Meiðstíðindi 2005
Meiðstíðindi
Sælir ættmenn allir nær og fjær og gleðilegt nýtt ættarmótsár.
Með þessu fréttabréfi er greiðsluseðill sem þú, ættmaður góður, vonandi greiðir en ef þú kærir þig ekki um hann þá er beðist velvirðingar og þér er að sjálfsögðu frjálst að henda greiðsluseðlinum, skuldbindingalaust, en vonandi lest þú samt áfram þetta bréf.
Félagið Meiður var stofnað til þess að reka og viðhalda Skógargerðishúsi. Nú er svo komið að félagið er þinglýstur eigandi þess sem og lóðarinnar sem það stendur á. Félagið aflar fjár til viðhalds og framkvæmda með innheimtu árgjalds sem í ár er tvískipt; 1.800 kr. fyrir 18-25 ára og 3.000 kr. fyrir þá sem eldri eru. Þá eru uppi hugmyndir um útleigu á húsinu, sem gætu kannski þegar fram líða stundir staðið undir viðhaldi og rekstri hússins. En í dag er sú ekki raunin en ákveðið hefur verið að fara varlega í þau mál með hagsmuni Skógargerðissystkina að leiðarljósi, sem að sjálfsögðu hafa allan forgang til dvalar í húsinu.
Vel kann að vera að einhverjum finnist þetta brölt ekki ómaksins vert og hafi engan tilgang en okkur sem ættuð eru frá Skógargerði ætti að vera það kappsmál að vilja viðhalda og heiðra minningu forfeðra okkar. Í Skógargerði liggja rætur okkar allra. Þó svo að við hugsum okkur kannski ekki að nýta húsið sjálf til orlofsdvalar þá má vel vera að niðjum okkar þyki það eftirsóknarvert í framtíðinni. Ég segi fyrir mína parta að bara það að geta, ef ég á leið um Hérað, komið við í Skógargerði, staðið bísperrtur á hlaðinu án þess að þurfa að spyrja kóng eða prest og hugsað - „hér tilheyri ég, hér liggja rætur mínar“ - það er ómetanlegt að mínu mati.
Ættarmótið
Í sumar verður haldið ættarmót þann 15.-17. júlí í Skógargerði, þar sem alltaf er gott veður. Ættarmótsnefnd hefur verið skipuð og í henni sitja Sólrún Víkingsdóttir, Þórarna Gró Friðjónsdóttir og Dagný Sigurðardóttir. Dagskrá verður trúlega hefðbundin að mestu og verður hún kynnt á ættarvefnum síðar. Þó er ljóst að Stefán Hermannsson verður veislu- og söngstjóri grillveislunnar. Stefán tekur við og tímasetur ræður og önnur skemmtiatriði ættmenna.
Eitt nýmæli er þó vert að nefna. Það verður sameiginleg grillmáltíð á laugar-dagskvöldið þar sem fólk þarf eingöngu að mæta með drykkjarföng, maturinn verður innifalinn í mótsgjaldi. Þetta þýðir reyndar að fólk er beðið um að tilkynna þátttöku tímanlega svo hægt verði að panta mat í hæfilegu magni.
Mótsgjaldið, en því verður að sjálfsögðu stillt mjög í hóf, er eingöngu fyrir útlögðum kostnaði við mótshaldið.
Skráning á mótið getur hafist strax, og því fyrr því betra allur undirbúningur verður auðveldari og skilvirkari ef hægt er að áætla fjölda mótsgesta, að sjálfsögðu getur einhverjum reynst erfitt að gefa ákveðið svar akkúrat núna af ýmsum ástæðum, en mælst er til að það verði gert engu að síður áður en haldið er af stað á mótið, með tilliti til þess að panta þarf matinn og útbúa barmmerki með einhverjum fyrirvara.
Hægt er að skrá sig á ættarvefnum www.skogargerdi.is á forsíðu, annað hvort með því að velja netfangið [email protected] sem þar er efst til hægri, eða velja krækjuna „Hafðu samband“ og skrá sig þar
Einnig er hægt að skrá sig hjá Sólrúnu Víkingsdóttir í síma 847-0125
Snúist!!!
Framkvæmdir í Skógargerði
Baðherbergið í húsinu hefur verið tekið til gagngerrar endurnýjunar. Eldhúsinnrétting verður endurnýjuð að stórum hluta og flísar lagðar á gólf í forstofu. Rafmagns-aflestrarmæli verður komið fyrir í húsinu, en fram til þessa hefur allt rafmagn verið sameiginlegt.
Utandyra er það helst að þeir Skógargerðisfeðgar hafa virkjað nýtt vatnsból og er myndarlega að því staðið eins og þeirra er von og vísa. Meiður mun greiða hlutfallslegan kostnað af framkvæmd þessari.
Einnig hafa þeir reist tvo sumarbústaði sunnan við ættarflötina sem þeir ætla til útleigu Allar þessar framkvæmdir verða væntanlega frágengnar fyrir ættarmót.
Ættarvefurinn
Myndarlegri heimasíðu er haldið úti á slóðinni www.skogargerdi.is þar sem er ýmis fróðleikur um Skógargerðisætt sem og myndasafn og eru ættmenn hvattir til að kynna sér vefinn.
Vefur þessi er hugsaður sem framtíðarsamskiptatæki ættarinnar og til þess að svo vegi verða eru ættmenn hvattir til þess að senda netföng sín til ritara Meiðs Dagnýju Gísladóttur á netfangið [email protected] sem er efst til hægri á forsíðu ættarvefsins , eða velja krækjuna „Hafðu samband“ sem er örlítið neðar til hægri og skrá sig þar
Og ekki síður, tilkynna henni um síðari breytingar á netföngum sínum. Dagný mun síðan halda utan um netfangalistann sem einnig verður birtur á vefnum. Þannig ættu öll samskipti milli ættmenna að verða auðveldari. Hugmyndin er svo að senda fjölpóst á ættina ef einhverjar tilkynningar eða annað fréttnæmt er sett á vefinn, eins og til að mynda allar nánari upplýsingar um ættarmótið í sumar.
!!!Gerum vefinn virkan og sendum netföngin okkar!!!
Að lokun hef ég verið beðinn um að gefa upp reikningsnúmer Meiðs. Þar sem ýmsir aðilar hafa lýst sig fúsa til að leggja félaginu til einhverja upphæð, bæði af hugsjón sem og til áheita, er það gert hér með
Kt. 491101-3770 Banki 306 Hb. 26 Reikn. 3770
F.h. stjórnar Meiðs
Ívar Ásgeirsson
Meiðstíðindi
Sælir ættmenn allir nær og fjær og gleðilegt nýtt ættarmótsár.
Með þessu fréttabréfi er greiðsluseðill sem þú, ættmaður góður, vonandi greiðir en ef þú kærir þig ekki um hann þá er beðist velvirðingar og þér er að sjálfsögðu frjálst að henda greiðsluseðlinum, skuldbindingalaust, en vonandi lest þú samt áfram þetta bréf.
Félagið Meiður var stofnað til þess að reka og viðhalda Skógargerðishúsi. Nú er svo komið að félagið er þinglýstur eigandi þess sem og lóðarinnar sem það stendur á. Félagið aflar fjár til viðhalds og framkvæmda með innheimtu árgjalds sem í ár er tvískipt; 1.800 kr. fyrir 18-25 ára og 3.000 kr. fyrir þá sem eldri eru. Þá eru uppi hugmyndir um útleigu á húsinu, sem gætu kannski þegar fram líða stundir staðið undir viðhaldi og rekstri hússins. En í dag er sú ekki raunin en ákveðið hefur verið að fara varlega í þau mál með hagsmuni Skógargerðissystkina að leiðarljósi, sem að sjálfsögðu hafa allan forgang til dvalar í húsinu.
Vel kann að vera að einhverjum finnist þetta brölt ekki ómaksins vert og hafi engan tilgang en okkur sem ættuð eru frá Skógargerði ætti að vera það kappsmál að vilja viðhalda og heiðra minningu forfeðra okkar. Í Skógargerði liggja rætur okkar allra. Þó svo að við hugsum okkur kannski ekki að nýta húsið sjálf til orlofsdvalar þá má vel vera að niðjum okkar þyki það eftirsóknarvert í framtíðinni. Ég segi fyrir mína parta að bara það að geta, ef ég á leið um Hérað, komið við í Skógargerði, staðið bísperrtur á hlaðinu án þess að þurfa að spyrja kóng eða prest og hugsað - „hér tilheyri ég, hér liggja rætur mínar“ - það er ómetanlegt að mínu mati.
Ættarmótið
Í sumar verður haldið ættarmót þann 15.-17. júlí í Skógargerði, þar sem alltaf er gott veður. Ættarmótsnefnd hefur verið skipuð og í henni sitja Sólrún Víkingsdóttir, Þórarna Gró Friðjónsdóttir og Dagný Sigurðardóttir. Dagskrá verður trúlega hefðbundin að mestu og verður hún kynnt á ættarvefnum síðar. Þó er ljóst að Stefán Hermannsson verður veislu- og söngstjóri grillveislunnar. Stefán tekur við og tímasetur ræður og önnur skemmtiatriði ættmenna.
Eitt nýmæli er þó vert að nefna. Það verður sameiginleg grillmáltíð á laugar-dagskvöldið þar sem fólk þarf eingöngu að mæta með drykkjarföng, maturinn verður innifalinn í mótsgjaldi. Þetta þýðir reyndar að fólk er beðið um að tilkynna þátttöku tímanlega svo hægt verði að panta mat í hæfilegu magni.
Mótsgjaldið, en því verður að sjálfsögðu stillt mjög í hóf, er eingöngu fyrir útlögðum kostnaði við mótshaldið.
Skráning á mótið getur hafist strax, og því fyrr því betra allur undirbúningur verður auðveldari og skilvirkari ef hægt er að áætla fjölda mótsgesta, að sjálfsögðu getur einhverjum reynst erfitt að gefa ákveðið svar akkúrat núna af ýmsum ástæðum, en mælst er til að það verði gert engu að síður áður en haldið er af stað á mótið, með tilliti til þess að panta þarf matinn og útbúa barmmerki með einhverjum fyrirvara.
Hægt er að skrá sig á ættarvefnum www.skogargerdi.is á forsíðu, annað hvort með því að velja netfangið [email protected] sem þar er efst til hægri, eða velja krækjuna „Hafðu samband“ og skrá sig þar
Einnig er hægt að skrá sig hjá Sólrúnu Víkingsdóttir í síma 847-0125
Snúist!!!
Framkvæmdir í Skógargerði
Baðherbergið í húsinu hefur verið tekið til gagngerrar endurnýjunar. Eldhúsinnrétting verður endurnýjuð að stórum hluta og flísar lagðar á gólf í forstofu. Rafmagns-aflestrarmæli verður komið fyrir í húsinu, en fram til þessa hefur allt rafmagn verið sameiginlegt.
Utandyra er það helst að þeir Skógargerðisfeðgar hafa virkjað nýtt vatnsból og er myndarlega að því staðið eins og þeirra er von og vísa. Meiður mun greiða hlutfallslegan kostnað af framkvæmd þessari.
Einnig hafa þeir reist tvo sumarbústaði sunnan við ættarflötina sem þeir ætla til útleigu Allar þessar framkvæmdir verða væntanlega frágengnar fyrir ættarmót.
Ættarvefurinn
Myndarlegri heimasíðu er haldið úti á slóðinni www.skogargerdi.is þar sem er ýmis fróðleikur um Skógargerðisætt sem og myndasafn og eru ættmenn hvattir til að kynna sér vefinn.
Vefur þessi er hugsaður sem framtíðarsamskiptatæki ættarinnar og til þess að svo vegi verða eru ættmenn hvattir til þess að senda netföng sín til ritara Meiðs Dagnýju Gísladóttur á netfangið [email protected] sem er efst til hægri á forsíðu ættarvefsins , eða velja krækjuna „Hafðu samband“ sem er örlítið neðar til hægri og skrá sig þar
Og ekki síður, tilkynna henni um síðari breytingar á netföngum sínum. Dagný mun síðan halda utan um netfangalistann sem einnig verður birtur á vefnum. Þannig ættu öll samskipti milli ættmenna að verða auðveldari. Hugmyndin er svo að senda fjölpóst á ættina ef einhverjar tilkynningar eða annað fréttnæmt er sett á vefinn, eins og til að mynda allar nánari upplýsingar um ættarmótið í sumar.
!!!Gerum vefinn virkan og sendum netföngin okkar!!!
Að lokun hef ég verið beðinn um að gefa upp reikningsnúmer Meiðs. Þar sem ýmsir aðilar hafa lýst sig fúsa til að leggja félaginu til einhverja upphæð, bæði af hugsjón sem og til áheita, er það gert hér með
Kt. 491101-3770 Banki 306 Hb. 26 Reikn. 3770
F.h. stjórnar Meiðs
Ívar Ásgeirsson