Fréttir og tilkynningar
VINNUHELGI
Stefnt er á vinnuhelgi sem hefst strax eftir aðalfundinn 25. og 26. maí nk. og óskað er eftir sjálfboðaliðum.
Gisting fyrir þá sem koma lengra að og séð verður fyrir næringu fyrir alla, bæði þurrt og vott.
Helstu verk sem þarf að vinna eru:
1 Þrífa húsið að innan.
2 Viðra rúmteppi og tilheyrandi.
3 Klippa runna og snyrta tré (uppræta Asparskot víða)
4 Slá lóð og hreinsa.
5 Grisja tré í gamla trjágarði sunnan við hús í samráði við skógfræðinga.
6 Önnur verk sem koma í ljós og greinilega þarf að vinna þegar fúsar hendur verða á staðnum, betur sjá augu en auga
Vonandi sjá sem flestir sér fært að leggja hönd á plóg, þannig að þetta verði unnið sem léttast og ánægjulegast.
Takið því þessa daga frá fyrir góðan fund og skemmtilega vinnuhelgi í Skógargerði.
Með bestu kveðjum frá stjórn Meiðs.
Stefnt er á vinnuhelgi sem hefst strax eftir aðalfundinn 25. og 26. maí nk. og óskað er eftir sjálfboðaliðum.
Gisting fyrir þá sem koma lengra að og séð verður fyrir næringu fyrir alla, bæði þurrt og vott.
Helstu verk sem þarf að vinna eru:
1 Þrífa húsið að innan.
2 Viðra rúmteppi og tilheyrandi.
3 Klippa runna og snyrta tré (uppræta Asparskot víða)
4 Slá lóð og hreinsa.
5 Grisja tré í gamla trjágarði sunnan við hús í samráði við skógfræðinga.
6 Önnur verk sem koma í ljós og greinilega þarf að vinna þegar fúsar hendur verða á staðnum, betur sjá augu en auga
Vonandi sjá sem flestir sér fært að leggja hönd á plóg, þannig að þetta verði unnið sem léttast og ánægjulegast.
Takið því þessa daga frá fyrir góðan fund og skemmtilega vinnuhelgi í Skógargerði.
Með bestu kveðjum frá stjórn Meiðs.
AÐALFUNDARBOÐ
Aðalfundur Meiðs árið 2024 verður haldinn í Skógargerði laugardaginn 25. mai kl 11:00.
Þeir sem komast ekki á fundinn í Skógargerði geta tengst með fjarfundartengingu og tekið þátt. Slóðin verður send út síðar.
Aðalfundur Meiðs árið 2024 verður haldinn í Skógargerði laugardaginn 25. mai kl 11:00.
Þeir sem komast ekki á fundinn í Skógargerði geta tengst með fjarfundartengingu og tekið þátt. Slóðin verður send út síðar.
ÆTTARMÓT 2025
Ákveðið hefur verið að næsta ættarmót verði 19-20 júlí 2025
Jólin 2023
Andlát
Skarphéðinn Guðmundur Þórisson lést í flugslysi 10 júlí sl.
Við tökum heilshugar undir það sem Dagný Indriðadóttir og Gísli Sigurgeirsson rita hér fyrir neðan.
Skarphéðinn Guðmundur Þórisson lést í flugslysi 10 júlí sl.
Við tökum heilshugar undir það sem Dagný Indriðadóttir og Gísli Sigurgeirsson rita hér fyrir neðan.
Dagný Indriðadóttir skrifaði á fésbókina::
Skarphéðinn mágur minn var einn þeirra sem fórst með flugvélinni TF KLO síðasta sunnudag. Það er erfitt að hugsa til þess að þetta einstaka ljúfmenni sem kom inn í fjölskylduna fyrir einhverjum 35 árum sé ekki lengur hér. Hann var greiðvikinn og gamansamur, frjór í hugsun og umfram allt forvitinn. Strá var ekki bara strá heldur var af ákveðinni tegund, ættkvísl og hvað þetta allt saman heitir. Þannig var kuðungur heldur ekki bara kuðungur og fyrir ekki svo löngu fór hann á stúfana til þess að kanna hvort hugsanlega væri í Stöðvarfirði sérstakt afbrigði af beitukóngi- stöðvarkóngurinn. Minningar um þennan öðling eru sem betur fer margar og góðar og ég heiðra minningu hans með því að hafa þessa dásamlegu mynd af honum tekna um daginn þar sem hann heldur á sjálfum
Gísli Sigurgeirsson skrifaði á fésbókina::
Þessi orð Dagnýjar frænku minnar eru vel við hæfi. Skarphéðinn var einstakur drengur sem við söknum og syrgjum. Hann kvæntist inn í ættina þegar hann gekk að eiga Ragnhildi Rós Indriðadóttur. Hann var búinn að reynast ættaróðalinu okkar vel, ekki síst við myndvinnslu í bækur Indriða tengdaföður síns. Svo hefur hann myndað okkur á öllum ættarmótum sem ég man eftir. Ég bið almættið að styrkja frænku mína og afkomendur hennar og Skarphéðins. Jafnframt sendi ég aðstanendum Fríðu Jóhannesdóttur og Kristjáns Orra Magnússonar hjartans samúðarkveðjur. Það er sárt að kveðja, en þá er best að muna það sem var gott og blítt í samferðinni. Drottinn gef þú dánum ró, en hinum líkn sem lifa
SLÁTTUR 28-6-23
Hér var allt á kafi í grasi þegar við komum, því spretta hefur verið góð en Gísli Skógar hefur slegið af miklum móð með orfi og er lóðin öll slegin nema þar sem stórvik tæki Gísla Pálssonar komast að og Sigga hefur rakað í garða og tekið saman og sett í sátur sem hverfa í baggana hjá GP
Hér var allt á kafi í grasi þegar við komum, því spretta hefur verið góð en Gísli Skógar hefur slegið af miklum móð með orfi og er lóðin öll slegin nema þar sem stórvik tæki Gísla Pálssonar komast að og Sigga hefur rakað í garða og tekið saman og sett í sátur sem hverfa í baggana hjá GP
LEIKTÆKI
Nýtt Croket, snúningsbolti og körfuboltahringur.
Þetta eu skemmtileg leikföng og nýtast vonandi vel í blíðunni í Skógargerði.
Kubbur var til hér en finnst ekki núna, bætum úr því fljótlega
Nýtt Croket, snúningsbolti og körfuboltahringur.
Þetta eu skemmtileg leikföng og nýtast vonandi vel í blíðunni í Skógargerði.
Kubbur var til hér en finnst ekki núna, bætum úr því fljótlega
KÖRFUBOLTAKARFA
Karfan komin upp á norðurveggin.
Tveir boltar er í skúrnum og pumpa er í kommóðunni í borðstofunni.
Karfan þolir ekki að hangið sé á hringnum, góða skemmtun.
Merkisgripur færður Skógargerði
Í síðustu viku hafði Þórhalla bóndi Þráinsdóttir á Birnufelli samband við okkur nokkra Skóggerðinga og bauð til veislu heima hjá sér. Þar mættum við Sigfús Víkingsson, Gísli Skógar, Pálssynir Sveinn og Baldur. Allir vorum við nokkuð kvíðnir yfir hvað færi í hönd. Ættum við að smala Birnufellskóg? Ættum við að slátra gripum eða átti að setja okkur í skógarhögg.
Við hertum okkur upp og mættum og Þórhalla bar í okkur margrétta veisluföng með óteljandi krásum hver annarri betri, langt fram eftir kvöldi. Þegar ekkert meira komst ofan í okkur, hvað hún sér hljóðs og jókst þá kvíðinn hjá okkur frændum um hvað væri í vændum.
Þórhalla sagði að þegar hún var barn að aldri hafi hún farið með Ingveldi móður sinni í Helgafell og sótt Dagnýju langömmu sem þar bjó þá. Það hafi verið gert að ósk langömmu. Þær fóru síðan í Skógargerði þar sem Dagný lét Ingveldi fá spunavél sem hún átti. Ingveldur (hún var þekkt hannyrðakona á Héraði) hafði síðan vélina hjá sér þar til hún lést fyrir um tveimur árum síðan. Þá tók Þórhalla við spunavélinni og hefur haft hana hjá sér á Birnufelli og vildi færa okkur hana í Skógargerði. Vélin er handsmíðuð frá fyrirtæki sem hét Forsæti á Suðurlandi og er að mestu gerð úr tré og járni.
Við frændur tókum við gjöfinni fyrir hönd Skóggerðinga auðmjúkir og þakklátir og kvíðalausir yfir þessum fádæma höfðingsskap Þóhöllu og er vélin komin í Skógargerði.
Myndina tók Linda frænka Þórhöllu við afhendingu og þarna sést gripurinn.
Við hertum okkur upp og mættum og Þórhalla bar í okkur margrétta veisluföng með óteljandi krásum hver annarri betri, langt fram eftir kvöldi. Þegar ekkert meira komst ofan í okkur, hvað hún sér hljóðs og jókst þá kvíðinn hjá okkur frændum um hvað væri í vændum.
Þórhalla sagði að þegar hún var barn að aldri hafi hún farið með Ingveldi móður sinni í Helgafell og sótt Dagnýju langömmu sem þar bjó þá. Það hafi verið gert að ósk langömmu. Þær fóru síðan í Skógargerði þar sem Dagný lét Ingveldi fá spunavél sem hún átti. Ingveldur (hún var þekkt hannyrðakona á Héraði) hafði síðan vélina hjá sér þar til hún lést fyrir um tveimur árum síðan. Þá tók Þórhalla við spunavélinni og hefur haft hana hjá sér á Birnufelli og vildi færa okkur hana í Skógargerði. Vélin er handsmíðuð frá fyrirtæki sem hét Forsæti á Suðurlandi og er að mestu gerð úr tré og járni.
Við frændur tókum við gjöfinni fyrir hönd Skóggerðinga auðmjúkir og þakklátir og kvíðalausir yfir þessum fádæma höfðingsskap Þóhöllu og er vélin komin í Skógargerði.
Myndina tók Linda frænka Þórhöllu við afhendingu og þarna sést gripurinn.
AÐALFUNDARBOÐ
Aðalundur Meiðs árið 2023 verður haldinn í Skógargerði laugardaginn 6. mai kl 11:00.
Þeir sem komast ekki á fundinn í Skógargerði geta tengst með fjarfundartengingu og tekið þátt. Slóðin verður send út síðar.
Aðalundur Meiðs árið 2023 verður haldinn í Skógargerði laugardaginn 6. mai kl 11:00.
Þeir sem komast ekki á fundinn í Skógargerði geta tengst með fjarfundartengingu og tekið þátt. Slóðin verður send út síðar.
Dagskrá Skógargerðisættarmóts 2022
Laugardaginn 16. júlí
♫ kl 10.00 Skráning, greiðsla mótsgjalds og afhending mótsmerkja í skúrnum á Skemmuhlaðinu.
♫ kl 11.00 Mótið sett og strax í framhaldi aðalfundur Meiðs 2022 í Skemmunni.
♪ kl 13.00 Ratleikur um Skógargerði fyrir allar kynslóðir. Þeir sem ætla í ratleik hittast við Skemmuna. Þar er raðað í lið úr ýmsum áttum svo menn kynnist. Umsjónamaður er Sólrún.
♫ kl. 15 er boðið upp á kaffi / kakó, pönnukökur og kleinur í Gamla húsinu. Það er opið til sýnis fyrir alla. Muna að skrifa í gestabók!
♫ kl 16 er myndataka við grafreitinn, ættleggir, ættliðir og fl. Sjá betur tímaplan ættliða.
♫ ♪ ♫ Kl 19.00 Grillveisla og kvöldvaka í Skemmunni. Veislustjóri er Hlynur Bragason. Þeir sem eru með atriði hafið samband við Sólrúnu í dag.
Athugið að fólk þarf sjálft að sjá um drykkjarföng sín í veislunni!
Sunnudagur 17. júlí
♫ Ferð fyrir áhugasama á slóðir forfeðranna um Skriðdalinn. Mæting Kl 12:45 á Olísplanið í Fellabæ. Kl. 13 lagt af stað í Skriðdalinn. Leiðsögumaður er Helgi Indriðason. Ferð lokið kl 15.
Aðalfundur Meiðs 2022
Leiðrétting
Aðalfundur verður haldinn á laugardeginum 16. júlí á ættarmótinu klukkan 11:00.
ATH. Atkvæðisrétt hafa þeir einir sem greitt hafa árgjald félagsins
Leiðrétting
Aðalfundur verður haldinn á laugardeginum 16. júlí á ættarmótinu klukkan 11:00.
ATH. Atkvæðisrétt hafa þeir einir sem greitt hafa árgjald félagsins
SKRÁNING Á ÆTTARMÓT 2022!
Skilaboð frá Sólrúnu Víkingsdóttur
Nú skal ættarmótið 2020 loksins haldið! Það mun fara fram þann 16. og seytjánda júlí næstkomandi.
Til að hafa hugmynd um hversu mikið þarf að panta af grillkjöti og stólum fyrir sameiginlega borðhaldið á laugardagskveldinu viljum við biðja ykkur um að skrá ykkur sem allra allra fyrst. Helst fyrir mánaðarmót.
Til að skrá sig og sína: sendu mér skeyti á messanger eða sms, tölvupóst á [email protected] eða hreinlega hringdu í mig í númerið 847-0125. Takið fram hversu margir fullorðnir og börn mæta og endilega látið sem flesta vita og sérstaklega þá sem ekki eru á Fésinu.
Hjálpumst svo að við að halda almennilegt ættarmót eftir 7 ára hlé.
Velkomin í Skógargerði.
Skilaboð frá Sólrúnu Víkingsdóttur
Nú skal ættarmótið 2020 loksins haldið! Það mun fara fram þann 16. og seytjánda júlí næstkomandi.
Til að hafa hugmynd um hversu mikið þarf að panta af grillkjöti og stólum fyrir sameiginlega borðhaldið á laugardagskveldinu viljum við biðja ykkur um að skrá ykkur sem allra allra fyrst. Helst fyrir mánaðarmót.
Til að skrá sig og sína: sendu mér skeyti á messanger eða sms, tölvupóst á [email protected] eða hreinlega hringdu í mig í númerið 847-0125. Takið fram hversu margir fullorðnir og börn mæta og endilega látið sem flesta vita og sérstaklega þá sem ekki eru á Fésinu.
Hjálpumst svo að við að halda almennilegt ættarmót eftir 7 ára hlé.
Velkomin í Skógargerði.
Nokkrar myndir frá vinnuhelginni.
Ekki náðust myndir af tiltekt og þrifum innan húss á öllum hæðum.
Listinn var nokkurnvegin tæmdur nema að ekki tókst að hlaða vegginn, því vinnuvél Baldurs bilaði í Fossárdal og því seinkar því verki eitthvað
Ekki náðust myndir af tiltekt og þrifum innan húss á öllum hæðum.
Listinn var nokkurnvegin tæmdur nema að ekki tókst að hlaða vegginn, því vinnuvél Baldurs bilaði í Fossárdal og því seinkar því verki eitthvað
Vinnuhelgi í Skógargerði
Stefnt er á vinnuhelgi 27. til 29. maí nk. og óskað er eftir sjálfboðaliðum.
Gisting fyrir þá sem koma lengra að og séð verður fyrir næringu fyrir alla, bæði þurrt og vott.
Verk sem þarf að vinna eru eftirfarandi:
1 Mála snyrtibyggingu, utan og innan
2 Tryggja vatn og rafmagn í snyrtibyggingu
3 Flaggstöng - setja niður forsteypta undrstöðu og reisa stöng
4 Hlaða grjótgarð sunnan við hús. (verkstjóri Baldur Pálsson)
5 Breyta þrepi í stétt sunnan við hús
6 Mála 1. hæð að innan
7 Grisja tré í gamla trjágarði sunnan við hús í samráði við skógfræðinga
8 Klippa runna og snyrta tré (uppræta Asparskot víða)
8 Blikk á austurgafl
9 Tengistaðir fyrir hjólhýsi
Vonandi sjá sem flestir sér fært að leggja hönd á plóg, þannig að þetta verði unnið sem léttast og ánægjulegast.
Takið því þessa daga frá fyrir skemmtilega vinnuhelgi í Skógargerði.
Með bestu kveðjum frá stjórn Meiðs.
Snyrtibyggingin
ÆTTARMÓT 2022 24.jan. 2022
Ættarmótið í Skógargerði 2022 verður haldið
16. og 17. júlí 2022
Stjórnin skorar á ættina að taka þessa daga frá til að fagna lífinu á þessum frábæra og veðursæla stað.
Ættarmótið í Skógargerði 2022 verður haldið
16. og 17. júlí 2022
Stjórnin skorar á ættina að taka þessa daga frá til að fagna lífinu á þessum frábæra og veðursæla stað.
Bruna- og vatnsviðvörunarkerfi 20. maí 2021
Brunaviðvörunarkerfið hefur verið endurnýjað, gamla kerfið orðið aldrað og erfitt með varahluti, kerfið var tengt við viðbragðsaðila með landlínu-síma sem verður lagður af innan tíðar af eiganda hans.
Settir voru brunaskynjarar í öll herbergi og einnig vatnsskynjarar í eldhús og snyrtingar.
Nýja kerfið er frá Securitas og tengist stjórnstöð þeirra og þeir kalla út viðbragðsaðila okkar, Baldur Pálsson, Hlyn Bragason og Björn Sveinsson eins og var í gamla kerfinu.
Við þökkum Baldri, Hlyn og Birni fyrir að halda áfram að veita okkur þessa dýrmætu þjónustu.
Brunaviðvörunarkerfið hefur verið endurnýjað, gamla kerfið orðið aldrað og erfitt með varahluti, kerfið var tengt við viðbragðsaðila með landlínu-síma sem verður lagður af innan tíðar af eiganda hans.
Settir voru brunaskynjarar í öll herbergi og einnig vatnsskynjarar í eldhús og snyrtingar.
Nýja kerfið er frá Securitas og tengist stjórnstöð þeirra og þeir kalla út viðbragðsaðila okkar, Baldur Pálsson, Hlyn Bragason og Björn Sveinsson eins og var í gamla kerfinu.
Við þökkum Baldri, Hlyn og Birni fyrir að halda áfram að veita okkur þessa dýrmætu þjónustu.
Fundargerð aðalfundar 2021
er komin hér á síðuna undir Fundagerðir
AÐALFUNDURINN 2021
Slóðin á fundinn er:
https://zoom.us/j/96455773764?pwd=NHozY3dmU1B0clIvRFFrSmovd2FtZz09
Slóðin á fundinn er:
https://zoom.us/j/96455773764?pwd=NHozY3dmU1B0clIvRFFrSmovd2FtZz09
Aðalfundur Meiðs 2021
Aðalfundurinn verður haldinn í Skógargerði
laugardaginn 15. mai klukkan 11.
Hefðbundin aðalfundardagskrá
Fjarfundarmæting á ZOOM fyrir þá sem vilja.
Aðalfundurinn verður haldinn í Skógargerði
laugardaginn 15. mai klukkan 11.
Hefðbundin aðalfundardagskrá
Fjarfundarmæting á ZOOM fyrir þá sem vilja.
13.janúar 2021
Ættarmótinu sem átti að vera í sumar er
frestað til 16 og 17 júlí 2022
Það er nokkuð ljóst að hjarðónæmi næst ekki fyrir sumarið og því hefur stjórnin tekið þessa óhjákvæmilegu ákvörðun.
Ættarmótinu sem átti að vera í sumar er
frestað til 16 og 17 júlí 2022
Það er nokkuð ljóst að hjarðónæmi næst ekki fyrir sumarið og því hefur stjórnin tekið þessa óhjákvæmilegu ákvörðun.
Jólakveðja 2020
Stjórn Meiðs óskar öllum afkomendum
Ólafar Helgadóttur og Helga Indriðasonar
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Stjórn Meiðs óskar öllum afkomendum
Ólafar Helgadóttur og Helga Indriðasonar
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
67 ára gömul hetja. 11. nóv. 2020
Þetta er jeppinn hans Víkings sem fór frá Héraði og ofaní Loðmundarfjörð 5. Sept. 1959.
Farið var frá Hjartarstöðum í Eiðaþinghá og yfir Hraundalsvarp og niður í Stakkahlíð, þetta var fyrsti bíllin sem kom í Loðmundarfjörð.
Ekki var leiðin fær til baka og því fóru þeir yfir Nesháls og í Húsavík, en þangað var komin jeppaslóð úr Borgarfirði.
Jeppin er 1953 módel, svokallaður „Ísraelsjeppi“ upphaflega var hann með blæjur en sennilega var sett á hann hús árið 1964 og þjónaði hann Víkingi í 25 ár, en var þá leystur af með UAZ rússajeppa 1978 módel sem líka var blæjubíll sem lauk hlutverki sínu 1991.
Frásögn af ferðinni, sem Helgi Gíslason skráði og birt var í Múlaþing 1966, ásamt myndum úr ferðinni má sjá á myndasíðunni, einnig eru þar kort sem sýna leiðina (nokkurnveginn) sem þeir fóru.
Farið var frá Hjartarstöðum í Eiðaþinghá og yfir Hraundalsvarp og niður í Stakkahlíð, þetta var fyrsti bíllin sem kom í Loðmundarfjörð.
Ekki var leiðin fær til baka og því fóru þeir yfir Nesháls og í Húsavík, en þangað var komin jeppaslóð úr Borgarfirði.
Jeppin er 1953 módel, svokallaður „Ísraelsjeppi“ upphaflega var hann með blæjur en sennilega var sett á hann hús árið 1964 og þjónaði hann Víkingi í 25 ár, en var þá leystur af með UAZ rússajeppa 1978 módel sem líka var blæjubíll sem lauk hlutverki sínu 1991.
Frásögn af ferðinni, sem Helgi Gíslason skráði og birt var í Múlaþing 1966, ásamt myndum úr ferðinni má sjá á myndasíðunni, einnig eru þar kort sem sýna leiðina (nokkurnveginn) sem þeir fóru.
Ættartalið 10. október 2020
Ættartalið fyrir ættlegg Gísla og Dagnýjar hefur verið uppfært
Afkomendur þeirra eru orðnir 502
Ættartalið fyrir ættlegg Gísla og Dagnýjar hefur verið uppfært
Afkomendur þeirra eru orðnir 502
Verkaskipting stjórnar 23. sept 2020
Ný stjórn, eftir aðalfundinn í júlí, hefur skipt með sér verkum sem hér segir:
Ný stjórn, eftir aðalfundinn í júlí, hefur skipt með sér verkum sem hér segir:
- Formaður Hermann Hermannsson
- Gjaldkeri Helgi Ómar Pálsson
- Ritari Marinó Stefánsson
- Meðstjórnandi Björn Sveinsson (húsnæðisnefnd)
- Meðstjórnandi Nína Helgadóttir (ritnefnd)
- Varamaður Björgheiður Margrét Helgadóttir (halda heimsíðunni við)
- Varamaður Þuríður Skarphéðinsdóttir
- Varamaður Þórarna Gró Friðjónsdóttir
Fundargerð aðalfundar
Fundurinn var vel sóttur og er fundargerðin komin á sinn stað hér á heimasíðunni undir fundagerðir
Fundurinn var vel sóttur og er fundargerðin komin á sinn stað hér á heimasíðunni undir fundagerðir
Ný stjórn var kosin á aðlfundinum, en hún hefur ekki enn skipt með sér hlutverkum
Björn Sveinsson
Helgi Ómar Pálsson
Hermann Hermannsson
Marinó Stefánsson
Nína Helgadóttir
Þuríður Skarphéðinsdóttir
Björgheiður Margrét Helgadóttir
Þórarna Gró Friðjónsdóttir
Björn Sveinsson
Helgi Ómar Pálsson
Hermann Hermannsson
Marinó Stefánsson
Nína Helgadóttir
Þuríður Skarphéðinsdóttir
Björgheiður Margrét Helgadóttir
Þórarna Gró Friðjónsdóttir
Fundarboð
Aðalfundur Meiðs árið 2020
Aðalfundur Meiðs verður haldinn í Skógargerði 18. júlí kl 11:00 einnig verða fjarfundarstaðir á Akureyri og Reykjavík eins og gert hefur verið á síðustu aðalfundum.
Fundurinn í Reykjavík verður á Vinnustofu Hlyns Helgasonar, Hólmaslóð 4 og á Akureyri hjá Katrínu Jóhannesdóttur Sunnuhlíð 9
Aðalfundur verður með hefðbundinni dagskrá.
Komin er fram ein tillaga að lagabreytingu við grein 4.3
4.3. Á aðalfundi ættarmótsárs eru kosnir 3 menn og 2 varamenn í framkvæmdastjórn til næstu 5 ára. Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
Tillaga eftir breytingu:
4.3. Á aðalfundi ættarmótsárs eru kosnir 5 menn og 3 varamenn í framkvæmdastjórn til næstu 5 ára. Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
Ný stjórn.
Þar sem kjörtímabili núverandi stjórnar lýkur nú í sumar þarf að kjósa nýja stjórn. Hér með er lýst eftir áhugasömum ættingjum til starfa í stjórn Meiðs næstu fimm árin. Vinsamlega komið skilaboðum áleiðis til einhvers í núverandi stjórn tímanlega fyrir fundinn, þannig að hægt verði að kynna viðkomandi.
Aðalfundur Meiðs árið 2020
Aðalfundur Meiðs verður haldinn í Skógargerði 18. júlí kl 11:00 einnig verða fjarfundarstaðir á Akureyri og Reykjavík eins og gert hefur verið á síðustu aðalfundum.
Fundurinn í Reykjavík verður á Vinnustofu Hlyns Helgasonar, Hólmaslóð 4 og á Akureyri hjá Katrínu Jóhannesdóttur Sunnuhlíð 9
Aðalfundur verður með hefðbundinni dagskrá.
- Skýrsla stjórnar.
- Reikningar félagsins lagðir fram.
- Kosning skoðunarmanna reikninga.
- Lagabreytinngar.
- Kosning í stjórn og nefndir.
- Ákvörðun félagsgjalda og leigugjald.
- Önnur mál.
Komin er fram ein tillaga að lagabreytingu við grein 4.3
4.3. Á aðalfundi ættarmótsárs eru kosnir 3 menn og 2 varamenn í framkvæmdastjórn til næstu 5 ára. Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
Tillaga eftir breytingu:
4.3. Á aðalfundi ættarmótsárs eru kosnir 5 menn og 3 varamenn í framkvæmdastjórn til næstu 5 ára. Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
Ný stjórn.
Þar sem kjörtímabili núverandi stjórnar lýkur nú í sumar þarf að kjósa nýja stjórn. Hér með er lýst eftir áhugasömum ættingjum til starfa í stjórn Meiðs næstu fimm árin. Vinsamlega komið skilaboðum áleiðis til einhvers í núverandi stjórn tímanlega fyrir fundinn, þannig að hægt verði að kynna viðkomandi.
Hugleiðingar um aðalfund, árgjöld og ættarmót 26. maí 2020
Aðalfundur er haldinn árlega og aðalfundur á ættarmótsári (miðað er við að mót sé haldið á 5 ára fresti) hefur ekkert umfram árlega aðalfundi annað en þá er kosin ný framkvæmdastjórn (eftir að kjörtímabil var lengt í 5 ár) og gert ráð fyrir að ættaráð sé skipað eða staðfest.
Núverandi stjórn hefur aðeins umboð til 18. Júlí 2020 og ef lengja skal umboð hennar þá þarf aðalfundur sem haldinn verður 18. júlí nk. að ákveða það, en best væri að kosin verði ný stjórn til næstu 5 ára.
Það hefur gefist vel að halda aðalfundi með fjarfundarfyrirkomulagi, margir tóku þátt, mun fleiri en almennt áður, ef frá eru talin ættarmótsárin.
Gísli Sigurgeirsson nefnir, meðal annars, á fésbókinni að ekki hafi verið haft samráð við ættaráð gengnum tíðna. Samkvæmt reglum /lögum þá á frumkvæði funda að vera hjá þeim (ættarráðinu), slíkt hefur ekki komið fram í tíð núverandi stjórnar, en ég (Hermann Hermannsson) sendi öllum ættaráðsmönnum erindi þann 5. mars 2017 vegna breytinga á reglum /lögum sem ég taldi að þörf væri á vegna stækkunar Meiðs, sem var ákveðin á ættarmóti 2005. Það hafa engin svör borist enn.
Aðild að félaginu miðast við að greidd séu árgjöld, atkvæðisréttur á aðalfundi miðast við að árgjald hafi verið greitt.
Það er ekki krafa um að vera félagi í Meið til að mæta á ættarmót, það er opið öllum ættmennun og mökum sem hafa rétt til að ganga í Meið.
Árgjöld til Meiðs fara í almennan fastan rekstur á húsinu en framkvæmdir undanfarið hafa verið fjármagnaðar með áheitum og styrkjum sem ætlaðir eru til áframhaldandi viðgerða og endurbóta í anda systkinanna.
Aðalfundur er haldinn árlega og aðalfundur á ættarmótsári (miðað er við að mót sé haldið á 5 ára fresti) hefur ekkert umfram árlega aðalfundi annað en þá er kosin ný framkvæmdastjórn (eftir að kjörtímabil var lengt í 5 ár) og gert ráð fyrir að ættaráð sé skipað eða staðfest.
Núverandi stjórn hefur aðeins umboð til 18. Júlí 2020 og ef lengja skal umboð hennar þá þarf aðalfundur sem haldinn verður 18. júlí nk. að ákveða það, en best væri að kosin verði ný stjórn til næstu 5 ára.
Það hefur gefist vel að halda aðalfundi með fjarfundarfyrirkomulagi, margir tóku þátt, mun fleiri en almennt áður, ef frá eru talin ættarmótsárin.
Gísli Sigurgeirsson nefnir, meðal annars, á fésbókinni að ekki hafi verið haft samráð við ættaráð gengnum tíðna. Samkvæmt reglum /lögum þá á frumkvæði funda að vera hjá þeim (ættarráðinu), slíkt hefur ekki komið fram í tíð núverandi stjórnar, en ég (Hermann Hermannsson) sendi öllum ættaráðsmönnum erindi þann 5. mars 2017 vegna breytinga á reglum /lögum sem ég taldi að þörf væri á vegna stækkunar Meiðs, sem var ákveðin á ættarmóti 2005. Það hafa engin svör borist enn.
Aðild að félaginu miðast við að greidd séu árgjöld, atkvæðisréttur á aðalfundi miðast við að árgjald hafi verið greitt.
Það er ekki krafa um að vera félagi í Meið til að mæta á ættarmót, það er opið öllum ættmennun og mökum sem hafa rétt til að ganga í Meið.
Árgjöld til Meiðs fara í almennan fastan rekstur á húsinu en framkvæmdir undanfarið hafa verið fjármagnaðar með áheitum og styrkjum sem ætlaðir eru til áframhaldandi viðgerða og endurbóta í anda systkinanna.
Snyrtingin í anddyrinu var tengd frárennslislögn og er nú nothæf.
Dagna 20. og 21, maí 2020 var gengið frá frárennslislögnum og nýr brunnur settur á eldri lögn frá baði í kjallara.
Ótrúlegt magn var af steypubrotum austan við húsið og olli það nokkrum vandræðum við gröft , sérstaklega var steypt hella undir rafmagnskapli út í Bjarnahús erfið, hana varð að brjóta með múrhamri því lögnin þurfti að fara þar undir. Einnig voru stórir steinar sunnan við og má segja að einn þeirra hafi verið hálfgert bjarg, hann verður skilinn eftir til minningar við hornið á gamla garðinum.
Dagna 20. og 21, maí 2020 var gengið frá frárennslislögnum og nýr brunnur settur á eldri lögn frá baði í kjallara.
Ótrúlegt magn var af steypubrotum austan við húsið og olli það nokkrum vandræðum við gröft , sérstaklega var steypt hella undir rafmagnskapli út í Bjarnahús erfið, hana varð að brjóta með múrhamri því lögnin þurfti að fara þar undir. Einnig voru stórir steinar sunnan við og má segja að einn þeirra hafi verið hálfgert bjarg, hann verður skilinn eftir til minningar við hornið á gamla garðinum.
|
|
Sólin komin á pallinn
Stóru grenitrén vestan við tóttina voru orðin rúmlega 10 metra há og vörpuðu skugga á pallinn þannig að lítillar sólar var notið þar, voru felld 17. maí 2020.
Stóru grenitrén vestan við tóttina voru orðin rúmlega 10 metra há og vörpuðu skugga á pallinn þannig að lítillar sólar var notið þar, voru felld 17. maí 2020.
Aðalfundarboð
Aðalfundur Meiðs árið 2020 verður haldinn 18. júlí klukkan 11:00
Ákveðið hefur verið að halda aðalfund með sama sniði og gert var síðast, þ.e. með fjarfundarfyrirkomulagi. Stefnt verður að þremur megin fundarstöðum: Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Hermann verður í Skógargerði og verður þar því hinn fjórði fundarstaður. Möguleiki verður á að mæta á fundinn frá fleiri stöðum sé þess óskað. Nánari staðsetning funda innan bæjarfélaga verður ákveðin síðar.
Þar sem kjörtímabili núverandi stjórnar lýkur nú í sumar þarf að kjósa nýja stjórn. Hér með er lýst eftir áhugasömum ættingjum til starfa í stjórn Meiðs næstu fimm árin. Vinsamlega komið skilaboðum áleiðis til einhvers í núverandi stjórn tímanlega fyrir fundinn, þannig að hægt verði að kynna viðkomandi.
Komin er fram ein tillaga að lagabreytingu við grein 4.3
4.3. Á aðalfundi ættarmótsárs eru kosnir 3 menn og 2 varamenn í framkvæmdastjórn til næstu 5 ára. Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
Tillaga eftir breytingu:
4.3. Á aðalfundi ættarmótsárs eru kosnir 5 menn og 3 varamenn í framkvæmdastjórn til næstu 5 ára. Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
Aðalfundur Meiðs árið 2020 verður haldinn 18. júlí klukkan 11:00
Ákveðið hefur verið að halda aðalfund með sama sniði og gert var síðast, þ.e. með fjarfundarfyrirkomulagi. Stefnt verður að þremur megin fundarstöðum: Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Hermann verður í Skógargerði og verður þar því hinn fjórði fundarstaður. Möguleiki verður á að mæta á fundinn frá fleiri stöðum sé þess óskað. Nánari staðsetning funda innan bæjarfélaga verður ákveðin síðar.
Þar sem kjörtímabili núverandi stjórnar lýkur nú í sumar þarf að kjósa nýja stjórn. Hér með er lýst eftir áhugasömum ættingjum til starfa í stjórn Meiðs næstu fimm árin. Vinsamlega komið skilaboðum áleiðis til einhvers í núverandi stjórn tímanlega fyrir fundinn, þannig að hægt verði að kynna viðkomandi.
Komin er fram ein tillaga að lagabreytingu við grein 4.3
4.3. Á aðalfundi ættarmótsárs eru kosnir 3 menn og 2 varamenn í framkvæmdastjórn til næstu 5 ára. Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
Tillaga eftir breytingu:
4.3. Á aðalfundi ættarmótsárs eru kosnir 5 menn og 3 varamenn í framkvæmdastjórn til næstu 5 ára. Þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, skal 1 stjórnarmaður vera fyrir hvert aðalbúsetusvæði ættarinnar sem eru Austurland, Norðurland og Suðvesturland. Stjórnarmenn skulu skiptast milli ættkvísla þannig að í stjórn sitji ekki fleiri en einn úr neinni ættkvísl.
Ættarmóti 2020 er frestað um ár. 28. apríl 2020
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu af völdum farsóttarinnar Covid-19 er ekki ráðlegt að stefna fólki á samkomu sem gæti valdið því skaða.
Kynnið ykkur heimasíðuna https://www.covid.is/
Við vonum að þið sýnið þessari ákvörðun skilning og hlökkum til að sjá ykkur 2021.
Með kærum kveðjum,
stjórn Meiðs.
Ættarmótið 2021 verður 17.-18. júlí 2021.
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu af völdum farsóttarinnar Covid-19 er ekki ráðlegt að stefna fólki á samkomu sem gæti valdið því skaða.
Kynnið ykkur heimasíðuna https://www.covid.is/
Við vonum að þið sýnið þessari ákvörðun skilning og hlökkum til að sjá ykkur 2021.
Með kærum kveðjum,
stjórn Meiðs.
Ættarmótið 2021 verður 17.-18. júlí 2021.
Örnefnaskrár fyrir Skógargerði 20. apríl 2020
Ritstjóri hefur komist yfir örnefnaskrár fyrir Skógargerði skráðar af Gísla Helgasyni, Víkingi Gíslasyni og athugasemdum Helga Gíslasonar við skrá Víkings ásamt skrá nafna sem eru á korti Björns Helgasonar sem eru rituð eftir forsögn Indriða Gíslasonar.
Mjög fróðlegt er að lesa þessar skrár, því þar leynast skemmtilegir fróðleiksmolar innanum.
Ritstjóri hefur komist yfir örnefnaskrár fyrir Skógargerði skráðar af Gísla Helgasyni, Víkingi Gíslasyni og athugasemdum Helga Gíslasonar við skrá Víkings ásamt skrá nafna sem eru á korti Björns Helgasonar sem eru rituð eftir forsögn Indriða Gíslasonar.
Mjög fróðlegt er að lesa þessar skrár, því þar leynast skemmtilegir fróðleiksmolar innanum.
Kort af Skógargerðislandi 4.apríl 2020
Skoðið kort af Skógargerðislandi þar sem örnefnin eru merkt inn smellið hér
Skoðið kort af Skógargerðislandi þar sem örnefnin eru merkt inn smellið hér
ÆTTARPÓSTURINN 31. mars 2020
Var að skanna gamla Ættarpóstinn sem Indriði Gíslason gaf út á árunum 1984 til 2001.
Þarna er marg áhugavert sem gaman er að rifja upp.
Var að skanna gamla Ættarpóstinn sem Indriði Gíslason gaf út á árunum 1984 til 2001.
Þarna er marg áhugavert sem gaman er að rifja upp.
Framkvæmdum í eldhúsi lokið. 17. feb.2020
Ný innrétting, nýtt á gólfi ásamt borðstofuborði og stólum
Ný innrétting, nýtt á gólfi ásamt borðstofuborði og stólum
Unnið við lagnir vegna snyrtingar í anddyri, 15. feb. 2020
bara eftir að setja upp salernisskál og tengja frárennsli utanhúss.
bara eftir að setja upp salernisskál og tengja frárennsli utanhúss.
Frá Gísla Sigurgeirssyni 4. jan 2020
Hún amma mín, Dagný Pálsdóttir í Skógargerði, fæddist ekki með silfurskeið í munni, svo mikið er víst - eins og þar stendur. Hún þurfti að hafa fyrir lífinu frá barnsaldri. Hún varð stundum að þiggja, en það var henni kappsmál, að launa gerðan greiða, strax og því varð komið við. Þetta viðhorf þeirrar gömlu endurspeglast í sögukorni, sem Björn frændi minn frá Helgafelli laumaði að mér um daginn. Til hans kom sagan frá Brynjólfi vini okkar Vignissyni frá Brúarlandi. Hans kona var Hanna Eiríksdóttir, Strandamaður, gæskurík og vinamörg sómakona, sem lést fyrir áratug. Hún starfaði um árabil hjá Símstöðinni á Egilsstöðum. Mig minnir að stöðuheitið hafi verið "talsímavörður". Í þá daga þurfti nefnilega að hringja í "miðstöð" til að fá samband við grannann og þegar hringt var í aðra landshluta þurfti oft að panta símtalið með nokkrum fyrirvara. Amma mín var komin í Helgafell, í það minnsta með vetursetu, þegar þetta gerðist um 1973. Þá datt þeirri gömlu í hug að hringja í dóttur sína í Reykjavík, sennilega til að biðja hana að kaupa fyrir sig garn eða aðrar nauðsynjar, því amma mín var nú ekki mikið fyrir hringingar án erindis. En að símtali loknu vildi amma greiða Gróu fyrir símtalið. Gróa hringdi því í miðstöð og Hanna varð fyrir svörum, en þær voru þá tvær "talsímakonurnar" á kvöldvaktinni. -Okkur kom saman um, að Dagný ætti þetta inni hjá Ríkinu og þó meira væri og það sagði ég Gróu, skrifaði Hanna þegar hún minntist samtalsins síðar. En sagan var ekki þar með öll. Nokkrum dögum síðar kom Gróa á símstöðina með bréf til Hönnu frá ömmu Dagnýju, ásamt þrennum vettlingum, útprjónuðum og fallegum.
Hér með fylgir ljósrit af bréfinu. Einnig læt ég fylgja með mynd af vettlingum frá ömmu, sem Hólmfríður frá Helgafelli safnaði saman og lét innramma. Þessir eru slitnir, en í annan ramma lét hún óslitna vettlinga frá ömmu okkar. Þessar gersemar kom hún með út í Skógargerði skömmu áður en hún hélt í sumarlandið. Læt einnig fylgja með myndir af ömmu, Hönnu, Gróu og Hólmu, en með henni á myndinni er Brynhildur Pálsdóttir. Myndin er tekin í hlaðinu á Aðalbóli og sennilega hefur nafni minn á Helgafelli verið myndasmiðurinn.
ÆTTARMÓTSNEFND 2020
Ættarmótsnefnd hefur tekið til starfa.
Í nefndinni eru:
Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir
Sólrún Víkingsdóttir
Björgheiður Helgadóttir
Þórarna Gró Friðjónsdóttir
Þuríðiur Skarphéðinsdóttir
Ásmundur Helgason
Nefndin er vel móttækileg fyrir hugmyndum að dagskrá og framkvæmd hennar.
Öll sjálfboðavinna vegna mótsins er þegin með þökkum, hafið bara samband við einhvern úr nefndinni.
Ættarmótsnefnd hefur tekið til starfa.
Í nefndinni eru:
Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir
Sólrún Víkingsdóttir
Björgheiður Helgadóttir
Þórarna Gró Friðjónsdóttir
Þuríðiur Skarphéðinsdóttir
Ásmundur Helgason
Nefndin er vel móttækileg fyrir hugmyndum að dagskrá og framkvæmd hennar.
Öll sjálfboðavinna vegna mótsins er þegin með þökkum, hafið bara samband við einhvern úr nefndinni.
Félagsgjöld eru ekki að skila sér eðlilega.
Ekki var sendur út gíróseðill þetta árið, heldur aðeins send krafa í heimabanka og kannski hefur það farið fram hjá einhverjum.
Aðeins 61 hafa greitt árgjadið og þökkum við þeim það.
Skorað er á alla þá sem eiga eftir að greiða árgjaldið að gera það við fyrsta tækifæri.
Aðeins 3 fyrir utan ættlegg Gísla og Dagnýjar gafa greitt ?!?🧐
Ekki var sendur út gíróseðill þetta árið, heldur aðeins send krafa í heimabanka og kannski hefur það farið fram hjá einhverjum.
Aðeins 61 hafa greitt árgjadið og þökkum við þeim það.
Skorað er á alla þá sem eiga eftir að greiða árgjaldið að gera það við fyrsta tækifæri.
Aðeins 3 fyrir utan ættlegg Gísla og Dagnýjar gafa greitt ?!?🧐
Ættarmót í Skógargerði 2020
Ættarmótið 2020 verður 18. og 19. júlí 2020, þannig að ekki er seinna vænna en að taka þessa daga frá til að mæta í Skógargerði.
Ættarmótið 2020 verður 18. og 19. júlí 2020, þannig að ekki er seinna vænna en að taka þessa daga frá til að mæta í Skógargerði.
9. apríl 2019
ELDHÚSINNRÉTTING
Til stendur að endurnýja eldhúsið í Skógagerði og því er:
Núverandi neðri hluti innréttingarinnar laus til ráðstöfunar til þess er áhuga hefur.
Eldavél og vaskur með blöndunartækjum fylgir, sjá mynd.
Viðkomandi þarf að taka hana niður og flytja burt sem fyrst.
Áhugasamir hafi samband við:
Björn Sveinsson simi 894 5212
Fundarboð aðalfundar 2019
Aðalfundur Meiðs verður haldinn laugardaginn 18. maí 2019 kl. 14.
Fundurinn verður haldinn samtímis á þremur stöðum eins og síðast, Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík, með hjálp tölvutækninnar og gefst þannig fleirum kostur á að mæta á aðalfund. Hægt verður að bæta við fleiri stöðum ef óskir um það koma fram daginn fyrir fundinn, þar þarf að vera tölva tengd netinu og með myndavél.
Fundarstaðir:
Á Egilsstöðum, verður í húsnæði verkfræðistofunnar Verkís að Kaupvangi 3b.
Á Akureyri, hjá Sigurlínu Sigurgeirsdóttur að Höfðahlíð 15
Í Reykjavík, hjá Hermanni Hermannssyni að Melgerði 9, Kópavogi
Dagskrá aðalfundar verður hefðbundin: Skýrsla stjórnar, yfirlit reikninga, ákvörðun félagsgjalda næsta árs, leigumál og önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og viðra hugmyndir sínar og allar skoðanir eru vel þegnar. Félagið er jú við félagsmenn, ekki bara stjórnin. Því meiri umræða og því fleiri sjónarhorn sem fram koma því betra.
Fundargerð síðasta aðalfundar er aðgengileg á vefsíðunni og slóðin er: http://www.skogargerdi.is/2018.html
Aðalfundur Meiðs verður haldinn laugardaginn 18. maí 2019 kl. 14.
Fundurinn verður haldinn samtímis á þremur stöðum eins og síðast, Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík, með hjálp tölvutækninnar og gefst þannig fleirum kostur á að mæta á aðalfund. Hægt verður að bæta við fleiri stöðum ef óskir um það koma fram daginn fyrir fundinn, þar þarf að vera tölva tengd netinu og með myndavél.
Fundarstaðir:
Á Egilsstöðum, verður í húsnæði verkfræðistofunnar Verkís að Kaupvangi 3b.
Á Akureyri, hjá Sigurlínu Sigurgeirsdóttur að Höfðahlíð 15
Í Reykjavík, hjá Hermanni Hermannssyni að Melgerði 9, Kópavogi
Dagskrá aðalfundar verður hefðbundin: Skýrsla stjórnar, yfirlit reikninga, ákvörðun félagsgjalda næsta árs, leigumál og önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og viðra hugmyndir sínar og allar skoðanir eru vel þegnar. Félagið er jú við félagsmenn, ekki bara stjórnin. Því meiri umræða og því fleiri sjónarhorn sem fram koma því betra.
Fundargerð síðasta aðalfundar er aðgengileg á vefsíðunni og slóðin er: http://www.skogargerdi.is/2018.html
Lagfæringar í húsinu í byrjun mars 2019.
Búrið tekið í gegn, nýtt á gólf, málað (sami litur og var) sett upp koja, tvíbreið sú neðri og náttborði komið fyrir ásamt snögum.
Í Baðstofu og Kompu voru settir ofnar og tenglum fjölgað, skipt um náttborð við suðurvegg Baðstofu sem er með innbyggðum tenglum fyrir snjalltæki.
Ný sérsmíðuð dýna í rúmstæði Laugu. Í Kompunni var líka skipt um rúm, nú eru góð rúm og dýnur í öllum svefnstæðum. Nýtt náttborð í suðurhlið. Hermann lagði til bæði náttborðin.
Fjölgað tenglum og gardina sett upp í Bláaherbergi. Gardina sett upp í Víkingsherbergi.
Nýir leslapar settir við flest rúm. Nýtt útiljós yfir inngangi.
Munir og myndir myndað til að bæta skráningu hluta í húsinu sem verður einnig aðgengilegt á heimasíðunni í framtíðinni.
Broddi Svavarsson lagði parketið og Þórarinn Hrafnkelsson sá um raflagnir en við Sigga gerðum annað.
Hermann Hermannsson.
Búrið tekið í gegn, nýtt á gólf, málað (sami litur og var) sett upp koja, tvíbreið sú neðri og náttborði komið fyrir ásamt snögum.
Í Baðstofu og Kompu voru settir ofnar og tenglum fjölgað, skipt um náttborð við suðurvegg Baðstofu sem er með innbyggðum tenglum fyrir snjalltæki.
Ný sérsmíðuð dýna í rúmstæði Laugu. Í Kompunni var líka skipt um rúm, nú eru góð rúm og dýnur í öllum svefnstæðum. Nýtt náttborð í suðurhlið. Hermann lagði til bæði náttborðin.
Fjölgað tenglum og gardina sett upp í Bláaherbergi. Gardina sett upp í Víkingsherbergi.
Nýir leslapar settir við flest rúm. Nýtt útiljós yfir inngangi.
Munir og myndir myndað til að bæta skráningu hluta í húsinu sem verður einnig aðgengilegt á heimasíðunni í framtíðinni.
Broddi Svavarsson lagði parketið og Þórarinn Hrafnkelsson sá um raflagnir en við Sigga gerðum annað.
Hermann Hermannsson.
Júlí 2018
Höfðinglegur styrkur Dagný Pálsdóttir hefur lagt inn kvaðalausan styrk til ættarfélagsins Meiðs að upphæð kr 3.500.000 í minningu barna Gísla og Dagnýjar sem hófu endurbyggingu gamla bæjarins af myndarskap. Vonast er til að þetta komi sér vel við frekari endurbyggingu og viðhald á ættarsetrinu. Stjórn Meiðs þakkar Dagnýju innilega þennan höfðinglega gjörning og þetta mun koma sér afar vel við áframhaldandi endurbyggingu og viðhald á ættarsetrinu. |
Jólakveðja 2017
Stjórn Meiðs óskar öllum afkomendum Ólafar Helgadóttur og Helga Indriðasonar
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þökkum sérstaklega öllum þeim er studdu við framkvæmdirnar á líðandi ári
á einn eða annan hátt.
Stjórn Meiðs óskar öllum afkomendum Ólafar Helgadóttur og Helga Indriðasonar
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þökkum sérstaklega öllum þeim er studdu við framkvæmdirnar á líðandi ári
á einn eða annan hátt.
Mynd: Sólrún Víkingsdóttir
Wi-Fi net
Sett hefur verið upp þráðlaust Wi-Fi net í húsið.
.
Netið heitir Skogargerdi2017
Lykilorð er: er á spjaldi í glugganum
Netið byggir á símkorti, svo kölluðu frelsiskorti hjá Vodafone og er símanúmerið 699 0273
og viðkomandi sem vill nota netið þarf að kaupa gagnamagn á kortið.
Farið er á heimasíðu Vodafone.is og þar er svæði til að fylla á frelsiskortið.
Ef engin inneign er á sendinum þá þarf að gera þetta í gegnum síma sem kemst á netið.
Notkun á Wi-Fi í Skógargerði
Setja þarf tækið í samband við straum og taka það síðan úr sambandi þegar húsið er yfirgefið
Bestu skilyrði fyrir staðsetningu á sendinum er í vinstri glugganum á baðstofunni sem snýr að fljótinu
Næsta innstunga er bak við kistuna.
Áríðandi er að tækinu sé skýlt fyrir sólinni með hvíta pappalokinu, því tækið getur hitnað um of.
Það tekur nokkrar mínútur fyrir tækið að tengjast eftir af straumur er kominn á það, strikaljósið lengst til hægri sýnir styrkinn á merkinu, þegar það logar þá er netið komið á.
Sett hefur verið upp þráðlaust Wi-Fi net í húsið.
.
Netið heitir Skogargerdi2017
Lykilorð er: er á spjaldi í glugganum
Netið byggir á símkorti, svo kölluðu frelsiskorti hjá Vodafone og er símanúmerið 699 0273
og viðkomandi sem vill nota netið þarf að kaupa gagnamagn á kortið.
Farið er á heimasíðu Vodafone.is og þar er svæði til að fylla á frelsiskortið.
Ef engin inneign er á sendinum þá þarf að gera þetta í gegnum síma sem kemst á netið.
Notkun á Wi-Fi í Skógargerði
Setja þarf tækið í samband við straum og taka það síðan úr sambandi þegar húsið er yfirgefið
Bestu skilyrði fyrir staðsetningu á sendinum er í vinstri glugganum á baðstofunni sem snýr að fljótinu
Næsta innstunga er bak við kistuna.
Áríðandi er að tækinu sé skýlt fyrir sólinni með hvíta pappalokinu, því tækið getur hitnað um of.
Það tekur nokkrar mínútur fyrir tækið að tengjast eftir af straumur er kominn á það, strikaljósið lengst til hægri sýnir styrkinn á merkinu, þegar það logar þá er netið komið á.
Staðan í Vesturveggnum 15.ágúst 2017
Steypuviðgerðum lokið og veggurinn sementskústaður, er nú tilbúinn undir málningu sem væntanlega verður á næsta ári.
Blikkkantur kominn á toppinn.
Stillansinum hefur verið skilað.
Nú á bara eftir að fylla í skurðinn og ganga frá þéttifúgu við gömlu veggina
Steypuviðgerðum lokið og veggurinn sementskústaður, er nú tilbúinn undir málningu sem væntanlega verður á næsta ári.
Blikkkantur kominn á toppinn.
Stillansinum hefur verið skilað.
Nú á bara eftir að fylla í skurðinn og ganga frá þéttifúgu við gömlu veggina
Staðan í Vesturveggnum 15. júlí 2017
Mótafráslætti lokið.
Baldur Pálsson, Björn Sveinsson og Gísli Skógar stóðu sig frábærlega í mótafráslætti veggjarins og Sveinn Björnsson var röskur við að rakka timbrinu í snyrtilega stafla við hlöðuna. Þeir hreinsuðu síðan alla afganga af svæðinu þannig að fyrstu leigjendur sumarsins komu að svæðinu snyrtilegu.
Veggurinn kom nokkuð vel undan mótum og aðeins minniháttar viðgerðir nauðsynlegar, undir gluggum, sem búist var við þar sem ekki var lagt í að víbra of mikið til að draga ekki festiboltana út úr hinni veiku steypu.
Úlfar Svavarsson hefur tekið að sér að gera við steypuhreiður og ganga síðan frá veggnum til málningar, þ.e.a.s. fylla í teinagöt og sementskústa, hann mun leita aðstoðar eftir þörfum hjá ættingjunum sem vonandi bregðast vel við eins og ávallt.
Björn Sveinsson mun sjá um að settur verði blikkantur ofan á vegginn þannig að vatn haldi ekki áfram að komast niður í vegginn, sem sennilega var frumorsök þess að veggurinn fór svona illa.
Fjárhagsstaðan er góð, þökk sé frjálsum framlögum á reikninginn og einnig ósérhlífinni sjálfboðavinnu. Útlagður kostnaður fer eitthvað yfir tvær milljónir (ekki allt komið til innheimtu), en ef öll vinna hefði verið keypt, má áætla að heildarkostnaðurinn hefði orðið rúmar sex milljónir.
Mótafráslætti lokið.
Baldur Pálsson, Björn Sveinsson og Gísli Skógar stóðu sig frábærlega í mótafráslætti veggjarins og Sveinn Björnsson var röskur við að rakka timbrinu í snyrtilega stafla við hlöðuna. Þeir hreinsuðu síðan alla afganga af svæðinu þannig að fyrstu leigjendur sumarsins komu að svæðinu snyrtilegu.
Veggurinn kom nokkuð vel undan mótum og aðeins minniháttar viðgerðir nauðsynlegar, undir gluggum, sem búist var við þar sem ekki var lagt í að víbra of mikið til að draga ekki festiboltana út úr hinni veiku steypu.
Úlfar Svavarsson hefur tekið að sér að gera við steypuhreiður og ganga síðan frá veggnum til málningar, þ.e.a.s. fylla í teinagöt og sementskústa, hann mun leita aðstoðar eftir þörfum hjá ættingjunum sem vonandi bregðast vel við eins og ávallt.
Björn Sveinsson mun sjá um að settur verði blikkantur ofan á vegginn þannig að vatn haldi ekki áfram að komast niður í vegginn, sem sennilega var frumorsök þess að veggurinn fór svona illa.
Fjárhagsstaðan er góð, þökk sé frjálsum framlögum á reikninginn og einnig ósérhlífinni sjálfboðavinnu. Útlagður kostnaður fer eitthvað yfir tvær milljónir (ekki allt komið til innheimtu), en ef öll vinna hefði verið keypt, má áætla að heildarkostnaðurinn hefði orðið rúmar sex milljónir.
Nýtt grill
Dagný Sigurðardóttir keypti nýtt grill, þar sem það gamla var orðið ónýtt og hættulegt að mati slökkviliðsstjóra, og eins og venjulega brást hann vel við og setti nýja grillið saman.
Dagný Sigurðardóttir keypti nýtt grill, þar sem það gamla var orðið ónýtt og hættulegt að mati slökkviliðsstjóra, og eins og venjulega brást hann vel við og setti nýja grillið saman.
Vesturveggur 16. júní 2017
Uppsteypu Vesturveggjarins lauk þann 10. júní sl. Margir lögðu þar óeigingjarna hönd á plóg og eiga þeir bestu þakkir skilið, alls komu 24 við sögu á einhvern hátt.
Anna Bragadóttir Baldur Pálsson
Björn Sveinsson Broddi Svavarsson
Dagný Pálsdóttir Davíð Arnar Sigurðsson
Einar Pálsson Friðjón Kristján Þórarinsson
Gísli Björn Helgason Gísli Sigurgeirsson
Gísli Skógar Víkingsson Guðmundur Frímann Guðmundsson
Guðmundur Sigfússon Helgi Hjálmar Bragason
Helgi Ómar Bragason Hermann Hermannsson
Hörður Bragi Helgason Ingigerður Sverrisdóttir
Jóhann Páll Hreinsson Sigfús Ingi Víkingsson
Sólrún Víkingsdóttir Þórdís Sveinsdóttir
Dagný Sigurðardóttir Sindri Freyr Sigurðsson
Gerð var ágæt grein fyrir framkvæmdinni, eftir því sem henni fleygði fram, á "Fésbókinni" Skógargerði, fólk og fiðrildi. þar eru einnig margar myndir .
Nú er eftir að slá frá veggnum, sementskústa og setja blikk "flassningar" ofan á gaflveggina báða. Vonandi tekst að fá einhverja galvaska til þessa verks sem verður væntanlega fljótlega, verkið verður í umsjá Björns Sveinssonar.
Staðan vegna áheita 15. júní 2017
Áheit vegna viðgerðar á Vesturveggnum hafa skilað sér vel,
og vonandi halda þau áfram að berast eftir getu hvers og eins.
29 hafa lagt inn á Vesturvegginn eins og staðan er í dag, þeir eru:
Áheit vegna viðgerðar á Vesturveggnum hafa skilað sér vel,
og vonandi halda þau áfram að berast eftir getu hvers og eins.
29 hafa lagt inn á Vesturvegginn eins og staðan er í dag, þeir eru:
Ágúst Marinósson
Ásmundur Indriðason
Baldur Pálsson
Björn Helgason
Dagný Bergþóra Indriðadóttir
Dagný Marinósdóttir
Dagný Pálsdóttir
Dagný Sigurgeirsdóttir
Gísli Hákon Guðnason
Gísli Sigurgeirsson
Guðný Rut Gylfadóttir
Helgi Gíslason
Helgi Hallgrímsson
Helgi Ómar Bragason
Hermann Hermannsson
Hilma Sveinsdóttir
Hlynur Bragason
Hrefna Marinósdóttir
Ingigerður S Sverrisdóttir
Ingunn Pálsdóttir
Jón Skúli Indriðason
Ólafur Indriðason
Ólafur Ólafsson
Ragnheiður Björg Guðnadóttir
Ragnheiður Hermannsdóttir
Ragnhildur Rós Indriðadóttir
Sigríður D Þorvaldsdóttir
Sigurlína Sigurgeirsdóttir
Sindri Freyr Sigurðsson
Samtals eru áheit komin í kr. 1.081.154
Meðalinnlegg er því 37.281kr.-.
Bankareikningur félagsins er 0324-26-003770
kt: 491101 3770
Meðalinnlegg er því 37.281kr.-.
Bankareikningur félagsins er 0324-26-003770
kt: 491101 3770
Aðalfundarboð
Aðalfundur Meiðs verður haldinn sunnudaginn 21. maí 2017 Kl 14.
Fundurinn verður haldinn samtímis á tveimur stöðum að þessu sinni, Egilsstöðum og Reykjavík, með hjálp tölvutækninnar, þannig gefst fleirum kostur á að mæta á aðalfund.
Fundarstaður á Egilsstöðum verður í húsnæði verkfræðistofunnar Verkís að Kaupvangi 3b og í Reykjavík á Teiknistofunni Óðinstorgi við Óðinsgötu 7, 2. hæð
Dagskrá aðalfundar verður hefðbundin: Skýrsla stjórnar, yfirlit reikninga, ákvörðun félagsgjalda næsta árs, leigumál og önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og viðra sínar hugmyndir og allar skoðanir eru vel þegnar. Félagið er jú við félagsmenn, ekki bara stjórnin. Því meiri umræða og því fleiri sjónarhorn sem fram koma því betra.
Aðalfundur Meiðs verður haldinn sunnudaginn 21. maí 2017 Kl 14.
Fundurinn verður haldinn samtímis á tveimur stöðum að þessu sinni, Egilsstöðum og Reykjavík, með hjálp tölvutækninnar, þannig gefst fleirum kostur á að mæta á aðalfund.
Fundarstaður á Egilsstöðum verður í húsnæði verkfræðistofunnar Verkís að Kaupvangi 3b og í Reykjavík á Teiknistofunni Óðinstorgi við Óðinsgötu 7, 2. hæð
Dagskrá aðalfundar verður hefðbundin: Skýrsla stjórnar, yfirlit reikninga, ákvörðun félagsgjalda næsta árs, leigumál og önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og viðra sínar hugmyndir og allar skoðanir eru vel þegnar. Félagið er jú við félagsmenn, ekki bara stjórnin. Því meiri umræða og því fleiri sjónarhorn sem fram koma því betra.
Fúsar laghentar hendur óskast
Gert er ráð fyrir að uppsteypan á Vesturveggnum verði framkvæmd á 14 dögum og á tímabilinu miður maí 2017 til miður júní 2017, nánari tímamörk verða tilkynnt síðar.
Nú er það svo að við verðum að treysta á að fá nokkuð af sjálfboðaliðum til að aðstoða við verkið. Fenginn verður mjög hæfur og ljúfur byggingarmeistari til að standa fyrir verkinu, en hann þarf aðstoð fúsra handa.
Þeir sem hafa áhuga og getu til að aðstoða okkur við þetta verk, vinsamlega hafið samband við Hermann Hermannsson í síma 894 8602 eða sendið póst á [email protected]
Meðan á þessu stendur verður húsið nýtt fyrir sjálfboðaliðana, sem sagt frí gisting.
Viðgerð á húsinu
Nú stendur til að gera við Vesturvegginn (eða norður) á Skógargerðishúsinu, en ástand hans er orðið mjög bágborið og er öll pússning á honum laus og hangir á lyginni og ljóst að ástand steypunnar þar fyrir innan er þannig að ekki er talið að pússning muni tolla á veggnum nema mjög skamman tíma og steypan halda áfram að skemmast þar undir.
Núverandi pússning var sett á þegar systkinin úr Skógargerði, Gíslabörn, létu steypa utan á aðra veggi hússins.
Ljóst er að steypa þarf upp nýja veðurkápu á vegginn og er það nokkuð kostnaðarsamt. Gert er ráð fyrir 10 cm járnbundinni steypu og tommu einangrun þar undir. Kápa þessi verður boltuð við gömlu steypuna.
Annað klæðingarefni er ekki talið koma til greina, því það muni spilla svo heildarútliti að það yrði aldrei samþykkt af meðlimum félagsins, auk þess sem húsið er orðið 100 ára gamalt og því er útlit hússins sjálfvirkt friðað.
Félagið hefur ekki yfir digrum sjóðum að ráða og því þarf að leita til félagsmanna og kvenna í ættarfélaginu Meið. Miðað við núverandi stöðu og að aðeins um 30% af félögum greiðir árgjöld reglulega þá vantar rúma eina og hálfa milljón til að ljúka verkinu.
Því er skorað á alla að greiða félagsgjöldin og jafnframt þurfum við að óska eftir frjálsum framlögum til að ná endum saman.
Bankareikningur félagsins er 0324-26-003770 kt: 491101 3770
Ágætu félagsmenn, nú skorum við á ykkur að greiða félagsgjöldin skilvíslega og þeir sem eru aflögufærir á fé leggi eitthvað inn á reikninginn okkar.
Margt smátt gerir eitt stórt.
Nú stendur til að gera við Vesturvegginn (eða norður) á Skógargerðishúsinu, en ástand hans er orðið mjög bágborið og er öll pússning á honum laus og hangir á lyginni og ljóst að ástand steypunnar þar fyrir innan er þannig að ekki er talið að pússning muni tolla á veggnum nema mjög skamman tíma og steypan halda áfram að skemmast þar undir.
Núverandi pússning var sett á þegar systkinin úr Skógargerði, Gíslabörn, létu steypa utan á aðra veggi hússins.
Ljóst er að steypa þarf upp nýja veðurkápu á vegginn og er það nokkuð kostnaðarsamt. Gert er ráð fyrir 10 cm járnbundinni steypu og tommu einangrun þar undir. Kápa þessi verður boltuð við gömlu steypuna.
Annað klæðingarefni er ekki talið koma til greina, því það muni spilla svo heildarútliti að það yrði aldrei samþykkt af meðlimum félagsins, auk þess sem húsið er orðið 100 ára gamalt og því er útlit hússins sjálfvirkt friðað.
Félagið hefur ekki yfir digrum sjóðum að ráða og því þarf að leita til félagsmanna og kvenna í ættarfélaginu Meið. Miðað við núverandi stöðu og að aðeins um 30% af félögum greiðir árgjöld reglulega þá vantar rúma eina og hálfa milljón til að ljúka verkinu.
Því er skorað á alla að greiða félagsgjöldin og jafnframt þurfum við að óska eftir frjálsum framlögum til að ná endum saman.
Bankareikningur félagsins er 0324-26-003770 kt: 491101 3770
Ágætu félagsmenn, nú skorum við á ykkur að greiða félagsgjöldin skilvíslega og þeir sem eru aflögufærir á fé leggi eitthvað inn á reikninginn okkar.
Margt smátt gerir eitt stórt.
Bókasafn Ollu á Hrafnistu Reykjavík
Bókasafni Ollu ásamt bókaskápum var ánafnað Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún dvaldi undir lokin.
Helgi Gíslason skógfræðingur hafði frumkvæði að því að settur yrði skjöldur á bókaskápinn þar sem hann stendur á Hrafnistu og Hermann Smárason útbjó skilti, og lagði það til, sem á stendur:
Ólöf Margrét Gísladóttir frá Skógargerði
f. 20. 04. 1925 - d. 16. 07. 2016.
Bókasafnið og skápinn gaf hún Hrafnistu.
Hermann, Helgi og Ragnheiður Guðnadóttir settu svo skjöldinn á skápinn (Helgi tók myndirnar)
Bókasafni Ollu ásamt bókaskápum var ánafnað Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún dvaldi undir lokin.
Helgi Gíslason skógfræðingur hafði frumkvæði að því að settur yrði skjöldur á bókaskápinn þar sem hann stendur á Hrafnistu og Hermann Smárason útbjó skilti, og lagði það til, sem á stendur:
Ólöf Margrét Gísladóttir frá Skógargerði
f. 20. 04. 1925 - d. 16. 07. 2016.
Bókasafnið og skápinn gaf hún Hrafnistu.
Hermann, Helgi og Ragnheiður Guðnadóttir settu svo skjöldinn á skápinn (Helgi tók myndirnar)
Aðalfundur 2016
Aðalfundur Meiðs var haldinn í Skógargerði laugardaginn 21. maí sl. Kl 16.
Dagskrá var hefðbundin: Skýrsla stjórnar, yfirlit reikninga, ákvörðun félagsgjalda næsta árs, leigumál og önnur mál.
Fundargerð aðalfundar má sjá hér
Aðalfundur Meiðs var haldinn í Skógargerði laugardaginn 21. maí sl. Kl 16.
Dagskrá var hefðbundin: Skýrsla stjórnar, yfirlit reikninga, ákvörðun félagsgjalda næsta árs, leigumál og önnur mál.
Fundargerð aðalfundar má sjá hér
Nýr vefur og ritstjóri
Sælt veri Skógargerðis fólkið.
Hér birtist heimasíðan á nýju formi, skogargerdi.is en allt efni sem var á eldri vef á að vera hér einnig.
Þessi útgáfa er snjallsímavæn og því aðgengilegri en sú gamla.
Það væri vel þegið að fá ábendingar ef einhverjar villur eru.
Stefán Hermannsson baðst undan því að vera áfram ritstjóri vegna anna og hefur Hermann Hermannsson tekið að sér hlutverkið um sinn.
Einnig hefur Ingigerður Sverrisdóttir tekið að sér ritstjórn á "Facebook" síðunni Skógagerði, fólk og fiðrildi
Sælt veri Skógargerðis fólkið.
Hér birtist heimasíðan á nýju formi, skogargerdi.is en allt efni sem var á eldri vef á að vera hér einnig.
Þessi útgáfa er snjallsímavæn og því aðgengilegri en sú gamla.
Það væri vel þegið að fá ábendingar ef einhverjar villur eru.
Stefán Hermannsson baðst undan því að vera áfram ritstjóri vegna anna og hefur Hermann Hermannsson tekið að sér hlutverkið um sinn.
Einnig hefur Ingigerður Sverrisdóttir tekið að sér ritstjórn á "Facebook" síðunni Skógagerði, fólk og fiðrildi