Fundargerð
01.08.02
Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar Meiðs, í Skógargerði. Mættir voru Sigríður Þorvaldsdóttir, Björn Sveinsson og Hlynur Bragason. Sigríður setti fundinn og upplýsti að stjórnin skipti með ser verkum þannig að Björn Sveinsson er formaður, Sigríður Þorvaldsdóttir er gjaldkeri og Hegi Indriðason er ritari.
Dagný Marinósdóttir skrifaði fundargerð i fjarveru Helga.
Gjaldkeri upplýsti að 60 manns hefðu greitt félagsgjöld og enn væru að tínast inn greiðsluseðlar.Rætt var um að koma húsnefnd á laggirnar og voru menn sammála um að hún yrði að vera hér fyrir austan. Var formanni falið að ræða við Dagnýju Sigurðar um að hún veiti húsnefnd forstöðu og finni sér samstarfsmenn. Húsnefnd og stjórn koma sér saman um verksvið og viðfangsefni. Semja þarf húsreglur, finna út gjaldskrá og fl. Víkingur er fyrsti maður til að hafa samráð við og einnig hin systkinin. Ákveða þarf hvenær útleiga hússins gæti hafist og hvernig umsóknum yrði háttað. Ræddar voru tillögur frá Indriða Gíslasyni m.a. um að Meiður taki við rekstri hússisns frá næstu áramótum og fellst stjórnin fúslega á það. Einnig tillögur um húsnefnd og viðhald hússins. Forgangsverkefni er að lagfæra gólfið á baðherberginu og mála það. Rætt var um hvernig stjórnarfundum yrði háttað og voru stjórnarmenn áfram um að hittst sem oftast þótt sími og tölva komi líka til greina í samskiptum. Einnig var rætt um að hafa samráð við systkinin á fundum sem boðað yrði til í því skyni.
Fjallað var um rekstrarkostnað hússins; fasteignagjöld, rafmagn, tryggingar og viðhald. Fastur kostnaður er líklega um 250þúsund á ári. Ljós er að árgjöld 60 félagsmanna hrökkva ekki til og meiri fjáröflun er nauðsynleg. Varðandi húsnefnd er nauðsynlegt að hluti hennar eigi heima austanlands, vegna eftirlits með húsinu en umsóknir, greiðslur og annað þ.h. má alveg eins afgreiða í öðrum landshlutum.
Sigríði og Dagnýju er falið að halda fund með systkinunum fyrir sunnan í september og stefnt er að því að sent verði út t.d. í Ættarpósti, fréttir af gangi mála í október.
Ættarmótsnefnd þarf að skipa og mun stjórn lýsa eftir sjálfboðaliðum í þá nefnd á skogargerdi.is
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl 23,10
Fundarritari
01.08.02
Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar Meiðs, í Skógargerði. Mættir voru Sigríður Þorvaldsdóttir, Björn Sveinsson og Hlynur Bragason. Sigríður setti fundinn og upplýsti að stjórnin skipti með ser verkum þannig að Björn Sveinsson er formaður, Sigríður Þorvaldsdóttir er gjaldkeri og Hegi Indriðason er ritari.
Dagný Marinósdóttir skrifaði fundargerð i fjarveru Helga.
Gjaldkeri upplýsti að 60 manns hefðu greitt félagsgjöld og enn væru að tínast inn greiðsluseðlar.Rætt var um að koma húsnefnd á laggirnar og voru menn sammála um að hún yrði að vera hér fyrir austan. Var formanni falið að ræða við Dagnýju Sigurðar um að hún veiti húsnefnd forstöðu og finni sér samstarfsmenn. Húsnefnd og stjórn koma sér saman um verksvið og viðfangsefni. Semja þarf húsreglur, finna út gjaldskrá og fl. Víkingur er fyrsti maður til að hafa samráð við og einnig hin systkinin. Ákveða þarf hvenær útleiga hússins gæti hafist og hvernig umsóknum yrði háttað. Ræddar voru tillögur frá Indriða Gíslasyni m.a. um að Meiður taki við rekstri hússisns frá næstu áramótum og fellst stjórnin fúslega á það. Einnig tillögur um húsnefnd og viðhald hússins. Forgangsverkefni er að lagfæra gólfið á baðherberginu og mála það. Rætt var um hvernig stjórnarfundum yrði háttað og voru stjórnarmenn áfram um að hittst sem oftast þótt sími og tölva komi líka til greina í samskiptum. Einnig var rætt um að hafa samráð við systkinin á fundum sem boðað yrði til í því skyni.
Fjallað var um rekstrarkostnað hússins; fasteignagjöld, rafmagn, tryggingar og viðhald. Fastur kostnaður er líklega um 250þúsund á ári. Ljós er að árgjöld 60 félagsmanna hrökkva ekki til og meiri fjáröflun er nauðsynleg. Varðandi húsnefnd er nauðsynlegt að hluti hennar eigi heima austanlands, vegna eftirlits með húsinu en umsóknir, greiðslur og annað þ.h. má alveg eins afgreiða í öðrum landshlutum.
Sigríði og Dagnýju er falið að halda fund með systkinunum fyrir sunnan í september og stefnt er að því að sent verði út t.d. í Ættarpósti, fréttir af gangi mála í október.
Ættarmótsnefnd þarf að skipa og mun stjórn lýsa eftir sjálfboðaliðum í þá nefnd á skogargerdi.is
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl 23,10
Fundarritari