Meiðstíðindi 2013
Sælir ættmenn allir
Hér kemur fréttabréfið um starfsemi félagsins undanfarið ár og einnig fundarboð á aðalfund en starfsemin er búin að vera nokkuð lífleg síðasta ár.
Greiðsluseðill hefur verið sendur út, eins og oft hefur komið fram áður þá er eingin skyldugur til þess að vera í félaginu, en ég minni enn á að ef sameiginleg arfleifð okkar í Skógargerði skiptir þig einhverju máli að þá vonandi sjáir þú ástæðu til þess að greiða árgjaldið.
Miklar framkvæmdir áttu sér stað í kjallara þetta árið sem hjuggu stór skörð í sjóði félagsins og ýmsar aðrar framkvæmdir eru aðkallandi ef húsið á ekki að drabbast niður, en okkur er þröngur stakkur sniðinn með framkvæmda hraða, þar sem því miður er það ekki nema um þriðjungur Skógargerðismanna, sem sjá ástæðu til þess að greiða árgjaldið , þetta hlutfall hefur haldist svipað mörg undanfarin ár.
Við fylgjum mjög einfaldri hagfræði, sem er sú að ekki er framkvæmt nema eiga fyrir hlutunum þ.e. efniskostnaði, en öll vinna hefur verið sjálfboða vinna þar sem lítið væri hægt að framkvæma ef greiða ætti fyrir vinnu, en þumalputtaregla er að hún er a.m.s.k annað eins og efniskostnaður.
Kunnum við öllu því góða fólki sem þar hefur komið að málum á undanförnum árum hinar bestu þakkir fyrir.
Fundarboð og vinnudagur
Aðalfundur Meiðs verður haldinn þann 25 maí í Skógargerði kl 13,00 ??? hinn árlegi vinnudagur verður einnig sama dag og er mæting kl 10,00? í Skógargerði fyrir þá sem ætla að taka þátt í honum.
Dagskrá aðalfundarins er hefðbundin: venjuleg aðalfundastörf og síðan önnur mál, sem eru allnokkur Vinnudagurinn er einnig hefðbundinn en mörg smá sem stór verkefni bíða.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og viðra sínar hugmyndir, allar skoðanir eru vel þegnar og munið félagið erum við félagsmenn, ekki bara stjórnin því meiri umræða og því fleiri sjónarhorn því betra.
Framkvæmdir
Eins og þegar kom fram hafa framkvæmdir verið töluverðar síðasta ár og unnið hefur verið samkvæmt viðamikilli ástandsúttekt og verkáætlun sem gerð var í fyrra og samþykkt á aðalfundi.
Kjallarinn var tekinn í gegn núna á þorranum, hann málaður, rakaþolið parket lagt á framkjallarann og matarkompu, gert var við miklar rakaskemmdir sem voru á útveggjum í matarkompunni en þar var trjágróður farinn að spíra í gegnum steypta veggina, hurð var sett á téð herbergi en þar hefur ekki verið hurð mjög lengi hafi hún þá nokkurn tímann verið þar. Settur var góður spegilskápur á bað og miklar hirslur í framkjallarann svo engin ætti lengur að vera í vandræðum með farangur sinn eða fatnað. Hitakúturinn var endurnýjaður og fluttur við það tækifæri inn í „norðurkjallarann“ (samkvæmt málvenju á héraði þó hann snúi í hávestur) svo nú er mun rýmra í framkjallaranum. Eitt og annað smálegt var einnig unnið sem ekki verður tíundað frekar. S.l. haust var jafnframt endurnýjuð pússning undir gluggum „norðanmegin“ (samk. Málvenju) og víðar. Á vinnudeginum í fyrravor var mikið lagað til rusli hent og fleira smálegt gert, en ekki viðraði til að mála WC skúrinn það bíður vinnudagsins núna í vor.
Eins og áður hefur komið fram er öll vinna unnin í sjálfboðavinnu og koma þar margir við sögu en að öðrum ólöstuðum þá fór Stefán Hermannsson þar fremstur meðal jafningja og á hann allan heiður að framkvæmdum í kjallaranum þó margir aðrir hafi komið við sögu einnig s.s. MAÐUR DAGNY?,, Hlynur Bragason, Hermann Smárason, undirritaður og Helgi ómar Bragason við pússningu utanhúss.
Einnig er fjöldi manns sem tekur þátt í vinnudegi ár hvert og fleiri viðvik s.s. að slá flötina sem Baldur Pálsson hefur gert í mörg ár. Dagný Sigurðardóttir hefur séð um leigumál og daglega umhirðu hússins og fl. og fl. að ónefndum Víkingsbörnum sem hafa lagt ómælda vinnu til hússins og framkvæmda annarra t.d vegna ættarmóta, án þeirra stuðning og velvilja væri þetta varla hægt svo einfalt er það.
Leigumál
Á síðasta ári gekk útleiga á húsinu mjög vel yfir sumartímann og einnig var nokkur nýting um veturinn sem er mjög jákvæð þróun, en húsið er sem kunnugt er til leigu árið um kring.
Leiguverð fyrir árið 2013 er sem hér segir: júní, júlí og ágúst: kr. 30.000 vikan, aðrir mánuðir: kr. 20.000 vikan, helgarleiga: kr. 10.000
Helgarleiga er ekki í boði nema vikan að helginni sé laus. Þetta þarf sérstaklega að hafa í huga yfir sumartímann þegar mest ásókn er í húsið.
Dagný Sigurðardóttir tekur við bókunum í húsið sem fyrr og sér jafnframt til þess að ekkert vanti í húsið, hún er sannarlega betri en engin í daglegri umsýslu hússins Símar hjá Dagný eru 471-1134 og GSM 849-7390
Nú þegar er búið að bóka töluvert af sumrinu og hvet ég alla sem hyggja á dvöl í Skógargerði þetta sumarið að hafa samband við Dagný sem fyrst.
Vefurinn og Facebook
Vefstjórinn okkar hann Stefán Hermannson hefur verið öflugur s.l. ár og núna er á vefnum www.skogargerdi.is komið á einn stað: allar fundargerðir, meiðstíðindi og ársreikningar frá fyrri árum. Jafnframt er ástands og aðgerðaáætlun sem vísað var til hér ofar vistuð þar.
Facebook grúbban skógargerði myndir og vídeo hefur verið virk og er gaman að sjá það efni sem ratar þar inn, nýjar sem gamlar myndir og margt annað frábært framtak þarna á ferðinni, ég hvet alla félagsmenn sem ekki eru nú þegar búnir að „líka“ við grúbbuna að gera það nú þegar, annars missið þið að miklu. Einnig hvet ég ykkur til þess að skrá ykkur á póstlista www.skogargerdi.is svo öll boðskipti verði betri.
Stefan vefstjóri tekur einnig við efni til birtingar ef þess er óskað netfangið hans er [email protected] og farsími 892-5434
Að lokum er mér bæði ljúft og skylt að minnast öðlingsins hans Víkings sem féll frá í fyrra vor, mikill sjónarsviptir er að honum og tómlegra er að koma í Skógargerði núna og eiga ekki von á að hitta Víking bónda á hlaðinu þó sjálfsagt sé hann þar í anda, eða því trúi ég allavega.
f.h. Meiðs
Ívar Ásgeirsson
Sælir ættmenn allir
Hér kemur fréttabréfið um starfsemi félagsins undanfarið ár og einnig fundarboð á aðalfund en starfsemin er búin að vera nokkuð lífleg síðasta ár.
Greiðsluseðill hefur verið sendur út, eins og oft hefur komið fram áður þá er eingin skyldugur til þess að vera í félaginu, en ég minni enn á að ef sameiginleg arfleifð okkar í Skógargerði skiptir þig einhverju máli að þá vonandi sjáir þú ástæðu til þess að greiða árgjaldið.
Miklar framkvæmdir áttu sér stað í kjallara þetta árið sem hjuggu stór skörð í sjóði félagsins og ýmsar aðrar framkvæmdir eru aðkallandi ef húsið á ekki að drabbast niður, en okkur er þröngur stakkur sniðinn með framkvæmda hraða, þar sem því miður er það ekki nema um þriðjungur Skógargerðismanna, sem sjá ástæðu til þess að greiða árgjaldið , þetta hlutfall hefur haldist svipað mörg undanfarin ár.
Við fylgjum mjög einfaldri hagfræði, sem er sú að ekki er framkvæmt nema eiga fyrir hlutunum þ.e. efniskostnaði, en öll vinna hefur verið sjálfboða vinna þar sem lítið væri hægt að framkvæma ef greiða ætti fyrir vinnu, en þumalputtaregla er að hún er a.m.s.k annað eins og efniskostnaður.
Kunnum við öllu því góða fólki sem þar hefur komið að málum á undanförnum árum hinar bestu þakkir fyrir.
Fundarboð og vinnudagur
Aðalfundur Meiðs verður haldinn þann 25 maí í Skógargerði kl 13,00 ??? hinn árlegi vinnudagur verður einnig sama dag og er mæting kl 10,00? í Skógargerði fyrir þá sem ætla að taka þátt í honum.
Dagskrá aðalfundarins er hefðbundin: venjuleg aðalfundastörf og síðan önnur mál, sem eru allnokkur Vinnudagurinn er einnig hefðbundinn en mörg smá sem stór verkefni bíða.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og viðra sínar hugmyndir, allar skoðanir eru vel þegnar og munið félagið erum við félagsmenn, ekki bara stjórnin því meiri umræða og því fleiri sjónarhorn því betra.
Framkvæmdir
Eins og þegar kom fram hafa framkvæmdir verið töluverðar síðasta ár og unnið hefur verið samkvæmt viðamikilli ástandsúttekt og verkáætlun sem gerð var í fyrra og samþykkt á aðalfundi.
Kjallarinn var tekinn í gegn núna á þorranum, hann málaður, rakaþolið parket lagt á framkjallarann og matarkompu, gert var við miklar rakaskemmdir sem voru á útveggjum í matarkompunni en þar var trjágróður farinn að spíra í gegnum steypta veggina, hurð var sett á téð herbergi en þar hefur ekki verið hurð mjög lengi hafi hún þá nokkurn tímann verið þar. Settur var góður spegilskápur á bað og miklar hirslur í framkjallarann svo engin ætti lengur að vera í vandræðum með farangur sinn eða fatnað. Hitakúturinn var endurnýjaður og fluttur við það tækifæri inn í „norðurkjallarann“ (samkvæmt málvenju á héraði þó hann snúi í hávestur) svo nú er mun rýmra í framkjallaranum. Eitt og annað smálegt var einnig unnið sem ekki verður tíundað frekar. S.l. haust var jafnframt endurnýjuð pússning undir gluggum „norðanmegin“ (samk. Málvenju) og víðar. Á vinnudeginum í fyrravor var mikið lagað til rusli hent og fleira smálegt gert, en ekki viðraði til að mála WC skúrinn það bíður vinnudagsins núna í vor.
Eins og áður hefur komið fram er öll vinna unnin í sjálfboðavinnu og koma þar margir við sögu en að öðrum ólöstuðum þá fór Stefán Hermannsson þar fremstur meðal jafningja og á hann allan heiður að framkvæmdum í kjallaranum þó margir aðrir hafi komið við sögu einnig s.s. MAÐUR DAGNY?,, Hlynur Bragason, Hermann Smárason, undirritaður og Helgi ómar Bragason við pússningu utanhúss.
Einnig er fjöldi manns sem tekur þátt í vinnudegi ár hvert og fleiri viðvik s.s. að slá flötina sem Baldur Pálsson hefur gert í mörg ár. Dagný Sigurðardóttir hefur séð um leigumál og daglega umhirðu hússins og fl. og fl. að ónefndum Víkingsbörnum sem hafa lagt ómælda vinnu til hússins og framkvæmda annarra t.d vegna ættarmóta, án þeirra stuðning og velvilja væri þetta varla hægt svo einfalt er það.
Leigumál
Á síðasta ári gekk útleiga á húsinu mjög vel yfir sumartímann og einnig var nokkur nýting um veturinn sem er mjög jákvæð þróun, en húsið er sem kunnugt er til leigu árið um kring.
Leiguverð fyrir árið 2013 er sem hér segir: júní, júlí og ágúst: kr. 30.000 vikan, aðrir mánuðir: kr. 20.000 vikan, helgarleiga: kr. 10.000
Helgarleiga er ekki í boði nema vikan að helginni sé laus. Þetta þarf sérstaklega að hafa í huga yfir sumartímann þegar mest ásókn er í húsið.
Dagný Sigurðardóttir tekur við bókunum í húsið sem fyrr og sér jafnframt til þess að ekkert vanti í húsið, hún er sannarlega betri en engin í daglegri umsýslu hússins Símar hjá Dagný eru 471-1134 og GSM 849-7390
Nú þegar er búið að bóka töluvert af sumrinu og hvet ég alla sem hyggja á dvöl í Skógargerði þetta sumarið að hafa samband við Dagný sem fyrst.
Vefurinn og Facebook
Vefstjórinn okkar hann Stefán Hermannson hefur verið öflugur s.l. ár og núna er á vefnum www.skogargerdi.is komið á einn stað: allar fundargerðir, meiðstíðindi og ársreikningar frá fyrri árum. Jafnframt er ástands og aðgerðaáætlun sem vísað var til hér ofar vistuð þar.
Facebook grúbban skógargerði myndir og vídeo hefur verið virk og er gaman að sjá það efni sem ratar þar inn, nýjar sem gamlar myndir og margt annað frábært framtak þarna á ferðinni, ég hvet alla félagsmenn sem ekki eru nú þegar búnir að „líka“ við grúbbuna að gera það nú þegar, annars missið þið að miklu. Einnig hvet ég ykkur til þess að skrá ykkur á póstlista www.skogargerdi.is svo öll boðskipti verði betri.
Stefan vefstjóri tekur einnig við efni til birtingar ef þess er óskað netfangið hans er [email protected] og farsími 892-5434
Að lokum er mér bæði ljúft og skylt að minnast öðlingsins hans Víkings sem féll frá í fyrra vor, mikill sjónarsviptir er að honum og tómlegra er að koma í Skógargerði núna og eiga ekki von á að hitta Víking bónda á hlaðinu þó sjálfsagt sé hann þar í anda, eða því trúi ég allavega.
f.h. Meiðs
Ívar Ásgeirsson