Meiðstíðindi maí 2011
Sælir ættmenn allir.
Hér er hið árlega fréttabréf Meiðs ásamt greiðsluseðli fyrir árið 2011. Enn sem fyrr ítreka ég það að ekki er skylda að vera í félaginu, en við vonumst til þess að sem flestir ættmenn láti sig sameiginlega arfleifð okkar allra sig nokkru skipta og kjósi að vera í félaginu.
Fundarboð
Aðalfundur Meiðs árið 2011 verður haldinn miðvikudaginn 8. júní kl 20.00 að Leiðhömrum 8, Reykjavík. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál sem brenna kunna á félagsmönnum, svo sem langtímastefnumörkum hvað varðar uppbyggingu hússins, en þörf er orðin á ýmsum lagfæringum innanhúss sem utan ásamt mögulegum breytingum til upprunalegs horfs. Heildstæð stefna þarf að vera til staðar hvað þetta varðar.
Framkvæmdir
Árið 2010 var ekki mikið framkvæmdaár, þar sem megináherslan var lögð á ættarmótið, en þó ber þess að geta að félagið fjárfesti í salernisskúr einum allgóðum, sem settur var niður fyrir neðan skemmuna og þar fær hann að standa en verður svo að sjálfsögðu málaður í Skógargerðislitum og lagfærður. Þetta er til mikils hægðarauka fyrir komandi ættarmót og ekki síður þá ættmenn sem kjósa að koma í Skógargerði og tjalda þar á flötinni á fögrum sumardegi, en ættmennum er það heimilt án endurgjalds.
Leigumál
Eftir sprengingu í leigu hússins árið 2009 var nánast engin útleiga árið 2010 fyrir utan einstaka helgi um veturinn, en telja menn að hér hafi ættarmótið og kannski eldsneytisverð haft mikið að segja þar sem flestir þeir er hugðu á leigu ætluðu einnig á ættarmótið, en hafi forgangsraðað og kosið fremur að mæta á ættarmótið heldur en keyra langa vegalengd tvisvar á sumri.
Nú hinsvegar berast þær gleðilegu fréttir að bókanir fyrir sumarið gangi vel, en enn mun vera hægt að komast að og ná sér í viku, en til þess þarf einungis að hafa samband við Dagnýju Sigurðardóttur sem tekur við pöntunum í síma 471-1134 og 849-7390. Leiguverði er mjög stillt í hóf að venju.
júní og september kr. 15.000 á viku
júlí og ágúst kr. 20.000 á viku
október til maí kr. 10.000 á viku
helgarleiga kr. 5000
Ættarmótið sem haldið var síðasta sumar þótti takast með eindæmum vel þrátt fyrir rysjótt veður, en ættmenn voru með sól í hjarta og ekki síður nutum við þess munaðar að geta verið inni í myndarlegu upphituðu húsi við veisluhöld langt fram á nótt.
Einhver áhöld eru um heildarfjölda ættarmótsgesta en einhver mælikvarði er að það voru afhent 278 barmmerki, matur var pantaður fyrir 350 manns ásamt 200 pylsum til viðbótar og rann þetta allt ljúflega niður í ættarmótsgesti. Miðað við þetta má ætla að heildarfjöldi hafi verið um 300 - 330 manns þegar flest var og gerast ættarmótin varla myndarlegri en það.
Félaginu er ljúft og skylt að þakka þeim Víkingsbörnum og Víkingi, ættarmótsnefndinni ásamt öllum öðrum sem komu að málum fyrir mikið og óeigingjarnt starf við undirbúning ættarmótsins. Það er í ótrúlega mörg horn að líta, en þar ber hæst að standsetja skemmuna góðu á þann veg að þar stæðu dekkuð borð fyrir vel yfir 300 manns og ekki síður að ganga frá öllu aftur.
Vefurinn
Stefán vefstjóri hefur staðið sig vel við að koma inn efni á vefinn og tilkynna það svo með pósti á alla þá sem eru á netfangalistanum, en ef þið eruð ekki á listanum nú þegar eða hafið í fórum ykkar eitthvað það efni sem erindi ætti á vefinn, þá endilega sendið Stefáni póst á netfangið [email protected]
Að lokum vonast stjórnin til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundinn og viðri sínar skoðanir um hvernig þeir vilja sjá Skógargerðishús fyrir sér á komandi árum og áratugum.
F.H. Stjórnar Meiðs.
Ívar Ásgeirsson
Sælir ættmenn allir.
Hér er hið árlega fréttabréf Meiðs ásamt greiðsluseðli fyrir árið 2011. Enn sem fyrr ítreka ég það að ekki er skylda að vera í félaginu, en við vonumst til þess að sem flestir ættmenn láti sig sameiginlega arfleifð okkar allra sig nokkru skipta og kjósi að vera í félaginu.
Fundarboð
Aðalfundur Meiðs árið 2011 verður haldinn miðvikudaginn 8. júní kl 20.00 að Leiðhömrum 8, Reykjavík. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál sem brenna kunna á félagsmönnum, svo sem langtímastefnumörkum hvað varðar uppbyggingu hússins, en þörf er orðin á ýmsum lagfæringum innanhúss sem utan ásamt mögulegum breytingum til upprunalegs horfs. Heildstæð stefna þarf að vera til staðar hvað þetta varðar.
Framkvæmdir
Árið 2010 var ekki mikið framkvæmdaár, þar sem megináherslan var lögð á ættarmótið, en þó ber þess að geta að félagið fjárfesti í salernisskúr einum allgóðum, sem settur var niður fyrir neðan skemmuna og þar fær hann að standa en verður svo að sjálfsögðu málaður í Skógargerðislitum og lagfærður. Þetta er til mikils hægðarauka fyrir komandi ættarmót og ekki síður þá ættmenn sem kjósa að koma í Skógargerði og tjalda þar á flötinni á fögrum sumardegi, en ættmennum er það heimilt án endurgjalds.
Leigumál
Eftir sprengingu í leigu hússins árið 2009 var nánast engin útleiga árið 2010 fyrir utan einstaka helgi um veturinn, en telja menn að hér hafi ættarmótið og kannski eldsneytisverð haft mikið að segja þar sem flestir þeir er hugðu á leigu ætluðu einnig á ættarmótið, en hafi forgangsraðað og kosið fremur að mæta á ættarmótið heldur en keyra langa vegalengd tvisvar á sumri.
Nú hinsvegar berast þær gleðilegu fréttir að bókanir fyrir sumarið gangi vel, en enn mun vera hægt að komast að og ná sér í viku, en til þess þarf einungis að hafa samband við Dagnýju Sigurðardóttur sem tekur við pöntunum í síma 471-1134 og 849-7390. Leiguverði er mjög stillt í hóf að venju.
júní og september kr. 15.000 á viku
júlí og ágúst kr. 20.000 á viku
október til maí kr. 10.000 á viku
helgarleiga kr. 5000
Ættarmótið sem haldið var síðasta sumar þótti takast með eindæmum vel þrátt fyrir rysjótt veður, en ættmenn voru með sól í hjarta og ekki síður nutum við þess munaðar að geta verið inni í myndarlegu upphituðu húsi við veisluhöld langt fram á nótt.
Einhver áhöld eru um heildarfjölda ættarmótsgesta en einhver mælikvarði er að það voru afhent 278 barmmerki, matur var pantaður fyrir 350 manns ásamt 200 pylsum til viðbótar og rann þetta allt ljúflega niður í ættarmótsgesti. Miðað við þetta má ætla að heildarfjöldi hafi verið um 300 - 330 manns þegar flest var og gerast ættarmótin varla myndarlegri en það.
Félaginu er ljúft og skylt að þakka þeim Víkingsbörnum og Víkingi, ættarmótsnefndinni ásamt öllum öðrum sem komu að málum fyrir mikið og óeigingjarnt starf við undirbúning ættarmótsins. Það er í ótrúlega mörg horn að líta, en þar ber hæst að standsetja skemmuna góðu á þann veg að þar stæðu dekkuð borð fyrir vel yfir 300 manns og ekki síður að ganga frá öllu aftur.
Vefurinn
Stefán vefstjóri hefur staðið sig vel við að koma inn efni á vefinn og tilkynna það svo með pósti á alla þá sem eru á netfangalistanum, en ef þið eruð ekki á listanum nú þegar eða hafið í fórum ykkar eitthvað það efni sem erindi ætti á vefinn, þá endilega sendið Stefáni póst á netfangið [email protected]
Að lokum vonast stjórnin til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundinn og viðri sínar skoðanir um hvernig þeir vilja sjá Skógargerðishús fyrir sér á komandi árum og áratugum.
F.H. Stjórnar Meiðs.
Ívar Ásgeirsson