Fréttabréf Meiðs 20. febrúar 2004
23-04-2004
Reykjavík, 20. febrúar 2004
Kæru ættingjar.
Þrátt fyrir þrálátan orðróm um hið gagnstæða þá hefur félagið okkar alls ekki setið auðum höndum. Þann 3. febrúar hittist framkvæmdastjórn Meiðs á fundi að Bakkastíg 4 og voru mættir Björn Sveinsson, formaður, Sigríður Þorvaldsdóttir, gjaldkeri, og Jón Skúli Indriðason sem var staðgengill ritara. Á fundinum var m.a. rætt um verkefnin framundan og væntanlegan aðalfund félagsins. Í þessu bréfi fáið þið fréttir af því sem helst bar á góma á fundinum og bréfið er jafnframtfundarboð
Eins og stefnt var að þá tók félagið við húsinu í Skógargerði um áramótin 2002 – 2003 og í kjölfarið var gefið út afsal fyrir húsinu frá Víkingi til félagsins. Afsalið var gefið út þann 15. mars 2003.
Á fundi sem haldinn var 1. ágúst 2002 var samþykkt að stofnuð skyldi sérstök húsnefnd er hafa skyldi umsjón með útleigu hússins. Dagný Sigurðardóttir féllst á að taka að sér stjórn þeirrar nefndar. Húsið er því til útleigu nú þegar og er áhugasömum bent á að tala við Dagnýju um málið, síminn hjá henni er 4711134 og 8497390. Enn eru ekki mótaðar úthlutunarreglur og er stjórn sammála um það að stíga varlega til jarðar í þeim efnum og sjá fyrst hver eftirspurnin verður á næstu mánuðum og sumri komanda. Stjórn taldi rétt að fyrst um sinn yrði vikuleiga fyrir húsið 15.000 kr. að sumarlagi en það er mjög nálægt því verði sem meðlimir stéttarfélaga greiða fyrir leigu á sumarhúsum þeirra félaga. Leiga fyrir lengri tíma og utan sumartíma verður samkomulagsatriði.
Heimtur hafa verið sæmilegar á félagsgjöldum en þó má enn gera betur. Núna eru um 320.000,- á reikningi félagsins. Með þessu bréfi fáið þið greiðsluseðil með árgjaldi fyrir árið 2003. Beðist er velvirðingar á því hve seint hann kemur. Alltaf er eitthvað um að bréf þessi séu endursend vegna þess að heimilisföng eru ekki rétt. Ef þið vitið um einhvern ættingja, 18 ára og eldri, sem fær ekki bréfið og seðilinn í hendur þætti okkur vænt um að þið létuð gjaldkera vita. Það má líka greiða árgjald beint inn á reikning félagsins, númer hans er 0306-26-3770. Ljóst er að félagsgjöldin ein og sér duga rétt til að reka húsið réttu megin við núllið. Ef stunda á eðlilegt viðhald á húsinu og hugsanlega einhverja uppbyggingu þurfa leigutekjur að koma til. Eins og sakir standa þarf að sinna lagfæringum á baðaðstöðu, setja flísar á gólf og gera hana meira aðlaðandi.
Aðalfundur félagsins verður haldinn þann 25. apríl kl. 14:00. Fundurinn verður haldinn í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3 í Reykjavík og er hér með boðað til hans. Dagskrá aðalfundar verður eins og segir í samþykktum félagsins. Er hér með skorað á meðlimi félagsins að fjölmenna sem mest þeir mega og láta ljós sitt skína þar.
Annars er það helst að frétta úr Skógargerði að þar hafa menn ekki frekar en annarstaðar á Austurlandi farið varhluta af þeim mikla uppgangi sem þar á nú sér stað. Þeir feðgar Víkingur og Sigfús eru að reisa sumarhús sem þeir hyggjast bjóða gestum og gangandi til leigu. Þeir hafa hafið athuganir á tryggari vatnsöflun fyrir svæðið. Vonandi getur félagið tekið einhvern þátt í þeim framkvæmdum sem gamla húsið mun njóta góðs af. Á heimasíðu félagsins skogargerdi.is verður vonandi bráðum hægt að skoða loftmynd af svæðinu þar sem lóð hússins verður afmörkuð sem og brugðið ljósi á framkvæmdir þeirra feðga sem geta ekki orðið til annars en góðs fyrir staðinn og félagið okkar. Eru menn hér með hvattir til að heimsækja heimasíðuna og láta þar jafnvel frá sér eitthvað spaklegt og jafnvel djúphyggið.
Bestu kveðjur frá stjórn Meiðs.
Björn Sveinsson s: 4711612 [email protected]
Sigríður Þorvaldsdóttir s: 5524119 [email protected]
Helgi Indriðason s: 4663365 [email protected]
23-04-2004
Reykjavík, 20. febrúar 2004
Kæru ættingjar.
Þrátt fyrir þrálátan orðróm um hið gagnstæða þá hefur félagið okkar alls ekki setið auðum höndum. Þann 3. febrúar hittist framkvæmdastjórn Meiðs á fundi að Bakkastíg 4 og voru mættir Björn Sveinsson, formaður, Sigríður Þorvaldsdóttir, gjaldkeri, og Jón Skúli Indriðason sem var staðgengill ritara. Á fundinum var m.a. rætt um verkefnin framundan og væntanlegan aðalfund félagsins. Í þessu bréfi fáið þið fréttir af því sem helst bar á góma á fundinum og bréfið er jafnframtfundarboð
Eins og stefnt var að þá tók félagið við húsinu í Skógargerði um áramótin 2002 – 2003 og í kjölfarið var gefið út afsal fyrir húsinu frá Víkingi til félagsins. Afsalið var gefið út þann 15. mars 2003.
Á fundi sem haldinn var 1. ágúst 2002 var samþykkt að stofnuð skyldi sérstök húsnefnd er hafa skyldi umsjón með útleigu hússins. Dagný Sigurðardóttir féllst á að taka að sér stjórn þeirrar nefndar. Húsið er því til útleigu nú þegar og er áhugasömum bent á að tala við Dagnýju um málið, síminn hjá henni er 4711134 og 8497390. Enn eru ekki mótaðar úthlutunarreglur og er stjórn sammála um það að stíga varlega til jarðar í þeim efnum og sjá fyrst hver eftirspurnin verður á næstu mánuðum og sumri komanda. Stjórn taldi rétt að fyrst um sinn yrði vikuleiga fyrir húsið 15.000 kr. að sumarlagi en það er mjög nálægt því verði sem meðlimir stéttarfélaga greiða fyrir leigu á sumarhúsum þeirra félaga. Leiga fyrir lengri tíma og utan sumartíma verður samkomulagsatriði.
Heimtur hafa verið sæmilegar á félagsgjöldum en þó má enn gera betur. Núna eru um 320.000,- á reikningi félagsins. Með þessu bréfi fáið þið greiðsluseðil með árgjaldi fyrir árið 2003. Beðist er velvirðingar á því hve seint hann kemur. Alltaf er eitthvað um að bréf þessi séu endursend vegna þess að heimilisföng eru ekki rétt. Ef þið vitið um einhvern ættingja, 18 ára og eldri, sem fær ekki bréfið og seðilinn í hendur þætti okkur vænt um að þið létuð gjaldkera vita. Það má líka greiða árgjald beint inn á reikning félagsins, númer hans er 0306-26-3770. Ljóst er að félagsgjöldin ein og sér duga rétt til að reka húsið réttu megin við núllið. Ef stunda á eðlilegt viðhald á húsinu og hugsanlega einhverja uppbyggingu þurfa leigutekjur að koma til. Eins og sakir standa þarf að sinna lagfæringum á baðaðstöðu, setja flísar á gólf og gera hana meira aðlaðandi.
Aðalfundur félagsins verður haldinn þann 25. apríl kl. 14:00. Fundurinn verður haldinn í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3 í Reykjavík og er hér með boðað til hans. Dagskrá aðalfundar verður eins og segir í samþykktum félagsins. Er hér með skorað á meðlimi félagsins að fjölmenna sem mest þeir mega og láta ljós sitt skína þar.
Annars er það helst að frétta úr Skógargerði að þar hafa menn ekki frekar en annarstaðar á Austurlandi farið varhluta af þeim mikla uppgangi sem þar á nú sér stað. Þeir feðgar Víkingur og Sigfús eru að reisa sumarhús sem þeir hyggjast bjóða gestum og gangandi til leigu. Þeir hafa hafið athuganir á tryggari vatnsöflun fyrir svæðið. Vonandi getur félagið tekið einhvern þátt í þeim framkvæmdum sem gamla húsið mun njóta góðs af. Á heimasíðu félagsins skogargerdi.is verður vonandi bráðum hægt að skoða loftmynd af svæðinu þar sem lóð hússins verður afmörkuð sem og brugðið ljósi á framkvæmdir þeirra feðga sem geta ekki orðið til annars en góðs fyrir staðinn og félagið okkar. Eru menn hér með hvattir til að heimsækja heimasíðuna og láta þar jafnvel frá sér eitthvað spaklegt og jafnvel djúphyggið.
Bestu kveðjur frá stjórn Meiðs.
Björn Sveinsson s: 4711612 [email protected]
Sigríður Þorvaldsdóttir s: 5524119 [email protected]
Helgi Indriðason s: 4663365 [email protected]