Meiðstíðindi apríl 2009
Sælir ættmenn allir
Hér er komið fréttabréf okkar fyrir síðasta ár og einnig greiðsluseðill vegna árgjalda 2009.
Það ættu nú flestir ættmenn að vita að það er ekki skylda að vera í félaginu, en ef Skógargerði og þau gildi sem það stendur fyrir, skiptir þig einhverju máli þá mæli ég eindregið með því að seðillinn verðu greiddur en það er að sjálfsögðu þitt val.
Fundarboð
Aðalfundur Meiðs verður haldinn þann 30 apríl kl 20.00 í húsi Sögufélagsins Fischersundi 3 Reykjavík.
Það verður dagskráin þannig að fyrst eru venjuleg aðalfundastörf og síðan önnur mál, sem brenna á félagsmönnum.
Framkvæmdir
Á síðasta ári var ýmisleg smálegt framkvæmt í Skógargerði, mest innanhúss til þess að bæta aðstöðuna enn frekar þar, var þetta helst: keypt voru lök.mottur, steikarpanna ýmislegt á baðið ásamt nýjum blöndunartækjum í sturtu, settar voru upp húsreglur í ramma á vegg.
Ofn i búrinu var lagaður, hitakútur lagaður, sett upp fullkomið brunavarnarkerfi, tekið var til í öllu húsinu og þrifið hátt og lágt, einnig var töluverðu drasli hent úr kjallaranum.
Einnig var dittað að pallinum og borið a hann.
Þá er verið að sérsmíða vandaða hurð í kjallarann, sem bæði er einangruð og músheld
Leigumál
Á síðasta ári varð mikill viðsnúningur hvað varðar útleigu á húsinu, stefnir í að þetta ár verði enn betra, nú þegar er búið að bóka 3 vikur af sumrinu, þannig að eins gott er að fara að huga að því ef fólk ætlar að nýta sér þessa paradís til orlofsdvalar sem Skógargerði er.
Það er sem fyrr Dagný Sigurðardóttir sem tekur við bókunum í húsið, símar hjá henni eru 471-1134 og GSM 849-7390 leigunni er mjög stillt í hóf, einungis 15 þúsund kr. á viku fyrir allt húsið, það gerist ekki ódýrara í dag.
Ættarmót 2010
Ættarmót verður haldið samkvæmt venju árið 2010 í júlí seinnipartinn, nánari dagsetning verður ákveðin síðar Síðasta ættarmót árið 2005 þótti með eindæmum vel heppnað og var það fjölmennasta frá upphafi,
ættmenn eru eindregið hvattir til að mæta að ári og stefnan er að toppa síðasta mót hvað mannfjölda varðar.
Að síðustu vill stjórn Meiðs votta aðstandendum Indriða Gíslasonar samúð sína og hluttekningu, vegna fráfalls hans í mars síðastliðnum.
Það er okkur mikil ánægja að geta sagt á þessum tímapunkti, að ættarfélaginu Meið er að vaxa fiskur um hrygg og nýjar kynslóðir að taka við kyndlinum, en Indriði var eins og allir vita einn helsti hvatamaður að stofnum félagsins og hans framtíðarsýn að það myndi halda áfram því uppbyggingarstarfi sem þau systkinin hófu í Skógargerði fyrir margt löngu með það að markmiði að allir sem ættir eiga að rekja til Skógargerðis geti notið þess að koma og dvelja á staðnum um ókomna framtíð.
F.H. Stjórnar Meiðs.
Ívar Ásgeirsson.
Sælir ættmenn allir
Hér er komið fréttabréf okkar fyrir síðasta ár og einnig greiðsluseðill vegna árgjalda 2009.
Það ættu nú flestir ættmenn að vita að það er ekki skylda að vera í félaginu, en ef Skógargerði og þau gildi sem það stendur fyrir, skiptir þig einhverju máli þá mæli ég eindregið með því að seðillinn verðu greiddur en það er að sjálfsögðu þitt val.
Fundarboð
Aðalfundur Meiðs verður haldinn þann 30 apríl kl 20.00 í húsi Sögufélagsins Fischersundi 3 Reykjavík.
Það verður dagskráin þannig að fyrst eru venjuleg aðalfundastörf og síðan önnur mál, sem brenna á félagsmönnum.
Framkvæmdir
Á síðasta ári var ýmisleg smálegt framkvæmt í Skógargerði, mest innanhúss til þess að bæta aðstöðuna enn frekar þar, var þetta helst: keypt voru lök.mottur, steikarpanna ýmislegt á baðið ásamt nýjum blöndunartækjum í sturtu, settar voru upp húsreglur í ramma á vegg.
Ofn i búrinu var lagaður, hitakútur lagaður, sett upp fullkomið brunavarnarkerfi, tekið var til í öllu húsinu og þrifið hátt og lágt, einnig var töluverðu drasli hent úr kjallaranum.
Einnig var dittað að pallinum og borið a hann.
Þá er verið að sérsmíða vandaða hurð í kjallarann, sem bæði er einangruð og músheld
Leigumál
Á síðasta ári varð mikill viðsnúningur hvað varðar útleigu á húsinu, stefnir í að þetta ár verði enn betra, nú þegar er búið að bóka 3 vikur af sumrinu, þannig að eins gott er að fara að huga að því ef fólk ætlar að nýta sér þessa paradís til orlofsdvalar sem Skógargerði er.
Það er sem fyrr Dagný Sigurðardóttir sem tekur við bókunum í húsið, símar hjá henni eru 471-1134 og GSM 849-7390 leigunni er mjög stillt í hóf, einungis 15 þúsund kr. á viku fyrir allt húsið, það gerist ekki ódýrara í dag.
Ættarmót 2010
Ættarmót verður haldið samkvæmt venju árið 2010 í júlí seinnipartinn, nánari dagsetning verður ákveðin síðar Síðasta ættarmót árið 2005 þótti með eindæmum vel heppnað og var það fjölmennasta frá upphafi,
ættmenn eru eindregið hvattir til að mæta að ári og stefnan er að toppa síðasta mót hvað mannfjölda varðar.
Að síðustu vill stjórn Meiðs votta aðstandendum Indriða Gíslasonar samúð sína og hluttekningu, vegna fráfalls hans í mars síðastliðnum.
Það er okkur mikil ánægja að geta sagt á þessum tímapunkti, að ættarfélaginu Meið er að vaxa fiskur um hrygg og nýjar kynslóðir að taka við kyndlinum, en Indriði var eins og allir vita einn helsti hvatamaður að stofnum félagsins og hans framtíðarsýn að það myndi halda áfram því uppbyggingarstarfi sem þau systkinin hófu í Skógargerði fyrir margt löngu með það að markmiði að allir sem ættir eiga að rekja til Skógargerðis geti notið þess að koma og dvelja á staðnum um ókomna framtíð.
F.H. Stjórnar Meiðs.
Ívar Ásgeirsson.