Skógargerði.is
  • Fréttir
    • Um okkur
    • Hafa samband
    • Eldri fréttir
  • Meiður
    • Starfsreglur
    • Fundagerðir
    • MEIÐUR - SAGA
    • Ættarm-NEFND
  • Leiga húss
  • myndir
  • Ættin
    • Ættartaflan í heild
    • Tölfræði
    • Gísli
    • Indriði
    • Guðlaug
    • Þórhallur
    • Sigurður
    • Margrét
    • Guðrún Soffía
    • Hallgrimur
  • Fróðleikur
    • Land og lega
    • Kort af Skógargerði
    • Búseta
    • Byggingar
    • Sögur og sagnir
    • Skáldskapur
    • Lífshlaup Margrétar og Páls
    • PRJÓNAMUNSTUR DAGNÝAR
  • Ymislegt
    • Minningar -ræður -bréf
    • Ættarpósturinn 1984 til 2001
    • Gísli Helgason hljóðupptaka
    • Dagný Pálsdóttir Hljóðupptökur
    • Bréf Gísla Helgsonar til Halldórs Ásgrímssonar 1963
  • Snyrtingin í anddyrinu
  • Fréttir
    • Um okkur
    • Hafa samband
    • Eldri fréttir
  • Meiður
    • Starfsreglur
    • Fundagerðir
    • MEIÐUR - SAGA
    • Ættarm-NEFND
  • Leiga húss
  • myndir
  • Ættin
    • Ættartaflan í heild
    • Tölfræði
    • Gísli
    • Indriði
    • Guðlaug
    • Þórhallur
    • Sigurður
    • Margrét
    • Guðrún Soffía
    • Hallgrimur
  • Fróðleikur
    • Land og lega
    • Kort af Skógargerði
    • Búseta
    • Byggingar
    • Sögur og sagnir
    • Skáldskapur
    • Lífshlaup Margrétar og Páls
    • PRJÓNAMUNSTUR DAGNÝAR
  • Ymislegt
    • Minningar -ræður -bréf
    • Ættarpósturinn 1984 til 2001
    • Gísli Helgason hljóðupptaka
    • Dagný Pálsdóttir Hljóðupptökur
    • Bréf Gísla Helgsonar til Halldórs Ásgrímssonar 1963
  • Snyrtingin í anddyrinu
Til baka
Meiðstíðindi 2007
Reykjavík 10 júní 2007 

Sælir ættmenn allir 

Hér meðfylgjandi þessu fréttabréfi er greiðsluseðill, sem þú ættmaður góður vonandi greiðir, en ef þú kærir þig ekki um þennan póst þá er beðist velvirðingar á því og þér er að sjálfsögðu frjálst að henda greiðsluseðlinum, skuldbindingalaust, en vonandi lest þú samt áfram 
Hvert bréf sem sent er félagsmönnum kostar yfir 15.000 kr. Bara í burðargjöld, reynum við þess vegna að senda einungis eitt bréf með fréttum, fundarboði og greiðsluseðli, allt í einu, en minnum á vefinn www.skogargerdi.is þar sem birt er allt sem fréttnæmt þykir þess á milli. En meira um vefinn neðar !Nýjar fréttir! 

Fundarboð 

Aðalfundur Meiðs verður haldin á Akureyri í samræmi við það sem áskilið er í lögum félagsins, um að halda fundina til skiptis á þessum þrem aðalbúsetusvæðum ættarinnar þ.e. Reykjavík Akureyri og Héraði. 
Fundurinn verður haldin fimmtudaginn 28 júní að Byggðarvegi 90 heima hjá Dagný Sigurgeirsdóttir, sem skaut yfir okkar skjólshúsi til þess arna og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Fundurinn hefst kl 19,00 
Þar verða tekin fyrir venjuleg aðalfundastörf. 

1. Skýrsla stjórnar. 
2. Yfirlit reikninga. 
3. Ákvörðun félagsgjalda næsta árs. 
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikning. 
5. Breytingar á samþykktum félagsins. 
6. Önnur mál. 

Vinnuhelgi 

Til stendur að mála Skógargerðishús í sumar og dytta að ýmsu tilfallandi. 
Hugmyndin er að þetta verði helgina 21-22 júlí. 
Eru ættmenn hvattir til að mæta, þó ekki væri nema til þess að sýna sig og sjá aðra. 
Ef svo ólíklega vildi til að ekki viðraði til málningarvinnu, verður reynt helgina á eftir. 
Þetta verður allt kynnt rækilega á www.skogargerdi.is 


Vefurinn 

Það hefur verið ákveðið að nýr vefstjóri taki við vefnum, Heitir hann Stefán Hermannsson, sem flest ykkar kannast við en hann stjórnaði Veislunni góðu á síðasta ættarmóti og leiddi fjöldasöng með eftirminnilegum hætti. 
Stefán er vanur vefstjóri með mikinn metnað fyrir hönd ættarvefsins, veit ég að hann mun efla vefinn verulega. 
Endilega sendið Stefáni póst ef þig viljið koma einhverju á framfæri, svo mun hann sennilega ýta á eftir að fá ýmis gögn, sem talað hefur verið um að setja þar inn. 
Póstfang Stefáns er [email protected] 
Einnig er áríðandi að þú já !þú! setjir póstfangið (meilið) þitt á ættarsíðuna, sértu ekki búin að því nú þegar, svo hægt verði að senda fjölpóst á ættina ef eitthvað nýtt og spennandi kemur á vefinn. Það er sérstök krækja (linkur) til þess arna þar.

Leiga á húsinu 

Ekki hefur verið mikið um útleigu á húsinu, en verðinu er sem allir vita stillt mjög í hóf, einungis 15,000 kr. fyrir heila viku og 5,000 kr. fyrir helgi. 
Dagnýju Sigurðardóttur í símum 471-1134 og GSM 849-7390 tekur við pöntunum . 
Einnig er hægt að tjalda á ættarflötinni fyrir alla þá sem greiða árgjald til Meiðs án þess að nein tjaldstæðagjöld verði innheimt. 
Skógagerðissystkin hafa húsið í júlí en allir aðrir mánuðir eru lausir, svo endilega skreppa austur og rækta ættarskapið, með því að gista í húsi forfeðra okkar og mæðra. 

Að lokum 

Stjórn Meiðs vill votta aðstandendum og ættingjum Sólveigar Gísladóttur og Ingunnar Einarsdóttur, samúð sína og hluttekningu, vegna andláts þeirra nú á vordögum. 


F.H. Stjórnar Meiðs. 
Ívar Ásgeirsson. 
​