Ágúst Marinósson skrifar Síðunni
Blessaður Stefán.
Það er svolítill doði yfir Ættinni og fólk er eitthvað tregt að tjá sig. Þessi vefsíða er vel hugsuð og margt gott á henni, t.d. myndasafnið og ýmiss konar fróðleikur um skógargerðisfólk. Vandamálið er auðvitað að síðan er ekki uppfærð reglulega og þessvegna verður lítið spennandi að kíkja inn og sjá forsíðuna með ársgömlu efni. Nú er ég alls ekki að deila á stjórnina eða beinlínis á þann sem sér um vefsíðuna. Þetta er okkur öllum að kenna einsog sjálfstæðismenn segja um bankahrunið. Við erum ekki nógu dugleg að senda inn efni. Kannske væri til bóta að skipa einskonar ritnefnd, finna einhverja snillinga sem hafa gaman af að láta ljós sitt skína á prenti og láta þá dæla afurðum sínum inn á síðuna. Efnið yrði þó að einhverju leyti að fjalla um Ættina eða tengjast henni á einhvern hátt. Svoleiðis nefnd myndi stjórnin skipa eftir aðalfund og starfstími myndi vera á milli aðalfunda. Stefna þyrfti að því að uppfæra síðuna með pistlum, fréttum, myndum eða öðru efni ekki sjaldnar en á mánaðarfresti.
Annars er auðvelt að sitja hjá og rífa kjaft, fólk hefur sannarlega ýmislegt að gera annað en að leika sér í þessu árferði og Ættarsíðan er góð að öðru leyti en því sem ég hef áður minnst á . Kannske vill fólk einmitt hafa hana svona, sem einskonar upplýsingasafn sem hægt er að fletta upp í án þess að þar sé að vænta nýjustu frétta af mönnum og málefnum.
Allt gott að frétta úr Skagafirði, hingað er kreppan ekki komin enn hvað sem verður. Stundum hefur verið sagt um Skagafjörð að hann sé einsog risavaxið byggðasafn. Hér er nefnilega að finna eina kaupfélagið á landinu í fullum rekstri sem á hlut að nánast öllum atvinnufyrirtækjum sem einhverju máli skipta í byggðarlaginu og fullt af framsóknarmönnum sem hafa verið í útrýmingarhættu um árabil og voru komnir á válista fyrir Hrunið um allt land nema hér. Já við skagfirðingar erum stálheppnir að hafa okkar kaupfélag sem núna, þegar syrtir í álinn, virðist standa alla sjói af af sér. Fisk Seafood er útgerðarfyrirtæki hér á Króknum sem kaupfélagið á meirihluta í, að sjálfsögðu. Þeir eru í fimmta sæti yfir stærstu kvótahafa landsins og gera út fjóra togara. Eigið fé fyrirtækisins var eftir hrun um sjö milljarðar króna og lítur vel út með reksturinn á þessu ári. Kaupfélagssamsteypan er lífakkeri þessarar byggðar og á meðan vel gengur þar eru skagfirðingar í góðum málum.
Undirritaður hefur á stefnuskrá sinni á hverju ári að fara austur í Skógargerði og dvelja þar í minnst vikutíma eða svo. Síðan líður árið og alls konar atvik koma upp sem fresta stöðugt austurferðum. Áður en maður veit af er komið haust og farið að snjóa og Möðrudalsöræfin ófær. Reyndar hittist nú stundum þannig á að ég er á sjó meirihlutan af sumrinu og kemst ekki af þeim sökum. Þannig var ég fjarri góðu gamni þegar húsið var málað í hitteðfyrra. Þangað ætlaði ég þó að mæta og taka þátt í þessu frægðarverki. Skemmti mér vel við að lesa lýsingarnar og sérlega athyglisvert að skyldi vera endað á þakinu.
Vona að fólk fari að taka við sér og senda inn efni svo Stefán verði ekki skammaður meira.
Gústi Mar.
Blessaður Stefán.
Það er svolítill doði yfir Ættinni og fólk er eitthvað tregt að tjá sig. Þessi vefsíða er vel hugsuð og margt gott á henni, t.d. myndasafnið og ýmiss konar fróðleikur um skógargerðisfólk. Vandamálið er auðvitað að síðan er ekki uppfærð reglulega og þessvegna verður lítið spennandi að kíkja inn og sjá forsíðuna með ársgömlu efni. Nú er ég alls ekki að deila á stjórnina eða beinlínis á þann sem sér um vefsíðuna. Þetta er okkur öllum að kenna einsog sjálfstæðismenn segja um bankahrunið. Við erum ekki nógu dugleg að senda inn efni. Kannske væri til bóta að skipa einskonar ritnefnd, finna einhverja snillinga sem hafa gaman af að láta ljós sitt skína á prenti og láta þá dæla afurðum sínum inn á síðuna. Efnið yrði þó að einhverju leyti að fjalla um Ættina eða tengjast henni á einhvern hátt. Svoleiðis nefnd myndi stjórnin skipa eftir aðalfund og starfstími myndi vera á milli aðalfunda. Stefna þyrfti að því að uppfæra síðuna með pistlum, fréttum, myndum eða öðru efni ekki sjaldnar en á mánaðarfresti.
Annars er auðvelt að sitja hjá og rífa kjaft, fólk hefur sannarlega ýmislegt að gera annað en að leika sér í þessu árferði og Ættarsíðan er góð að öðru leyti en því sem ég hef áður minnst á . Kannske vill fólk einmitt hafa hana svona, sem einskonar upplýsingasafn sem hægt er að fletta upp í án þess að þar sé að vænta nýjustu frétta af mönnum og málefnum.
Allt gott að frétta úr Skagafirði, hingað er kreppan ekki komin enn hvað sem verður. Stundum hefur verið sagt um Skagafjörð að hann sé einsog risavaxið byggðasafn. Hér er nefnilega að finna eina kaupfélagið á landinu í fullum rekstri sem á hlut að nánast öllum atvinnufyrirtækjum sem einhverju máli skipta í byggðarlaginu og fullt af framsóknarmönnum sem hafa verið í útrýmingarhættu um árabil og voru komnir á válista fyrir Hrunið um allt land nema hér. Já við skagfirðingar erum stálheppnir að hafa okkar kaupfélag sem núna, þegar syrtir í álinn, virðist standa alla sjói af af sér. Fisk Seafood er útgerðarfyrirtæki hér á Króknum sem kaupfélagið á meirihluta í, að sjálfsögðu. Þeir eru í fimmta sæti yfir stærstu kvótahafa landsins og gera út fjóra togara. Eigið fé fyrirtækisins var eftir hrun um sjö milljarðar króna og lítur vel út með reksturinn á þessu ári. Kaupfélagssamsteypan er lífakkeri þessarar byggðar og á meðan vel gengur þar eru skagfirðingar í góðum málum.
Undirritaður hefur á stefnuskrá sinni á hverju ári að fara austur í Skógargerði og dvelja þar í minnst vikutíma eða svo. Síðan líður árið og alls konar atvik koma upp sem fresta stöðugt austurferðum. Áður en maður veit af er komið haust og farið að snjóa og Möðrudalsöræfin ófær. Reyndar hittist nú stundum þannig á að ég er á sjó meirihlutan af sumrinu og kemst ekki af þeim sökum. Þannig var ég fjarri góðu gamni þegar húsið var málað í hitteðfyrra. Þangað ætlaði ég þó að mæta og taka þátt í þessu frægðarverki. Skemmti mér vel við að lesa lýsingarnar og sérlega athyglisvert að skyldi vera endað á þakinu.
Vona að fólk fari að taka við sér og senda inn efni svo Stefán verði ekki skammaður meira.
Gústi Mar.