Meiðstíðindi 2010
Sælir ættmenn allir, hér kemur fréttabréf Meiðs og einnig greiðsluseðill vegna ársins 2010 .
Félögum ættarfélagsins Meiðs fer hægt og bítandi fjölgandi og er það vel, þar sem þá skapast meira svigrúm til uppbyggingar í Skógargerði, þar sem verkefnin eru nánast þrjótandi, en stjórnin hefur því miður þurft að forgangsraða verkefnum og ekki hefur verið svigrúm til þess að fara í meiriháttar endurbætur eða eftir atvikum viðbætur, sem lengi hafa verið á döfinni.
Fundaboð
Aðalfundur Meids verður haldinn í skógargerði laugardaginn 17 júlí þ.e ættarmótshelgina.
Dagskrá verður hefðbundin
1. Skýrsla stjórnar.
2. Yfirlit reikninga.
3. Ákvörðun félagsgjalda næsta árs.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikning.
5. Breytingar á samþykktum félagsins.
6. Leigumál.
7. Önnur mál.
Framkvæmdir
Vinnuhelgin var haldin í júlí sl. og mætti þar vaskur hópur, voru útihúsin hans Víkings máluð í sömu litum og Skógargerðishús sjálf, er mál manna að afar glæsilegt sé orðið heim að líta á staðinn.
Fylgt var ályktunum síðasta aðalfundar og núna á vordögum er verið að klára endurnýjun á öllum gömlu og stórhættulegu þilofnunum, keyptir voru olíufylltir ofnar í öll herbergi og einnig þar sem ekki hafa verið ofnar áður svo sem í forstofu og kjallara. Félaginu áskotnuðust einnig 2 olíufylltir ofnar frá Gísla Helgasyni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Jafnframt er verið að setja upp Rúllutjöld, sem hafa verið keypt fyrir öll svefnherbergi þar sem fólki fannst fullbjart yfir hásumarið.
Eldhúsborð á hjólum var einnig keypt til þess að hafa í eldhúsi í stað skrifborðs sem þar hefur verið staðsett, en þótti bæði taka of mikið pláss og vera of lágt.
Vönduð garðhúsgögn sem samanstanda af stækkanlegu borði, ásamt stillanlegum stólum, sem nýtast til sólbaða voru einnig keypt sem og forláta gasgrill.
Snúist!
Leigumál
Árið 2009 varð alger sprengja í útleigu Skógargerðis, allar vikur sumarsins voru setnar og fengu færri en vildu, bókanir hafa farið hægar af stað þetta árið og eru til lausar vikur í sumar, endilega hafið samband við Dagný Sigurðardóttir sem tekur við bókunum í húsið, símar hjá henni eru 471-1134 og GSM 849-7390
júní og september kr. 15.000 á viku
júlí og ágúst kr. 20.000 á viku
október til maí kr. 10.000 á viku
helgarleiga kr. 5000
Rétt er að árétta að Skógargerði er til leigu árið um kring og ættu til að mynda berja og sveppa tínslufólk, sem og gæsa og hreindýraveiðimenn að huga að því , tekið skal fram að félagið á engan veiðirétt í Skógargerðislandi, en stutt er til góðra veiðisvæða í grenndinni.
Ættarmót 2010
Ættarmót verður haldið í Skógargerði helgina 17-18 júlí. Ættarmótið árið 2005 þótti takast með eindæmum vel og var þar slegið aðsóknarmet líklega komu milli 300-350 manns En ekki eru til staðfestar tölur þar að lútandi.
Aðgangseyri á mótið í ár verður stillt í hóf og miðast við kostnaðarverð aðfanga, dagskrá verður nánar auglýst þegar nær dregur á www.skogargerdi.is .
Fyrirkomulag verður það sama og 2005 það er kvöldverður verður á staðnum í glæsilegri skemmu sem Sigfús lætur okkur í té endurgjaldslaust og kunnum við honum miklar þakkir fyrir. en áríðandi er að fólk sem hyggst sækja ættarmótið skrái sig þar sem allur undirbúningur og sérstaklega innkaup á mat þurfa að miðast við væntanlegan fjölda, þó vissulega verði gert ráð fyrir nokkrum hóp til viðbótar.
Sólrún Víkingsdóttir tekur við skráningum eftir ýmsum leiðum, sími: 847-0125 netfang : [email protected] svo Fasbókarsíðan hennar Sólrúnar og einnig er Skógargerðisættin, Skógargerðisfólk virkt á fasbókinni.
Að lokum
Skógargerði er arfleifð okkar allra og því fleiri sem leggja hönd á plóg við uppbyggingu staðarins, með því að ganga til liðs við Meið, þeim mun léttara verk verður það og tekur skemmri tíma.
Ég minni á boðskapinn í sögunni um litlu gulu hænuna, Það vildu engir leggja henni lið við að vinna kornið og baka brauðið, en allir vildu hinsvegar borða það.
F.H. stjórnar Meiðs
Ívar Ásgeirsson
Sælir ættmenn allir, hér kemur fréttabréf Meiðs og einnig greiðsluseðill vegna ársins 2010 .
Félögum ættarfélagsins Meiðs fer hægt og bítandi fjölgandi og er það vel, þar sem þá skapast meira svigrúm til uppbyggingar í Skógargerði, þar sem verkefnin eru nánast þrjótandi, en stjórnin hefur því miður þurft að forgangsraða verkefnum og ekki hefur verið svigrúm til þess að fara í meiriháttar endurbætur eða eftir atvikum viðbætur, sem lengi hafa verið á döfinni.
Fundaboð
Aðalfundur Meids verður haldinn í skógargerði laugardaginn 17 júlí þ.e ættarmótshelgina.
Dagskrá verður hefðbundin
1. Skýrsla stjórnar.
2. Yfirlit reikninga.
3. Ákvörðun félagsgjalda næsta árs.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikning.
5. Breytingar á samþykktum félagsins.
6. Leigumál.
7. Önnur mál.
Framkvæmdir
Vinnuhelgin var haldin í júlí sl. og mætti þar vaskur hópur, voru útihúsin hans Víkings máluð í sömu litum og Skógargerðishús sjálf, er mál manna að afar glæsilegt sé orðið heim að líta á staðinn.
Fylgt var ályktunum síðasta aðalfundar og núna á vordögum er verið að klára endurnýjun á öllum gömlu og stórhættulegu þilofnunum, keyptir voru olíufylltir ofnar í öll herbergi og einnig þar sem ekki hafa verið ofnar áður svo sem í forstofu og kjallara. Félaginu áskotnuðust einnig 2 olíufylltir ofnar frá Gísla Helgasyni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Jafnframt er verið að setja upp Rúllutjöld, sem hafa verið keypt fyrir öll svefnherbergi þar sem fólki fannst fullbjart yfir hásumarið.
Eldhúsborð á hjólum var einnig keypt til þess að hafa í eldhúsi í stað skrifborðs sem þar hefur verið staðsett, en þótti bæði taka of mikið pláss og vera of lágt.
Vönduð garðhúsgögn sem samanstanda af stækkanlegu borði, ásamt stillanlegum stólum, sem nýtast til sólbaða voru einnig keypt sem og forláta gasgrill.
Snúist!
Leigumál
Árið 2009 varð alger sprengja í útleigu Skógargerðis, allar vikur sumarsins voru setnar og fengu færri en vildu, bókanir hafa farið hægar af stað þetta árið og eru til lausar vikur í sumar, endilega hafið samband við Dagný Sigurðardóttir sem tekur við bókunum í húsið, símar hjá henni eru 471-1134 og GSM 849-7390
júní og september kr. 15.000 á viku
júlí og ágúst kr. 20.000 á viku
október til maí kr. 10.000 á viku
helgarleiga kr. 5000
Rétt er að árétta að Skógargerði er til leigu árið um kring og ættu til að mynda berja og sveppa tínslufólk, sem og gæsa og hreindýraveiðimenn að huga að því , tekið skal fram að félagið á engan veiðirétt í Skógargerðislandi, en stutt er til góðra veiðisvæða í grenndinni.
Ættarmót 2010
Ættarmót verður haldið í Skógargerði helgina 17-18 júlí. Ættarmótið árið 2005 þótti takast með eindæmum vel og var þar slegið aðsóknarmet líklega komu milli 300-350 manns En ekki eru til staðfestar tölur þar að lútandi.
Aðgangseyri á mótið í ár verður stillt í hóf og miðast við kostnaðarverð aðfanga, dagskrá verður nánar auglýst þegar nær dregur á www.skogargerdi.is .
Fyrirkomulag verður það sama og 2005 það er kvöldverður verður á staðnum í glæsilegri skemmu sem Sigfús lætur okkur í té endurgjaldslaust og kunnum við honum miklar þakkir fyrir. en áríðandi er að fólk sem hyggst sækja ættarmótið skrái sig þar sem allur undirbúningur og sérstaklega innkaup á mat þurfa að miðast við væntanlegan fjölda, þó vissulega verði gert ráð fyrir nokkrum hóp til viðbótar.
Sólrún Víkingsdóttir tekur við skráningum eftir ýmsum leiðum, sími: 847-0125 netfang : [email protected] svo Fasbókarsíðan hennar Sólrúnar og einnig er Skógargerðisættin, Skógargerðisfólk virkt á fasbókinni.
Að lokum
Skógargerði er arfleifð okkar allra og því fleiri sem leggja hönd á plóg við uppbyggingu staðarins, með því að ganga til liðs við Meið, þeim mun léttara verk verður það og tekur skemmri tíma.
Ég minni á boðskapinn í sögunni um litlu gulu hænuna, Það vildu engir leggja henni lið við að vinna kornið og baka brauðið, en allir vildu hinsvegar borða það.
F.H. stjórnar Meiðs
Ívar Ásgeirsson