Gísli Sigurgeirsson skrifar um viðtalið við Gísla Helgason bónda í Skógargerði, sem Guðmundur Andri
Sælt veri fólkið.
Það er gaman að heyra þetta. Hins vegar skal ég viðurkenna, að ég þekkti ekki gamla manninn, þótt ég hafi verið í sveit hjá honum sumar eftir sumar og hann oft langdvölum hjá okkur á Akureyri. Frásagnagleðin er á sínum stað, en það er hljómurinn í röddinni, sem er ekki afi. Ég veit ekki hvernig þetta var tekið upp eða hvernig þetta hefur verið yfirfært á nútímatækni. En ég er ekki frá því að hraðinn hafi aukist viljandi eða óviljandi. Við það breytist röddin; hún verður harðari og hvellari. Hvað um það; þetta er ekki röddin hans afa eins og hún lifir í minningu minni, en engu að síður var gaman að heyra þetta. Sá gamli sagði alltaf hispurslaust frá, var ekki að fela neitt. Þökk sé Guðmundi Andra og Stefáni Hermannssyni. Stefán er greinilega kominn í ham á heimasíðunni og vonandi opnar hann þar fyrir skoðanaskipti innan tíðar.
Gísli Sigurgeirsson
Sælt veri fólkið.
Það er gaman að heyra þetta. Hins vegar skal ég viðurkenna, að ég þekkti ekki gamla manninn, þótt ég hafi verið í sveit hjá honum sumar eftir sumar og hann oft langdvölum hjá okkur á Akureyri. Frásagnagleðin er á sínum stað, en það er hljómurinn í röddinni, sem er ekki afi. Ég veit ekki hvernig þetta var tekið upp eða hvernig þetta hefur verið yfirfært á nútímatækni. En ég er ekki frá því að hraðinn hafi aukist viljandi eða óviljandi. Við það breytist röddin; hún verður harðari og hvellari. Hvað um það; þetta er ekki röddin hans afa eins og hún lifir í minningu minni, en engu að síður var gaman að heyra þetta. Sá gamli sagði alltaf hispurslaust frá, var ekki að fela neitt. Þökk sé Guðmundi Andra og Stefáni Hermannssyni. Stefán er greinilega kominn í ham á heimasíðunni og vonandi opnar hann þar fyrir skoðanaskipti innan tíðar.
Gísli Sigurgeirsson