Gísli Sig 29.09.07 Til baka
Gísli Sigurgeirsson skrifar ættinni
Sælt veri fólkið.
Það er gaman af kveðskap þeirra bræðra, Indriða og Víkings. Vonandi gefst þeim oftar tækifæri til að yrkja saman og ég tel næsta víst, að þeir eigi nokkur vísukorn í handraðanum, sem fengur væri að fá á heimasíðuna.
Ég fór austur á Hérað um helgina til að kveðja vinkonu mína og frænku;
Hólmfríði Helgadóttur Gíslasonar frá Skógargerði og Gróu Björnsdóttur frá Rangá, sem var jarðsungin frá Egilsstaðakirkju í gær.
Kirkjan var fullsetin ættingjum og vinum Hólmfríðar og fjölskyldu hennar. Útförin var falleg og tónlistin smekklega valin. Sálmar voru sungnir í upphafi og eftir moldun, en þess á milli alþýðulög. Mér fannst eins og Hólma hefði valið þetta sjálf. Sr. Lára G. Oddsdóttir á Valþjófsstað jarðsöng og kór Áskirkju söng, m.a. erindi Páls Jónssonar á Skeggjastöðum;
Þegar leysist lífsins band
og ljósið hverfur sýnum,
eiga vil ég Austurland
undir svæfli mínum.
Að lokinni minningarræðu var sungið lag, sem eiginmaður Hólmu, Bragi Gunnlaugsson, gerði til konur sinnar á yngri árum, en ljóðið gerði Sólrún Eiríksdóttir á Krossi, samkvæmt forskrift Braga. Þar segir m.a:
“Manstu okkar fornu fögru kynni
þá fögur ríkti sumarnóttin heið,
við dönsuðum, þín dvaldi hönd í minni
og dýrleg var sú stund, en fljótt hún leið.
Hólmfríður var jarðsett í heimagrafreit á Setbergi og báru börn hennar og barnabörn kistuna til grafar, en kistan var smíðuð úr lerki úr skógum Fljótsdalshéraðs. Fór vel á því, þar sem Hólma var mikil ræktunarkona. Að lokinni athöfn var drukkið erfi í grunnskóla Fellabæjar.
Hólma hafði mikinn áhuga á uppbyggingu ættaróðalsins í Skógargerði. Hún kom þangað á haustdögum með myndverk, sem hafa að geyma prjónlesi ömmu í Skógerði. Ég hengdi þessi myndverk upp á útfarardegi Hólmu, annað þeirra fór í baðstofuna, en hitt í eldhúsið. Stjórn Meiðs ákvað einnig, að kaupa sex ný rúm í húsið. Tók ég að mér að flytja þau austur og eru þau komin í gamla bæinn. Héraðsmenn ætla að fullkomna verkið með því að kaupa lök og teppi á rúmin og þar með er aðbúnaðurinn í Skógargerði orðinn mjög góður. Ég hvet Skógerðinga til að nýta sér þennan gistimöguleika á Héraði, þar sem hægt er að lesa sögur ættarinnar við hvert fótmál, ef að er gáð. Hafið samband við Dagnýju Sigurðar og festið ykkur húsið. Þarna geta tíu manns gist með góðu móti. Njótið vel.
Kær kveðja
Gísli Sigurgeirsson
Sælt veri fólkið.
Það er gaman af kveðskap þeirra bræðra, Indriða og Víkings. Vonandi gefst þeim oftar tækifæri til að yrkja saman og ég tel næsta víst, að þeir eigi nokkur vísukorn í handraðanum, sem fengur væri að fá á heimasíðuna.
Ég fór austur á Hérað um helgina til að kveðja vinkonu mína og frænku;
Hólmfríði Helgadóttur Gíslasonar frá Skógargerði og Gróu Björnsdóttur frá Rangá, sem var jarðsungin frá Egilsstaðakirkju í gær.
Kirkjan var fullsetin ættingjum og vinum Hólmfríðar og fjölskyldu hennar. Útförin var falleg og tónlistin smekklega valin. Sálmar voru sungnir í upphafi og eftir moldun, en þess á milli alþýðulög. Mér fannst eins og Hólma hefði valið þetta sjálf. Sr. Lára G. Oddsdóttir á Valþjófsstað jarðsöng og kór Áskirkju söng, m.a. erindi Páls Jónssonar á Skeggjastöðum;
Þegar leysist lífsins band
og ljósið hverfur sýnum,
eiga vil ég Austurland
undir svæfli mínum.
Að lokinni minningarræðu var sungið lag, sem eiginmaður Hólmu, Bragi Gunnlaugsson, gerði til konur sinnar á yngri árum, en ljóðið gerði Sólrún Eiríksdóttir á Krossi, samkvæmt forskrift Braga. Þar segir m.a:
“Manstu okkar fornu fögru kynni
þá fögur ríkti sumarnóttin heið,
við dönsuðum, þín dvaldi hönd í minni
og dýrleg var sú stund, en fljótt hún leið.
Hólmfríður var jarðsett í heimagrafreit á Setbergi og báru börn hennar og barnabörn kistuna til grafar, en kistan var smíðuð úr lerki úr skógum Fljótsdalshéraðs. Fór vel á því, þar sem Hólma var mikil ræktunarkona. Að lokinni athöfn var drukkið erfi í grunnskóla Fellabæjar.
Hólma hafði mikinn áhuga á uppbyggingu ættaróðalsins í Skógargerði. Hún kom þangað á haustdögum með myndverk, sem hafa að geyma prjónlesi ömmu í Skógerði. Ég hengdi þessi myndverk upp á útfarardegi Hólmu, annað þeirra fór í baðstofuna, en hitt í eldhúsið. Stjórn Meiðs ákvað einnig, að kaupa sex ný rúm í húsið. Tók ég að mér að flytja þau austur og eru þau komin í gamla bæinn. Héraðsmenn ætla að fullkomna verkið með því að kaupa lök og teppi á rúmin og þar með er aðbúnaðurinn í Skógargerði orðinn mjög góður. Ég hvet Skógerðinga til að nýta sér þennan gistimöguleika á Héraði, þar sem hægt er að lesa sögur ættarinnar við hvert fótmál, ef að er gáð. Hafið samband við Dagnýju Sigurðar og festið ykkur húsið. Þarna geta tíu manns gist með góðu móti. Njótið vel.
Kær kveðja
Gísli Sigurgeirsson