Frá Skógargerði gamlar skannaðar myndir frá Gísla Sigurgeirssyni
Skógargerðistún: Hér sjáum við yfir gamla bæinn í Skógargerði, eða öllu heldur það sem eftir stóð af honum undir miðja síðustu öld. Gamla smiðjan næst. Skógargerði
Hér er þrímennt á gamla Grána. Fremst er Sigurlína Ármann Huldu og Sigurgeirs, í klemmu á milli stelpnanna er Smári Siggu og Hermanns og himnalengjan Dagný Huldu og Sigurgeirs er eins og herforingi aftur á lend. Gamli bærinn sést vel. Gamla Trygg má einnig greina og ef vel er gáð glittir í Huldu hægra megin á myndinni. Sigurgeir og Hulda hafa væntanlega komið á jeppanum, A 29, sem er vinstra megin á myndinni. Bíllinn sá var í eigu Snorra Pálssonar, vinar Sigurgeirs. Þessi bíll er nú á samgönguminjasafninu á Ysta-Felli í upprunalegu útliti sem herjeppi.
Gísli og Spori. Hér er Gísli Sigurgeirsson með Spora, en þetta var fyrirmyndarhundur, sem sparaði mörg sporin við smalamennsku. Hann átti það að vísu til, að fitna talsvert, en það háði honum ekki að ráði
Hér eru þær systur, Þórhalla og Hulda Gísladætur. Halla með Dagnýju og Hulda með Gísla á fyrsta ári. Hann hefur stækkað ögn frá því þessi mynd er tekin og Dagný raunar líka!!! Myndin er tekin við hús Huldu og Sigurgeirs á Akureyri.