Meiðstíðindi maí 2006
Sælir ættmenn allir nær og fjær.
Innilegar þakkir til allra sem sáu sér fært að mæta á ættarmótið okkar síðastliðið sumar, það var í alla staði vel heppnað og ánægjulegt hvað margir komu.
Sennilega var slegið aðsóknarmet og er það hið allra besta mál. Reyndar dreifðist fólk meira um héraðið núna í gistingu, en aðsókn á laugardagskvöldið fór fram úr björtustu vonum og þurfti snarræði til að afla frekari veislufanga.
Ber sérstaklega að þakka Víking og hans börnum frábært starf og ekki síst að leggja til þetta stórkostlega húsnæði þar sem herlegheitin voru haldin .
Einnig kom fjöldi manns að framkvæmdinni með einum eða öðrum hætti og er þeim öllum þakkað kærlega sitt framlag.
Framkvæmdir og útleiga
Ekki hafa verið aðrar framkvæmdir í Skógargerði, en þær sem þegar var byrjað á og þær kláraðar, þ.e. bætt var við efri skápum í eldhúsinnréttingu, sem og gengið frá bæði baði og flísalögn í anddyri.
Ekki vantar stjórnina framkvæmdaviljann og eru margar góðar hugmyndir til umræðu, en það eru einfaldlega ekki til peningar til framkvæmda.
Ástæður þess eru tvíþættar.
Í fyrsta lagi hefur ekki nema um helmingur mögulegra félagsmanna greitt félagsgjöldin; sem eru eins og allir vita í hóf stillt, en að sjálfsögðu er enginn skyldaður til að vera í félaginu en heimtur mættu að skaðlausu vera betri.
Hinsvegar að ekki hefur verið um neinar leigutekjur sem heita að ræða, en var þar reyndar ákveðinn vandi með hvaða tímabil það væri sem leigja mætti húsið.
En nú hafa Skógargerðissystkin ákveðið að vera í húsinu í júlí, svo þá eru allir aðrir mánuðir lausir til þess að skreppa austur og anda að sér sögunni.
Varðandi leigupöntun skal hafa samband við Dagnýju Sigurðardóttur í símum 471-1134 og GSM 849-7390 er leigan núna 15 þúsund kr. á viku.
Einnig er hægt að tjalda á ættarflötinni fyrir alla þá sem greiða árgjald til Meiðs án þess að nein tjaldstæðagjöld verði innheimt.
Fjölgun í félaginu
Í samræmi við ályktun aðalfundar frá fyrra sumri var stjórninni falið að kanna vilja afkomenda Skógargerðissystkina eldri til þess að ganga í félagið og ef svo væri að gera tillögur að nauðsynlegum breytingum á samþykktum félagsins svo það gæti orðið.
Vilji reyndist vera fyrir hendi og ber að fagna því að þeir sem ættir eiga að rekja til Skógargerðis láti sér annt um staðinn og hafi til hans taugar.
Stjórnin hefur sett saman tillögur þar að lútandi sem bornar verða undir aðalfund.
Aðalfundaboð
Vegna anna stjórnarmanna reyndist ekki unnt að halda aðalfund á tilsettum tíma. Þ.e apríl eða maí. Stjórnin hefur samt sem áður, ákveðið að halda fundinn engu að síður þann 14. júní n.k. Þrátt fyrir að augljóslega sé ekki sex vikna fyrirvari eins og áskilið er í samþykktum.
Kemur þar tvennt til, í fyrsta lagi að ljúka fundinum svo hægt verði að bjóða nýja meðlimi velkomna og þeir hugsanlega nýtt sér húsið í sumar þ.e. ef fjölgun verður samþykkt.
Einnig telur stjórnin að sex vikna frestur sé allt of langur tími til boðunar á aðalfundi, skilvirkara sé að boða fundinn með ekki meira en tveggja til þriggja vikna fyrirvara, svo fundarboðið falli síður í gleymsku.
Verður borin fram tillaga á fundinum í þá veru.
Einnig er á það að líta að hvert bréf sem sent er félagsmönnum kostar yfir 10.000 kr. Og reynum við þess vegna að senda einungis eitt bréf með fréttum, fundarboði og greiðsluseðli, allt í einu, en minnum á vefinn www.skogargerdi.is þar sem birt er allt sem fréttnæmt þykir þess á milli.
Stjórnin vonar að félagsmenn sjái í gegnum fingur sér með boðun á þennan aðalfund, og óskað er eftir ( þegjandi ) samþykki félagsmanna til þessara afbrigða.
Hinsvegar ef einhverjum þykir þetta ekki gerlegt, þá vinsamlega hafið samband sem allra fyrst við undirritaðan Ívar Ásgeirsson GSM 690-1331 eða [email protected] að sjálfsögðu hefur viðkomandi allan rétt sín megin, en það er ósk okkar í stjórninni að svona geti þetta farið fram núna, að öðrum kosti yrði fundurinn varla haldin fyrr en í haust.
Aðalfundur
Aðalfundur Meiðs verður haldin Miðvikudaginn 14 júní kl. 20:00
Fundarstaður er Hús Sögufélagsins Fischersundi 3 R-101
Þar verða tekin fyrir venjuleg aðalfundastörf
1. Skýrsla stjórnar.
2. Yfirlit reikninga.
3. Ákvörðun félagsgjalda næsta árs.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikning.
5. Breytingar á samþykktum félagsins.
6. Leigumál.
7. Önnur mál.
Svona rétt í lokin, vonandi er það virt okkur til betri vegar að hafa greiðsluseðlana með í bréfi til allra, en eins og ættmenn vita er frjálst val um hvort þeir eru greiddir eður ei, en vonandi vilja flestir sjá veg Skógargerðis sem mestan, en til framkvæmda, viðhalds og reksturs þarf því miður peninga.
Vegna fyrirspurna er reikn. Nr. Meiðs birt hér. Kt. 491101-3770 Banki 306 Hb. 26 Reikn. 3770
Að síðustu vill stjórn Meiðs votta aðstandendum og ættingjum Þórhöllu Gísladóttur samúð sína og hluttekningu, vegna andláts hennar í apríl síðastliðnum.
F.H. Stjórnar Meiðs.
Ívar Ásgeirsson.
Sælir ættmenn allir nær og fjær.
Innilegar þakkir til allra sem sáu sér fært að mæta á ættarmótið okkar síðastliðið sumar, það var í alla staði vel heppnað og ánægjulegt hvað margir komu.
Sennilega var slegið aðsóknarmet og er það hið allra besta mál. Reyndar dreifðist fólk meira um héraðið núna í gistingu, en aðsókn á laugardagskvöldið fór fram úr björtustu vonum og þurfti snarræði til að afla frekari veislufanga.
Ber sérstaklega að þakka Víking og hans börnum frábært starf og ekki síst að leggja til þetta stórkostlega húsnæði þar sem herlegheitin voru haldin .
Einnig kom fjöldi manns að framkvæmdinni með einum eða öðrum hætti og er þeim öllum þakkað kærlega sitt framlag.
Framkvæmdir og útleiga
Ekki hafa verið aðrar framkvæmdir í Skógargerði, en þær sem þegar var byrjað á og þær kláraðar, þ.e. bætt var við efri skápum í eldhúsinnréttingu, sem og gengið frá bæði baði og flísalögn í anddyri.
Ekki vantar stjórnina framkvæmdaviljann og eru margar góðar hugmyndir til umræðu, en það eru einfaldlega ekki til peningar til framkvæmda.
Ástæður þess eru tvíþættar.
Í fyrsta lagi hefur ekki nema um helmingur mögulegra félagsmanna greitt félagsgjöldin; sem eru eins og allir vita í hóf stillt, en að sjálfsögðu er enginn skyldaður til að vera í félaginu en heimtur mættu að skaðlausu vera betri.
Hinsvegar að ekki hefur verið um neinar leigutekjur sem heita að ræða, en var þar reyndar ákveðinn vandi með hvaða tímabil það væri sem leigja mætti húsið.
En nú hafa Skógargerðissystkin ákveðið að vera í húsinu í júlí, svo þá eru allir aðrir mánuðir lausir til þess að skreppa austur og anda að sér sögunni.
Varðandi leigupöntun skal hafa samband við Dagnýju Sigurðardóttur í símum 471-1134 og GSM 849-7390 er leigan núna 15 þúsund kr. á viku.
Einnig er hægt að tjalda á ættarflötinni fyrir alla þá sem greiða árgjald til Meiðs án þess að nein tjaldstæðagjöld verði innheimt.
Fjölgun í félaginu
Í samræmi við ályktun aðalfundar frá fyrra sumri var stjórninni falið að kanna vilja afkomenda Skógargerðissystkina eldri til þess að ganga í félagið og ef svo væri að gera tillögur að nauðsynlegum breytingum á samþykktum félagsins svo það gæti orðið.
Vilji reyndist vera fyrir hendi og ber að fagna því að þeir sem ættir eiga að rekja til Skógargerðis láti sér annt um staðinn og hafi til hans taugar.
Stjórnin hefur sett saman tillögur þar að lútandi sem bornar verða undir aðalfund.
Aðalfundaboð
Vegna anna stjórnarmanna reyndist ekki unnt að halda aðalfund á tilsettum tíma. Þ.e apríl eða maí. Stjórnin hefur samt sem áður, ákveðið að halda fundinn engu að síður þann 14. júní n.k. Þrátt fyrir að augljóslega sé ekki sex vikna fyrirvari eins og áskilið er í samþykktum.
Kemur þar tvennt til, í fyrsta lagi að ljúka fundinum svo hægt verði að bjóða nýja meðlimi velkomna og þeir hugsanlega nýtt sér húsið í sumar þ.e. ef fjölgun verður samþykkt.
Einnig telur stjórnin að sex vikna frestur sé allt of langur tími til boðunar á aðalfundi, skilvirkara sé að boða fundinn með ekki meira en tveggja til þriggja vikna fyrirvara, svo fundarboðið falli síður í gleymsku.
Verður borin fram tillaga á fundinum í þá veru.
Einnig er á það að líta að hvert bréf sem sent er félagsmönnum kostar yfir 10.000 kr. Og reynum við þess vegna að senda einungis eitt bréf með fréttum, fundarboði og greiðsluseðli, allt í einu, en minnum á vefinn www.skogargerdi.is þar sem birt er allt sem fréttnæmt þykir þess á milli.
Stjórnin vonar að félagsmenn sjái í gegnum fingur sér með boðun á þennan aðalfund, og óskað er eftir ( þegjandi ) samþykki félagsmanna til þessara afbrigða.
Hinsvegar ef einhverjum þykir þetta ekki gerlegt, þá vinsamlega hafið samband sem allra fyrst við undirritaðan Ívar Ásgeirsson GSM 690-1331 eða [email protected] að sjálfsögðu hefur viðkomandi allan rétt sín megin, en það er ósk okkar í stjórninni að svona geti þetta farið fram núna, að öðrum kosti yrði fundurinn varla haldin fyrr en í haust.
Aðalfundur
Aðalfundur Meiðs verður haldin Miðvikudaginn 14 júní kl. 20:00
Fundarstaður er Hús Sögufélagsins Fischersundi 3 R-101
Þar verða tekin fyrir venjuleg aðalfundastörf
1. Skýrsla stjórnar.
2. Yfirlit reikninga.
3. Ákvörðun félagsgjalda næsta árs.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikning.
5. Breytingar á samþykktum félagsins.
6. Leigumál.
7. Önnur mál.
Svona rétt í lokin, vonandi er það virt okkur til betri vegar að hafa greiðsluseðlana með í bréfi til allra, en eins og ættmenn vita er frjálst val um hvort þeir eru greiddir eður ei, en vonandi vilja flestir sjá veg Skógargerðis sem mestan, en til framkvæmda, viðhalds og reksturs þarf því miður peninga.
Vegna fyrirspurna er reikn. Nr. Meiðs birt hér. Kt. 491101-3770 Banki 306 Hb. 26 Reikn. 3770
Að síðustu vill stjórn Meiðs votta aðstandendum og ættingjum Þórhöllu Gísladóttur samúð sína og hluttekningu, vegna andláts hennar í apríl síðastliðnum.
F.H. Stjórnar Meiðs.
Ívar Ásgeirsson.