Meiðstíðindi apríl 2012
Sælir ættmenn allir
Hér er komið fréttabréf okkar fyrir síðasta ár og einnig greiðsluseðill vegna árgjalda 2012. Það ættu nú flestir ættmenn að vita að það er ekki skylda að vera í félaginu, en ef Skógargerði og þau gildi sem það stendur fyrir, skipta þig einhverju máli þá mæli ég eindregið með því að seðillinn verðu greiddur en það er að sjálfsögðu þitt val.
Fundarboð
Aðalfundur Meiðs verður haldinn þann 30 maí kl 20.00 að Leiðhömrum 8 R-112 Reykjavík.
Dagskrá er hefðbundin, venjuleg aðalfundastörf og síðan önnur mál, sem brenna kunna á félagsmönnum.
Jafnframt verður kynnt heildar ástands könnun sem framkvæmd var á húsinu núna í apríl.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og deila sinni sýn á félagið og hvernig menn vilja sjá þróun þess, það er lítt hvetjandi fyrir stjórn á hverjum tíma að fá lítil sem engin viðbrögð frá félagsmönnum um hvernig haga beri starfseminni, allar skoðanir eru vel þegnar og munið félagið erum við félagsmenn, ekki bara stjórnin.
Framkvæmdir
Þær voru þessar helstar að Stefán Hermansson dvaldi um skeið í húsinu við listsköpun sl. vetur, hann framkvæmdi á meðan dvölinni stóð ýmsar löngu tímabærar lagfæringar innanhúss, sem of langt mál er að tíunda hér, kunnum við honum miklar þakkir fyrir sitt framlag.
Heildarástandskönnun var framkvæmd á húsinu núna í apríl sl. af þeim bræðrum Hermanni og Stefáni Hermannsonum og mun væntanlega niðurstaða þeirrar vinnu verða kynnt á aðalfundinum. Vinnudagur var í Skógargerði núna laugardaginn 28 apríl s.l. þar sem húsið var þrifið hátt og lágt, garðhúsgögn olíuborin, limgerði og runnar snyrtir og margt fleira, vill stjórnin þakka öllum sem að málinu komu þeirra vinnuframlag.
Leigumál
Á síðasta ári gekk útleiga á húsinu ágætlega yfir sumartímann, en minna var um að ættmenn nýttu sér húsið yfir vetrarmánuðina, minnt er á að húsið er til útleigu allt árið og leigan er jafnvel ennþá lægri yfir vetrarmánuðina, einnig er hægt að dvelja yfir helgi við mjög vægu gjaldi, sjá hér verðskránna, sem ekki hefur breyst í mörg ár.
júní og september kr. 15.000 á viku
júlí og ágúst kr. 20.000 á viku
október til maí kr. 10.000 á viku
helgarleiga kr. 5000
Dagný Sigurðardóttir tekur við bókunum í húsið sem fyrr, Dagný hefur unnið ötult starf í húsinu mörg undanfarin ár og væri húsið ekki í eins góðu skikki og raun ber vitni nyti hennar ekki við. Símar hjá Dagný eru 471-1134 og GSM 849-7390 Nú þegar er búið að bóka 4 vikur af sumrinu, eftir því sem Dagný tjáði mér þannig að eins gott er að fara að huga að því að bóka ef fólk ætlar að nýta sér þessa paradís til orlofsdvalar sem Skógargerði er.
Vefurinn og Facebook
Vefstjórinn hann Stefán hefur verið drjúgur við að halda við þessum samskiptamáta og unnið mjög gott starf, en það hafa verið sorglega lítil viðbrögð við beiðni hans um ættartengt efni, gamlar myndir, greinar og fróðleik einhvern til að setja á vefinn www.Skogargerdi.is . Vinsamlega hafið samband við Stefán ef þið lumið á einhverju slíku, en hann hefur netfangið [email protected] og farsíma 892-5434
Hinsvegar hefur Facebook grúbban „Skógargerði Myndir og Video“ sem Stefán stofnaði náð til sínum talsverðum fjölda ættmenna og eru margir ötulir við að tjá sig þar, senda inn myndir og hvað annað sem menn vilja deila með ættmennum sínum, er það vel því þetta er lifandi gangvirkur miðill og tímanna tákn, eru ættmenn hvattir til þess að skrá sig á grúppuna og fylgjast þannig með því sem efst er á baugi hverju sinni.
F.H. Stjórnar Meiðs.
Ívar Ásgeirsson.
Sælir ættmenn allir
Hér er komið fréttabréf okkar fyrir síðasta ár og einnig greiðsluseðill vegna árgjalda 2012. Það ættu nú flestir ættmenn að vita að það er ekki skylda að vera í félaginu, en ef Skógargerði og þau gildi sem það stendur fyrir, skipta þig einhverju máli þá mæli ég eindregið með því að seðillinn verðu greiddur en það er að sjálfsögðu þitt val.
Fundarboð
Aðalfundur Meiðs verður haldinn þann 30 maí kl 20.00 að Leiðhömrum 8 R-112 Reykjavík.
Dagskrá er hefðbundin, venjuleg aðalfundastörf og síðan önnur mál, sem brenna kunna á félagsmönnum.
Jafnframt verður kynnt heildar ástands könnun sem framkvæmd var á húsinu núna í apríl.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og deila sinni sýn á félagið og hvernig menn vilja sjá þróun þess, það er lítt hvetjandi fyrir stjórn á hverjum tíma að fá lítil sem engin viðbrögð frá félagsmönnum um hvernig haga beri starfseminni, allar skoðanir eru vel þegnar og munið félagið erum við félagsmenn, ekki bara stjórnin.
Framkvæmdir
Þær voru þessar helstar að Stefán Hermansson dvaldi um skeið í húsinu við listsköpun sl. vetur, hann framkvæmdi á meðan dvölinni stóð ýmsar löngu tímabærar lagfæringar innanhúss, sem of langt mál er að tíunda hér, kunnum við honum miklar þakkir fyrir sitt framlag.
Heildarástandskönnun var framkvæmd á húsinu núna í apríl sl. af þeim bræðrum Hermanni og Stefáni Hermannsonum og mun væntanlega niðurstaða þeirrar vinnu verða kynnt á aðalfundinum. Vinnudagur var í Skógargerði núna laugardaginn 28 apríl s.l. þar sem húsið var þrifið hátt og lágt, garðhúsgögn olíuborin, limgerði og runnar snyrtir og margt fleira, vill stjórnin þakka öllum sem að málinu komu þeirra vinnuframlag.
Leigumál
Á síðasta ári gekk útleiga á húsinu ágætlega yfir sumartímann, en minna var um að ættmenn nýttu sér húsið yfir vetrarmánuðina, minnt er á að húsið er til útleigu allt árið og leigan er jafnvel ennþá lægri yfir vetrarmánuðina, einnig er hægt að dvelja yfir helgi við mjög vægu gjaldi, sjá hér verðskránna, sem ekki hefur breyst í mörg ár.
júní og september kr. 15.000 á viku
júlí og ágúst kr. 20.000 á viku
október til maí kr. 10.000 á viku
helgarleiga kr. 5000
Dagný Sigurðardóttir tekur við bókunum í húsið sem fyrr, Dagný hefur unnið ötult starf í húsinu mörg undanfarin ár og væri húsið ekki í eins góðu skikki og raun ber vitni nyti hennar ekki við. Símar hjá Dagný eru 471-1134 og GSM 849-7390 Nú þegar er búið að bóka 4 vikur af sumrinu, eftir því sem Dagný tjáði mér þannig að eins gott er að fara að huga að því að bóka ef fólk ætlar að nýta sér þessa paradís til orlofsdvalar sem Skógargerði er.
Vefurinn og Facebook
Vefstjórinn hann Stefán hefur verið drjúgur við að halda við þessum samskiptamáta og unnið mjög gott starf, en það hafa verið sorglega lítil viðbrögð við beiðni hans um ættartengt efni, gamlar myndir, greinar og fróðleik einhvern til að setja á vefinn www.Skogargerdi.is . Vinsamlega hafið samband við Stefán ef þið lumið á einhverju slíku, en hann hefur netfangið [email protected] og farsíma 892-5434
Hinsvegar hefur Facebook grúbban „Skógargerði Myndir og Video“ sem Stefán stofnaði náð til sínum talsverðum fjölda ættmenna og eru margir ötulir við að tjá sig þar, senda inn myndir og hvað annað sem menn vilja deila með ættmennum sínum, er það vel því þetta er lifandi gangvirkur miðill og tímanna tákn, eru ættmenn hvattir til þess að skrá sig á grúppuna og fylgjast þannig með því sem efst er á baugi hverju sinni.
F.H. Stjórnar Meiðs.
Ívar Ásgeirsson.