Meiðstíðindi 2018
Meðfylgjandi þessu fréttabréfi er okkar árlegi greiðsluseðill, sem þú ættmaður góður vonandi greiðir. Ef þú kærir þig ekki um þennan póst þá er beðist velvirðingar og þér er að sjálfsögðu frjálst að henda greiðsluseðlinum en vonandi lest þú samt áfram.
Eins og fram hefur komið þá er enginn skyldugur til þess að vera í félaginu, en ég minni á að ef sameiginleg arfleifð okkar í Skógargerði skiptir þig einhverju máli, sérð þú vonandi ástæðu til þess að greiða félaggjsaldið til þess að stuðla að því að halda ættaróðalinu við. Þannig getum við notið þess sem Skógargerði hefur upp á að bjóða.
Við skorum á alla að greiða félagsgjaldið, sérstaklega þar sem við þurfum að standa í áframhaldandi viðhaldi, því nú er komið að málningu á öllu húsinu ásamt ýmsu öðru.
Fundarboð aðalfundar 2018
Aðalfundur Meiðs verður haldinn sunnudaginn 6. maí 2018 kl. 14.
Fundurinn verður haldinn samtímis á þremur stöðum að þessu sinni, Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík, með hjálp tölvutækninnar og gefst þannig fleirum kostur á að mæta á aðalfund.
Fundarstaðir:
Á Egilsstöðum, verður í húsnæði verkfræðistofunnar Verkís að Kaupvangi 3b.
Á Akureyri, hjá Gísla Sigurgeirssyni að Tónatröð 8
Í Reykjavík, á Teiknistofunni Óðinstorgi við Óðinsgötu 7, 2. hæð.
Dagskrá aðalfundar verður hefðbundin: Skýrsla stjórnar, yfirlit reikninga, ákvörðun félagsgjalda næsta árs, leigumál og önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og viðra hugmyndir sínar og allar skoðanir eru vel þegnar. Félagið er jú við félagsmenn, ekki bara stjórnin. Því meiri umræða og því fleiri sjónarhorn sem fram koma því betra..
Fundargerð síðasta aðalfundar er aðgengileg á vefsíðunni og slóðin er: http://www.skogargerdi.is/2017.html
Ættartala
Ættartalið var uppfært í byrjun árs 2017 og hægt er að skoða það á heimasíðunni http://www.skogargerdi.is
Væntanlega hefur okkur fjölgað og væri mjög vel þegið ef upplýsingar um það og eins ef einhverjar leiðréttingar þarf að gera, þá vinsamlega hafið samband við Hermann, sími: 894 8602 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]
Leigumál
Rétt er að minna á að Skógargerði er til leigu árið um kring og ættu til að mynda berja- og sveppa- tínslufólk, sem og gæsa og hreindýraveiðimenn að huga að því að leigja húsið. Tekið skal fram að félagið á engan veiðirétt í Skógargerðislandi, en stutt er til góðra veiðisvæða í grenndinni.
Útleiga á húsinu sl. ár gekk vel yfir sumartímann og einnig var nokkur nýting yfir veturinn. Upplýsingar um verð og pantanir eru á heimasíðu á slóðinni: http://www.skogargerdi.is/leiga-huacutess.html
Wi-Fi net
Sett hefur verið upp þráðlaust Wi-Fi net í húsið, sjá leiðbeiningar á heimasíðunni.
Snú.....
Vefsíða og „fésbók“
Vefsíðan okkar er skogargerdi.is og hefur henni verið haldið við eftir bestu getu ásamt því að birta fréttir af ýmsum toga. Síðan er aðgengileg fyrir snjallsíma.
Fésbókin okkar heitir Skógagerði, fólk og fiðrildi og er notuð til að koma hugðarefnum, fróðleik og fréttum á framfæri og allir sem eru félagar þar geta sent inn efni.
Framkvæmdir 2017
Eins og flestir vita þá var Vesturveggurinn steyptur upp og lögðu þar margir fram bæði fé og vinnu sem stjórnin metur mikils og þakkar þeim öllum. Að öllum ólöstuðum þá hefði verkið ekki gengið svona vel nema vegna þess að Sigfús Ingi vann og stjórnaði af mikilli fagmennsku. Kostnaði tókst að halda í lágmarki þannig að ekki var farið fram úr greiðslugetu. Ef full greiðsla fyrir efni og vinnu hefði komið til, þá hefði verkið kostað á áttundu milljón, en uppgjör stefnir í rúmar tvær milljónir. Myndir og frásagnir af framkvæmdinni má sjá á fésbókinni og heimasíðunni.
Panill var endurnýjaður í norð-vestur herbergi á efri hæð (Víkingsherbergi) ásamt grind og steinullareinangrun á útveggjum, sem áður voru einangraðir með reiðingi. Panillinn var sérunninn, þannig að hann er eins og sá gamli, en Ingigerður og Hermann gáfu hann. Björn Sveinsson og Hermann unnu verkið.
Væntanlegar framkvæmdir 2018
Á þessu ári stendur til að mála allt húsið að utan, ásamt því að setja blikkhatt á austurgafl og gafla á anddyrisbyggingu til að stöðva vatnsleka. Hér er um nokkuð stórt verk að ræða. Eins og jafnan áður verðum við að treysta á að fá sjálfboðaliða til þess að aðstoða við verkið og þurfum því að leita til ættmenna. Vonandi bregðast þeir vel við eins og ávallt. Einnig þarf að setja þakrennu á norðurhlið hússins og bárujárn á skúrinn í tóftinni. Innanhúss eru einnig ýmis smáverk sem þarf að sinna.
Fjárhagur
Félagið hefur ekki yfir digrum sjóðum að ráða og nú er það svo að aðeins um 30% greiða reglulega félagsgjöld.
Við skorum því á alla sem vettlingi geta valdið að greiða félagsgjöldin þannig að við getum áfram haldið húsinu sómasamlega við.
Frjáls framlög eru ávallt vel þegin.
Bankareikningur félagsins er: 0324-26- 003770, og kennitala: 491101-3770
Að lokum
Skógargerði er arfleifð okkar allra og því fleiri sem leggja hönd á plóg við uppbyggingu og viðhald staðarins, með því að ganga til liðs við Meið, þeim mun léttara verður það.
Ég minni á boðskapinn í sögunni um litlu gulu hænuna, það vildu engir leggja henni lið við að vinna kornið og baka brauðið, en allir vildu hins vegar borða það.
F.H. stjórnar Meiðs
Hermann Hermannsson
Meðfylgjandi þessu fréttabréfi er okkar árlegi greiðsluseðill, sem þú ættmaður góður vonandi greiðir. Ef þú kærir þig ekki um þennan póst þá er beðist velvirðingar og þér er að sjálfsögðu frjálst að henda greiðsluseðlinum en vonandi lest þú samt áfram.
Eins og fram hefur komið þá er enginn skyldugur til þess að vera í félaginu, en ég minni á að ef sameiginleg arfleifð okkar í Skógargerði skiptir þig einhverju máli, sérð þú vonandi ástæðu til þess að greiða félaggjsaldið til þess að stuðla að því að halda ættaróðalinu við. Þannig getum við notið þess sem Skógargerði hefur upp á að bjóða.
Við skorum á alla að greiða félagsgjaldið, sérstaklega þar sem við þurfum að standa í áframhaldandi viðhaldi, því nú er komið að málningu á öllu húsinu ásamt ýmsu öðru.
Fundarboð aðalfundar 2018
Aðalfundur Meiðs verður haldinn sunnudaginn 6. maí 2018 kl. 14.
Fundurinn verður haldinn samtímis á þremur stöðum að þessu sinni, Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík, með hjálp tölvutækninnar og gefst þannig fleirum kostur á að mæta á aðalfund.
Fundarstaðir:
Á Egilsstöðum, verður í húsnæði verkfræðistofunnar Verkís að Kaupvangi 3b.
Á Akureyri, hjá Gísla Sigurgeirssyni að Tónatröð 8
Í Reykjavík, á Teiknistofunni Óðinstorgi við Óðinsgötu 7, 2. hæð.
Dagskrá aðalfundar verður hefðbundin: Skýrsla stjórnar, yfirlit reikninga, ákvörðun félagsgjalda næsta árs, leigumál og önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og viðra hugmyndir sínar og allar skoðanir eru vel þegnar. Félagið er jú við félagsmenn, ekki bara stjórnin. Því meiri umræða og því fleiri sjónarhorn sem fram koma því betra..
Fundargerð síðasta aðalfundar er aðgengileg á vefsíðunni og slóðin er: http://www.skogargerdi.is/2017.html
Ættartala
Ættartalið var uppfært í byrjun árs 2017 og hægt er að skoða það á heimasíðunni http://www.skogargerdi.is
Væntanlega hefur okkur fjölgað og væri mjög vel þegið ef upplýsingar um það og eins ef einhverjar leiðréttingar þarf að gera, þá vinsamlega hafið samband við Hermann, sími: 894 8602 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]
Leigumál
Rétt er að minna á að Skógargerði er til leigu árið um kring og ættu til að mynda berja- og sveppa- tínslufólk, sem og gæsa og hreindýraveiðimenn að huga að því að leigja húsið. Tekið skal fram að félagið á engan veiðirétt í Skógargerðislandi, en stutt er til góðra veiðisvæða í grenndinni.
Útleiga á húsinu sl. ár gekk vel yfir sumartímann og einnig var nokkur nýting yfir veturinn. Upplýsingar um verð og pantanir eru á heimasíðu á slóðinni: http://www.skogargerdi.is/leiga-huacutess.html
Wi-Fi net
Sett hefur verið upp þráðlaust Wi-Fi net í húsið, sjá leiðbeiningar á heimasíðunni.
Snú.....
Vefsíða og „fésbók“
Vefsíðan okkar er skogargerdi.is og hefur henni verið haldið við eftir bestu getu ásamt því að birta fréttir af ýmsum toga. Síðan er aðgengileg fyrir snjallsíma.
Fésbókin okkar heitir Skógagerði, fólk og fiðrildi og er notuð til að koma hugðarefnum, fróðleik og fréttum á framfæri og allir sem eru félagar þar geta sent inn efni.
Framkvæmdir 2017
Eins og flestir vita þá var Vesturveggurinn steyptur upp og lögðu þar margir fram bæði fé og vinnu sem stjórnin metur mikils og þakkar þeim öllum. Að öllum ólöstuðum þá hefði verkið ekki gengið svona vel nema vegna þess að Sigfús Ingi vann og stjórnaði af mikilli fagmennsku. Kostnaði tókst að halda í lágmarki þannig að ekki var farið fram úr greiðslugetu. Ef full greiðsla fyrir efni og vinnu hefði komið til, þá hefði verkið kostað á áttundu milljón, en uppgjör stefnir í rúmar tvær milljónir. Myndir og frásagnir af framkvæmdinni má sjá á fésbókinni og heimasíðunni.
Panill var endurnýjaður í norð-vestur herbergi á efri hæð (Víkingsherbergi) ásamt grind og steinullareinangrun á útveggjum, sem áður voru einangraðir með reiðingi. Panillinn var sérunninn, þannig að hann er eins og sá gamli, en Ingigerður og Hermann gáfu hann. Björn Sveinsson og Hermann unnu verkið.
Væntanlegar framkvæmdir 2018
Á þessu ári stendur til að mála allt húsið að utan, ásamt því að setja blikkhatt á austurgafl og gafla á anddyrisbyggingu til að stöðva vatnsleka. Hér er um nokkuð stórt verk að ræða. Eins og jafnan áður verðum við að treysta á að fá sjálfboðaliða til þess að aðstoða við verkið og þurfum því að leita til ættmenna. Vonandi bregðast þeir vel við eins og ávallt. Einnig þarf að setja þakrennu á norðurhlið hússins og bárujárn á skúrinn í tóftinni. Innanhúss eru einnig ýmis smáverk sem þarf að sinna.
Fjárhagur
Félagið hefur ekki yfir digrum sjóðum að ráða og nú er það svo að aðeins um 30% greiða reglulega félagsgjöld.
Við skorum því á alla sem vettlingi geta valdið að greiða félagsgjöldin þannig að við getum áfram haldið húsinu sómasamlega við.
Frjáls framlög eru ávallt vel þegin.
Bankareikningur félagsins er: 0324-26- 003770, og kennitala: 491101-3770
Að lokum
Skógargerði er arfleifð okkar allra og því fleiri sem leggja hönd á plóg við uppbyggingu og viðhald staðarins, með því að ganga til liðs við Meið, þeim mun léttara verður það.
Ég minni á boðskapinn í sögunni um litlu gulu hænuna, það vildu engir leggja henni lið við að vinna kornið og baka brauðið, en allir vildu hins vegar borða það.
F.H. stjórnar Meiðs
Hermann Hermannsson