Meiðstíðindi maí 2008
Reykjavík 1 maí 2008
Sælir ættmenn allir
Hér meðfylgjandi þessu fréttabréfi er okkar árlegi greiðsluseðill, sem þú ættmaður góður vonandi greiðir, en ef þú kærir þig ekki um þennan póst þá er beðist velvirðingar á því og þér er að sjálfsögðu frjálst að henda greiðsluseðlinum, skuldbindingalaust, en vonandi lest þú samt áfram
Hvert bréf sem sent er félagsmönnum kostar yfir 15.000 kr. Bara í burðargjöld, reynum við þess vegna að senda einungis eitt bréf með fréttum, fundarboði og greiðsluseðli, allt í einu, en minnum á vefinn www.skogargerdi.is þar sem birt er allt sem fréttnæmt þykir þess á milli.
Fundarboð og vorhreinsun
Aðalfundur Meiðs þetta árið verður haldin í Skógargerði. Fundurinn verður laugardaginn 31 maí og hefst kl 16.00 dagskrá fundarins er hefðbundin.
Fyrir fundinn er meiningin að framkvæma vorhreinsun á húsinu eftir því sem þurfa þykir.
Einnig að koma fyrir þeim 6 nýju rúmum sem keypt hafa verið og fl.
Fólk sem ætlar að taka þátt í þessu er beðið um að mæta ekki seinna en um hádegi,
Helstu tíðindi
Vinnuhelgi var haldin sl. Sumar með miklum glæsibrag eins og sést í máli og myndum á vef ættarinnar, er það mál manna að hún hafi tekist með afbrigðum vel og stendur til að gera þetta að árlegum viðburði dagsetning hennar í ár verður ákveðin á fundinum.
Vefurinn hefur heldur betur tekið kipp undir stjórn Stefáns Hermannssonar og er það frábært að sjá hvað heimsóknum á hann hefur fjölgað og vonandi verður þar áframhald á þar sem stefnan er að vefurinn verði ennþá virkari, en það er líka undir okkur hinum almenna félagsmanni komið að senda hugmyndir og ábendingar til Stefáns netfang hans er [email protected]
Þau gleðilegu tíðindi hafa gerst að nú þegar er búið að bóka nokkrar vikur í gistingu í húsinu, sem er mikill viðsnúningur frá því sem var, enda leigan í algjöru lágmarki aðeins 15,000 kr. fyrir heila viku og 5,000 kr. fyrir helgi.
Dagný Sigurðardóttir í símum 471-1134 og GSM 849-7390 tekur við pöntunum .
Einnig er hægt að tjalda á ættarflötinni fyrir alla þá sem greiða árgjald til Meiðs án þess að nein tjaldstæðagjöld verði innheimt.
Endilega láta nú verða af því að kíkja austur í sumar.
F.H. Stjórnar Meiðs.
Ívar Ásgeirsson.
Reykjavík 1 maí 2008
Sælir ættmenn allir
Hér meðfylgjandi þessu fréttabréfi er okkar árlegi greiðsluseðill, sem þú ættmaður góður vonandi greiðir, en ef þú kærir þig ekki um þennan póst þá er beðist velvirðingar á því og þér er að sjálfsögðu frjálst að henda greiðsluseðlinum, skuldbindingalaust, en vonandi lest þú samt áfram
Hvert bréf sem sent er félagsmönnum kostar yfir 15.000 kr. Bara í burðargjöld, reynum við þess vegna að senda einungis eitt bréf með fréttum, fundarboði og greiðsluseðli, allt í einu, en minnum á vefinn www.skogargerdi.is þar sem birt er allt sem fréttnæmt þykir þess á milli.
Fundarboð og vorhreinsun
Aðalfundur Meiðs þetta árið verður haldin í Skógargerði. Fundurinn verður laugardaginn 31 maí og hefst kl 16.00 dagskrá fundarins er hefðbundin.
Fyrir fundinn er meiningin að framkvæma vorhreinsun á húsinu eftir því sem þurfa þykir.
Einnig að koma fyrir þeim 6 nýju rúmum sem keypt hafa verið og fl.
Fólk sem ætlar að taka þátt í þessu er beðið um að mæta ekki seinna en um hádegi,
Helstu tíðindi
Vinnuhelgi var haldin sl. Sumar með miklum glæsibrag eins og sést í máli og myndum á vef ættarinnar, er það mál manna að hún hafi tekist með afbrigðum vel og stendur til að gera þetta að árlegum viðburði dagsetning hennar í ár verður ákveðin á fundinum.
Vefurinn hefur heldur betur tekið kipp undir stjórn Stefáns Hermannssonar og er það frábært að sjá hvað heimsóknum á hann hefur fjölgað og vonandi verður þar áframhald á þar sem stefnan er að vefurinn verði ennþá virkari, en það er líka undir okkur hinum almenna félagsmanni komið að senda hugmyndir og ábendingar til Stefáns netfang hans er [email protected]
Þau gleðilegu tíðindi hafa gerst að nú þegar er búið að bóka nokkrar vikur í gistingu í húsinu, sem er mikill viðsnúningur frá því sem var, enda leigan í algjöru lágmarki aðeins 15,000 kr. fyrir heila viku og 5,000 kr. fyrir helgi.
Dagný Sigurðardóttir í símum 471-1134 og GSM 849-7390 tekur við pöntunum .
Einnig er hægt að tjalda á ættarflötinni fyrir alla þá sem greiða árgjald til Meiðs án þess að nein tjaldstæðagjöld verði innheimt.
Endilega láta nú verða af því að kíkja austur í sumar.
F.H. Stjórnar Meiðs.
Ívar Ásgeirsson.