Meiðs tíðindi 2017
Meðfylgjandi þessu fréttabréfi er okkar árlegi greiðsluseðill, sem þú ættmaður góður vonandi greiðir. Ef þú kærir þig ekki um þennan póst þá er beðist velvirðingar og þér er að sjálfsögðu frjálst að henda greiðsluseðlinum en vonandi lest þú samt áfram.
Eins og fram hefur komið þá er enginn skyldugur til þess að vera í félaginu, en ég minni á að ef sameiginleg arfleifð okkar í Skógargerði skiptir ykkur einhverju máli, sjáið þið vonandi ástæðu til þess að greiða árgjaldið til þess að stuðla að því að halda ættaróðalinu við. Þannig getum við notið þess sem Skógargerði hefur upp á að bjóða.
Við skorum á alla að greiða árgjaldið, sérstaklega þar sem við þurfum að standa í kostnaðarsamri viðgerð á vesturvegg hússins í Skógargerði.
Fundarboð aðalfundar 2017
Aðalfundur Meiðs verður haldinn sunnudaginn 21. maí 2017 kl. 14.
Fundurinn verður haldinn samtímis á tveimur stöðum að þessu sinni, Egilsstöðum og Reykjavík, með hjálp tölvutækninnar og gefst þannig fleirum kostur á að mæta á aðalfund. Fundarstaður á Egilsstöðum verður í húsnæði verkfræðistofunnar Verkís að Kaupvangi 3b og í Reykjavík á Teiknistofunni Óðinstorgi við Óðinsgötu 7, 2. hæð
Dagskrá aðalfundar verður hefðbundin: Skýrsla stjórnar, yfirlit reikninga, ákvörðun félagsgjalda næsta árs, leigumál og önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og viðra sínar hugmyndir og allar skoðanir eru vel þegnar. Félagið er jú við félagsmenn, ekki bara stjórnin. Því meiri umræða og því fleiri sjónarhorn sem fram koma því betra..
Rétt er að benda á að félagið var stækkað árið 2005 þannig að það nær til allra afkomenda Helga Indriðasonar og Ólafar Margrétar Helgadóttur. Við þá stækkun misfórst að aðlaga regluverk félasins að því og þá sérstaklega hvernig ættarráð skuli skipast. Rétt væri að tekin yrði umræða um það á fundinum þannig að hægt verði að koma lagbreytingum að á næsta aðalfundi.
Fundargerð síðasta aðalfundar er aðgengileg á vefsíðunni og slóðin er: http://www.skogargerdi.is/2016.html
Ættartala
Ættartalið er nú loks uppfært og hægt er að skoða það á heimasíðunni http://www.skogargerdi.is
Þeir sem vilja fá prentað eintak hafi samband við Hermann, sími: 894 8602 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]
Leigumál
Rétt er að minna á að Skógargerði er til leigu árið um kring og ættu til að mynda berja- og sveppa- tínslufólk, sem og gæsa og hreindýraveiðimenn að huga að því að leigja húsið. Tekið skal fram að félagið á engan veiðirétt í Skógargerðislandi, en stutt er til góðra veiðisvæða í grenndinni.
Útleiga á húsinu sl. ár gekk vel yfir sumartímann og einnig var nokkur nýting um veturinn. Upplýsingar um verð og pantanir eru á heimasíðu á slóðinni: http://www.skogargerdi.is/leiga-huacutess.html
Vefsíða og „fésbók“
Vefsíðan okkar er skogargerdi.is og hefur henni verið haldið við eftir bestu getu ásamt því að birta fréttir af ýmsum toga. Síðan er aðgengileg fyrir snjallsíma
Fésbókin okkar heitir Skógagerði, fólk og fiðrildi og notuð til að koma hugðarefnum, fróðleik og fréttum á framfæri og allir sem eru félagar þar geta sent inn efni. Ingigerður Sverrisdóttir er ritstjóri á ,,fésbókar" síðunni Skógagerði, fólk og fiðrildi
Framkvæmdir 2016
Síðastliðið ár var lítið um framkvæmdir en borið var á pallinn og húsið í Tóftinni ásamt ýmsum öðrum smáverkum. Baldur Pálsson hefur séð um slátt á lóðarparti okkar og einnig hefur Gísli Víkingsson verið liðtækur í slætti og trjáklippingum. Ekki má gleyma að Baldur Pálsson gróf fyrir væntanlegum vegg á alveg snilldarlegan hátt, flottari gröftur fyrir vegg hefur varla sést og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Væntanlegar framkvæmdir 2017
Nú stendur til að gera við vesturvegginn (eða norðurvegginn) á Skógargerðishúsinu en ástand hans er orðið mjög bágborið. Öll pússning er orðin laus og hangir á lyginni einni saman. Ljóst er að ástand steypunnar fyrir innan er þannig að pússning mun ekki tolla nema í skamman tíma og steypan heldur áfram að skemmast. Núverandi pússning var sett á þegar systkinin frá Skógargerði, Gíslabörn, létu steypa utan á aðra veggi hússins. Ljóst er að steypa þarf upp nýja veðurkápu á vegginn og það verður nokkuð kostnaðarsamt. Gert er ráð fyrir 10 sm járnbundinni steypu og einangrun þar undir. Þessi kápa verður boltuð við gömlu steypuna. Önnur klæðning er ekki talin koma til greina þar sem bárujárn eða slíkt spillir heildarútliti hússins. Einnig er húsið orðið 100 ára gamalt og er þar með friðað.
Vinnufúsar hendur óskast
Gert er ráð fyrir að uppsteypan á vesturveggnum verði framkvæmd á tímabilinu frá miðjum maí fram í miðjan júní 2017. Nánari dagsetningar verða tilkynntar síðar. Eins og jafnan áður verðum við að treysta á að fá sjálfboðaliða til þess að aðstoða við verkið. Fenginn verður mjög hæfur og ljúfur byggingameistari til verksins, SIgfús Ingi Víkingsson, en hann þarf aðstoð vinnufúsra handa.
Þeir sem hafa áhuga og getu til að aðstoða okkur við þetta verk vinsamlega hafið samband við Hermann Hermannsson í síma 894 8602 eða sendið póst á [email protected]. Meðan á þessu stendur verður húsið nýtt fyrir sjálfboðaliðana, sem sagt frí gisting.
Fjárhagur
Félagið hefur ekki yfir digrum sjóðum að ráða og því þarf að leita til félagsmanna og -kvenna í ættarfélaginu Meiði. Staðan nú er sú að aðeins um 30% greiða árgjöld og það vantar rúma eina og hálfa milljón til þess að ljúka verkinu.
Við skorum því á alla sem vettlingi geta valdið að greiða félagsgjöldin og jafnframt óskum við eftir frjálsum framlögum til að ná endum saman. Margt smátt gerir eitt stórt! Nokkuð hefur safnast nú þegar og má sjá yfirlit um það á „fésbók“ og heimasíðu.
Bankareikningur félagsins er: 0324-26- 003770, og kennitala: 491101-3770
Að lokum
Skógargerði er arfleifð okkar allra og því fleiri sem leggja hönd á plóg við uppbyggingu staðarins, með því að ganga til liðs við Meið, þeim mun léttara verk verður það og tekur skemmri tíma.
Ég minni á boðskapinn í sögunni um litlu gulu hænuna, það vildu engir leggja henni lið við að vinna kornið og baka brauðið, en allir vildu hins vegar borða það.
F.H. stjórnar Meiðs
Hermann Hermannsson
Meðfylgjandi þessu fréttabréfi er okkar árlegi greiðsluseðill, sem þú ættmaður góður vonandi greiðir. Ef þú kærir þig ekki um þennan póst þá er beðist velvirðingar og þér er að sjálfsögðu frjálst að henda greiðsluseðlinum en vonandi lest þú samt áfram.
Eins og fram hefur komið þá er enginn skyldugur til þess að vera í félaginu, en ég minni á að ef sameiginleg arfleifð okkar í Skógargerði skiptir ykkur einhverju máli, sjáið þið vonandi ástæðu til þess að greiða árgjaldið til þess að stuðla að því að halda ættaróðalinu við. Þannig getum við notið þess sem Skógargerði hefur upp á að bjóða.
Við skorum á alla að greiða árgjaldið, sérstaklega þar sem við þurfum að standa í kostnaðarsamri viðgerð á vesturvegg hússins í Skógargerði.
Fundarboð aðalfundar 2017
Aðalfundur Meiðs verður haldinn sunnudaginn 21. maí 2017 kl. 14.
Fundurinn verður haldinn samtímis á tveimur stöðum að þessu sinni, Egilsstöðum og Reykjavík, með hjálp tölvutækninnar og gefst þannig fleirum kostur á að mæta á aðalfund. Fundarstaður á Egilsstöðum verður í húsnæði verkfræðistofunnar Verkís að Kaupvangi 3b og í Reykjavík á Teiknistofunni Óðinstorgi við Óðinsgötu 7, 2. hæð
Dagskrá aðalfundar verður hefðbundin: Skýrsla stjórnar, yfirlit reikninga, ákvörðun félagsgjalda næsta árs, leigumál og önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og viðra sínar hugmyndir og allar skoðanir eru vel þegnar. Félagið er jú við félagsmenn, ekki bara stjórnin. Því meiri umræða og því fleiri sjónarhorn sem fram koma því betra..
Rétt er að benda á að félagið var stækkað árið 2005 þannig að það nær til allra afkomenda Helga Indriðasonar og Ólafar Margrétar Helgadóttur. Við þá stækkun misfórst að aðlaga regluverk félasins að því og þá sérstaklega hvernig ættarráð skuli skipast. Rétt væri að tekin yrði umræða um það á fundinum þannig að hægt verði að koma lagbreytingum að á næsta aðalfundi.
Fundargerð síðasta aðalfundar er aðgengileg á vefsíðunni og slóðin er: http://www.skogargerdi.is/2016.html
Ættartala
Ættartalið er nú loks uppfært og hægt er að skoða það á heimasíðunni http://www.skogargerdi.is
Þeir sem vilja fá prentað eintak hafi samband við Hermann, sími: 894 8602 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]
Leigumál
Rétt er að minna á að Skógargerði er til leigu árið um kring og ættu til að mynda berja- og sveppa- tínslufólk, sem og gæsa og hreindýraveiðimenn að huga að því að leigja húsið. Tekið skal fram að félagið á engan veiðirétt í Skógargerðislandi, en stutt er til góðra veiðisvæða í grenndinni.
Útleiga á húsinu sl. ár gekk vel yfir sumartímann og einnig var nokkur nýting um veturinn. Upplýsingar um verð og pantanir eru á heimasíðu á slóðinni: http://www.skogargerdi.is/leiga-huacutess.html
Vefsíða og „fésbók“
Vefsíðan okkar er skogargerdi.is og hefur henni verið haldið við eftir bestu getu ásamt því að birta fréttir af ýmsum toga. Síðan er aðgengileg fyrir snjallsíma
Fésbókin okkar heitir Skógagerði, fólk og fiðrildi og notuð til að koma hugðarefnum, fróðleik og fréttum á framfæri og allir sem eru félagar þar geta sent inn efni. Ingigerður Sverrisdóttir er ritstjóri á ,,fésbókar" síðunni Skógagerði, fólk og fiðrildi
Framkvæmdir 2016
Síðastliðið ár var lítið um framkvæmdir en borið var á pallinn og húsið í Tóftinni ásamt ýmsum öðrum smáverkum. Baldur Pálsson hefur séð um slátt á lóðarparti okkar og einnig hefur Gísli Víkingsson verið liðtækur í slætti og trjáklippingum. Ekki má gleyma að Baldur Pálsson gróf fyrir væntanlegum vegg á alveg snilldarlegan hátt, flottari gröftur fyrir vegg hefur varla sést og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Væntanlegar framkvæmdir 2017
Nú stendur til að gera við vesturvegginn (eða norðurvegginn) á Skógargerðishúsinu en ástand hans er orðið mjög bágborið. Öll pússning er orðin laus og hangir á lyginni einni saman. Ljóst er að ástand steypunnar fyrir innan er þannig að pússning mun ekki tolla nema í skamman tíma og steypan heldur áfram að skemmast. Núverandi pússning var sett á þegar systkinin frá Skógargerði, Gíslabörn, létu steypa utan á aðra veggi hússins. Ljóst er að steypa þarf upp nýja veðurkápu á vegginn og það verður nokkuð kostnaðarsamt. Gert er ráð fyrir 10 sm járnbundinni steypu og einangrun þar undir. Þessi kápa verður boltuð við gömlu steypuna. Önnur klæðning er ekki talin koma til greina þar sem bárujárn eða slíkt spillir heildarútliti hússins. Einnig er húsið orðið 100 ára gamalt og er þar með friðað.
Vinnufúsar hendur óskast
Gert er ráð fyrir að uppsteypan á vesturveggnum verði framkvæmd á tímabilinu frá miðjum maí fram í miðjan júní 2017. Nánari dagsetningar verða tilkynntar síðar. Eins og jafnan áður verðum við að treysta á að fá sjálfboðaliða til þess að aðstoða við verkið. Fenginn verður mjög hæfur og ljúfur byggingameistari til verksins, SIgfús Ingi Víkingsson, en hann þarf aðstoð vinnufúsra handa.
Þeir sem hafa áhuga og getu til að aðstoða okkur við þetta verk vinsamlega hafið samband við Hermann Hermannsson í síma 894 8602 eða sendið póst á [email protected]. Meðan á þessu stendur verður húsið nýtt fyrir sjálfboðaliðana, sem sagt frí gisting.
Fjárhagur
Félagið hefur ekki yfir digrum sjóðum að ráða og því þarf að leita til félagsmanna og -kvenna í ættarfélaginu Meiði. Staðan nú er sú að aðeins um 30% greiða árgjöld og það vantar rúma eina og hálfa milljón til þess að ljúka verkinu.
Við skorum því á alla sem vettlingi geta valdið að greiða félagsgjöldin og jafnframt óskum við eftir frjálsum framlögum til að ná endum saman. Margt smátt gerir eitt stórt! Nokkuð hefur safnast nú þegar og má sjá yfirlit um það á „fésbók“ og heimasíðu.
Bankareikningur félagsins er: 0324-26- 003770, og kennitala: 491101-3770
Að lokum
Skógargerði er arfleifð okkar allra og því fleiri sem leggja hönd á plóg við uppbyggingu staðarins, með því að ganga til liðs við Meið, þeim mun léttara verk verður það og tekur skemmri tíma.
Ég minni á boðskapinn í sögunni um litlu gulu hænuna, það vildu engir leggja henni lið við að vinna kornið og baka brauðið, en allir vildu hins vegar borða það.
F.H. stjórnar Meiðs
Hermann Hermannsson