Virðulegu ættingjar og aðrir ættingjar.
Vefstjóri er að minna okkur á Skógargerðishúsið og vil ég því greina frá því að ég var þar í nokkra daga frá 8. ágúst í boði Kolbeins bróður míns ásamt fleirum úr okkar systkinahópi.
Stjórn Meiðs á miklar þakkir skildar fyrir dugnaðinn við að koma húsinu í gott stand, eldhúsið og baðið er nú fullboðlegt hverjum sem er, góð rúm eru komin alls staðar, ný kjallarahurð, ný pallhúsgögn; alltaf verið að lagfæra og endurbæta. Húrra fyrir ykkur og öllum sem að þessu koma.
Nafna mín Sigurðardóttir fær líka kærar þakkir fyrir gott skipulag og fallegan frágang og umgengni á öllu innanhúss. Það er notalegt og gott að vera í Skógargerðishúsinu og umhverfis það, þar ríkir sálarbætandi friður og ró. Kannski óþarflega mikið skrjáf í öspunum. Kannski óþarflega margar aspir!
Lifið heil.
Dagný Marinós.
Vefstjóri er að minna okkur á Skógargerðishúsið og vil ég því greina frá því að ég var þar í nokkra daga frá 8. ágúst í boði Kolbeins bróður míns ásamt fleirum úr okkar systkinahópi.
Stjórn Meiðs á miklar þakkir skildar fyrir dugnaðinn við að koma húsinu í gott stand, eldhúsið og baðið er nú fullboðlegt hverjum sem er, góð rúm eru komin alls staðar, ný kjallarahurð, ný pallhúsgögn; alltaf verið að lagfæra og endurbæta. Húrra fyrir ykkur og öllum sem að þessu koma.
Nafna mín Sigurðardóttir fær líka kærar þakkir fyrir gott skipulag og fallegan frágang og umgengni á öllu innanhúss. Það er notalegt og gott að vera í Skógargerðishúsinu og umhverfis það, þar ríkir sálarbætandi friður og ró. Kannski óþarflega mikið skrjáf í öspunum. Kannski óþarflega margar aspir!
Lifið heil.
Dagný Marinós.