga vel fyrir þeim framkvæmdum sem framundan væru.
Nokkrar umræður urðu um reikningana. Bent var á að fáir greiddu félagsgjaldið (um 80 manns) og kom fram að sá fjöldi hefði lítið breyst frá upphafi. Þessi fjöldi er innan við helmingur eða kannski þriðjungur þeirra sem eru 25 ára og eldri og geta borgað félagsgjöld. Spurt var hvort sú ákvörðun að hætta að senda bréf til félagsmanna hefði hugsanlega fækkað greiðendum en Hermann kvað svo ekki vera. Reikningar voru samþykktir samhljóða.
3. Kosning skoðunarmanna reikninga
Ragnheiður Guðnadóttir var kosin með lófaklappi. Baldur Pálsson bar fram tillögu þess efnis að fjölga skoðunarmönnum og hafa þá tvo. Var samþykkt að Helgi Ómar Bragason yrði skoðunarmaður reikninga ásamt Ragnheiði.
4. Lagabreytingar
Tillaga kom fram um breytingu við grein 4.3. Eldri gerð hljóðar svo:
Á aðalfundi ættarmótsár eru kosnir 3 menn og 2 varamenn í framkvæmdastjórn til næstu 5 ára. Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
Tillaga eftir breytingu:
Á aðalfundi ættarmótsár eru kosnir 5 menn og 3 varamenn í framkvæmdastjórn til næstu 5 ára. Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
Þessi breyting var samþykkt með þorra atkvæða.
5. Kosning í stjórn og nefndir
Nokkur umræða var um stjórnarkjörið þar sem fram hafði komið tillaga um að fresta því um eitt ár og kjósa nýja stjórn á ættarmóti eins og reglurnar kveða á um. Var jafnframt lagt til að fráfarandi stjórn fengi umboð til að sitja í eitt til viðbótar við þau 5 sem hún hafði verið kosin til. Þessi tillaga hlaut ekki hljómgrunn meðal fundarmanna og var því ákveðið að kjósa nýja stjórn.
Tillaga kom fram um nýja stjórnarmenn og komu engin mótframboð fram Tillagan var samþykkt og telst því nýja stjórnin réttkjörin. Hana skipa:
Björn Sveinsson
Helgi Ómar Pálsson
Hermann Hermannsson
Marinó Stefánsson
Nína Helgadóttir
Þuríður Skarphéðinsdóttir
Björgheiður Margrét Helgadóttir
Þórarna Gró Friðjónsdóttir
6. Ákvörðun félagsgjalda og leigugjald
Stjórn lagði til óbreytt félagsgjöld og leigugjald og var það samþykkt samhljóða.
7. Önnur mál
Tvennt kom fram sem snertir tæknibúnað á ættarmótum. Annars vegar þyrfti að huga að því að þeir sem koma með hjólhýsi eða annan viðlíka búnað þurfa aðgang að rafmagni. Er því beint til nýrrar stjórnar að huga að rafmagnstenglum á ættarmótsflöt. Hins vegar var því beint til stjórnar hvort unnt væri að koma á nothæfu netaðgengi á tjaldsvæðinu fyrir ættarmótsgesti.
Annað kom fram sem snertir ættarmót sérstaklega. Lagt var til að sett verði klausa í leigureglur fyrir Skógargerði þess efnis að ekki verði hægt að leigja húsið fyrr en á hádegi á sunnudegi þá helgi sem ættarmót stendur. Var þessi tillaga samþykkt á fundinum án athugasemda.
Nokkur umræða skapaðist um nýjustu mubluna í húsinu, þ.e. koju sem komið hefur verið fyrir í búrinu (herberginu inn af eldhúsinu). Fram kom að kojan væri alltof stór og klunnaleg og fyllti nánast út í allt rýmið í herberginu og passaði mjög illa við aðrar mublur í húsinu. Auk þess þætti dýnan hörð og óþægileg. Eins var bent á að þetta herbergi væri sérlega hentugt fyrir elstu gestina þar sem nýja snyrtingin gerði það að verkum að þeir þyrftu ekki lengur að klöngrast upp og niður brattan stigann niður á snyrtinguna í kjallaranum. Hins vegar væri nokkuð erfitt að klöngrast fram úr nýja tvíbreiða rúminu þar sem á því eru gaflar og eina leiðin fram úr fyrir þann sem sefur innar væri að brölta yfir þann sem sefur utar. Fram kom hjá Hermanni að hávær krafa hefði komið um tvíbreitt rúm í eitt af herbergjunum í húsinu. Er nýrri stjórn falið að finna betri lausn.
Dagný Sigurðardóttir spurði fundarmenn hvort þeim hugnaðist að hafa aldurstakmark fyrir þá sem vildu leigja húsið. Hún hafði áhyggjur af því að einhverjir vildu kannski leigja húsið til að halda þar partý sem gæti farið úr böndunum. Bent var á að til að leigja húsið þyrfti að borga árgjald og þeir sem það gerðu væru 25 ára og eldri.
Fram kom að athuga mætti að færa flaggstöngina við grafreitinn þannig að hún sæist betur þegar komið væri að húsinu.
Spurt var um þátttöku ættmenna í framkvæmdum við húsið og hvort það fyrirkomulag að hóa fólki saman í sérstakar vinnuhelgar væri aflagt. Fram kom hjá Hermanni að slíkt fyrirkomulag hefði jafnan lent mest á önnum köfnum ættmennum sem búsettir væru á Austurlandi og því hefði verið gripið til þess ráðs að ráða utanaðkomandi menn í stór verk, s.s að mála húsið og endurbæta frárennsli í tengslum við nýja snyrtingu í anddyri.
Annað gerðist ekki. Í lok fundar var fráfarandi stjórn þakkað innilega fyrir vel unnin störf.
Aðalfundur Meiðs var haldinn 18. júlí með fjarfundarformi á 5 stöðum; í Skógargerði, á Þórshöfn, á Akureyri, í Reykjavík og í Sviss.
Í Skógargerði voru:
Baldur Pálsson
Björn Sveinsson
Dagný Sigurðardóttir
Helgi Gíslason
Hermann Hermannsson
Hermann Smárason
Hlynur Bragason
Hróar Hugosson
Ívar Ásgeirsson
Marinó Stefánsson
Ragnheiður Hermannsdóttir
Ragnhildur Indriðadóttir
Sigríður Guðmundsdóttir
Smári Hermannsson
Sólrún Víkingsdóttir
Á Hólmaslóð 4 í Reykjavík voru:
Hlynur Helgason
Ragnheiður Guðnadóttir
Sigríður D. Þorvaldsdóttir
Á Þórshöfn voru:
Dagný Marinósdóttir
Halldóra Sigríður Ágústsdóttir
Svala Sævarsdóttir
Í Sunnuhlíð 9 á Akureyri voru:
Dagný Sigurgeirsdóttir
Ingunn Pálsdóttir
Katrín Jóhannesdóttir
Í Sviss var:
Hilma Sveinsdóttir
Hermann setti fund kl. 11:10. Hlynur Bragason tók að sér fundarstjórn, fundargerð ritaði Sigríður Þorvaldsdóttir.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
Hermann flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 2019. Haldnir voru 5 bókaðir fundir auk nokkurra óformlegra. Ættarmótsnefnd var komið á laggirnar og hóf hún störf en vegna faraldursins þurfti að fresta þurfti ættarmótinu um eitt ár eins og kunnugt er.
Framkvæmdir frá síðasta aðalfundi voru miklar og ljóst að fráfarandi stjórn lét hendur standa fram úr ermum. Má þar helst nefna mikla og gagngera endurnýjun á eldhúsi með stærri og endurbættri innréttingu og nýjum tækjum (eldavél, uppþvottavél og ísskáp) og uppsetningu á snyrtingu í anddyri með tilheyrandi framkvæmdum við frárennsli. Auk þess var þak á bíslagi endurnýjað og járn sett á þakið á garðskúrnum í tóftinni. Gengið var frá stétt við vesturgafl og stóru grenitrén við tóftina voru felld. Fram kom hjá Hermanni að þessar miklu og kostnaðarsömu framkvæmdir hafi verið greiddar af rausnarlegu framlagi Dagnýjar Pálsdóttur til Meiðs en gjöf Dagnýjar var í minningu Ólafar Gísladóttur.
Hermann hefur endurgert lista frá Indriða Gíslasyni yfir húsbúnað í Skógargerði og bætt við listann munum og myndum af húsbúnaðinum. Einnig hefur hann gert lista yfir myndir á veggjum hússins með nöfnum þeirra sem prýða myndirnar. Allt er þetta aðgengilegt á heimasíðunni og listarnir liggja líka frammi í Skógargerði.
Hermann nefndi að erfiðlega gengi að virkja ritnefnd Meiðs og bað fundarmenn að hugsa ráð til að kveikja áhuga á skrifum meðal ættmenna.
Útleiga á húsinu árið 2019 var lítil eða aðeins 6 vikur og 2 helgar og mætti sannarlega vera meiri. Vonandi gera nýjustu endurbætur á eldhúsi og ný snyrting húsið enn fýsilegra fyrir ættmenn.
Hermann nefndi að ættartalan hafi verið uppfærð 2017. Hún er aðgengileg á heimasíðunni sem er orðin snjallsímavæn og því auðvelt að fletta upp í henni. Viðbætur og leiðréttingar á ættartölu má senda til Hermanns (s. 8948602 og [email protected]). Fram kom í máli Hermanns að afkomendur Dagnýjar og Gísla væru nú um 490 talsins.
Þó margt hafi verið gert er enn verk að vinna. Það þarf að ganga frá hatti á austurstafni og þakrennu á norðurhlið og tveimur niðurföllum þar. Setja þarf upp flóttaleið af efri hæð og mála 1. hæð og kjallara að innan. Ganga þarf frá grjótvegg við suðurhlið og svo þarf að bera á palla og tröppur. Útiborðið þarf að pússa upp og bera á.
Fundarmenn lýstu ánægju sinni með framkvæmdirnar.
2. Reikningar félagsins lagðir fram
Hermann lagði fram reikninga félagsins í fjarveru gjaldkera. Tekjur félagsins (félagsgjöld, leiga, endurgreiðslur o.fl., u.þ.b. kr. 1.300.000) stóðu vel undir rekstri hússins sem var um 655.000 kr. Framkvæmdir upp á tæpar 2 milljónir voru að mestu greiddar af gjöf Dagnýjar eins og áður var nefnt. Staðan á reikningnum um áramót var kr. 2.300.000 inneign. Búið er framkvæma nokkuð síðan og taldi Hermann að staðan nú væri um 5-600.000 sem ætti að duga vel fyrir þeim framkvæmdum sem framundan væru.
Nokkrar umræður urðu um reikningana. Bent var á að fáir greiddu félagsgjaldið (um 80 manns) og kom fram að sá fjöldi hefði lítið breyst frá upphafi. Þessi fjöldi er innan við helmingur eða kannski þriðjungur þeirra sem eru 25 ára og eldri og geta borgað félagsgjöld. Spurt var hvort sú ákvörðun að hætta að senda bréf til félagsmanna hefði hugsanlega fækkað greiðendum en Hermann kvað svo ekki vera. Reikningar voru samþykktir samhljóða.
3. Kosning skoðunarmanna reikninga
Ragnheiður Guðnadóttir var kosin með lófaklappi. Baldur Pálsson bar fram tillögu þess efnis að fjölga skoðunarmönnum og hafa þá tvo. Var samþykkt að Helgi Ómar Bragason yrði skoðunarmaður reikninga ásamt Ragnheiði.
4. Lagabreytingar
Tillaga kom fram um breytingu við grein 4.3. Eldri gerð hljóðar svo:
Á aðalfundi ættarmótsár eru kosnir 3 menn og 2 varamenn í framkvæmdastjórn til næstu 5 ára. Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
Tillaga eftir breytingu:
Á aðalfundi ættarmótsár eru kosnir 5 menn og 3 varamenn í framkvæmdastjórn til næstu 5 ára. Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
Þessi breyting var samþykkt með þorra atkvæða.
5. Kosning í stjórn og nefndir
Nokkur umræða var um stjórnarkjörið þar sem fram hafði komið tillaga um að fresta því um eitt ár og kjósa nýja stjórn á ættarmóti eins og reglurnar kveða á um. Var jafnframt lagt til að fráfarandi stjórn fengi umboð til að sitja í eitt til viðbótar við þau 5 sem hún hafði verið kosin til. Þessi tillaga hlaut ekki hljómgrunn meðal fundarmanna og var því ákveðið að kjósa nýja stjórn.
Tillaga kom fram um nýja stjórnarmenn og komu engin mótframboð fram Tillagan var samþykkt og telst því nýja stjórnin réttkjörin. Hana skipa:
Björn Sveinsson
Helgi Ómar Pálsson
Hermann Hermannsson
Marinó Stefánsson
Nína Helgadóttir
Þuríður Skarphéðinsdóttir
Björgheiður Margrét Helgadóttir
Þórarna Gró Friðjónsdóttir
6. Ákvörðun félagsgjalda og leigugjald
Stjórn lagði til óbreytt félagsgjöld og leigugjald og var það samþykkt samhljóða.
7. Önnur mál
Tvennt kom fram sem snertir tæknibúnað á ættarmótum. Annars vegar þyrfti að huga að því að þeir sem koma með hjólhýsi eða annan viðlíka búnað þurfa aðgang að rafmagni. Er því beint til nýrrar stjórnar að huga að rafmagnstenglum á ættarmótsflöt. Hins vegar var því beint til stjórnar hvort unnt væri að koma á nothæfu netaðgengi á tjaldsvæðinu fyrir ættarmótsgesti.
Annað kom fram sem snertir ættarmót sérstaklega. Lagt var til að sett verði klausa í leigureglur fyrir Skógargerði þess efnis að ekki verði hægt að leigja húsið fyrr en á hádegi á sunnudegi þá helgi sem ættarmót stendur. Var þessi tillaga samþykkt á fundinum án athugasemda.
Nokkur umræða skapaðist um nýjustu mubluna í húsinu, þ.e. koju sem komið hefur verið fyrir í búrinu (herberginu inn af eldhúsinu). Fram kom að kojan væri alltof stór og klunnaleg og fyllti nánast út í allt rýmið í herberginu og passaði mjög illa við aðrar mublur í húsinu. Auk þess þætti dýnan hörð og óþægileg. Eins var bent á að þetta herbergi væri sérlega hentugt fyrir elstu gestina þar sem nýja snyrtingin gerði það að verkum að þeir þyrftu ekki lengur að klöngrast upp og niður brattan stigann niður á snyrtinguna í kjallaranum. Hins vegar væri nokkuð erfitt að klöngrast fram úr nýja tvíbreiða rúminu þar sem á því eru gaflar og eina leiðin fram úr fyrir þann sem sefur innar væri að brölta yfir þann sem sefur utar. Fram kom hjá Hermanni að hávær krafa hefði komið um tvíbreitt rúm í eitt af herbergjunum í húsinu. Er nýrri stjórn falið að finna betri lausn.
Dagný Sigurðardóttir spurði fundarmenn hvort þeim hugnaðist að hafa aldurstakmark fyrir þá sem vildu leigja húsið. Hún hafði áhyggjur af því að einhverjir vildu kannski leigja húsið til að halda þar partý sem gæti farið úr böndunum. Bent var á að til að leigja húsið þyrfti að borga árgjald og þeir sem það gerðu væru 25 ára og eldri.
Fram kom að athuga mætti að færa flaggstöngina við grafreitinn þannig að hún sæist betur þegar komið væri að húsinu.
Spurt var um þátttöku ættmenna í framkvæmdum við húsið og hvort það fyrirkomulag að hóa fólki saman í sérstakar vinnuhelgar væri aflagt. Fram kom hjá Hermanni að slíkt fyrirkomulag hefði jafnan lent mest á önnum köfnum ættmennum sem búsettir væru á Austurlandi og því hefði verið gripið til þess ráðs að ráða utanaðkomandi menn í stór verk, s.s að mála húsið og endurbæta frárennsli í tengslum við nýja snyrtingu í anddyri.
Annað gerðist ekki. Í lok fundar var fráfarandi stjórn þakkað innilega fyrir vel unnin störf.