Til baka
Formáli
Indriði Gíslason digtaði þetta upp snemma árs 1950 og ætlaði til flutnings, sem skemmtiatriði á Þorrablóti Fellamanna það ár, sem einhverskonar pistil sem síðan hafa verið fluttir á því Þorrablóti. Einhverra hluta vegna komst hann ekki á Þorrablótið og fékk þá Gísla gamla til að flytja þetta fyrir sig á þorrablótinu. Það fórst þó á einhvern hátt fyrir hjá Gísla en ekki var þó öllu lokið því að Gísli flutti síðan pistilinn á þorrablóti Tungumanna í Kirkjubæ, seinna á þorranum þetta ár.
Indriði Gíslason frá Skógargerði
Himnaríkisför
Fellamanna
Það er upphaf þessa máls, að einn sólfagran júlímorgun lágum við Pétur postuli í hlaðvarpa Himnaríkis og sleiktum sólskinið. Mörgum kann ef til vill að finnast það sérkennilegt, að ég, greinilega bersyndugur maðurinn, skyldi vera staddur á þessum stað, en það gerist nú margt ótrúlegt á þessum síðustu og verstu tímum. Ég átti að vera þarna til aðstoðar Pétri í forföllum Páls postula, því þetta var einmitt árið sem hann féll ofan af háum norðaustan skýjagarði út og norður í Hlíðarfjöllum. Afleiðingarnar urðu þær, að hann fótbrotnaði, blessaður.
Það var lítið að gera hjá okkur Pétri þennan morgun, því aðsóknin að Paradís var í minna lagi. Ég gæti rétt trúað, að okkur hafi verið líkt innanbrjósts, þarna sem við lágum í leti okkar, eins og mönnum í “setuliði” Brynjólfs vinar míns á Ekkjufelli hlýtur að hafa liðið oft á tíðum. Sér í lagi þegar þeir sátu einhversstaðar á skurðbakka og horfðu dreymandi augum á rekuna standa í malarhlassi á miðjum veginum. Það var stundum eins og þeir ætluðu sér að koma rekunni til verka með hugarorkunni einni saman. Mér er ekki kunnugt um að það hafi tekist.
-Bærileg ætlar heyskapartíðin að verða, muldraði Pétur í skegg sér um leið og hann hann leit syfjulega yfir túnið, þar sem nokkrir englar voru að slá, hver með sínum Fergusyni. Nokkru seinna, þegar ég var alveg að festa blundinn, leit Pétur á gullarmbandsúrið sitt og mælti hressilega:
-Nú, það er komið miðaftan, þá er loksins kominn kaffitími.
Ég spratt á fætur, rétt eins og ég gerði gjarnan á árum áður, þegar ég var að flækjast í vegavinnu hjá Helga bróður mínum á Helgafelli. Þá þóttu það alltaf mikil gleðitíðindi, þegar komið var að matar og kaffitímum. Við Pétur vorum að víkja okkur inn um Gullna-hliðið þegar okkur barst til eyrna dómsdagshávaði neðan af veginum. Fyrst datt okkur í hug, að Lúkas hefði enn einu sinni verið að fikta í atómsprengjunni. En þegar betur var að gáð sáum við vörubifreið koma með kjarnorkuhraða og stefndi hún heim í hlað á Himnaríki.
–Alltaf þurfa þeir helst að koma á kaffitímum, en við verðumst víst að huga að því hvaða höfðingjar þetta eru, sagði Pétur ólundarlega.
Bifreiðin færðist nú óðfluga nær og kvaðst Pétur greinilega heyra á hljóðinu, að þetta væri Chervolet. Það mátti einnig sjá, að farartæki þetta var blátt að lit og stóðu margir farþegar aftur á palli. Þeir sungu allir við raust svo af varð hinn mesti hávaði og glumrugangur. Þóttist ég brátt bera kennsl á bílinn. Var þar greinilega komin luxusbifreiðin S 108, sem Helgi bróðir telst eigandi að. Brátt bar ég líka kennsl á mannskapinn.
-Hér munu Fellamenn komnir vera, sennilega Út-Fellamenn, sagði ég við Pétur og satt að segja var mér ekki rótt, því allir vita hvernig Fellamenn geta látið.
–Blessaður hlauptu þá og náðu í doðrantana, sem hafa að geyma syndir Fellamanna, það eru í það minnsta orðnir einir þrír doðrantar, sagði Pétur og áréttaði við mig að gleyma nú engu. Ég hljóp af stað, en Pétur gerði sig valdmannslegan.
Á meðan ég var að rogast með doðrantana út á hlaðið var sá blái að renna í hlað. Stöðvaðist bíllinn með miklum rykk og þóttist ég þar þekkja ökulag Helga bróður míns.
– Nú, hann er með tvo framm´í, sagði Pétur og var allt annað en hýr á svipinn.
Síðan vatt hann sér upp á stigbrettið bílstjóramegin og sagði höstugur við Helga á Helgafelli, sem sat undir stýri:
-Hvernig vogar þú sér að koma ólöglegur til þessa staðar?
–Hvurt í þreifandi, er Sveinsson líka hér, tautaði bílstjórinn í barm sér, en gerði sig sig ekki líklegan til að fækka farþegum í framsætinu eða sýna yfirbót. Ég vissi að hann gerði lítið með Sveinsson og það var greinileg að hann setti postulann undir sama hatt.
Brynjólfur setuliðshertogi frá Ekkjufelli, sem sat ökumanninum á aðra hönd, kom þá til bjargar. Kastaði hann kurteislega kveðju á Pétur og tókst að mýkja hann upp, enda er Brynki þaulæfður og vel til þess fallinn, að eiga tal við höfðingja. Stigu nú farþegarnir niður á hlaðið hver af öðrum og Brynki hafði orð fyrir þeim sem fyrr.
–Loksins er maður kominn alla leið, en ekki getur maður nú hælt veginum til ykkar, sagði hann við Pétur. Það hefði ekki veitt af malarhlassi hér og þar. Þar að auki þyrfti að dýpka alla skurði og grafa nýja, því það er víða vatnsagi á veginum.
-Já, það var gagn drengur minn, að hér var laginn ökumaður á ferð á traustum bíl, skaut bílstjórinn inn í frásögn Brynka.
-Þið komið margir í einu þykir mér, hvað kom eiginlega fyrir, spurði Pétur í forundran.
Nú urðu komumenn vandræðalegir, það var eins og enginn vildi svara. Loks tók einhver af skarið og sagði hikandi:
- Ja, sjáðu nú til gæskur, það var nefnilega þorrablót hjá okkur og við vorum i nefndinni. Því fór sem fór.
–Já ég skil, sagði Pétur og glotti ógurlega.
Nú varð vandræðaleg þögn, rétt eins og Fellamenn vissu upp á sig skömmina. Loks sagði Brynki, greinilega mest til að segja eitthvað:
-Hefur Árni Eylands útvegað ykkur þessa Farmala, sem englarnir eru að slá með.
–Nei, við höfum nú ekki einu sinni fengið jólakort frá þeim herramanni, svaraði Pétur og bætti síðan við. –En hvernig var það annars, gátuð þið ekki fengið einhvern glæsilegri farkost til reisu þessarar, en bíl þann hinn óásjálega, sem hér stendur, spurði Pétur
–Þetta er afbragðstrog, blessaður vertu, svaraði Einar í Seli – og ekki skemmir ökumaðurinn, hann hefur æfinguna, því hann er oft úti að aka. Svo vildi nú hann Jón þarna frá Hafrafelli ekki lána jeppatíkina í ferðalagið, hann hélt víst að hálkan væri svo mikil, bætti Einar við og var greinilaga gáttaður á jeppasárindum sveitunga síns.
-Jæja, tók Pétur nú til máls og var virðulegri í fasi en áður. – Þið munið ætla að biðjast gistingar hér og er þá líklega réttast, að líta sem snöggvast í bækurnar. Tók hann síðan eitt bindið af Prótókollum Paradísar og fletti upp á blaðsíðu eitt. Sá ég að þar stóð efst með rauðu letri: Skrá yfir syndir Út-Fellinga.
–Hér er efstur á blaði hjá mér Gísli bóndi í Skógargerði, segir Pétur og hélt áfram að rýna í lesmálið, án þess þó að lesa upphátt, en það var greinilegt á svip postulans, að honum þótti lesningin ekki geðsleg. Gísli bóndi gekk fram úr hópnum, tók hressilega í nefið og leit glaðlega til Péturs; kveið greinilega engu. En Pétur varð alvarlegri og alvarlegri eftir því sem hann las meira og sagði loks mæðulaga:
-Já, ekki er þetta nú glæsilegt Gísli, en hvað með iðrunina? Annað hvort heyrði Gísli ekki til Péturs, eða lét sér syndir sínar engu varða, því hann vék sér nú kumpánlega að Pétri og spurði:
-Segðu mér Pétur, hvurra manna var hún móðir þín sáluga? Undraðist Pétur slíkt léttlyndi á ögurstundu. Kvað hann upp úr með það á stundinni, að bóndi skyldi vinna sér það til vistar, að slá allan bæjarhólinn í Himnaríki með orfi og ljá, en hólinn sá er hinn mesti harðbali. Gísli tók þessu vel og tók þegar að dengja ljáinn.
-Eru þeir staddir hér Urriðingar, spurði Pétur og leit yfir hópinn. -Jón og Ólafur eru á eftir ríðandi, en þeir koma brátt, því þeir eru bestu hestamenn á Héraði, var svarið. Síðan var því bætt við, að Guðfinnur Kálfsnesgoði væri í hópnum. Gekk hann nú fram, heilsaði Pétri og spurði hvort Páll væri heima.
– Hvort áttu við Pál starfsbróður minn eða Pál Zoffa, svaraði Pétur.
–Nú, að sjálfsögðu þann síðarnefnda, svaraði Guðfinnur snúðugt.
–Ég verð því miður að hryggja þig, því þeim manni þurftum við að vísa frá, þar sem hann gat ekki útvegað Gabríel erkiengli nýja rafmagnseldavél.
– Ekki vil ég vera annasstaðar en þar sem Páll vinur minn er, sagði þá Guðfinnur og gekk snúðugt á braut.
Næst gengu þeir fram smálendingarnir af bæjunum við brúna. Voru þeir all úti- og niðrilegir. Hafa sennilega viljað gefa mikið fyrir að vera heldur á þessari stundu dormandi einhversstaðar á skurðbakka eða í vegarkannti á fullu kaupi hjá Vegagerðinni.
–Ég sé hér í bókum mínum, sagði Pétur, að þið hafð haft strangan vinnudag um ævina. Í það minnsta hafið þið unnið ótrúlega mörg dagsverk hjá ríkissjóði.
–Vinnutíminn ærinn er, mælti nú Einar í Seli mjög hátíðlega og horfði dreyminn og sposkur yfir ekrurnar. Þetta var það eina sem hann mundi úr kverinu. Síðan fór hann að ræða allt aðra hluti, heyskap, sauðburð og annað fjárrag, þar til Pétur tók af skarið og kvað upp sinn dóm:
-Sakir synda ykkar, sem eru miklar og stórar, þá munið þið ekki fá inngöngu hér fyrr en þið hafið dýpkað alla skurði með veginum til Himnaríkis og grafið nýja þar sem þörf er á. En þú, Jón á Hafrafelli, skalt gæta þess að menn þessir geri það sem fyrir þá er lagt. En þegar þið hafið lokið verkum þessum, þá komið og dveljið með oss, drekkið syngið og verið glaðir.
Skál.
Indriði Gíslason.
Formáli
Indriði Gíslason digtaði þetta upp snemma árs 1950 og ætlaði til flutnings, sem skemmtiatriði á Þorrablóti Fellamanna það ár, sem einhverskonar pistil sem síðan hafa verið fluttir á því Þorrablóti. Einhverra hluta vegna komst hann ekki á Þorrablótið og fékk þá Gísla gamla til að flytja þetta fyrir sig á þorrablótinu. Það fórst þó á einhvern hátt fyrir hjá Gísla en ekki var þó öllu lokið því að Gísli flutti síðan pistilinn á þorrablóti Tungumanna í Kirkjubæ, seinna á þorranum þetta ár.
Indriði Gíslason frá Skógargerði
Himnaríkisför
Fellamanna
Það er upphaf þessa máls, að einn sólfagran júlímorgun lágum við Pétur postuli í hlaðvarpa Himnaríkis og sleiktum sólskinið. Mörgum kann ef til vill að finnast það sérkennilegt, að ég, greinilega bersyndugur maðurinn, skyldi vera staddur á þessum stað, en það gerist nú margt ótrúlegt á þessum síðustu og verstu tímum. Ég átti að vera þarna til aðstoðar Pétri í forföllum Páls postula, því þetta var einmitt árið sem hann féll ofan af háum norðaustan skýjagarði út og norður í Hlíðarfjöllum. Afleiðingarnar urðu þær, að hann fótbrotnaði, blessaður.
Það var lítið að gera hjá okkur Pétri þennan morgun, því aðsóknin að Paradís var í minna lagi. Ég gæti rétt trúað, að okkur hafi verið líkt innanbrjósts, þarna sem við lágum í leti okkar, eins og mönnum í “setuliði” Brynjólfs vinar míns á Ekkjufelli hlýtur að hafa liðið oft á tíðum. Sér í lagi þegar þeir sátu einhversstaðar á skurðbakka og horfðu dreymandi augum á rekuna standa í malarhlassi á miðjum veginum. Það var stundum eins og þeir ætluðu sér að koma rekunni til verka með hugarorkunni einni saman. Mér er ekki kunnugt um að það hafi tekist.
-Bærileg ætlar heyskapartíðin að verða, muldraði Pétur í skegg sér um leið og hann hann leit syfjulega yfir túnið, þar sem nokkrir englar voru að slá, hver með sínum Fergusyni. Nokkru seinna, þegar ég var alveg að festa blundinn, leit Pétur á gullarmbandsúrið sitt og mælti hressilega:
-Nú, það er komið miðaftan, þá er loksins kominn kaffitími.
Ég spratt á fætur, rétt eins og ég gerði gjarnan á árum áður, þegar ég var að flækjast í vegavinnu hjá Helga bróður mínum á Helgafelli. Þá þóttu það alltaf mikil gleðitíðindi, þegar komið var að matar og kaffitímum. Við Pétur vorum að víkja okkur inn um Gullna-hliðið þegar okkur barst til eyrna dómsdagshávaði neðan af veginum. Fyrst datt okkur í hug, að Lúkas hefði enn einu sinni verið að fikta í atómsprengjunni. En þegar betur var að gáð sáum við vörubifreið koma með kjarnorkuhraða og stefndi hún heim í hlað á Himnaríki.
–Alltaf þurfa þeir helst að koma á kaffitímum, en við verðumst víst að huga að því hvaða höfðingjar þetta eru, sagði Pétur ólundarlega.
Bifreiðin færðist nú óðfluga nær og kvaðst Pétur greinilega heyra á hljóðinu, að þetta væri Chervolet. Það mátti einnig sjá, að farartæki þetta var blátt að lit og stóðu margir farþegar aftur á palli. Þeir sungu allir við raust svo af varð hinn mesti hávaði og glumrugangur. Þóttist ég brátt bera kennsl á bílinn. Var þar greinilega komin luxusbifreiðin S 108, sem Helgi bróðir telst eigandi að. Brátt bar ég líka kennsl á mannskapinn.
-Hér munu Fellamenn komnir vera, sennilega Út-Fellamenn, sagði ég við Pétur og satt að segja var mér ekki rótt, því allir vita hvernig Fellamenn geta látið.
–Blessaður hlauptu þá og náðu í doðrantana, sem hafa að geyma syndir Fellamanna, það eru í það minnsta orðnir einir þrír doðrantar, sagði Pétur og áréttaði við mig að gleyma nú engu. Ég hljóp af stað, en Pétur gerði sig valdmannslegan.
Á meðan ég var að rogast með doðrantana út á hlaðið var sá blái að renna í hlað. Stöðvaðist bíllinn með miklum rykk og þóttist ég þar þekkja ökulag Helga bróður míns.
– Nú, hann er með tvo framm´í, sagði Pétur og var allt annað en hýr á svipinn.
Síðan vatt hann sér upp á stigbrettið bílstjóramegin og sagði höstugur við Helga á Helgafelli, sem sat undir stýri:
-Hvernig vogar þú sér að koma ólöglegur til þessa staðar?
–Hvurt í þreifandi, er Sveinsson líka hér, tautaði bílstjórinn í barm sér, en gerði sig sig ekki líklegan til að fækka farþegum í framsætinu eða sýna yfirbót. Ég vissi að hann gerði lítið með Sveinsson og það var greinileg að hann setti postulann undir sama hatt.
Brynjólfur setuliðshertogi frá Ekkjufelli, sem sat ökumanninum á aðra hönd, kom þá til bjargar. Kastaði hann kurteislega kveðju á Pétur og tókst að mýkja hann upp, enda er Brynki þaulæfður og vel til þess fallinn, að eiga tal við höfðingja. Stigu nú farþegarnir niður á hlaðið hver af öðrum og Brynki hafði orð fyrir þeim sem fyrr.
–Loksins er maður kominn alla leið, en ekki getur maður nú hælt veginum til ykkar, sagði hann við Pétur. Það hefði ekki veitt af malarhlassi hér og þar. Þar að auki þyrfti að dýpka alla skurði og grafa nýja, því það er víða vatnsagi á veginum.
-Já, það var gagn drengur minn, að hér var laginn ökumaður á ferð á traustum bíl, skaut bílstjórinn inn í frásögn Brynka.
-Þið komið margir í einu þykir mér, hvað kom eiginlega fyrir, spurði Pétur í forundran.
Nú urðu komumenn vandræðalegir, það var eins og enginn vildi svara. Loks tók einhver af skarið og sagði hikandi:
- Ja, sjáðu nú til gæskur, það var nefnilega þorrablót hjá okkur og við vorum i nefndinni. Því fór sem fór.
–Já ég skil, sagði Pétur og glotti ógurlega.
Nú varð vandræðaleg þögn, rétt eins og Fellamenn vissu upp á sig skömmina. Loks sagði Brynki, greinilega mest til að segja eitthvað:
-Hefur Árni Eylands útvegað ykkur þessa Farmala, sem englarnir eru að slá með.
–Nei, við höfum nú ekki einu sinni fengið jólakort frá þeim herramanni, svaraði Pétur og bætti síðan við. –En hvernig var það annars, gátuð þið ekki fengið einhvern glæsilegri farkost til reisu þessarar, en bíl þann hinn óásjálega, sem hér stendur, spurði Pétur
–Þetta er afbragðstrog, blessaður vertu, svaraði Einar í Seli – og ekki skemmir ökumaðurinn, hann hefur æfinguna, því hann er oft úti að aka. Svo vildi nú hann Jón þarna frá Hafrafelli ekki lána jeppatíkina í ferðalagið, hann hélt víst að hálkan væri svo mikil, bætti Einar við og var greinilaga gáttaður á jeppasárindum sveitunga síns.
-Jæja, tók Pétur nú til máls og var virðulegri í fasi en áður. – Þið munið ætla að biðjast gistingar hér og er þá líklega réttast, að líta sem snöggvast í bækurnar. Tók hann síðan eitt bindið af Prótókollum Paradísar og fletti upp á blaðsíðu eitt. Sá ég að þar stóð efst með rauðu letri: Skrá yfir syndir Út-Fellinga.
–Hér er efstur á blaði hjá mér Gísli bóndi í Skógargerði, segir Pétur og hélt áfram að rýna í lesmálið, án þess þó að lesa upphátt, en það var greinilegt á svip postulans, að honum þótti lesningin ekki geðsleg. Gísli bóndi gekk fram úr hópnum, tók hressilega í nefið og leit glaðlega til Péturs; kveið greinilega engu. En Pétur varð alvarlegri og alvarlegri eftir því sem hann las meira og sagði loks mæðulaga:
-Já, ekki er þetta nú glæsilegt Gísli, en hvað með iðrunina? Annað hvort heyrði Gísli ekki til Péturs, eða lét sér syndir sínar engu varða, því hann vék sér nú kumpánlega að Pétri og spurði:
-Segðu mér Pétur, hvurra manna var hún móðir þín sáluga? Undraðist Pétur slíkt léttlyndi á ögurstundu. Kvað hann upp úr með það á stundinni, að bóndi skyldi vinna sér það til vistar, að slá allan bæjarhólinn í Himnaríki með orfi og ljá, en hólinn sá er hinn mesti harðbali. Gísli tók þessu vel og tók þegar að dengja ljáinn.
-Eru þeir staddir hér Urriðingar, spurði Pétur og leit yfir hópinn. -Jón og Ólafur eru á eftir ríðandi, en þeir koma brátt, því þeir eru bestu hestamenn á Héraði, var svarið. Síðan var því bætt við, að Guðfinnur Kálfsnesgoði væri í hópnum. Gekk hann nú fram, heilsaði Pétri og spurði hvort Páll væri heima.
– Hvort áttu við Pál starfsbróður minn eða Pál Zoffa, svaraði Pétur.
–Nú, að sjálfsögðu þann síðarnefnda, svaraði Guðfinnur snúðugt.
–Ég verð því miður að hryggja þig, því þeim manni þurftum við að vísa frá, þar sem hann gat ekki útvegað Gabríel erkiengli nýja rafmagnseldavél.
– Ekki vil ég vera annasstaðar en þar sem Páll vinur minn er, sagði þá Guðfinnur og gekk snúðugt á braut.
Næst gengu þeir fram smálendingarnir af bæjunum við brúna. Voru þeir all úti- og niðrilegir. Hafa sennilega viljað gefa mikið fyrir að vera heldur á þessari stundu dormandi einhversstaðar á skurðbakka eða í vegarkannti á fullu kaupi hjá Vegagerðinni.
–Ég sé hér í bókum mínum, sagði Pétur, að þið hafð haft strangan vinnudag um ævina. Í það minnsta hafið þið unnið ótrúlega mörg dagsverk hjá ríkissjóði.
–Vinnutíminn ærinn er, mælti nú Einar í Seli mjög hátíðlega og horfði dreyminn og sposkur yfir ekrurnar. Þetta var það eina sem hann mundi úr kverinu. Síðan fór hann að ræða allt aðra hluti, heyskap, sauðburð og annað fjárrag, þar til Pétur tók af skarið og kvað upp sinn dóm:
-Sakir synda ykkar, sem eru miklar og stórar, þá munið þið ekki fá inngöngu hér fyrr en þið hafið dýpkað alla skurði með veginum til Himnaríkis og grafið nýja þar sem þörf er á. En þú, Jón á Hafrafelli, skalt gæta þess að menn þessir geri það sem fyrir þá er lagt. En þegar þið hafið lokið verkum þessum, þá komið og dveljið með oss, drekkið syngið og verið glaðir.
Skál.
Indriði Gíslason.